Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 592. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1010  —  592. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um fjárhagsfyrirgreiðslu til fyrirtækjanna VBS hf., Saga Capital hf. o.fl.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.



     1.      Hve stór hluti 46 milljarða kr. fjárhagsfyrirgreiðslu sem fyrirtækin VBS hf. og Saga Capital hf. fengu frá ríkissjóði telst nú tapaður?
     2.      Hvert er verðmat fjármálaráðuneytisins á eftirstöðvum skuldabréfanna sem fyrirtækin gáfu út og voru að andvirði 46 milljarðar kr.?
     3.      Hvert er verðmat ráðuneytisins á 6 milljarða kr. skuldabréfi sem Askar Capital gaf út og Seðlabanki Ísland yfirtók í febrúar 2010?
     4.      Hvert er mat ráðuneytisins á raunvirði eigna sem fram koma í töflu 2.5 á blaðsíðu 16 í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2009?


Skriflegt svar óskast.