Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 19. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Nr. 28/138.

Þskj. 1474  —  19. mál.


Þingsályktun

um áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands.


    Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að hafa forgöngu um að gerð verði áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því.

Samþykkt á Alþingi 6. september 2010.