Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 311. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 365  —  311. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um vörslusviptingar fjármálafyrirtækja á bifreiðum.Frá Eygló Harðardóttur.     1.      Hafa lögreglu borist tilkynningar um meintar ólöglegar vörslusviptingar fjármálafyrirtækja á bifreiðum sem keyptar hafa verið með gengistryggðum lánum frá sömu fyrirtækjum?
     2.      Hafi slíkar tilkynningar borist, hver hafa viðbrögð lögreglu verið, í ljósi þeirrar réttaróvissu sem ríkir bæði um eignarhald á bifreiðunum og rétt fjármálafyrirtækja til slíkra aðgerða gegn fólki sem fengið hefur greiðsluskjól?
     3.      Eru til skrifleg eða munnleg fyrirmæli frá ríkislögreglustjóra eða yfirmönnum einstakra lögregluembætta um hvernig bregðast skuli við tilkynningum um slíkar vörslusviptingar?


Skriflegt svar óskast.