Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 349. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 711  —  349. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um sjúkraflutninga.

     1.      Hvernig er sjúkraflutningum með sjúkrabílum háttað?
    Rauði kross Íslands leggur rekstraraðilum sjúkraflutninga til sjúkrabifreiðar og sér um rekstur þeirra samkvæmt samningi við ríkið. Rekstraraðilarnir eru ýmist heilbrigðisstofnanir eða slökkvilið sveitarfélaga. Þessir aðilar manna bifreiðarnar og halda uppi útkallsviðbúnaði á 41 bækistöð vítt og breitt um landið. Öll boðun í sjúkraflutning fer í gegnum vaktstöð samræmdrar neyðarsímsvörunar (112) hjá Neyðarlínunni ohf. Gildir þá einu hvort um bráðatilvik er að ræða eða annan flutning slasaðra eða veikra. Verklagi sjúkraflutningamanna í útkalli er lýst í skjalinu Vinnuferlar landlæknis fyrir sjúkraflutningamenn (2006) sem er að finna á vef landlæknisembættisins (http://www.landlaeknir.is/Pages/1055/NewsID/1619).

     2.      Hver var rekstrarkostnaður sjúkrabíla á ári, 1999–2010? Hversu mikið greiddi ríkið fyrir rekstur þeirra ár hvert, hversu mikið greiddi Rauði krossinn og hversu mikið greiddu sjúklingar fyrir flutninga í sjúkrabílum?
    Í töflu er sýndur rekstrarkostnaður sjúkrabíla í milljónum króna árin 1999–2010.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Greiðsla ríkisins, sem sýnd er í dálki 4, er summa af greiðslu ríkisins samkvæmt samningi við Rauða krossinn (dálkur 2) og greiðslum heilbrigðisstofnana fyrir svokallaða millistofnanaflutninga (dálkur 3). Með millistofnanaflutningum er átt við flutning með inniliggjandi sjúklinga á milli sjúkrahúsa. Dálkur 5 sýnir framlag Rauða krossins og dálkur 6 greiðslu sjúklinga, sbr. reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Tölur í dálkum 3 og 6 eru sýndar án afskrifta af kröfum. Tölur fyrir árið 2010 eru bráðabirgðatölur.


     3.      Er ætlunin að skera niður kostnað við sjúkraflutninga árið 2011?
    Við afgreiðslu fjárlaga 2011 var tekin ákvörðun um að standa vörð um starfsemi heilsugæslunnar eins og kostur er og fjárveitingar til sjúkraflutninga ekki lækkaðar.