Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 847. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1522  —  847. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um fjölda innbrota og hópa erlendra afbrotamanna.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.     1.      Hversu mörg innbrot voru framin hér á landi á árunum 2009 og 2010 og það sem af er árinu 2011?
     2.      Hversu mörg innbrot voru framin hérlendis árin 1999 og 2000?
     3.      Er ástæða til að ætla að hópar erlendra afbrotamanna stundi skipuleg innbrot á Íslandi eða hafi gert það á síðastliðnum tveimur árum? Ef svo er, hefur verið lagt mat á hversu margir slíkir hópar stunda nú afbrot eða hafa gert á undanförnum tveimur árum?


Skriflegt svar óskast.