Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 237. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1098  —  237. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Frá meiri hluta viðskiptanefndar (LMós, ÓÞ, SkH, AtlG, JRG).



     1.      Í stað orðsins „lágmarksvernd“ í 2. mgr. 1. gr. og 1. mgr. 17. gr. komi: vernd.
     2.      Við 2. gr.
              a.      Orðið „peningamarkaðsinnlán“ í 2. tölul. falli brott.
              b.      Orðin ,,nr. 161/2002“ í 3. tölul. falli brott.
              c.      Á eftir orðunum „lögum um verðbréfaviðskipti“ í 4. tölul. komi: nr. 108/2007.
              d.      10. tölul. falli brott.
              e.      11. tölul. orðist svo: Heildsöluinnlán: Innlán þar sem samið hefur verið sérstaklega um kjör og tímalengd viðkomandi innlána annaðhvort beint við viðkomandi innlánsstofnun eða fyrir milligöngu miðlara á peningamarkaði. Slík innlán standa almennum sparifjáreigendum almennt ekki til boða og skilmálar þeirra eru ekki staðlaðir.
     3.      Við 3. gr. Í stað orðsins ,,fjármagnstekjuskatts“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: skatts á fjármagnstekjur.
     4.      Við 4. gr. Í stað orðanna „samstarfsnefnd háskólastigsins“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Samtökum fjárfesta.
     5.      Við 10. gr.
              a.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Iðgjöld skulu vera samtala almenns iðgjalds skv. 2. mgr. og iðgjalds sem er reiknað á grundvelli áhættustuðuls skv. 3. mgr.
              b.      2. mgr. orðist svo:
                     Almennt iðgjald skal nema sem svarar 0,3% á ári af öllum innstæðum hjá viðkomandi innlánsstofnun öðrum en þeim sem eru undanþegnar tryggingavernd skv. 14. gr. eða 0,075% á ársfjórðungslegum gjalddaga.
              c.      3. mgr. falli brott.
              d.      4. mgr. orðist svo:
                     Auk iðgjalds skv. 2. mgr. greiðir innlánsstofnun breytilegt iðgjald í samræmi við áhættustuðul sem Fjármálaeftirlitið gefur hverri innlánsstofnun. Áhættustuðull skal lægst hafa gildið 0 og hæst gildið 1 og skal iðgjald skv. 2. mgr. margfaldað með áhættustuðlinum eins og hann er í lok þess ársfjórðungs sem iðgjald er greitt fyrir.
              e.      1. málsl. 6. mgr. orðist svo: Að fenginni sameiginlegri tillögu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands ber sjóðnum að innheimta viðbótariðgjald ef eign A-deildar dugir ekki til að standa undir greiðslu þegar greiðsluskylda sjóðsins verður virk vegna atvika sem getur í 1. tölul. 1. mgr. 7. gr.
              f.      Í stað orðanna „2.–4. mgr.“ í 8. mgr. komi: 2.–3. mgr.
              g.      Í stað orðanna „8. mgr.“ og „2.–4. mgr.“ í 9. mgr. komi: 7. mgr.; og: 2.–3. mgr.
              h.      10. mgr. orðist svo:
                     Að fenginni sameiginlegri tillögu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands ber stjórn sjóðsins að lækka iðgjöld skv. 2. mgr. þegar eignir A-deildar nema að lágmarki 4% af heildarinnstæðum sem tryggðar eru.
     6.      Við 11. gr. Í stað orðanna „skv. 5. mgr. 10. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: skv. 4. mgr. 10. gr.
     7.      Við 12. gr.
              a.      Í stað orðanna „skv. 7. gr.“ í 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 21. gr. komi: skv. 1. tölul. 1. mgr. 7. gr.
              b.      Í stað orðanna „kröfu innstæðueiganda“ í 5. mgr. komi: þann hluta kröfu innstæðueiganda sem hann hefur greitt honum.
              c.      Í stað orðanna ,,skv. 1. mgr. 7. gr.“ í 6. mgr. og 2. og 5. mgr. 20. gr. komi: skv. 1. tölul. 1. mgr. 7. gr.
     8.      Við 14. gr.
              a.      Í stað orðanna „innlánsstofnun fer með virkan eignarhlut samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: fjármálafyrirtæki er meirihlutaeigandi.
              b.      6. tölul. 1. mgr. orðist svo: innstæður félaga í sömu samsteypu og þau sem falla undir 1. tölul.
              c.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: innstæður lífeyrissjóða aðrar en hlutdeild viðskiptamanns í reikningi innlánsleiðar vörsluaðila lífeyrissparnaðar hjá innlánsstofnun, sbr. 2. tölul. 2. gr.
     9.      Við 18. gr.
              a.      Í stað ártalsins „2010“ í síðari málslið 1. mgr. komi: 2011.
              b.      3. mgr. orðist svo:
                     Að fenginni sameiginlegri tillögu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands ber sjóðnum að innheimta viðbótariðgjald ef eign verðbréfadeildar dugir ekki til að standa undir greiðslu þegar greiðsluskylda sjóðsins verður virk vegna atvika sem getur í 7. gr.
              c.      6. mgr. orðist svo:
                     Að fenginni sameiginlegri tillögu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands ber stjórn sjóðsins að lækka iðgjöld skv. 2. mgr. þegar eignir hafa náð tilskildu marki skv. 1. mgr.
     10.      Við 19. gr. Í stað orðanna ,,eigi síðar en 10 dögum“ í síðari málslið 1. mgr. komi: innan 10 daga.
     11.      Við 20. gr. Í stað orðanna „kröfu fjárfestis“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: þann hluta kröfu fjárfestis sem hann hefur greitt honum.
     12.      Við 22. gr.
              a.      3. tölul. orðist svo: verðbréf og reiðufé fyrirtækis þar sem verðbréfafyrirtæki er meirihlutaeigandi.
              b.      6. tölul. orðist svo: verðbréf og reiðufé félaga í sömu samsteypu og fjármálafyrirtæki.
     13.      Við 30. gr. Í stað orðanna „1. janúar 2011“ komi: 1. júní 2011.
     14.      Við 31. gr. Við bætist nýr stafliður, a-liður, svohljóðandi: 70. gr. laganna orðast svo:
                  Heimilt er að starfrækja öryggissjóð sparisjóða í því skyni að tryggja hagsmuni viðskiptamanna og fjárhagslegt öryggi sparisjóða. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun. Stofnfundur skal haldinn eigi síðar en 16. maí 2011. Samþykktir sjóðsins skulu samþykktar á stofnfundi þar sem skal m.a. kveða á um starfsemi hans og vægi atkvæða. Atkvæðisrétt á stofnfundi hafa fulltrúar allra starfandi sparisjóða og fer hver þeirra með eitt atkvæði fyrir hvern milljarð í stofnfé viðkomandi sparisjóðs. Samþykktir sjóðsins öðlast gildi þegar efnahags- og viðskiptaráðherra hefur staðfest þær.        
                  Ráðherra skipar stjórn öryggissjóðs sparisjóðanna til þriggja ára í senn. Skal einn kjörinn á aðalfundi og skal hann vera formaður, einn skal tilnefndur af Bankasýslu ríkisins og einn skipaður án tilnefningar. Hið sama gildir um varamenn. Stjórn sjóðsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra til að annast daglegan rekstur sjóðsins. Um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fer samkvæmt lögum þessum. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi sjóðsins.
                  Öryggissjóður sparisjóðanna er undanþeginn greiðslu tekjuskatts, eignarskatts og skatts á fjármagnstekjur. Sama á við um aðra skatta sem byggjast á sömu álagningarstofnum. Sjóðurinn verður hvorki tekinn til gjaldþrotaskipta né er heimilt að gera aðför í eignum hans.
                  Sjóðurinn tekur yfir starfsemi Tryggingarsjóðs sparisjóðanna og skal stofnfé hans vera jafnt og hrein eign Tryggingarsjóðs sparisjóðanna í árslok 2010. Ráðstöfunarfé sjóðsins er arður af stofnfé hans. Öryggissjóði sparisjóðanna er heimilt að taka við framlagi frá sparisjóðunum. Tillaga um framlag skal samþykkt með tveimur þriðju greiddra atkvæða á aðalfundi. Hún tekur gildi að fenginni staðfestingu Fjármálaeftirlitsins. Öryggissjóði er heimilt að kaupa stofnfé í sparisjóðum í því skyni að tryggja hagsmuni viðskiptamanna þeirra og fjárhagslegt öryggi sparisjóða. Rekstrarár öryggissjóðs er almanaksárið.
     15.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Ákvæðið orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 10. gr. er fyrsti gjalddagi almenns iðgjalds skv. 2. mgr. 10. gr. fyrir tímabilin janúar til mars 2011 og apríl til júní 2011 síðasti virki dagur ágústmánaðar 2011.
                  Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 10. gr. er fyrsti gjalddagi áhættuvegins iðgjalds skv. 3. mgr. 10. gr. síðasti virki dagur ágústmánaðar vegna tímabilsins apríl til júní 2011.
     16.      Við ákvæði til bráðabirgða II. Ákvæðið orðist svo:
                  Tryggingarsjóður sparisjóðanna skal lagður niður við gildistöku laga þessara. Eignir hans renna til öryggissjóðs sparisjóðanna, sbr. a-lið 31. gr. laga þessara, og mynda stofnfé þess sjóðs.
     17.      Við ákvæði til bráðabirgða III. 2. mgr. falli brott.
     18.      Við bætist þrjú ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
              a.      (IV.)
                     Um tímafresti sjóðsins til útborgunar skv. 15. gr. gilda ákvæði laga nr. 98/1999 til 1. september 2011.
              b.      (V.)
                     Um greiðsluskyldu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna skuldbindinga sem hafa stofnast á verðbréfadeild fyrir gildistöku laga þessara og um innheimtu sjóðsins á grundvelli útgefinna ábyrgðaryfirlýsinga vegna slíkrar greiðsluskyldu fer samkvæmt lögum nr. 98/1999.
              c.      (VI.)
                     Þrátt fyrir ákvæði 8. mgr. 18. gr. laga þessara skal gjalddagi iðgjalda skv. 2. mgr. 18. gr. á árinu 2011 vera síðasti virki dagur ágústmánaðar 2011.