Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 602. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1021  —  602. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um afdráttarskatt á vaxtagreiðslur úr landi.

Frá Ragnheiði E. Árnadóttur.



     1.      Hverjar eru tekjur ríkissjóðs af afdráttarskatti á vaxtagreiðslur úr landi skv. 8. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, frá því að sú skattlagning var lögfest og tók gildi 1. september 2009, sbr. 6. gr. laga nr. 70/2009?
     2.      Hafa ráðuneytinu borist kvartanir, erindi eða annars konar athugasemdir frá íslenskum fyrirtækjum vegna vandkvæða við fjármögnun, eða erfiðleika við greiðslu vaxta af núverandi lánum, vegna hins nýja afdráttarskatts?


Skriflegt svar óskast.