Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 492. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 753  —  492. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um verklagsreglur við vörslusviptingar.



Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hvernig rökstyður ráðherra þá afstöðu sína sem fram kom í svari við fyrirspurn (þskj. 719, 311. mál) að dómsúrskurður sé nauðsynlegur vegna vörslusviptingar? Óskað er eftir að í rökstuðningi ráðherra sé vísað til þeirra gagna sem afstaðan byggist á.
     2.      Af hverju hafa sýslumenn og lögreglan ekki unnið í samræmi við þessa afstöðu ráðherra á undanförnum mánuðum?
     3.      Hvernig fer fram sú vinna ríkislögreglustjóra að setningu verklagsreglna um vörslusviptingar sem minnst er á í áðurgreindu svari og hvenær má gera ráð fyrir að vinnunni ljúki?


Skriflegt svar óskast.