Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 192. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 607  —  192. mál.

3. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fólksflutninga
og farmflutninga á landi, nr. 73/2001

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar.


    Nefndin ræddi að nýju um málið eftir 2. umræðu.
    Meiri hlutinn áréttar að innanríkisráðherra skipi starfshóp um skilgreiningu á hlutverki almenningssamgangna og aðgreiningu þeirra frá þjónustu við ferðamenn, sem í sitji m.a. fulltrúar sveitarfélaga og ferðaþjónustu. Starfshópurinn ljúki störfum fyrir 1. febrúar 2012.
    Þór Saari, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 17. desember 2011.



Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,


form., frsm.


Ólína Þorvarðardóttir.


Þuríður Backman.



Ásmundur Einar Daðason.


Atli Gíslason.


Lúðvík Geirsson.



Árni Johnsen.