Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1989, 139. löggjafarþing 729. mál: starfsmannaleigur (upplýsingagjöf og dagsektir).
Lög nr. 137 28. september 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðanna „átta virkum dögum áður en starfsemi“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: eigi síðar en sama dag og starfsemin.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fulltrúinn getur verið einn af þeim starfsmönnum starfsmannaleigunnar sem starfa hér á landi.
  2. Í stað orðanna „átta virkum dögum áður en“ í 2. mgr. kemur: eigi síðar en sama dag og.
  3. 4. mgr. fellur brott.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „átta virkum dögum áður en þjónustan er veitt“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: sama dag og starfsemin hefst hér á landi.
  2. Í stað orðanna „upplýsingar um að viðkomandi starfsmenn njóti almannatryggingaverndar í heimaríki (E-101)“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: upplýsingar um hvort viðkomandi starfsmenn njóta almannatryggingaverndar í heimaríki.
  3. Í stað orðanna „áður en þjónustan er veitt“ í 2. mgr. kemur: eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að starfsemi starfsmannaleigunnar hófst hér á landi.


4. gr.

     Í stað orðanna „áður en þjónustan er veitt“ í 1. mgr. 4. gr. a laganna kemur: eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að starfsemi hlutaðeigandi starfsmannaleigu hófst hér á landi.

5. gr.

     Á eftir 11. gr. laganna kemur ný grein, 11. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Dagsektir.
     Fari starfsmannaleiga ekki að lögum þessum getur Vinnumálastofnun krafist þess að hlutaðeigandi fyrirtæki bæti úr annmörkunum innan hæfilegs frests að viðlögðum dagsektum.
     Ákvörðun um dagsektir skv. 1. mgr. skal tilkynnt skriflega á sannanlegan hátt því fyrirtæki sem hún beinist að. Dagsektir geta numið allt að 100.000 kr. hvern dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal meðal annars líta til fjölda starfsmanna fyrirtækisins og hversu umsvifamikill viðkomandi atvinnurekstur er.
     Ákvarðanir Vinnumálastofnunar um dagsektir eru aðfararhæfar.
     Dagsektir skulu renna í ríkissjóð.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. september 2011.