Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 554. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 941  —  554. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Gáfu stjórnvöld í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs og vinnslu verndaráætlunar fyrir hann fyrirheit um að hefðbundnum nytjum, svo sem veiðinytjum á grundvelli sjálfbærrar nýtingar, yrði viðhaldið innan þjóðgarðsins? Ef svo er, í hverju voru þau fyrirheit fólgin og í hvaða skýrslum eða öðrum gögnum koma þau fram?
     2.      Var haft samráð við útivistarhópa, svo sem Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) og Ferðaklúbbinn 4x4, við gerð verndaráætlunar fyrir Vatnajökulsþjóðgarð? Ef svo er, í hverju fólst það samráðsferli?
     3.      Hver er að mati ráðherra ástæða þess að útivistarhópar, svo sem Skotvís og Ferðaklúbburinn 4x4, líta svo á að þeir hafi verið blekktir og telja að samráðsferlið hafi verið algerlega ófullnægjandi?
     4.      Mun ráðherra beita sér í því að ná sáttum við þá útivistarhópa, svo sem Skotvís og Ferðaklúbbinn 4x4, sem eru óánægðir með núverandi verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð? Kemur til greina að endurskoða áætlunina?


Skriflegt svar óskast.