Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 79. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
2. uppprentun.

Þskj. 569  —  79. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um brunavarnir, nr. 75/2000, með síðari breytingum, og brtt. á þskj. 533.

Frá Kristjáni L. Möller, Álfheiði Ingadóttur, Birgi Ármannssyni,


Skúla Helgasyni, Ólafi Þór Gunnarssyni og Merði Árnasyni.


     1.      2. tölul. brtt. á þskj. 533 falli brott.
     2.      5. tölul. brtt. á þskj. 533 falli brott.
     3.      Við frumvarpið bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Við gildistöku laga þessara skulu umhverfisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hrinda af stað vinnu sem miði að því að samræma gildissvið laga nr. 75/2000 um brunavarnir, með síðari breytingum, og laga nr. 60/1998 um loftferðir, með síðari breytingum. Vinnan skal miða að því að skýra ákvæði laganna, m.a. hvað varðar viðbragðsstyrk á flugvöllum, starfsleyfisskyldu þeirra og eftirlit með þeirri starfsemi. Niðurstaða þeirrar vinnu skal kynnt umhverfisnefnd Alþingis og samgöngunefnd Alþingis eigi síðar en 15. maí 2011.