Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 742. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1284  —  742. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um ómerkingu héraðsdóma.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.



     1.      Í hversu mörgum málum hefur Hæstiréttur ómerkt héraðsdóm árin 2008, 2009 og 2010 og fram til 1. mars 2011, sundurliðað eftir árum?
     2.      Voru ástæður ómerkingar í fyrrgreindum málum:
              a.      að Hæstiréttur taldi líkur vera á að mat héraðsdóms á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir héraðsdómi væri rangt, svo að einhverju skipti um úrslit málsins,
              b.      að héraðsdómari hefði ekki í úrlausn sinni fjallað um allar málsástæður aðila,
              c.      að héraðsdómari hefði ekki, fyrir dómsuppsögu, gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, ekki gætt ákvæða 184. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, eða af sambærilegri ástæðu úr tíð eldri laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála,
              d.      aðrar?
     3.      Við hvaða héraðsdómstóla voru hinir ómerktu dómar kveðnir upp, sundurliðað með sama hætti og hér að framan?


Skriflegt svar óskast.