Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 257. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 719  —  257. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar um verkefni á sviði kynningarmála.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvaða verkefni á sviði kynningarmála hefur ríkisstjórnin, svo og einstök ráðuneyti, látið utanaðkomandi aðila vinna fyrir sig á árinu 2010? Hver er heildarkostnaðurinn við þá vinnu? Hvaða fyrirtæki hafa unnið þau verk og hverjar hafa verið greiðslur til hvers kynningarfyrirtækis fyrir sig?

    Því er til að svara að fjármálaráðuneytið óskaði eftir umræddum upplýsingum frá hverju ráðuneyti fyrir sig. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytunum nam heildarkostnaður verkefna á sviði kynningarmála rúmum 84 millj. kr. Í meðfylglandi töflu eru upplýsingar um verkefnin sem um ræðir, kostnað við þau og greiðslur til hvers kynningarfyrirtækis fyrir sig. Ekki var leitað til utanaðkomandi aðila í tengslum við kynningarmál á síðasta ári hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, iðnaðarráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
    Kostnaður fjármálaráðuneytisins vegur langþyngst af kostnaði ráðuneytanna til kynningarmála eða nálægt 75%. Stærstur hluti þess kostnaðar stafar af þjónustu erlendra aðila við kynningarmál, bætta ímynd landsins og fjölmiðlavöktun í tengslum við endurreisn efnahags- og fjármálakerfisins á Íslandi.


Verkefni á sviði kynningarmála á vegum ríkisstjórnarinnar og einstakra ráðuneyta, 2010.


Nánari lýsing á verkefni Verksali Kostnaður
Forsætisráðuneyti
Kynning á efnahagsmálum Undirbúningsvinna í samvinnu við fjármálaráðuneytið Data Market ehf. 192.600
Sóknaráætlun fyrir alla landshluta Fundur á Selfossi 21. janúar 2010 J & L ehf. 237.800
Sóknaráætlun fyrir alla landshluta Vegna fundar á Selfossi Ratsjá ehf. 852.604
Sóknaráætlun fyrir alla landshluta Birting auglýsingar um niðurstöður þjóðfundar Árvakur hf. 42.737
Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar Birting auglýsingar 365 miðlar ehf. 48.216
Hátíðahöld og viðburðir í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011
Kynning á safni í Safnabók

Útgáfufélagið Guðrún ehf.

131.775
Hátíðahöld og viðburðir í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011
Auglýsingar og kynning á viðburðum á afmælisárinu

ABS media ehf.

657.190
Hátíðahöld og viðburðir í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011
Auglýsingar og kynning á viðburðum á afmælisárinu

ABS media ehf.

144.394
Hátíðahöld og viðburðir í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011
Sýning og kynning dagskrár afmælisársins í Ráðhúsinu 2010

ABS media ehf.

693.680
Hátíðahöld og viðburðir í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011
Auglýsingar og kynning á viðburðum á afmælisárinu

Íslenska auglýsingastofan ehf.

100.000
Hátíðahöld og viðburðir í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011
Auglýsingar og kynning á viðburðum á afmælisárinu
ABS media ehf. 354.767
Hátíðahöld og viðburðir í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011
Hönnun auglýsingar

2B hönnunarstofa

153.000
Hátíðahöld og viðburðir í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 2011
Hönnun og kynning á netinu

2B hönnunarstofa

216.750
3.825.513
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Bókamessa í Frankfurt 2011 Kynningarefni Atli Hilmarsson ehf. 11.295
Bókamessa í Frankfurt 2011 Kynningarefni, plaköt, heimasíða, möppur o.fl. fyrir bókamessu Fíton ehf. 2.282.135
Bókamessa í Frankfurt 2011 Hönnun á lógó fyrir myndband Miðstræti ehf. 112.950
Bókamessa í Frankfurt 2011 Kynningarvinna Projekt2508 GmbH., Þýskalandi 1.808.066
Bókamessa í Frankfurt 2011 Kynningarvinna og kynningaefni fyrir bókamessu Von Hagen Design 4.278.561
Aðalskrifstofa MRN Hönnun á innri vef ráðuneytisins P & Ó ehf. 10.040
Aðalskrifstofa MRN Auglýsingaborði (banner) Ath. prentun og sýningarkerfi ehf. 45.554
8.548.601
Utanríkisráðuneyti
Ráðgjöf Ráðgjöf í almannatengslum erlendis (Icesave), janúar til mars KOM 301.194
Ráðgjöf Ráðgjöf um notkun miðla í almannatengslum erlendis vegna Icesave Góð samskipti 300.949
602.143


Nánari lýsing á verkefni Verksali Kostnaður
Dóms- og mannréttindaráðuneytið
Kosningar Vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og kosninga til stjórnlagaþings
Athygli hf.

4.300.000
Félags- og tryggingamálaráðuneytið
Kynning á úrræðum fyrir fólk í greiðsluvanda Verkefni unnið með bönkunum vegna fólks í greiðsluerfiðleikum H:N markaðssamskipti ehf. 508.300
Vegna skuldamála heimilanna Kynning og fundaherferð ráðherra vegna skuldamála heimilanna Teitur Þorkelsson 1.540.000
Vegna fyrirlestra í þágu heimilanna Gerð skýringamynda og uppsetning vegna fyrirlestra
í þágu heimilanna

Sírnir Hallgrímur Einarsson

755.968
2.804.268
Heilbrigðisráðuneytið
Upplýsingarmiðlun Ýmis upplýsingarmál ráðuneytisins og samskipti við fjölmiðla Athygli ehf. 776.180
Fjármálaráðuneytið
Allir vinna Kynning á áttaki til atvinnusköpunar Hvíta húsið ehf. 16.196.777
Allir vinna Kynning á átaki til atvinnusköpunar GH1 508.275
Allir vinna Kynning á átaki til atvinnusköpunar ABS - fjölmiðlahús 200.300
Allir vinna Kynning á átaki til atvinnusköpunar Víkurfréttir ehf. 144.575
Allir vinna Kynning á átaki til atvinnusköpunar Verkefnisstjóri 1.700.000
Allir vinna Kynning á átaki til atvinnusköpunar Aðrir aðilar 256.415
Allir vinna Þátttaka SA, ASÍ og SI Kostnaðarþáttaka annarra -6.562.474
Icesave og endurreisn fjármálakerfisins Fjölmiðlavöktun, ráðgjöf í almannatengslum o.fl. FD-Financial Dynamics Limited 27.239.665
Fjármálastofnanir Fjölmiðlavöktun, ráðgjöf í almannatengslum o.fl. FD-Financial Dynamics Limited 5.752.131
Fjármálastofnanir (Holland) Fjölmiðlavöktun og ráðgjöf í almannatengslum UTR-Huijskens 13.723.520
Fjármálastofnanir (Holland) Ráðgjafakostnaður og vinna við útvegun funda UTR-Sovereign 1.117.760
Fjármálastofnanir (Holland) Fjölmiðlavöktun, ráðgjöf í almannatengslum o.fl. UTR-Ogilvy Puplic relations 1.689.009
Fjármálastofnanir (Holland) Ráðgjöf í almannatengslum UTR-Kynning og markaður 719.510
62.685.463
Umhverfisráðuneytið
Heimasíða ráðherra Uppsetning heimasíðu Eskill 167.200
Samgönguvika Vefsíðugerð vegna samgönguviku Tólf sf. 398.406
565.606
Heildarkostnaður 84.107.774