Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 141. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 141  —  141. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um svarta atvinnustarfsemi og umfang skattsvika.

Frá Lúðvík Geirssyni.


     1.      Hver má áætla að tekjuauki ríkissjóðs verði á þessu ári af sameiginlegu átaki Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra gegn svartri atvinnustarfsemi?
     2.      Hvað er áætlað að tekjuaukinn geti orðið á næsta fjárlagaári 2012?
     3.      Hvað má áætla af niðurstöðum þessa átaks að stórt hlutfall einstaklinga á vinnumarkaði sé utan staðgreiðsluskrár?
     4.      Er fyrirhugað að halda þessu átaki áfram í sömu mynd eða þá fylgja því eftir með breyttum áherslum?
     5.      Eru af hálfu stjórnvalda og ríkisskattstjóra uppi áform um frekari samræmdar aðgerðir gegn skattsvikum?
     6.      Hvert er mat stjórnvalda á heildarumsvifum skattsvika og hvað má ætla að sé heildartap samfélagsins vegna slíkra svika á ári hverju?


Skriflegt svar óskast.