Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 495. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 779  —  495. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur um viðbrögð
við tilmælum Norðurlandaráðs varðandi mænuskaða.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir samþykkt Norðurlandaráðsþings í nóvember sl. þess efnis að komið verði á fót starfshópi lækna og vísindamanna til að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir við mænuskaða og gera tillögur til úrbóta?

    Á þingi Norðurlandaráðs í nóvember síðastliðnum samþykkti ráðið tilmæli til norrænu ráðherranefndarinnar um aðgerðir í þágu mænuskaðaðra.
    Ráðuneytið grennslaðist fyrir um framhald þessa máls og fékk þær upplýsingar í lok janúar 2012 að á skrifstofu ráðsins í Kaupmannahöfn væri verið að vinna að drögum að svari sem verði síðan lagt fyrir embættismannanefndina, annaðhvort á fundi í lok febrúar eða á fundi um miðjan apríl. Fyrir skrifstofuna er lagt að skila svörum við öllum tilmælum Norðurlandaráðs fyrir 15. maí.
    Ráðuneytið hefur fundað með forsvarsmönnum Mænuskaðastofnunar Íslands og er einn skrifstofustjóri ráðuneytisins tengiliður þess við stofnunina.
    Ráðuneytið mun fylgjast áfram með framgangi þessa máls innan norrænu ráðherranefndarinnar.