Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 352. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 442  —  352. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um framlög til málefna fatlaðra.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hversu há hafa árleg opinber framlög til málefna fatlaðra verið á verðlagi hvers árs árin 1991–2011, miðað við áætlun fjáraukalaga og fjárlaga fyrir árin 2010 og 2011?
     2.      Hversu há hafa þessi framlög verið á verðlagi 1. nóvember sl., miðað við meðaltal neysluvísitölu hvers árs og spá um vísitölu fram til loka árs 2011?
     3.      Hversu há hafa framlögin verið sem hlutfall af opinberum útgjöldum hvers árs?
     4.      Hversu há hafa framlögin verið sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hvers árs?



Skriflegt svar óskast.