Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 410. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 604  —  410. mál.
Fyrirspurntil velferðarráðherra um fjárhæð lána heimila
vegna íbúðarhúsnæðis í eigu Íbúðalánasjóðs.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.


     1.      Hver er fjárhæð lána heimila, ekki lögaðila, vegna íbúðarhúsnæðis í eigu Íbúðalánasjóðs greint eftir árum frá árinu 2007 til dagsins í dag og sundurliðað í verðtryggð, óverðtryggð og gengisbundin lán?
     2.      Hver er fjárhæð áfallinna a) vaxta, b) verðbóta á húsnæðislán, sundurliðað með sama hætti og í 1. tölul.?


Skriflegt svar óskast.