Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 173. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 177  —  173. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um launagreiðslur þingmanna.

Frá Birni Vali Gíslasyni.


     1.      Hafa þingmenn fengið greitt sérstaklega fyrir setu í nefndum um ríkisfjármál eða fyrir störf við undirbúning fjárlaga á árabilinu 1995–2011?
     2.      Ef svo er:
                  a.      hvaða þingmenn hafa fengið greiðslur fyrir þessi störf,
                  b.      hvað fengu þeir fyrir þau störf, sundurliðað eftir einstaklingum,
                  c.      hvernig voru kjör þeirra ákveðin,
                  d.      hvernig var starf þeirra skilgreint,
                  e.      hafa viðkomandi þingmenn fengið aðrar greiðslur fyrir þessi störf frá opinberum aðilum, t.d. sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.