Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 428. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 701  —  428. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um strandveiðigjald.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hversu margir bátar voru gerðir út til strandveiða á síðasta fiskveiðiári?
     2.      Hve háa upphæð greiddu þessir bátar alls í strandveiðigjald, sbr. ákvæði 1. gr. laga nr. 33/2000, um veiðieftirlitsgjald?
     3.      Hve miklar tekjur af strandveiðigjaldinu komu í hlut hverrar hafnar?
    Svör óskast sundurliðuð eftir sveitarfélögum.


Skriflegt svar óskast.