Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 32. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 32  —  32. mál.
Leiðrétt ártal.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um kynningarstarf vegna hvalveiða.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hvernig hefur verið háttað kynningu á málstað og sjónarmiðum stjórnvalda í hvalveiðimálum á árunum 1999–2009, sbr. þingsályktun á 123. löggjafarþingi (92. mál), hverjir hafa markhóparnir verið og hverjir hafa skipulagt kynningarstarfið og annast það?
     2.      Hversu miklir fjármunir hafa runnið til slíkrar kynningar af fjárlögum hvers árs á þessu tímabili, af ráðstöfunarfé ráðherra og úr einstökum sjóðum sem ráðherra ber ábyrgð á, og hvernig hefur þeim verið varið, flokkað eftir árum, svo sem til ráðgjafar- og almannatengslafyrirtækja heima og erlendis, samtaka sem berjast fyrir hvalveiðum, í auglýsingar (hvar?), til annars kynningarefnis (hvers?), ferða á ráðstefnur (hverjar?), annars ferðakostnaðar (hvers?) o.s.frv., bæði af fjárlagalið 05-190-1.33 og öðrum liðum ráðuneytisins?


Skriflegt svar óskast.