Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 568. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 885  —  568. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um þróun frítekjumarks barna og almenns frítekjumarks.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hver hefur þróun fjárhæðar frítekjumarks barna yngri en 16 ára verið síðan 2007? Svarið óskast sundurliðað eftir árum og eftir því um hvaða frítekjumark er að ræða, þ.e. vegna tekna, vaxtatekna o.s.frv.
     2.      Hversu mikið hefur fjárhæð almenns frítekjumarks hækkað á sama tíma? Svarið óskast sundurliðað á sama hátt og áður.
     3.      Hversu mikið hafa vísitölur hækkað á þessum tíma, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.