Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 255. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 293  —  255. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um eftirlit og bótasvik.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hvað hafa sparast háar upphæðir við að uppvíst hefur orðið um bótasvik hjá Vinnumálastofnun eftir að eftirlitsdeild hennar hóf störf, sundurgreint eftir helstu tegundum bótasvika?
     2.      Hvar er opinberum aðilum hér á landi heimilt að afla upplýsinga sem nýst gætu til að upplýsa bótasvik? Er t.d. heimilt í þessu skyni að fá upplýsingar frá opinberum stofnunum, bönkum, vinnuveitendum, heimili bótaþega og vinnustöðum?
     3.      Hvernig eru þessar eftirlitsheimildir frábrugðnar heimildum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi?


Skriflegt svar óskast.