Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 14. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 14  —  14. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um efnahag Byggðastofnunar.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hver verða áhrif á efnahagsreikning Byggðastofnunar, að mati stofnunarinnar, af þeirri ákvörðun að fella niður aflamark í rækju?
     2.      Var kannað fyrir fram hjá Byggðastofnun eða í ráðuneytinu hvaða áhrif þessi ákvörðun hefði á efnahagslega stöðu Byggðastofnunar?
     3.      Hvernig verður brugðist við af hálfu ríkisvaldsins til þess að styrkja efnahag Byggðastofnunar í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda um rækjuveiðar?