Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 471. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 827  —  471. mál.
Svarutanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um greiðslur í þróunarsjóði.

     1.      Hvað hefur Ísland greitt mikið í þróunarsjóði á árabilinu 2000–2012? Svar óskast sundurliðað eftir árum og sjóðum, innan og utan ESB.

     a.     Sjóðir á sviði þróunarsamvinnu (utan ESB).
    Í neðangreindri töflu má sjá yfirlit yfir greiðslur í sjóði sem starfa að þróunarmálum og framlög greiðast til úr ríkissjóði Íslands sem hluti af opinberri þróunarsamvinnu.
    Sjóðirnir eru allir, utan viðskiptaþróunarsjóðs (sjá neðanmálsgrein 3), vistaðir hjá alþjóðastofnunum sem Ísland er aðili að. Framlögin eru valfrjáls og endurspegla áherslur Íslands í þróunarsamvinnu á því tímabili sem yfirlitið nær til. Frá og með árinu 2011 fylgja áherslurnar þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014.

Upphæðir í milljónum íslenskra króna 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011* 2012
Íslenskur styrktarsjóður (hjá FAO) 20,0 23,5 23,0
Barnahjálp SÞ (UNICEF) 9,5 9,5 11,6 10,4 11,4 15,3 25,0 46,2 40,0 24,2 44,1 76,9
Þróunarsjóður í þágu kvenna (UNIFEM) 2,5 2,5 3,1 2,8 2,5 11,7 7,5 7,9 25,3 24,2 25,6
Styrktarsjóður gegn kynbundnu ofbeldi (UNIFEM/UN Women) 7,5 6,9 12,3 24,2 10,4 11,3
Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) 1,0 1,1 1,0 1,0 3,0 7,5 12,9 16,3 24,2 13,0 20,0
Sjóður til styrktar fórnarlömbum pyntinga hjá SÞ (UNVFVT) 0,4 0,4 0,5 0,4 2,0 2,0 2,0 2,4
Þróunarsjóðir á sviði hafréttar- og landgrunnsmála (DOALOS) 12,3 7,0 6,2 2,3
Tæknisjóður (hjá IAEA) 2,0 2,3 2,0 4,0 3,7 3,9 4,6 4,0
Íslenskur ráðgjafasjóður (hjá Alþjóðabankanum) 13,6 15,7 3,9 12,5 13,0 11,2 25,2
Sudan Trust Fund (hjá Alþjóðabankanum) 10,0 10,0 8,1 24,5
PROFISH 1 (hjá Alþjóðabankanum) 20,2 23,5 20,8 30,9 41,7 40,2
ESMAP 2 (hjá Alþjóðabankanum) 21,6 13,8 33,9 25,1 33,8 23,2
Gender Action Plan (hjá Alþjóðabankanum) 14,9 35,0 52,0
Skuldaniðurfelling þróunarríkja (hjá Alþjóðabankanum) 68,0 68,5 113,7 25,9 22,9 5,0 35,0 18,4
Mannréttindasjóður (hjá Alþjóðabankanum) 3,6 4,9 5,8 5,7
Neyðarsjóður hjá OCHA (CERF) 28,1 38,0 37,5 24,2 12,1
Styrktarsjóður fyrir smáeyþróunarríki IGI 14,0 8,1 27,0 26,1 27,5 17,4 8,4
Alþjóðasjóður gegn alnæmi, berklum og malaríu 15,0 15,0 14,0 12,5 24,4
Alþjóðasjóður um þróun landbúnaðar (IFAD) 0,5 0,5 0,5 0,5 6,2 18,5 1,2 1,2 2,9
Doha Development Agenda Global Trust fund (WTO) 0,9 0,9 0,9 3,8 3,5 3,0 3,0
Viðskiptaþróunarsjóður 18,2 13,8
ALLS 80,9 96 147,1 19,4 69,7 153,2 210,9 291,6 334,3 313,1 259,4 149,6 4
1 Global Program on Fisheries.
2 Energy Sector Management Assistance Program.
* Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu fyrir árið 2011

    b.     Sjóðir innan ESB.
    Í neðangreindri töflu er yfirlit yfir greiðslur Íslands í Þróunarsjóð EFTA á því árabili sem fyrirspurnin nær til. Vísað er einnig til svars utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á þingskjali nr.1689 (787. mál) 139. löggjafarþings. Þar kemur meðal annars fram að skuldbindingar Íslands og annarra EES/EFTA-ríkja ná yfir fimm ára tímabil meðan að greiðslur vegna verkefna sem samþykkt eru innan heimilaðs tímafrests spanna lengri tíma. Þetta endurspeglast í greiðsluflæði til sjóðanna og útskýrir þær sveiflur sem verða á greiðslum milli ára og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Árið 2002 var um að ræða endurgreiðslu á fjármunum sem ekki var veitt til verkefna.

Upphæðir í milljónum íslenskra króna 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Þróunarsjóður EFTA 0 35 -20 0 0 107 20,5 215,4 347,5 920,7 1346,0 1254,6 66

     2.      Hver hefur eftirlit með því fjármagni sem Íslendingar reiða af hendi í þróunarsjóði?
    Sjóðir á sviði þróunarsamvinnu sem tilgreindir eru í a-lið eru fjölþjóðasjóðir sem vistaðir eru hjá alþjóðlegum eða svæðisbundnum stofnunum. 3 Því fer eftirlit með þeim að meginhluta til fram hjá stofnunum sjálfum.
    Fjölþjóðasjóðir eru settir upp á grundvelli alþjóðlegra viðmiða um góðar starfsvenjur ( e.best practices). Af því leiðir að gerðar eru strangar kröfur um skilvirkt eftirlit með þeim fjármunum sem Ísland og önnur ríki heims leggja í sjóðina, sem og árangur af þróunarstarfi þeirra. Þá eru jafnframt gerðar strangar kröfur um gagnsæi og vönduð vinnubrögð. Allir sjóðirnir byggjast á kerfi sem veitir heildaryfirsýn yfir starfsemi og fjármuni þeirra ( e. oversight framework). Markmið kerfisins er að samræma og styrkja fjármálastjórn sjóðanna. Jafnframt er ávallt til staðar endurskoðunarkerfi ( e. auditing framework) sem tryggja á góða og ábyrga meðferð fjármuna. Einnig eru reglulega framkvæmdar úttektir á sjóðunum og verkefnum þeirra þar sem framvinda og árangur er metinn.
    Eftirlitskerfin gera veitendum framlaga kleift að fylgjast náið með starfsemi sjóðanna og framvindu verkefna á þeirra vegum. Ríki sem veita framlög til sjóðanna hafa þannig aðgang að framangreindum upplýsingum og úttektum og meta því með reglubundnum hætti framvindu verkefna og innri starfsemi sjóðanna.
    Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 894/2009 um framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu á Íslandi starfar innan utanríkisráðuneytisins sérstakur stýrihópur um þróunarsamvinnu sem er ráðuneytisstjóra til ráðgjafar um eftirlit með rekstri, faglegum afgreiðslumálum og skuldbindingum á sviði þróunarsamvinnu. Í stýrihóp sitja sviðsstjóri og yfirmenn deilda þróunarsamvinnusviðs ráðuneytisins, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sem jafnframt er formaður hópsins. Á fundum stýrihóps fer meðal annars fram formlegt eftirlit yfirstjórnar ráðuneytisins með rekstri á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu t.d. hvað varðar árlegar fjárhagsáætlanir þróunarsamvinnusviðs sem meðal annars ná yfir stuðning ráðuneytisins við þróunarsjóði.
    Þróunarsamvinnusvið utanríkisráðuneytisins ber ábyrgð á málefnavinnu sjóða er starfa að þróunarmálum og leggur mat á áframhaldandi stuðning við þá. Auk þess sem reglulegar skýrslur frá sjóðunum sjálfum eru vandlega skoðaðar er fylgst með óháðum utanaðkomandi úttektum sem gerðar á sjóðunum og stofnunum á sviði þróunarsamvinnu.
    Eftirlit með því fjármagni sem Íslendingar reiða af hendi í Þróunarsjóð EFTA er eftirfarandi. Í fyrsta lagi situr íslenskur fulltrúi í stjórn sjóðsins þar sem fjárhagsáætlanir, verkefni og útgreiðslur til styrkþegalanda eru reglulega kynntar. Í öðru lagi fylgjast utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið með því að greiðslur í sjóðinn séu í samræmi við fjárhagsáætlanir sjóðsins og innan fjárheimilda fjárlaga. Í þriðja lagi sinnir skrifstofa sjóðsins umfangsmiklu eftirliti með útgreiðslum til styrkþegalandanna og framgangi verkefna en sjóðurinn starfar samkvæmt ströngum reglum þar að lútandi. Niðurstöður úr eftirliti og eftirfylgni skrifstofu sjóðsins eru reglulega kynntar á stjórnarfundum hans þar sem fulltrúi Íslands hefur tækifæri til að leggja fram athugasemdir. Í fjórða lagi fara ytri endurskoðendur yfir reikninga sjóðsins.
    Að lokum má benda á almennt hlutverk Ríkisendurskoðunar sem samkvæmt lögum nr. 86/1997 skal endurskoða ríkisreikning og framkvæma stjórnsýsluendurskoðun.

     3.      Í hvaða myntum er greitt í umrædda sjóði?
    Til þróunarsjóða á sviði þróunarsamvinnu er í flestum tilfellum greitt í bandaríkjadollurum. Þó eru greiðslur til sjóðs hjá IAEA í evrum og til sjóðs hjá WTO í svissneskum frönkum. Í íslensku sjóðina tvo voru greiddar íslenskar krónur. Greiðslur til Þróunarsjóðs EFTA eru ýmist í evrum eða norskum krónum.
Neðanmálsgrein: 1
3 Undanskilinn er v iðskiptaþróunarsjóður sem vistaður var í utanríkisráðuneytinu og var meðal annars greint frá í frumvarpi til laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu sem lagt var fyrir 135. löggjafarþing. Veitt voru framlög í sjóðinn árin 2006 og 2007 . Íslensk fyrirtæki og einstak lingar sóttu um styrki í sjóðinn til eflingar samskipta við þróunarlöndin á sviði viðskipta. Sérstakar verklagsreglur um sjóðinn fól u í sér ákvæði um mat og eftirlit. Umsókni r fóru fyrir sérstaka matsnefnd en eftirlit með verkefnum var í höndum starfsmanna utanríkisráðuneytisins.