Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 401. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 806  —  401. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um starfsmannahald Landsvirkjunar.

    Þar sem umbeðnar upplýsingar vörðuðu Landsvirkjun og þær lágu ekki fyrir í fjármálaráðuneytinu fór ráðuneytið fram á það við Landsvirkjun að hún tæki upplýsingarnar saman og sendi ráðuneytinu.
    Hér á eftir fara svör Landsvirkjunar við fyrirspurninni.

     1.      Hvaða reglur gilda um ráðningu starfsfólks hjá Landsvirkjun?
    Svo sem kunnugt er gilda sérstök lög um Landsvirkjun, lög nr. 42 frá 1983, með síðari breytingum. Landsvirkjun er sameignarfyrirtæki í eigu ríkissjóðs og Eignarhluta ehf. með sjálfstæðan fjárhag og reikningshald. Landsvirkjun telst því ekki til hefðbundinna stofnana ríkisins. Í 1. mgr. 6. gr. laga um Landsvirkjun segir að stjórn Landsvirkjunar ráði forstjóra fyrirtækisins. Í 2. mgr. sömu greinar segir að stjórn og forstjóri fari með stjórn fyrirtækisins og í 3. mgr. sömu greinar að forstjóri annist daglegan rekstur fyrirtækisins. Nánari ákvæði um starfssvið stjórnar og forstjóra skulu sett í starfsreglur stjórnar Landsvirkjunar, sbr. 7. mgr. 6. gr. laganna. Slíkar reglur hefur stjórn fyrirtækisins sett. Í starfsreglunum, grein 11.9, segir um ráðningar í störf hjá fyrirtækinu: „Forstjóri ræður starfsmenn til fyrirtækisins, segir þeim upp og semur við þá um launakjör. Forstjóri skal þó hafa samráð við stjórnarformann um ráðningu og uppsögn framkvæmdastjóra einstakra sviða Landsvirkjunar.“
    Þá hafa jafnframt verið settar verklagsreglur innan Landsvirkjunar um ráðningu nýrra starfsmanna. Þar segir meðal annars:
    „Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra er veitir fyrirtækinu forstöðu í samræmi við lög Landsvirkjunar nr. 42/1983 með síðari breytingum, sameignarfélagssamning Landsvirkjunar og starfsreglur stjórnar Landsvirkjunar.
    Framkvæmdastjórar hver á sínu sviði ráða deildarstjóra.
    Framkvæmdastjórar hver á sínu sviði ráða jafnframt alla aðra starfsmenn að fenginni tillögu viðkomandi deildarstjóra.
    Deildarstjórar gera tillögu til framkvæmdastjóra um ráðningu nýrra starfsmanna hver í sinni deild að fenginni umsögn viðkomandi undirmanns í þeim tilvikum sem það á við.
    Stjórnandi ákveður aðferð við ráðningu sem er auglýst innanhúss eða utanhúss og gætir þess að fá samþykki forstjóra ef ekki á að auglýsa utanhúss. Staðfesting á samþykki forstjóra er send til varðveislu á starfsmannasviði.“
    Almenn regla Landsvirkjunar er sú að auglýsa laus störf hjá fyrirtækinu, en frávik má þó finna frá þeirri reglu, eins og fram kemur á ráðningayfirliti áranna 2000–2010 í fskj. I. Nánari lýsingu á ráðningaferli fyrirtækisins má finna í verklagsreglum Landsvirkjunar um ráðningar og starfslok, sjá fskj. II.

     2.      Hversu mörg störf hafa verið auglýst hjá Landsvirkjun frá árinu 2000 og hverjir voru ráðnir í þau störf?
    Í meðfylgjandi yfirliti kemur fram í hversu mörg störf hefur verið ráðið hjá Landsvirkjun frá upphafi árs 2000 til ársloka 2010. Jafnframt kemur fram hvaða störf hafa verið auglýst og hver ekki. Á framangreindu tímabili var ráðið í 170 störf, þar af voru 98 störf auglýst bæði utan húss og innan og 12 innan húss. Þá er á meðfylgjandi yfirliti ekki getið um ráðningar í tímabundin störf og sumarstörf námsfólks enda eru sumarstörfin einnig tímabundin. Sumarstörfin eru þó almennt auglýst á vef fyrirtækisins.

     3.      Hafa einhverjir verið ráðnir án auglýsingar á framangreindu tímabili og þá hverjir?
    Á tímabilinu hafa 60 einstaklingar verið ráðnir án auglýsingar, svo sem fram kemur í meðfylgjandi yfirliti. Sú aðferð brýtur ekki í bága við starfsreglur stjórnarinnar, sbr. áður tilvitnaða grein 11.9. Rétt er að taka fram að frá miðju ári 2008 var verklagi við ráðningar breytt á þann hátt að allar lausar stöður eru auglýstar a.m.k. innan húss.



Fylgiskjal I.


Ráðningar Landsvirkjunar 2000–2010.


Nafn Starfsheiti Byrj.
dags.
Augl. innan Augl. utan Ekki auglýst

Aths.

2000
Páll Garðar Pálsson tæknifræðingur Búrfelli 3.1.2000 x
Sigfús Jóhannesson tæknifræðingur, kerfisstjórn 10.1.2000 x
Anna Elín Bjarkadóttir sérfræðingur, bókasafni 3.4.2000 x
Björn Stefánsson verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 12.5.2000 x
Elín Pálsdóttir yfirmaður launamála 12.5.2000 x
Lárus Guðmundsson sérfræðingur, tölvudeild 3.7.2000 x
Svava Ásdís Sigurðardóttir skrifstofumaður, innkaupum 31.7.2000 x
Ragnhildur Vigfúsdóttir deildarstjóri, starfsþróun 22.8.2000 x
Guðlaugur Þórarinsson verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 1.12.2000 x
Svanhildur Arnmundsdóttir tækniteiknari 1.12.2000 x
Baldur Bragason sérfræðingur, tölvudeild 29.12.2000 x
2001
Bjarni Bjarnason framkvæmdastjóri orkusviðs 1.1.2001 x
Ófeigur Hjaltested innkaupafulltrúi 12.1.2001 x
Ásgeir Eggertsson vefstjóri 22.1.2001 x
Ásbjörn S Þorleifsson yfirmaður áhættustýringar 1.2.2001 x
Jóhann Kröyer verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 1.2.2001 x
Óli Fjalar Böðvarsson rafvirki, Sogi 1.2.2001 x
Magni Hagalín Sveinsson rafvirki, Sogi 5.2.2001 x
Pálmi Haraldsson gjaldeyrismiðlari, fjármáladeild 8.2.2001 x
Helgi Óskar Óskarsson yfirmaður viðskiptaáætlana 26.3.2001 x
Hallgrímur Halldórsson verkfræðingur, kerfisstjórn 10.5.2001 x
Guðmundur Valsson yfirmaður upplýsingakerfa, kerfisstjórn 15.6.2001 x
Rán Jónsdóttir stöðvarstjóri OAB 1.7.2001 x
Sveinbjörn Júlíusson rafvirki, Hrauneyjafossi 1.10.2001 x
Georg Pálsson aðstoðarstöðvarstjóri Tungnaársvæðis 1.10.2001 x
Oddný Ó. Sverrisdóttir innkauparitari 2.10.2001 x
Einar Mathiesen deildarstjóri aflstöðvadeildar 15.10.2001 x
Árni Benediktsson deildarstjóri tæknideildar 15.10.2001 x
Ásgeir Geirsson yfirmaður notendaþjónustu, tölvudeild 25.10.2001 x
Indriði Hauksson vélfræðingur, Blöndu 1.11.2001 x
Guðfinna Stefánsdóttir ritari starfsmannasviðs 2.11.2001 x
Hildur Hrólfsdóttir verkfræðingur á flutningssviði 3.12.2001 x
2002
Árni Gunnarsson verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 2.1.2002 x
Bjarni Pálsson verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 2.1.2002 x
Sigvaldi K Jónsson rafeindavirki, fjarskiptamálum 3.1.2002 x
Anna Kr. Davíðsdóttir matráður, stjórnstöð 8.2.2002 x
Guðlaug Jónsdóttir húsvörður, stjórnstöð 8.2.2002 x
Einar Kristjánsson sérfræðingur, fjármáladeild 13.3.2002 x
Árni Stefánsson yfirmaður netrekstrar 12.4.2002 x
Árni Benediktsson deildarstjóri vélbúnaðardeildar 1.5.2002 x
Ólöf Nordal yfirmaður heildsölu 2.5.2002 x
Guðlaugur Sigurgeirsson yfirmaður upplýsingakerfa, kerfisstjórn 8.5.2002 x
Guðrún Steinarsdóttir innkaupamaður 20.8.2002 x
Stefán Pétursson framkvæmdastjóri fjármálasviðs 1.9.2002 x
Örn Marinósson skrifstofustjóri á skrifst. forstjóra 1.9.2002 x
Kristján Gunnarsson deildarstjóri fjármáladeildar 1.9.2002 x
Pétur Ingólfsson verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 1.9.2002 x
Helgi Sigurjónsson aðstoðarstöðvarstjóri Tungnaársvæðis 2.9.2002 x
Ásbjörg Kristinsdóttir verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 16.9.2002 x
Hulda Katla Sæbergsdóttir bakvinnsla, fjármáladeild 27.9.2002 x
Ragnar Guðmannsson flutningsvakt fjargæslu 1.11.2002 x
Ómar Imsland deildarstjóri grunnnets 6.12.2002 x
2003
Andrés Bjarnason vélfræðingur, Laxá 1.1.2003 x
Arthur Pétursson matreiðslumeistari H-68 2.1.2003 x
Lúðvík Ögmundsson öryggisstjóri 10.1.2003 x
Hulda Pjetursdóttir yfirmaður lánamála 17.1.2003
x
Auglýst áður án árangurs
Jóel Sverrisson vélfræðingur, Búrfelli 1.2.2003 x
Ófeigur Hjaltested deildarstjóri þjónustudeildar 1.4.2003 x
Kristján Kristinsson verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 7.4.2003 x
Einar Erlingsson verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 23.4.2003 x
Sverrir Sigursveinsson sérfræðingur, reikningshaldi 14.5.2003 x
Hrönn Hjálmarsdóttir kynningarfulltrúi Kárahnjúkavirkjunar 19.5.2003 x
Ásdís B Jónsdóttir innkaupafulltrúi 3.6.2003 x
Aðalsteinn Guðmannsson séfræðingur, grunnneti 14.8.2003 x
Ingvar Hafsteinsson stöðvarstjóri Mývatnssvæðis 1.9.2003 x
Bjarni Már Júlíusson deildarstjóri tæknideildar 1.9.2003 x
Gerða T. Pálsdóttir skrifstofumaður, innkaupum 2.9.2003 x
Katrín Gróa Jóhannsdóttir aðstoð, mötuneyti H-68 4.9.2003 x
Sigrún Ólafsdóttir matráðskona, stjórnstöð 12.9.2003 x
Ína Karlotta Árnadóttir skrifstofumaður, þjónustudeild 1.10.2003 x
Kristján Halldórsson sérfræðingur, kerfisstjórn 1.10.2003 x
Martha Eiríksdóttir yfirmaður markaðsmála, kerfisstjórn 10.10.2003 x
2004
Árni Stefánsson deildarstjóri eignastýringar flutningasviðs 1.1.2004 x
Óli Grétar Blöndal Sveinsson
deildarstjóri rannsóknardeildar VF-sviðs
15.5.2004 x
Stefán Svavarsson aðstoðardeildarstjóri reikningshalds 1.9.2004 x
Eiríkur Sigurjón Svavarsson
yfirmaður heildsölu
15.9.2004 x
Guðrún Edda Baldursdóttir skrifstofumaður, innkaupum 22.9.2004
x
Fengnir umsækjendur á skrá hjá Mannafli
2005
Ragnar Þórhallsson sérfræðingur, rannsóknardeild 25.1.2005 x
Hildur Ríkarðsdóttir verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 1.4.2005 x Auglýst áður án árangurs
Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir
aðstoðarkynningarfulltrúi Kárahnjúka
13.4.2005 x
Guðni Árnason stöðvarvörður Búrfelli 23.5.2005 x
Valgeir Jónasson stöðvarvörður Búrfelli 30.5.2005
x
Hafði áður verið í afleysingum
Edward Westlund sérfræðingur, reikningshaldi 6.6.2005 x
Kristín S Konráðsdóttir deildarstjóri reikningshalds 13.6.2005
x
Auglýst áður án árangurs
Þorgerður Marinósdóttir sérfræðingur, reikningshaldi 16.9.2005 x
Garðar Héðinsson stöðvarvörður Laxá og Kröflu 10.10.2005 x
Ármann Jónsson yfirmaður áhættustýringar 1.12.2005 x
2006
Rúnar Sigurðsson verkefnisstjóri á Kárahnjúkum 1.1.2006 x
Ásgerður Ágústsdóttir skrifstofumaður FI 19.1.2006 x
Ormar Gylfason Líndal gjaldeyrismiðlari FF 1.2.2006
x
Auglýst áður án árangurs
Guðmundur R Stefánsson stöðvarstjóri Blöndu 1.3.2006 x
Daði Viðar Loftsson vinnslustjóri Þjórsársvæðis 15.3.20006 x
Helgi Bjarnason verkefnisstjóri á verkfræði- og framkvæmdasviði 1.4.2006 x
Gunnar Örn Gunnarsson deildarstjóri viðskiptaþróunar 1.5.2006 x
Óskar Þorsteinsson stöðvarvörður Sogi 1.6.2006 x
Sigurður Guðni Guðnason verkefnalóðs, tæknideild 1.6.2006 x
Jónas Sigurgeirsson viðhaldsstjóri Blöndu 1.6.2006 x
Grímur Lúðvíksson stöðvarvörður Sogi 15.6.2006 x
Georg Pálsson stöðvarstjóri Fljótsdalsstöðvar 1.8.2006 x
Kristjana Pálsdóttir ræsting Laxá 1.8.2006 x
Margét Þórisdóttir símavarsla H-68 20.9.2006 x
Ingvar Sigurðsson yfirmaður mötuneytis H-68 1.10.2006 x
Hermann Jóhannesson verkefnisstjóri, tæknideild 3.10.2006 x
Pétur Pétursson innkaupastjóri 1.10.2006
x
Auglýst áður án árangurs
Margrét Svavarsdóttir bókari, reikningshaldi 14.11.2006 x
Sindri Óskarsson stöðvarvörður, Fljótsdal 1.12.2006 x
Sverrir H Sveinbjörnsson stöðvarvörður, Fljótsdal 1.12.2006 x
2007
Ágúst Jónsson stöðvarvörður, Fljótsdal 1.1.2007 x
Einar Kristjánsson deildarstjóri hagdeildar 1.1.2007 x
Laufey B Hannesdóttir sérfræðingur, rannsóknardeild 1.1.2007
x
hafði unnið sem verktaki í málaflokknum
Jóhann S. Bjarnason viðhaldsstjóri Sogi 1.1.2007 x
Sigurbjörg Einarsdóttir eldhús H-68 12.1.2007
x
auglýst innanhúss / vinna.is
Ragnhildur Ágústsdóttir eldhús H-68 15.1.2007
x
auglýst innanhúss/ vinna.is
Dagbjartur Jónsson stöðvarvörður, Fljótsdal 5.2.2007 x
Hermann Unnsteinn Emilsson
viðhaldsstjóri Fljótsdal
1.4.2007 x
Ívar G Jóhannsson stöðvarvörður, Fljótsdal 12.3.2007 x
Sigurþór Örn Arnarson stöðvarvörður, Fljótsdal 12.3.2007 x
Vihjálmur Jónsson stöðvarvörður, Fljótsdal 12.3.2007 x
Unnur María Þorvaldsdóttir yfirmaður heildsölu 1.4.2007 x
Magnús Gehringer yfirmaður erlendrar viðskiptaþróunar 2.5.2007 x
Davíð Ólafur Ingimarsson yfirmaður lánamála, fjármáladeild 1.6.2007 x
Guðmundur Björnsson sérfræðingur, viðskiptaborði 15.6.2007
x
hafði áður unnið sem nemi
Steinar Guðjónsson stöðvarvörður, Sogi 14.8.2007 x
Steinn Hafliðason sérfræðingur, hagdeild 1.9.2007 x
Magnea Friðriksdóttir bókari, reikningshaldi 31.10.2007 x
Benedikt H Ingvarsson stöðvarvörður, Búrfelli 1.11.2007
x
upphaflega ráðinn til afleysinga
Bjarki Pálsson stöðvarvörður, Búrfelli 10.12.2007 x
2008
Agnar Olsen skrifstofustjóri skrifst. forstjóra 1.1.2008 x
Gunnhildur Kjartansdóttir skrifstofumaður, starfsmannasviði 4.1.2008 x
Margrét Jónsdóttir ræstingar, Sogi 7.1.2008 x
Árni Benediktsson þróunarstjóri orkusviðs 1.2.2008 x
Einar Mathiesen framkvæmdastjóri orkusviðs 1.2.2008 x
Guðfinna Stefánsdóttir gjaldkeri 1.2.2008 x
Guðrún Kristjánsdóttir símvörður H-68 1.2.2008 x
Jóhann Þór Jóhannsson sérfræðingur, áhættustýringu 13.5.2008
x
hafði unnið áður sem nemi
Bryndís Hannesdóttir sérfræðingur, reikningshaldi 28.5.2008 x
Ágúst Rafnsson sérfræðingur, tölvudeild 9.6.2008 x
Jón Sveinsson yfirmaður lögfræðimála 15.6.2008 x
Anna Elín Bjarkadóttir deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar 1.7.2008 x
Sverre Jakobsson sérfræðingur, fjármáladeild 1.8.2008 x
Valdimar J. Björnsson stöðvarvörður Blöndu 1.8.2008 x
Þórhalla Valgeirsdóttir ræstingar Kröflu 1.8.2008 x
Hrafnhildur Tryggvadóttir sérfræðingur á upplýsingamiðstöð 15.8.2008 x
Þóra María Guðjónsdóttir skrifstofumaður, starfsmannasviði 15.8.2008
x
hafði unnið áður sem nemi
Hrefna Sigurgeirsdóttir ræstingar Laxá 2.10.2008 x
Árni Óðinsson stíflueftirlits- og vatnamælingamaður á Kárahnúkasvæði 15.12.2008 x
2009
Valdemar Sveinsson húsvörður/bílstjóri H-68 1.1.2009 x
Eggert Guðjónsson deildarstjóri viðskiptaborðs orkusviðs 1.2.2009 x
Geir Arnar Marelsson lögfræðingur 1.2.2009 x
Steinn Ágúst Steinsson stöðvarstjóri Mývatnssvæðis 1.6.2009 x
Hörður Arnarson forstjóri 15.10.2009 x
Vésteinn Vésteinsson viðhaldsstjóri, Kröflu 1.11.2009 x
2010
Aníta Júlíusdóttir skrifstofumaður aflstöðvadeildar 15.1.2010 x
Snæfríður Einarsdóttir stöðvarvörður Laxá og Kröflu 1.2.2010 x
Sigurður Guðni Sigurðsson deildarstjóri aflstöðvadeildar 15.2.2010 x
Gústaf Jóhannsson stöðvarvörður, Kröflu 15.2.2010 x
Anna Guðný Hermannsdóttir
verkefnalóðs, tæknideild
19.2.2010 x
Magnús Bjarnason framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs 1.4.2010 x
Þórólfur Nielsen sérfræðingur, markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs 17.3.2010 x
Ragna Sara Jónsdóttir yfirmaður samskiptasviðs 8.3.2010

x

Einnig rætt við utanhússaðila hjá Capacent
Sindri Óskarsson viðhaldsstjóri, Fljótsdal 15.5.2010 x
Þórdís Steinsdóttir sérfræðingur, hagdeild 15.4.2010

x

Einn ums. um stöðu sérfræðings á markaðssviði
Finnur Freyr Magnússon stöðvarvörður, Fljótsdal 1.6.2010 x
Jón Arnar Emilsson verkefnisstjóri, tæknideild 1.6.2010 x
Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármálasviðs 15.11.2010 x
Óli Grétar Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs 8.10.2010 x
Ragnhildur Ágústsdóttir móttaka og símsvörun 1.11.2010 x
Gunnlaugur Ásgeirsson stöðvarvörður, Búrfelli 25.11.2010 x
Hrefna Garðarsdóttir aðstoð í mötuneyti H-68 29.10.2010 x
Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri á skrifstofu forstjóra 29.11.2010

x


Einnig rætt við utanhússaðila hjá Capacent
Samtals 170 12 98 60





Fylgiskjal II.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.