Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 124. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 135  —  124. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um veiðikortasjóð.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



     1.      Af hverju fjármagnar veiðikortasjóður vöktun rjúpu en Náttúrufræðistofnun vöktun annarra dýrastofna?
     2.      Hversu miklu fé hefur verið úthlutað til rjúpnarannsókna úr veiðikortasjóði frá árinu 1995? Hvers vegna hefur ekki verið úthlutað fé til gæsarannsókna?
     3.      Er til sundurliðun á kostnaði við rjúpnarannsóknir samkvæmt bókhaldslyklum? Hversu mikill er hluti dagpeninga, aksturs o.s.frv.? Er vinna sérfræðinga innan húss við rjúpnarannsóknir gjaldfærð sem útseld vinna?
     4.      Hvað ræður úthlutunum úr veiðikortasjóði?
     5.      Hefur verið haft samráð við veiðimenn eða Umhverfisstofnun um úthlutanir úr sjóðnum?
     6.      Hefur Náttúrufræðistofnun sótt formlega um styrki úr sjóðnum frá árinu 2006?
     7.      Hyggst ráðherra nýta sér tillögur nefndar frá 2001 um úthlutunarreglur veiðikortasjóðs?
     8.      Er til stofnskrá fyrir veiðikortasjóð?