Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 811. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1701  —  811. mál.



                                  

Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um verktakasamninga.

    Hversu margir eru starfandi á verktakasamningum í ráðuneytinu?
    Í maímánuði 2011 var enginn starfandi í utanríkisráðuneytinu sem verktaki. Í sama mánuði sinntu 10 aðilar sérfræðistörfum fyrir ráðuneytið í verktöku. Enginn þeirra var með vinnuaðstöðu í ráðuneytinu. Þar að auki voru 28 aðilar í verktöku við þýðingar fyrir Þýðingamiðstöðina en hún fellur undir sérstakan fjárlagalið, 03-111. Enginn þessara aðila er með vinnuaðstöðu hjá Þýðingamiðstöðinni. Í samræmi við samskipti forsætisráðuneytis við fyrirspyrjanda eru í svari þessu undanskildir verktakasamningar við iðnaðarmenn, hönnuði, ræstingafólk, öryggisgæslu o.þ.h.