Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 196. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 10/140.

Þingskjal 869  —  196. mál.


Þingsályktun

um skilgreiningu á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda í ljósi breyttrar stöðu norðurslóða í alþjóðakerfinu af völdum loftslagsbreytinga.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að standa fyrir skilgreiningu, í samstarfi við Færeyjar og Grænland, á sameiginlegum hagsmunum Vestur-Norðurlanda í ljósi þeirra breytinga sem hlýnandi loftslag hefur á undanförnum áratugum haft í för með sér fyrir norðurskautið og alþjóðakerfið allt. Ráðstefna verði haldin á vegum utanríkisráðuneyta landanna með þátttöku stjórnmálamanna og sérfræðinga til að ræða og vinna að samkomulagi um sameiginlega stefnu landanna gagnvart þessum breytingum.

Samþykkt á Alþingi 23. febrúar 2012.