Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 85. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 289  —  85. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar um kostnað við flutning sjúklinga á milli heilbrigðisstofnana.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var kostnaður við flutning sjúklinga á milli heilbrigðisstofnana árin 2007, 2008 og 2009, sundurliðað eftir heilbrigðisumdæmum og heilbrigðisstofnunum?

    Flutningar sjúklinga milli heilbrigðisstofnana eru með sjúkrabifreiðum og sjúkraflugvélum. Í undantekningartilvikum eru notaðar þyrlur. Starfsmenn, tæki og búnaður til sjúkraflutninga er notaður jöfnum höndum til þessara flutninga og annarra almennra sjúkraflutninga.
    Fjölmargir aðilar koma að rekstri sjúkraflutninga. Má þar nefna:
     1.      heilbrigðisstofnanir og slökkvilið sveitarfélaga sem leggja til mannafla í sjúkraflutningsþjónustuna,
     2.      Rauða kross Íslands (RKÍ) sem rekur sjúkrabifreiðarnar,
     3.      flugfélög sem eiga og reka flugvélar sem notaðar eru til sjúkraflugs og
     4.      Landhelgisgæsluna sem rekur þyrlur sem sinna aðkallandi sjúkraflugi.
    Heildarfjöldi flutninga milli stofnana á ári liggur fyrir í gögnum frá RKÍ (úr skrám Neyðarlínunnar ohf.) og hjá flugrekendum sjúkraflugvéla. Kostnaði við millistofnanaflutninga er hins vegar einungis að litlu leyti haldið aðgreindum frá kostnaði við almenna sjúkraflutninga í bókhaldi þeirra aðila sem koma að þessum rekstri. Í meðfylgjandi töflu er reynt að nálgast heildarkostnað við millistofnanaflutninga frá hverri stofnun með því að deila heildarkostnaði einstakra aðila hlutfallslega niður á stofnanirnar. Er þar byggt á heildarfjölda millistofnanaflutninga og einnig á greiðslum heilbrigðisstofnana til RKÍ vegna þessara flutninga.
    Í meðfylgjandi töflu er gengið út frá skipulagi heilbrigðisstofnana eins og það er nú. Taflan sýnir kostnað ríkisins við flutningana, sem fenginn er með framangreindri nálgunaraðferð. Einstaklingar bera ekki beinan kostnað af flutningi milli stofnana. Tæpur þriðjungur kostnaðar við millistofnanaflutninga er vegna sjúkraflugs.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.