Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 483. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 738  —  483. mál.
Munnlegt svar. Stytt.
Fyrirspurntil fjármálaráðherra um auðlegðarskatt, eignarnám og skattlagningu.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hefur ráðherra látið kanna mörk auðlegðarskatts og eignarnáms?
     2.      Er það eignarnám eða getur það talist eðlileg skattlagning að 2% auðlegðarskattur í þrjú ár er tæp 6% skattlagning á eignir?
     3.      Hefur ráðherra hugleitt hversu stór hluti skattstofns við skattlagningu fjáreignatekna er verðleiðrétting, þ.e. verðbætur á verðtryggðum innlánsreikningum og gengismun á innlendum gjaldeyrisreikningum, og vextir?
     4.      Mun ráðherra halda fast við álagningu afturvirkra skatta við innlausn spariskírteina ríkissjóðs þegar vextir ávinnast þegar fjáreignaskattar eru 10%, 15% 18% og 20%, en spariskírteinin eru innleyst þegar fjáreignatekjuskattur er 20%?
     5.      Mun ráðherra við álagningu skatta virða eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar sem og ákvæði 2. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar um bann við afturvirkri skattlagningu?