Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 563. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 877  —  563. mál.




Álit stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar



á skýrslu Ríkisendurskoðunar: Biskupsstofa, sóknir og sjóðir kirkjunnar.


    Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur borist skýrsla Ríkisendurskoðunar, Biskupsstofa, sóknir og sjóðir kirkjunnar. Úttektin mun hafa verið unnin að frumkvæði kirkjuráðs.
    Í 2. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, segir: „Þjóðkirkjan nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka.“ Það er því ekki í verkahring Alþingis að hlutast til um innri mál kirkjunnar. Nefndin mun ekki fjalla um efni skýrslunnar og telur það hlutverk kirkjuþings að fylgja henni eftir.

Alþingi, 12. desember 2011.



Valgerður Bjarnadóttir,


formaður.


Álfheiður Ingadóttir.


Róbert Marshall.



Lúðvík Geirsson.


Ólöf Nordal.


Birgir Ármannsson.



Margrét Tryggvadóttir.