Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 199. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 12/140.

Þingskjal 871  —  199. mál.


Þingsályktun

um vestnorrænt samstarf um listamannagistingu.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að kanna möguleika á samstarfi við Færeyjar og Grænland um að gefa listamanni frá einu af vestnorrænu löndunum árlega kost á gistingu í öðru vestnorrænu landi. Tilgangurinn væri sá að gera vestnorrænum listamanni eða rithöfundi kleift að dvelja um skeið í öðru vestnorrænu landi og njóta innblásturs frá náttúru og menningu þess lands í listsköpun sinni.

Samþykkt á Alþingi 23. febrúar 2012.