Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 495. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 757  —  495. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um viðbrögð við tilmælum Norðurlandaráðs varðandi mænuskaða.

Frá Álfheiði Ingadóttur.


    Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir samþykkt Norðurlandaráðsþings í nóvember sl. þess efnis að komið verði á fót starfshópi lækna og vísindamanna til að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir við mænuskaða og gera tillögur til úrbóta?


Skriflegt svar óskast.