Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 279. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 310  —  279. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um ósnortin víðerni.

Frá Siv Friðleifsdóttur.


     1.      Kemur til greina að skilgreind verði þau svæði sem rétt er að verði í þjóðareign vegna náttúruverndarhagsmuna og landslagsheilda sem flokkast undir ósnortin víðerni samkvæmt lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999?
     2.      Kemur til greina að gerð verði áætlun um kaup íslenska ríkisins á slíkum svæðum séu þau í einkaeign?
     3.      Hve stór í prósentum talið eru ósnortin víðerni í öðrum Evrópulöndum samkvæmt sömu skilgreiningu náttúruverndarlaga og skilgreinir 42% Íslands sem ósnortin víðerni (31% án jökla)?