Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 504. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 766  —  504. mál.
Fyrirspurntil sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um bann við lúðuveiðum.

Frá Lúðvík Geirssyni.


     1.      Hversu margir bátar stunduðu eingöngu lúðuveiðar með haukalóð á árinu 2011?
     2.      Hver var heildarafli þessara báta og verðmæti veiðanna á árinu 2011?
     3.      Hver er réttarstaða viðkomandi útgerða eftir að ótímabundið veiðibann við lúðuveiðum með haukalóð tók gildi þann 1. janúar sl.?
     4.      Eru fordæmi fyrir því af hálfu stjórnvalda að veita veiðirétt í öðrum aflategundum þegar sambærilegt veiðibann hefur verið sett?


Skriflegt svar óskast.