Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 775. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1371  —  775. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um tap fyrirtækja vegna gjaldþrota eða afskrifta.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.



    Hve mikið fé er talið hafa tapast vegna gjaldþrota eða afskrifta hjá fyrirtækjum í eftirtöldum greinum á árunum 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010 og hverjar eru forsendur útreikninganna:
     a.      byggingastarfsemi og mannvirkjagerð,
     b.      verslun,
     c.      ferðaþjónusta,
     d.      iðnaðarstarfsemi,
     e.      fjármála- og vátryggingastarfsemi,
     f.      fasteignaviðskipti?


Skriflegt svar óskast.