Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 404. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 580  —  404. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um greiðsluskyldu skaðabóta.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Á hvaða lagagrunni/reglugerðarákvæði byggir ráðuneytið skyldu til greiðslu skaðabóta vegna búslóðaflutninga sendiráðsnautar til Bandaríkjanna sem greiddar voru samkvæmt fjáraukalögum 2011?
     2.      Er það ófrávíkjanleg regla að ráðuneytið ábyrgist búslóðaflutninga starfsmanna utanríkisþjónustunnar?
     3.      Er að finna einhverjar vinnureglur í handbók ráðuneytisins um skaðabótaskyldu ríkisins í búslóðaflutningum starfsmanna utanríkisþjónustunnar og ef svo er, hverjar eru þær og:
                  a.      hvaða gögn þarf tjónþoli að sýna til að skaðabótaskylda skapist,
                  b.      er hámarksupphæð á skaðabótum samkvæmt vinnureglum ráðuneytisins,
                  c.      ef svo er, er það ekki á ábyrgð eiganda að tryggja að fullu verðmæti þess sem er umfram tryggingu utanríkisráðuneytisins?
     4.      Eru fordæmi fyrir slíkum greiðslum og ef svo er, hvaða ár voru skaðabætur greiddar og hve há var upphæðin?
     5.      Hvernig var útgreiðslu úr ríkissjóði háttað í umræddu máli og:
                  a.      hver tók ákvörðun um útgreiðslu,
                  b.      á hvaða grunni var útgreiðslan ákvörðuð,
                  c.      í hvaða mynt var útgreiðslan,
                  d.      hvaða dag voru skaðabæturnar greiddar?
     6.      Hvert var heildartjón farmsins í ljósi þess að bætur frá þriðja aðila komu að fullu til frádráttar þeim bótum sem greiddar voru úr ríkissjóði upp á 75 millj. kr.?
     7.      Fóru fulltrúar fyrirtækisins sem annaðist tryggingamatið á tjónsstað til að meta tjónið, ef ekki, á hvaða gögnum byggðist matið?
     8.      Hvað heitir fyrirtækið sem mat tjónið á innihaldi gámsins í Bandaríkjunum?


Skriflegt svar óskast.