Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 93. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 1/139.

Þskj. 118  —  93. mál.


Þingsályktun

um friðarverðlaunahafa Nóbels árið 2010.


    Alþingi fagnar því að Liu Xiaobo hafi verið veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum í Kína. Alþingi skorar á kínversk stjórnvöld að leysa Liu Xiaobo úr haldi nú þegar og sýna með því í verki virðingu sína fyrir mannréttindum.

Samþykkt á Alþingi 21. október 2010.