Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 700. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1466  —  700. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.



     1.      Hverjar eru áfallnar lífeyrisskuldbindingar og framtíðarlífeyrisskuldbindingar í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna með ábyrgð ríkissjóðs, sveitarfélaga og fyrirtækja í eigu hins opinbera?
     2.      Á hvaða árabili koma þessar skuldbindingar til greiðslu miðað við áætlaðar meðallífslíkur þeirra sjóðfélaga sem eiga umrædd lífeyrisréttindi?
     3.      Telur ráðherra raunhæft að áætla að ríkissjóður og sveitarfélög muni að óbreyttu geta staðið undir umræddum skuldbindingum?
     4.      Hefur verið gerð áætlun um það í fjármálaráðuneytinu með hvaða hætti þessar skuldbindingar verða greiddar? Ef svo er, í hverju felst sú áætlun?


Skriflegt svar óskast.