Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 197. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 579  —  197. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, og lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum (kerfisbreyting í skattlagningu ökutækja).

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar (HHj, ÁI, MSch, LRM, SII).



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað talnanna „220“ og „221“ í töflu í 1. efnismgr. komi: 225, og: 226.
                  b.      Í stað fjárhæðarinnar „750.000 kr.“ í 2. og 3. efnismgr. komi: 1.250.000 kr.
                  c.      Við 2. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lækkun samkvæmt þessum lið skal jafnframt eiga við um ökutæki sem tilgreind eru í g- og h-lið 2. tölul. 4. gr.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      1. og 2. málsl. l-liðar 1. tölul. orðist svo: Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól sem eru skráð sem slík og einungis notuð í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna, svo og til aksturs til og frá slíkum atburðum. Skráningarmerki bifreiðanna og bifhjólanna skulu auðkennd sérstaklega.
                  b.      Við 1. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Grindur með hreyfli og ökumannshúsi án vöruflutningarýmis.
                  c.      Við 2. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Grindur með hreyfli og ökumannshúsi sem búið er að bæta við vöruflutningarými, sbr. q-lið 1. tölul.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      F-liður orðist svo: 7. tölul. 2. mgr. orðast svo: Vörugjald af sérútbúnum bifreiðum til fólksflutninga skal lagt á samkvæmt undanþáguflokki 3. gr. miðað við skráða losun koltvísýrings viðkomandi ökutækis, mælt í grömmum á hvern ekinn kílómetra.
                      Skilyrði fyrir því að bifreið sem er sérútbúin til fólksflutninga beri vörugjald samkvæmt þessum tölulið eru að kaupandi hennar hafi leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða skv. 10. gr. laga nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi, jafnframt að bifreiðin sé eingöngu notuð í tengslum við þjónustu við ferðamenn.
                      Bifreið sem er sérútbúin til fólksflutninga og ber vörugjöld samkvæmt þessum tölulið skal auðkenna með sérstökum hætti í ökutækjaskrá og skal hún bera sérstök skráningarmerki og skal útlit þeirra tilgreint nánar í reglugerð um skráningu ökutækja.
                  b.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: 8. tölul. 2. mgr. fellur brott.
     4.      Á eftir 4. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Tollstjóra er heimilt að fella niður vörugjald af nýju og ónotuðu ökutæki að hámarki 1.250.000 kr. sé ökutækinu breytt fyrir nýskráningu þannig að það nýti metan í stað bensíns eða dísilolíu og breytingin sé staðfest og vottuð í skráningarskoðun ökutækisins. Til þess að ökutæki geti notið lækkaðs vörugjalds samkvæmt þessari málsgrein skal það vera útbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi. Óheimilt er að fjarlægja eða gera breytingarbúnað ökutækis óvirkan innan fimm ára frá nýskráningu. Ökutæki sem nýtur lækkaðs vörugjalds samkvæmt þessari málsgrein getur ekki hlotið endurgreiðslu á vörugjöldum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum þessum um endurgreiðslu vörugjalda af ökutækjum sem hefur verið breytt þannig að ökutækið nýti metan í stað bensíns eða dísilolíu.
     5.      Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal vörugjald í eftirfarandi gjaldbilum gilda fyrir ökutæki sem eru innflutt og tollafgreidd á árinu 2011 og falla í þau gjaldbil sem tilgreind eru í töflu:
Gjald í %
Gjaldbil Skráð losun CO2 Aðalflokkur Undanþáguflokkur
skv. 5. gr.
H 201–225 45 16
I 226–250 48 20
J yfir 250 52 24
                 Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal vörugjald í eftirfarandi gjaldbilum gilda fyrir ökutæki sem eru innflutt og tollafgreidd á árinu 2012 og falla í þau gjaldbil sem tilgreind eru í töflu:
Gjald í %
Gjaldbil Skráð losun CO2 Aðalflokkur Undanþáguflokkur
skv. 5. gr.
H 201–225 50 18
I 226–250 54 23
J yfir 250 59 27
     6.      Við 8. gr.
                  a.      2. efnismgr. orðast svo:
                      Bifreiðagjald ökutækis á hverju gjaldtímabili, að eigin þyngd 3.500 kg eða minna, skal vera 5.000 kr. fyrir losun allt að 121 gramms af skráðri kolefnislosun ökutækis en 120 kr. fyrir hvert gramm af skráðri losun umfram það.
                  b.      Í stað fjárhæðarinnar „51.800 kr.“ í 4. efnismgr. komi: 46.880 kr.