Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 856, 139. löggjafarþing 388. mál: samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins (heildarlög).
Lög nr. 13 22. febrúar 2011.
Ákvæði laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, að undanskilinni 5. gr. þeirra laga, gilda ekki varðandi þá ábyrgð sem lög þessi taka til.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Iðgjöldum sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta innheimtir af fjármálafyrirtækjum í samræmi við
lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, eftir gildistöku laga þessara verður ekki varið til greiðslu kostnaðar af þeim skuldbindingum sem kveðið er á um í 1. gr.
Í samræmi við samning skv. 2. gr. skal Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta verja öðrum fjármunum sínum til greiðslu skuldbindinga skv. 1. gr.
II.
Fjármálaráðherra er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að inna af hendi greiðslur úr ríkissjóði til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á árinu 2011, allt að 26,1 milljarði kr., vegna vaxtagjalda af skuldbindingum sem kveðið er á um í samningunum fyrir árin 2009 til 2011 og vegna endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á kostnaði við greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og verði samsvarandi heimild í fjáraukalögum fyrir árið 2011.
Þingskjal 856, 139. löggjafarþing 388. mál: samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins (heildarlög).
Lög nr. 13 22. febrúar 2011.
Lög um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.
1. gr.
Fjármálaráðherra er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að staðfesta með undirritun samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á:- endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og
- greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.
2. gr.
Fjármálaráðherra skal semja við Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta um framkvæmd samninganna skv. 1. gr., m.a. að því er varðar upplýsingagjöf til Alþingis, fjárhagsleg atriði er tengjast fullnustu samninganna, eftirlit með slitameðferð og fjárhagslega umsýslu í tengslum við úthlutanir úr búi Landsbanka Íslands hf.3. gr.
Lög nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf., falla brott.4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Ákvæði laga nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, að undanskilinni 5. gr. þeirra laga, gilda ekki varðandi þá ábyrgð sem lög þessi taka til.
Í samræmi við samning skv. 2. gr. skal Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta verja öðrum fjármunum sínum til greiðslu skuldbindinga skv. 1. gr.
Samþykkt á Alþingi 16. febrúar 2011.