Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 498. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 760  —  498. mál.
Fyrirspurntil umhverfisráðherra um hættu af kjarnorkuslysi í Sellafield.

Frá Álfheiði Ingadóttur.


     1.      Hefur ráðherra kynnt sér skýrslu Geislavarna Noregs (Statens Stråleværn) frá 25. janúar 2011 um áhrif þess á umhverfi og landbúnað í Noregi ef 1% af hágeislavirkum vökva sem er geymdur á svæði B512 í Sellafield á Bretlandi slyppi út í andrúmsloftið vegna sprengingar eða bruna í endurvinnslustöðinni?
     2.      Hefur hættan af geislavirkni á Íslandi vegna slyss eða óhapps í Sellafield verið metin og ef ekki, hyggst ráðherra læra af verklagi Norðmanna og óska eftir því að Veðurstofa Íslands meti hættuna af því að geislavirk efni bærust hingað með loftstraumum frá Sellafield?


Skriflegt svar óskast.