Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 222  —  217. mál.
Fyrirspurn


til fjármálaráðherra um ríkisstuðning við innlánsstofnanir.

Frá Pétri H. Blöndal.

     1.      Hvaða innlánsstofnanir hafa fengið eða er fyrirhugað að fái ríkisstuðning frá september 2008?
     2.      Hafa einhverjar innlánsstofnanir skv. 1. lið verið sameinaðar eða teknar yfir af öðrum innlánsstofnunum, og þá hverjum og hvenær?
     3.      Hversu há var eða verður ríkisaðstoðin í hverju tilfelli?
     4.      Hver var fjárhæð innlána hjá hverri stofnun skv. 1. lið í lok hvers mánaðar frá september 2008 til september 2011 eða til þess tíma að þau voru yfirtekin af annarri innlánsstofnun skv. 2. lið sundurliðað eftir því:
                  a.      hvort innstæðan er verðtryggð eða óverðtryggð og samanlagt,
                  b.      hvort eigandinn er innlendur eða erlendur,
                  c.      hvort eigandinn er einstaklingur, einkafyrirtæki, sveitarfélag, ríkið eða annað?Skriflegt svar óskast.