Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 388. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 833  —  388. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.

Frá Þór Saari, Margréti Tryggvadóttur, Birgittu Jónsdóttur,


Höskuldi Þórhallssyni, Vigdísi Hauksdóttur og Eygló Harðardóttur.


    Við 1. gr.
     a.      Á eftir orðinu „heimilt“ komi: að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. 2. mgr.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um heimild ráðherra skv. 1. mgr. skal fara fram svo fljótt sem verða má. Um framkvæmd og tilhögun slíkrar atkvæðagreiðslu fer að öðru leyti eftir lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.