Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 350. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 8/140.

Þingskjal 867  —  350. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2011 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2011, frá 30. september 2011, um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/425/ESB frá 28. júlí 2010 um breytingu á ákvörðun 2009/ 767/EB að því er varðar að semja, viðhalda og birta áreiðanlegar skrár um þá vottunaraðila sem aðildarríkin hafa eftirlit með eða veita faggildingu.

Samþykkt á Alþingi 23. febrúar 2012.