Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 335. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 411  —  335. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um námaveg á Hamragarðaheiði.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.


     1.      Hver er stefna ráðherra varðandi veg í námu á Hamragarðaheiði sem var notuð við gerð Landeyjahafnar en nýtist nú við fyrirhleðslur í ám eftir eldgosið í Eyjafjallajökli? Er ætlunin að eyða fjármunum í að mjókka veginn með öllu því jarðraski sem slíku fylgir?
     2.      Er unnið að málinu í samráði við Landgræðslu ríkisins og sveitarfélagið Rangárþing eystra?


Skriflegt svar óskast.