Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 200. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 13/140.

Þingskjal 872  —  200. mál.


Þingsályktun

um ráðstefnu um tónlistarhefðir vestnorrænu landanna og möguleika til tónlistarmenntunar til hagsbóta fyrir vestnorrænu löndin.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að halda ráðstefnu í samvinnu við Færeyjar og Grænland um tónlistarhefðir vestnorrænu landanna með þátttöku tónlistarmanna og hagsmunaaðila. Tilgangurinn með ráðstefnunni verði annars vegar að lýsa tónlistarhefðum landanna þriggja og hins vegar að varpa ljósi á hvaða möguleika löndin þrjú hafi til að þróa tónlistarhefðir sínar og viðhalda þeim.

Samþykkt á Alþingi 23. febrúar 2012.