Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 583. máls.

Þingskjal 909  —  583. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011
um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011–2012.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
     1.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
     2.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og um að ákveða efni viðaukanna við hana.
     3.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
     4.      Ákvarðanir framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. A1, A2, E1, F1, H1, H2, P1, S1, S2, S3, U1, U2 og U3 frá 12. júní 2009.
     5.      Tilmæli framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. P1, U1 og U2 frá 12. júní 2009.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
     1.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
     2.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og um að ákveða efni viðaukanna við hana.
     3.      Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
     4.      Ákvarðanir framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. A1, A2, E1, F1, H1, H2, P1, S1, S2, S3, U1, U2 og U3 frá 12. júní 2009.
     5.      Tilmæli framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. P1, U1 og U2 frá 12. júní 2009.
    Þær reglugerðir, ákvarðanir og tilmæli sem hér eru til skoðunar kveða á um rétt til almannatrygginga við frjálsa för milli aðildarríkjanna. Þær koma í stað reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja sem hefur verið innleidd í viðauka VI við EES-samninginn og ákvarðanir og tilmæli framkvæmdaráðsins um framkvæmd og túlkun þeirra reglugerða. Vegna þess var nauðsynlegt að endurskrifa viðauka VI í heild sinni og breyta aðlögunartexta þar sem það á við.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðanna sem hér um ræðir, en þær fela ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðunum.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild skv. 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
    Reglugerðin kveður á um rétt til almannatrygginga við frjálsa för milli aðildarríkjanna. Hún kemur í stað reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja, en sú reglugerð var tekin upp í EES-samninginn á sínum tíma. Þeirri reglugerð hefur oft verið breytt, bæði vegna réttarþróunar innan bandalagsins og vegna breytinga á löggjöf hvers lands, og því var talið nauðsynlegt að setja nýtt heildarregluverk.
    Markmið reglugerðarinnar er að einfalda reglurnar og færa þær til nútímahorfs til að ná megi markmiðinu um frjálsa för fólks. Með sama hætti og kveðið var á um í reglugerð (EB) nr. 1408/71 er gert ráð fyrir þeirri meginreglu að einstaklingur, sem öðlast hefur rétt til tryggingabóta í einu aðildarríki ESB skuli ekki glata þeim rétti sínum við flutning til annars aðildarríkis. Reglurnar fela hins vegar ekki í sér samræmingu á almannatryggingalöggjöf aðildarríkjanna.
    Í reglugerðinni eru meginreglurnar um jafnræði, samlagningu áunninna tímabila og greiðslur bóta milli landa styrktar, réttindi tryggðra einstaklinga eru aukin með ýmsum efnislegum breytingum og breytingar eru gerðar varðandi uppgjör sjúkrakostnaðar milli aðildarríkjanna.
    Mikilvægt nýmæli felst m.a. í rýmkun gildissviðs reglnanna frá því sem kveðið var á um í reglugerð (EBE) nr. 1408/71 þar sem að reglugerðin tekur ekki einungis til einstaklinga sem tryggðir eru í aðildarríki og hafa verið á vinnumarkaði heldur einnig til einstaklinga sem tryggðir eru í aðildarríki en hafa ekki verið á vinnumarkaði.

4. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og um að ákveða efni viðaukanna við hana.
    Þegar reglugerð (EB) nr. 883/2004 var samþykkt árið 2004 átti eftir að ákveða efni II., X. og XI. viðauka með reglugerðinni og er það gert með þessari breytingareglugerð, auk nokkurra breytinga á reglugerð (EB) nr. 883/2004. Þá er nokkrum viðaukum breytt í ljósi krafna þeirra aðildarríkja sem hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu eftir að reglugerð (EB) nr. 883/2004 var samþykkt og vegna þróunar í öðrum aðildarríkjum. Í viðauka X. eru tilgreindar sérstakar iðgjaldafrjálsar bætur í peningum. Í viðauka XI er að finna sérákvæði um framkvæmd löggjafar tiltekinna aðildarríkja. Að auki er breytt ákvæðum um sjúkrakostnað þeirra er sækja vinnu yfir landamæri og aðstandenda þeirra.

5. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa.
    Reglugerðin kemur í stað reglugerðar (EBE) nr. 574/72 sem fjallaði um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71. Hún kveður á um aukið samstarf milli almannatryggingastofnana til að tryggja að einstaklingar sem reglugerð (EB) nr. 883/2004 tekur til geti notið réttinda sinna. Þannig er m.a. kveðið á um að skipti á upplýsingum á milli stofnana skuli fara fram með rafrænum hætti. Reglum um kostnaðarskiptingu vegna sjúkratrygginga er breytt og skilyrði fyrir kostnaðarþátttöku í fyrir fram ákveðinni læknismeðferð eru skýrð. Þá er framgangsmáti við uppgjör endurkrafna milli stofnana aðildarríkja hertur með það að markmiði að stytta uppgjörstímann.
    Í reglugerðinni er lögð megináhersla á að framkvæmd almannatrygginga milli aðildarríkjanna verði sem mest rafræn. Hvert land fyrir sig ber eigin kostnað við að koma því á. Hér á landi heyrir framkvæmd almannatrygginga, að því leyti sem reglugerðir ESB um almannatryggingar taka til, undir Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingar Íslands, Vinnumálastofnun, atvinnutengda lögbundna lífeyrissjóði og ríkisskattstjóra.

6. Ákvarðanir framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. A1, A2, E1, F1, H1, H2, P1, S1, S2, S3, U1, U2 og U3 frá 12. júní 2009.
    Ákvarðanir nr. A1, A2, E1, F1, H1, H2, P1, S1, S2, S3, U1, U2 og U3 hafa að geyma eins konar verklagsreglur um samræmingu almannatryggingakerfa og koma þær til viðbótar við framkvæmdarreglur reglugerðar (EB) nr. 987/2009. Ákvarðanirnar kveða m.a. á um skoðanaskipta- og sáttaferli stofnana varðandi gildi skjala, túlkun nokkurra ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004, praktíska tilhögun á millibils- og breytingartímabilinu, rafræn skipti á upplýsingum milli stofnana og tæknilega útlistun á Evrópska sjúkratryggingakortinu.

7. Tilmæli framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa nr. P1, U1 og U2 frá 12. júní 2009.
    Tilmæli framkvæmdaráðsins nr. P1, U1og U2 frá 12. júní 2009 eru ekki lagalega bindandi heldur er lagt til að aðildarríkin setji þær reglur er tilmælin mæla fyrir um. Með tilmælum P1 er mælst til þess að hagsbætur sem ríkisborgarar ríkis njóta samkvæmt tvíhliða samningi um almannatryggingar við ríki sem ekki er aðildarríki skuli einnig veita starfsmönnum sem eru ríkisborgarar annarra aðildarríkja. Tilmæli U1 og U2 fjalla um löggjöf sem mælst er til að verði beitt um atvinnulausa einstaklinga sem starfa að hluta til í öðru aðildarríki Evrópusambandsins en búseturíki.

8. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Innleiðing reglugerða (EB) nr. 883/2004, nr. 988/2009 og nr. 987/2009 og ákvarðana og tilmæla framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa kalla á lagabreytingar hér á landi á fleiri en einum lagabálki. Um er að ræða breytingar á lögum nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, og lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof. Fyrirhugað er að velferðarráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á framangreindum lagabálkum á yfirstandandi löggjafarþingi.
    Reglugerð (EB) nr. 883/2004 kveður á um rétt til almannatrygginga við frjálsa för milli aðildarríkjanna og kemur í stað reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1408/71, eins og áður segir. Ein meginbreyting reglugerðarinnar er að persónulegt gildissvið hins tryggða er rýmkað frá núgildandi reglugerð. Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 883/2004 tekur hún einnig til einstaklinga sem ekki hafa verið á vinnumarkaði. Réttarástand hér á landi er í samræmi við reglugerðina og því er ekki búist við miklum kostnaðarauka vegna þessa þar sem einstaklingar sem ekki eru á vinnumarkaði eru þegar tryggðir hér á landi. Hins vegar má ætla að aukinn rekstrarkostnaður kunni að leggjast á þær stofnanir sem sjá um framkvæmd almannatrygginga hér á landi vegna krafna um betri málsmeðferð, aukið gagnsæi og meiri málshraða.
    Í reglugerð (EB) nr. 987/2009 er megináhersla lögð á að framkvæmd almannatrygginga milli aðildarríkjanna og stofnana þeirra verði sem mest rafræn. Reglan er sú að hvert land ber kostnað af því að koma hinu rafræna kerfi á. Undirbúningur hjá þeim stofnunum sem í hlut eiga, þ.e. Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands, Vinnumálastofnun, lögbundnum lífeyrissjóðum og ríkisskattstjóra, er kominn langt á leið en sá undirbúningur er jafnframt í samræmi við stefnu stjórnvalda um rafræna stjórnsýslu. Endanlegt kostnaðarmat hefur ekki farið fram en líkur standa til þess að kostnaður við að koma kerfinu í gagnið verði nokkur enda þótt Evrópusambandið leggi löndum til hugbúnað fyrir framkvæmdina.
    Þess má geta að reglugerðirnar munu væntanlega taka gildi milli Sviss og Evrópusambandsins þann 1. apríl nk. Þá liggja fyrir drög að nýjum Norðurlandasamningi um almannatryggingar sem tekur mið af nýju reglugerðunum.



Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 76/2011

frá 1. júlí 2011

um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) og bókun 37 við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. og 101. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)         VI. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2009 frá 3. júlí 2009 ( 1 ).

2)         Bókun 37 við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2010 frá 2. júlí 2010 ( 2 ).

3)         Fella ber inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 3 ).

4)         Fella ber inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa, og um að ákveða efni viðaukanna við hana ( 4 ).

5)         Fella ber inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 5 ).

6)         Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. A1 frá 12. júní 2009 um að koma á samráðs- og sáttaferli varðandi gildi skjala, það hvaða löggjöf skuli gilda og úthlutun bóta samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 ( 6 ).

7)         Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. A2 frá 12. júní 2009 um túlkun 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um löggjöf sem útsendir starfsmenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar, sem starfa tímabundið utan lögbærs ríkis, heyra undir ( 7 ).

8)         Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. E1 frá 12. júní 2009 um hagnýtt fyrirkomulag vegna aðlögunartímabils varðandi upplýsingaskipti með rafrænum aðferðum sem um getur í 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 ( 8 ).

9)         Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. F1 frá 12. júní 2009 um túlkun 68. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 að því er varðar reglur um forgang þegar fjölskyldubætur skarast ( 9 ).

10)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. H1 frá 12. júní 2009 um skiptin frá reglugerðum ráðsins (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 yfir í reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009 og beitingu ákvarðana og tilmæla framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa ( 10 ).

11)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. H2 frá 12. júní 2009 um starf og samsetningu tækninefndar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa ( 11 ).

12)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. P1 frá 12. júní 2009 um túlkun 50. gr. (4. mgr.), 58. gr. og 87. gr. (5. mgr.) reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um úthlutun bóta vegna örorku, elli og til eftirlifenda ( 12 ).

13)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. S1 frá 12. júní 2009 um evrópska sjúkratryggingakortið ( 13 ).

14)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. S2 frá 12. júní 2009 um tækniforskriftir fyrir evrópska sjúkratryggingarkortið ( 14 ).

15)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. S3 frá 12. júní 2009 um skilgreiningu þeirrar aðstoðar sem fellur undir 1. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 27. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 og 3. mgr. A-hluta 25. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 ( 15 ).

16)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. U1 frá 12. júní 2009 um 3. mgr. 54. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 að því er varðar hækkun atvinnuleysisbóta vegna aðstandenda ( 16 ).

17)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. U2 frá 12. júní 2009 um gildissvið 2. mgr. 65. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um rétt einstaklinga, sem eru atvinnulausir með öllu, til atvinnuleysisbóta, annarra en þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri og voru búsettir í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki þegar þeir störfuðu síðast sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar ( 17 ).

18)    Fella ber inn í samninginn ákvörðun nr. U3 frá 12. júní 2009 um gildissvið hugtaksins „atvinnuleysi að hluta til“ sem á við um atvinnulausa einstaklinga sem um getur í 1. mgr. 65. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 ( 18 ).

19)    Fella ber inn í samninginn tilmæli nr. P1 frá 12. júní 2009 um Gottardo-dóminn, en samkvæmt honum skulu þau kjör, sem ríkisborgurum aðildarríkis eru tryggð með tvíhliða almannatryggingasamningi við land utan Bandalagsins, einnig veitt launþegum sem eru ríkisborgarar annarra aðildarríkja ( 19 ).

20)    Fella ber inn í samninginn tilmæli nr. U1 frá 12. júní 2009 um löggjöfina sem gildir um atvinnulausa einstaklinga sem eru í hlutastarfi í öðru aðildarríki en búseturíkinu, hvort heldur sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar ( 20 ).

21)    Fella ber inn í samninginn tilmæli nr. U2 frá 12. júní 2009 um beitingu a-liðar 1. mgr. 64. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 gagnvart atvinnulausum einstaklingum sem fylgja mökum eða sambýlismönnum/-konum sem eru launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar í aðildarríki sem er annað en lögbæra ríkið ( 21 ).

22)    Til þess að tryggja góða framkvæmd samningsins ber að breyta bókun 37 þannig að hún taki til framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa sem komið var á fót samkvæmt reglugerð (EB) nr. 883/2004 og breyta ber VI. viðauka þannig að fram komi hvaða málsmeðferð ræður samskiptum við þetta ráð og aðila sem starfa í tengslum við það.

23)    Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 883/2004 fellur úr gildi reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 ( 22 ), en sú gerð hefur verið felld inn í samninginn og ber því að fella hana úr samningnum.

24)    Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 987/2009 fellur úr gildi, frá 1. maí 2010 að telja, reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 ( 23 ), en sú gerð hefur verið felld inn í samninginn og ber því að fella hana úr samningnum.

25)    Allar gerðir undir fyrirsögnunum „Gerðir sem samningsaðilar skulu taka tilhlýðilegt tillit til“ og „Gerðir sem samningsaðilar skulu taka mið af“ eru úreltar og ber því að fella þær úr samningnum.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


Ákvæði VI. viðauka við samninginn breytist eins og tilgreint er í viðauka við ákvörðun þessa.

2. gr.


Texti 5. liðar (framkvæmdaráð um félagslegt öryggi farandlaunþega) bókunar 37 (með skrá sem kveðið er á um í 101. gr.) við samninginn hljóði svo:

„Framkvæmdaráð um samræmingu almannatryggingakerfa (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004).“

3. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerða (EB) nr. 883/2004, sbr. leiðréttingar sem birtust í Stjtíð. ESB L 200, 7.6.2004, bls. 1, og Stjtíð. ESB L 204, 4.8.2007, bls. 30, 987/2009 og 988/2009, ákvarðana nr. A1, A2, E1, F1, H1, H2, P1, S1, S2, S3, U1, U2 og U3, og tilmæla nr. P1, U1 og U2, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

4. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi daginn eftir að síðasta tilkynning samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

5. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 1. júlí 2011.

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar

Kurt Jäger

formaður.



VIÐAUKI

við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 76/2011

Í stað núverandi texta VI. viðauka við samninginn komi eftirfarandi:

„INNGANGUR

Þegar gerðirnar sem vísað er til í þessum viðauka fela í sér hugtök eða vísa til málsmeðferðar sem er sérkennandi fyrir réttarreglur Bandalagsins, svo sem varðandi

–    inngangsorð,

–    viðtakendur gerða Bandalagsins,

–    tilvísanir til yfirráðasvæða eða tungumála EB,

–    tilvísanir til réttinda og skyldna aðildarríkja EB, opinberra stofnana þeirra, fyrirtækja eða einstaklinga hvers gagnvart öðrum og

–    tilvísanir til málsmeðferðar varðandi upplýsingar og tilkynningar,

gildir bókun 1 um altæka aðlögun nema kveðið sé á um annað í þessum viðauka.

AÐLÖGUN Á TILTEKNUM SVIÐUM

I.         Að því er þennan viðauka varðar og þrátt fyrir ákvæði bókunar 1 ber að líta svo á að hugtakið „aðildarríki“ feli í sér í gerðunum sem vísað er til, auk þeirrar merkingar sem það hefur í viðkomandi EB-gerðum, Ísland, Liechtenstein og Noreg.

II.         Þegar ákvæðum gerðanna, sem vísað er til í þessum viðauka, er beitt í tengslum við framkvæmd þessa samnings skal sameiginlega EES-nefndin takast á hendur, í samræmi við ákvæði VII. hluta samningsins, réttindi og skyldur framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa, sem starfar í tengslum við framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna, sem og réttindi og skyldur endurskoðunarnefndarinnar og tækninefndarinnar um gagnavinnslu sem báðar starfa í tengslum við umrætt framkvæmdaráð.

I. ALMENN SAMRÆMING ALMANNATRYGGINGA


GERÐIR SEM VÍSAÐ ER TIL

1.          32004 R 0883: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa (Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1), eins og hún var leiðrétt með Stjtíð. ESB L 200, 7.6.2004, bls. 1 og Stjtíð. ESB L 204, 4.8.2007, bls. 30, eins og henni var breytt með:

        –         32009 R 0988: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 988/2009 frá 16. september 2009 (Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 43).

        Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er þennan samning varðar, aðlöguð sem hér segir:

        a)    Eftirfarandi undirliður bætist við í 10. mgr. 87. gr.:

                „Ákvæði annars málsliðar 2. og 3. mgr. 65. gr. skulu öðlast gildi gagnvart Liechtenstein í síðasta lagi 1. maí 2012.“

        b)    Eftirfarandi bætist við í I. hluta I. viðauka:

                „ÍSLAND

                Fyrirframgreiðsla á framfærslueyri samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar.

                LIECHTENSTEIN

                Fyrirframgreiðsla á framfærslueyri samkvæmt lögum um fyrirframgreiðslu á framfærslueyri frá 21. júní 1989 með áorðnum breytingum.

                NOREGUR

                Fyrirframgreiðsla á framfærslueyri vegna barns samkvæmt lögum um fyrirframgreiðslu á framfærslueyri vegna barns nr. 2 frá 17. febrúar 1989.“

        c)    Eftirfarandi bætist við í II. hluta I. viðauka:

                „ÍSLAND

                Styrkir greiddir með eingreiðslu til að mæta kostnaði vegna alþjóðlegra ættleiðinga samkvæmt lögum nr. 152/2006 um ættleiðingastyrki.

                NOREGUR

                Styrkir greiddir með eingreiðslu við barnsfæðingu samkvæmt almannatryggingalögum.

                Styrkir greiddir með eingreiðslu við ættleiðingu samkvæmt almannatryggingalögum.“

        d)    Eftirfarandi bætist við í II. viðauka:

                „ÍSLAND – DANMÖRK

                Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlanda um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).

                ÍSLAND – FINNLAND

                Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlanda um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).

                ÍSLAND – SVÍÞJÓÐ

                Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlanda um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).

                ÍSLAND – NOREGUR

                Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlanda um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).

                NOREGUR – DANMÖRK

                Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlanda um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).

                NOREGUR – FINNLAND

                Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlanda um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).

                NOREGUR – SVÍÞJÓÐ

                Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlanda um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands.“

        e)    Eftirfarandi bætist við í III. viðauka:

                „ÍSLAND

                NOREGUR“.

        f)    Eftirfarandi bætist við í IV. viðauka:

                „ÍSLAND

                LIECHTENSTEIN“.

        g)    Eftirfarandi bætist við í 1. hluta VIII. viðauka:

                „ÍSLAND

                Allar umsóknir um ellilífeyri úr almannatryggingum og réttindatengdar greiðslur úr bótakerfi opinberra starfsmanna.

                LIECHTENSTEIN

                Allar umsóknir um almennan elli-, eftirlifenda- og örorkulífeyri, svo og elli-, eftirlifenda- og örorkulífeyri úr starfstengdum lífeyrissjóði að svo miklu leyti sem engin ákvæði um lækkun er að finna í reglum viðkomandi lífeyrissjóðs.

                NOREGUR

                Allar umsóknir um ellilífeyri, að frátöldum lífeyri sem getið er í IX. viðauka.“

        h)    Eftirfarandi bætist við í 2. hluta VIII. viðauka:

                „ÍSLAND

                Starfstengdur ellilífeyrissjóður.

                LIECHTENSTEIN

                Elli-, eftirlifenda- og örorkulífeyrir úr starfstengdum lífeyrissjóði.“

        i)     Eftirfarandi bætist við í I. hluta IX. viðauka:

                „ÍSLAND

                Barnalífeyrir í samræmi við lög nr. 100/2007 um almannatryggingar og barnalífeyrir í samræmi við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.“

        j)     Eftirfarandi bætist við í II. hluta IX. viðauka:

                „ÍSLAND

                Örorkulífeyrir í formi grunnlífeyris, viðbótarlífeyris og viðbótarlífeyris vegna elli samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar.

                Örorkulífeyrir samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

                NOREGUR

                Norskur örorkulífeyrir, einnig þegar honum er breytt í ellilífeyri þegar eftirlaunaaldri er náð, og allur lífeyrir (eftirlifenda- og ellilífeyrir) sem byggist á lífeyristekjum hins látna.“

        k)    Eftirfarandi bætist við í X. viðauka:

                „LIECHTENSTEIN

                a)    Greiðslur til blindra (lög um greiðslur til blindra frá 17. desember 1970 með áorðnum breytingum).

                b)    Greiðslur vegna meðgöngu og fæðingar (lög um greiðslur vegna meðgöngu og fæðingar frá 25. nóvember 1981 með áorðnum breytingum).

                c)    Viðbótarbætur vegna elli-, eftirlifenda- og örorkutryggingar (lög um viðbótarbætur vegna elli-, eftirlifenda- og örorkutryggingar frá 10. desember 1965 með áorðnum breytingum).

                NOREGUR

                a)    Lágmarksviðbótarlífeyrir til þeirra sem fæðast með fötlun eða verða fatlaðir á unga aldri í samræmi við almannatryggingalög.

                b)    Sérstakar bætur í samræmi við lög nr. 21 frá 29. apríl 2005 um viðbótargreiðslur til þeirra sem eru búsettir í Noregi um skamma hríð.“

        l)     Eftirfarandi bætist við í XI. viðauka:

                „ÍSLAND

                1.     a)    Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. eiga einstaklingar, sem ekki gegna launuðu starfi í einu eða fleiri aðildarríkjum EB eða EFTA-ríki, einungis rétt til félagslegs lífeyris á Íslandi að þeir hafi haft, eða haft áður, fasta búsetu á Íslandi í a.m.k. þrjú ár, með fyrirvara um aldurstakmarkanir sem mælt er fyrir um í íslenskri löggjöf.

                    b)    Framangreind ákvæði gilda ekki um rétt til félagslegs lífeyris á Íslandi fyrir þá aðstandendur sem gegna eða hafa gegnt launuðu starfi á Íslandi eða fyrir námsmenn eða aðstandendur þeirra.

                2.    Ef launaðri vinnu eða sjálfstæðri atvinnustarfsemi á Íslandi er lokið og sótt er um lífeyri vegna atburðar sem verður þegar launuð vinna eða sjálfstæð atvinnustarfsemi er stunduð í öðru ríki sem reglugerðin tekur til og ef réttur til örorkulífeyris á Íslandi, bæði frá almannatryggingakerfinu og viðbótarlífeyriskerfinu (lífeyrissjóðum), er fallinn niður vegna tímabilsins frá því að atburðurinn verður og fram að því að lífeyrisaldri er náð (ókomin tímabil) skal tekið tillit til tryggingatímabila samkvæmt löggjöf annars ríkis sem reglugerðin tekur til að því er varðar kröfuna um ókomin tímabil eins og um væri að ræða tryggingatímabil á Íslandi.

                LIECHTENSTEIN

                1.    Lögboðnar tryggingar samkvæmt sjúkratryggingakerfi Liechtensteins vegna aðstoðar („Krankenpflegeversicherung“) og hugsanlegar undanþágur:

                    a)    Ákvæði laga í Liechtenstein um lögboðnar sjúkratryggingar vegna aðstoðar skulu gilda um eftirfarandi einstaklinga sem eru ekki búsettir í Liechtenstein:

                            i.    alla þá sem falla undir lagaákvæði í Liechtenstein skv. II. bálki reglugerðarinnar,

                            ii.    alla þá sem Liechtenstein greiðir aðstoð fyrir skv. 24., 25. og 26. gr. reglugerðarinnar,

                            iii.    alla þá sem þiggja atvinnuleysisbætur í Liechtenstein,

                            iv.    aðstandendur þeirra sem um getur í i. og iii. lið og hvers þess sem stundar launaða vinnu eða sjálfstæðan atvinnurekstur og er búsettur í Liechtenstein og tryggður samkvæmt sjúkratryggingakerfi Liechtensteins,

                            v.    aðstandendur þeirra sem um getur í ii. lið eða hvers þess lífeyrisþega sem er búsettur í Liechtenstein og er tryggður samkvæmt sjúkratryggingakerfi Liechtensteins.

                            Aðstandendur teljast allir þeir sem eru skilgreindir sem slíkir í löggjöf búseturíkisins.

                    b)    Einstaklingar, sem um getur í a-lið, geta, leggi þeir fram beiðni þar um, fengið undanþágu frá lögboðinni sjúkratryggingu vegna aðstoðar ef og svo fremi sem þeir eru búsettir í Austurríki og geta sannað að þeir eigi rétt á að teljast tryggðir samkvæmt lögboðnum sjúkratryggingum eða sambærilegum sjúkratryggingum ef til veikinda kemur. Ekki er hægt að afturkalla undanþáguna nema þegar skipt er um vinnuveitanda.

                            Beiðnin

                            i.    skal lögð fram innan þriggja mánaða frá þeim degi að skylt verður að kaupa tryggingu í Liechtenstein; ef beiðnin er lögð fram eftir að þessi frestur er liðinn, og til þess liggja réttmætar ástæður, skal undanþágan gilda frá þeim tíma sem tryggingaskyldan hefst. Litið er svo á að þeir einstaklingar, sem voru þegar tryggðir í Austurríki þegar reglugerðin öðlaðist gildi á EES-svæðinu, séu undanþegnir lögboðinni sjúkratryggingu í Liechtenstein vegna aðstoðar,

                            ii.    skal gilda um alla aðstandendur viðkomandi sem eru búsettir í sama ríki.

                2.    Einstaklingar, sem starfa í Liechtenstein en eru ekki búsettir þar og hafa lögboðnar eða sambærilegar tryggingar í búseturíki sínu í samræmi við b-lið 1. liðar, svo og aðstandendur þeirra, skulu njóta hags af ákvæðum 19. gr. reglugerðarinnar á meðan þeir dvelja í Liechtenstein.

                3.    Við beitingu 18., 19., 20. og 27. gr. reglugerðarinnar í Liechtenstein skal þar til bær vátryggjandi standa straum af öllum kostnaði samkvæmt framlögðum reikningum.

                4.    Þegar einstaklingur, sem fellur undir lagaákvæði í Liechtenstein skv. II. bálki reglugerðarinnar, fellur að því er sjúkratryggingar varðar, við beitingu b-liðar 1. liðar, undir lagaákvæði í öðru ríki sem samningur þessi tekur til, skal kostnaður við aðstoð vegna slysa annarra en vinnuslysa skiptast jafnt á milli vátryggjanda í Liechtenstein, sem tryggir gegn vinnuslysum og öðrum slysum og atvinnusjúkdómum, og þar til bærrar sjúkratryggingastofnunar ef réttur til aðstoðar hefur myndast frá báðum aðilum. Vátryggjandi gegn vinnuslysum og öðrum slysum og atvinnusjúkdómum í Liechtenstein skal standa straum af öllum kostnaði ef um er að ræða vinnuslys, slys á leið til vinnu eða atvinnusjúkdóma, jafnvel þótt fyrir hendi sé réttur til aðstoðar frá sjúkratryggingastofnun í búsetulandinu.

                NOREGUR

                1.    Bráðabirgðaákvæði í norskri löggjöf um styttingu tryggingatímabils, sem myndar rétt til óskerts viðbótarlífeyris einstaklinga sem eru fæddir fyrir 1937, gilda um þá sem heyra undir reglugerðina að því tilskildu að þeir hafi verið búsettir í Noregi, eða gegnt þar launuðu starfi eða stundað þar sjálfstæða atvinnustarfsemi í tilskilinn árafjölda eftir að þeir náðu sextán ára aldri og fyrir 1. janúar 1967. Þessi árafjöldi skal vera eitt ár fyrir hvert ár frá fæðingarári viðkomandi til ársins 1937.

                2.    Einstaklingur, sem er tryggður samkvæmt almannatryggingalögum og sinnir nauðsynlegri umönnun tryggðra aldraðra, fatlaðra eða sjúkra einstaklinga, í samræmi við fyrirframákveðin skilyrði, skal fá lífeyrisstig metin vegna slíkra tímabila. Á sama hátt, og með fyrirvara um ákvæði 44. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/ 2009, skal einstaklingur sem annast ung börn fá lífeyrisstig þegar hann dvelur í öðru ríki, sem reglugerðin tekur til, en Noregi, að því tilskildu að hlutaðeigandi einstaklingur sé í barnsburðarleyfi samkvæmt norskri vinnulöggjöf.

                3.     a)    Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. eiga einstaklingar, sem ekki gegna launuðu starfi í einu eða fleiri aðildarríkjum EB eða EFTA-ríki, einungis rétt til félagslegs lífeyris í Noregi að þeir hafi haft, eða haft áður, fasta búsetu í Noregi í a.m.k. þrjú ár, með fyrirvara um aldurstakmarkanir sem mælt er fyrir um í norskri löggjöf.

                    b)    Framangreind ákvæði gilda ekki um rétt til félagslegs lífeyris í Noregi fyrir þá aðstandendur sem gegna eða hafa gegnt launuðu starfi í Noregi eða fyrir námsmenn eða aðstandendur þeirra.“

        TILHÖGUN ÞÁTTTÖKU EFTA-RÍKJANNA Í FRAMKVÆMDARÁÐINU UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA OG Í TÆKNINEFNDINNI UM GAGNAVINNSLU OG ENDURSKOÐUNARNEFNDINNI, SEM BÁÐAR STARFA Í TENGSLUM VIÐ FRAMKVÆMDARÁÐIÐ Í SAMRÆMI VIÐ 101. GR. SAMNINGSINS:

        Ísland, Liechtenstein og Noregur geta hvert um sig sent áheyrnarfulltrúa til ráðgjafar á fundi framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa, sem starfar í tengslum við framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna, og á fundi tækninefndarinnar um gagnavinnslu og endurskoðunarnefndarinnar, sem báðar starfa í tengslum við fyrrnefnt framkvæmdaráð.

2.          32009 R 0987: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa (Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1).

        Ákvæði reglugerðar (EB) nr. 987/2009 skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

        a)    Eftirfarandi bætist við í 1. viðauka:

                „ÍSLAND – DANMÖRK

                Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003: Samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna samkvæmt 36. gr., 63. gr. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).

                ÍSLAND – LÚXEMBORG

                Samkomulag frá 30. nóvember 2001 um endurgreiðslu kostnaðar á sviði almannatrygginga.
    
                ÍSLAND – FINNLAND

                Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003: Samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna samkvæmt 36. gr., 63. gr. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).

                ÍSLAND – SVÍÞJÓÐ

                Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003: Samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna samkvæmt 36. gr., 63. gr. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).

                ÍSLAND – NOREGUR

                Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003: Samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna samkvæmt 36. gr., 63. gr. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).

                NOREGUR – DANMÖRK

                Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003: Samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna samkvæmt 36. gr., 63. gr. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).

                NOREGUR – LÚXEMBORG

                Ákvæði 2.–4. gr. samkomulagsins frá 19. mars 1998 um endurgreiðslu kostnaðar á sviði félagslegs öryggis.

                NOREGUR – HOLLAND

                Samningur frá 23. janúar 2007 um endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt reglugerðum (EBE) nr. 1408/71 og 574/72.

                NOREGUR – PORTÚGAL

                Samkomulag frá 24. nóvember 2000 skv. 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði við aðstoð vegna veikinda, meðgöngu og fæðingar, vinnuslysa og atvinnusjúkdóma og kostnaðar vegna eftirlits og læknisskoðana sem kveðið er á um í þessum reglugerðum.

                NOREGUR – FINNLAND

                Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003: Samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna samkvæmt 36. gr., 63. gr. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).

                NOREGUR – SVÍÞJÓÐ

                Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um félagslegt öryggi frá 18. ágúst 2003: Samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna samkvæmt 36. gr., 63. gr. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).

                NOREGUR – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ

                Bréfaskipti frá 20. mars 1997 og 3. apríl 1997 varðandi 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðarinnar (endurgreiðsla eða niðurfelling endurgreiðslna vegna aðstoðar) og 105. gr. framkvæmdareglugerðarinnar (niðurfelling endurgreiðslna vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir).“

        b)    Eftirfarandi bætist við í 3. viðauka:

                „NOREGUR“.

        c)    Eftirfarandi bætist við í 5. viðauka:

                „LIECHTENSTEIN

                NOREGUR“.

GERÐIR SEM SAMNINGSAÐILAR SKULU TAKA TILHLÝÐILEGT TILLIT TIL

3.1          32010 D 0424(01): Ákvörðun nr. A1 frá 12. júní 2009 um að koma á samráðs- og sáttaferli varðandi gildi skjala, það hvaða löggjöf skuli gilda og úthlutun bóta samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 1).

3.2          32010 D 0424(02): Ákvörðun nr. A2 frá 12. júní 2009 um túlkun 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um löggjöf sem útsendir starfsmenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar, sem starfa tímabundið utan lögbærs ríkis, heyra undir (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 5).

4.1          32010 D 0424(03): Ákvörðun nr. E1 frá 12. júní 2009 um hagnýtt fyrirkomulag vegna aðlögunartímabils varðandi upplýsingaskipti með rafrænum aðferðum sem um getur í 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 9).

5.1          32010 D 0424(04): Ákvörðun nr. F1 frá 12. júní 2009 um túlkun 68. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 að því er varðar reglur um forgang þegar fjölskyldubætur skarast (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 11).

6.1          32010 D 0424(05): Ákvörðun nr. H1 frá 12. júní 2009 um skiptin frá reglugerðum ráðsins (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 yfir í reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009 og beitingu ákvarðana og tilmæla framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 13).

6.2          32010 D 0424(06): Ákvörðun nr. H2 frá 12. júní 2009 um starf og samsetningu tækninefndar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 17).

7.1          32010 D 0424(07): Ákvörðun nr. P1 frá 12. júní 2009 um túlkun 50. gr. (4. mgr.), 58. gr. og 87. gr. (5. mgr.) reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um úthlutun bóta vegna örorku, elli og til eftirlifenda (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 21).

8.1          32010 D 0424(08): Ákvörðun nr. S1 frá 12. júní 2009 um evrópska sjúkratryggingakortið (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 23).

8.2          32010 D 0424(09): Ákvörðun nr. S2 frá 12. júní 2009 um tækniforskriftir fyrir evrópska sjúkratryggingarkortið (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 26).

            Ákvæði ákvörðunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

            Þrátt fyrir ákvæði liðar 3.2.2 í viðaukanum við ákvörðunina, skulu EFTA-ríkin eigi að síður eiga þess kost að setja evrópsku stjörnurnar á evrópsku sjúkratryggingarkortin sem þau gefa út.

8.3          32010 D 0424(10): Ákvörðun nr. S3 frá 12. júní 2009 um skilgreiningu þeirrar aðstoðar sem fellur undir 1. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 27. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 og 3. mgr. A-hluta 25. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 40).

9.1          32010 D 0424(11): Ákvörðun nr. U1 frá 12. júní 2009 um 3. mgr. 54. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 að því er varðar hækkun atvinnuleysisbóta vegna aðstandenda (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 42).

9.2          32010 D 0424(12): Ákvörðun nr. U2 frá 12. júní 2009 um gildissvið 2. mgr. 65. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um rétt einstaklinga, sem eru atvinnulausir með öllu, til atvinnuleysisbóta, annarra en þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri og voru búsettir í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki þegar þeir störfuðu síðast sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 43).

9.3          32010 D 0424(13): Ákvörðun nr. U3 frá 12. júní 2009 um gildissvið hugtaksins „atvinnuleysi að hluta til“ sem á við um atvinnulausa einstaklinga sem um getur í 1. mgr. 65. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 45).

GERÐIR SEM SAMNINGSAÐILAR SKULU TAKA MIÐ AF

10.1          32010 H 0424(01): Tilmæli nr. P1 frá 12. júní 2009 um Gottardo-dóminn, en samkvæmt honum skulu þau kjör, sem ríkisborgurum aðildarríkis eru tryggð með tvíhliða almannatryggingasamningi við land utan Bandalagsins, einn veitt launþegum sem eru ríkisborgarar annarra aðildarríkja (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 47).

11.1          32010 H 0424(02): Tilmæli nr. U1 frá 12. júní 2009 um löggjöfina sem gildir um atvinnulausa einstaklinga sem eru í hlutastarfi í öðru aðildarríki en búseturíkinu, hvort heldur sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar (Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 49).

11.2          32010 H 0424(03): Tilmæli nr. U2 frá 12. júní 2009 um beitingu a-liðar 1. mgr. 64. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 gagnvart atvinnulausum einstaklingum sem fylgja mökum eða sambýlismönnum/-konum sem eru launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar í aðildarríki sem er annað en lögbæra ríkið(Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 51).

II. VERNDUN VIÐBÓTARLÍFEYRISRÉTTINDA


GERÐIR SEM VÍSAÐ ER TIL

12.          398 L 0049: Tilskipun ráðsins 98/49/EB frá 29. júní 1998 um verndun viðbótarlífeyrisréttinda launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem flytjast á milli aðildarríkja (Stjtíð. EB L 209, 25.7.1998, bls. 46).“
Fylgiskjal II.


Leiðrétting á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa
(Stjórnartíðindi Evrópusambandsins L 166 frá 30. apríl 2004)

              Reglugerð (EB) nr. 883/2004 verði svohljóðandi:

REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 883/2004
frá 29. apríl 2004
um samræmingu almannatryggingakerfa
(Texti sem varðar EES og Sviss)

EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 42. og 308. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar sem lögð var fram að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins og framkvæmdaráðið um félagslegt öryggi farandlaunþega ( 1 ),
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 2 ),
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)         Reglurnar um samræmingu á almannatryggingakerfum landanna falla undir frjálsa för fólks og er ætlað að stuðla að bættum lífskjörum og starfsskilyrðum.
2)         Í sáttmálanum er ekki gert ráð fyrir öðrum heimildum en þeim sem um getur í 308. gr. til að gera viðeigandi ráðstafanir á sviði almannatrygginga fyrir aðra en launþega.
3)         Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 frá 14. júní 1971 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja ( 4 ) hefur verið breytt og hún uppfærð mörgum sinnum, ekki aðeins til þess að taka tillit til þróunar á vettvangi Bandalagsins, þ.m.t. dóma Dómstólsins, heldur einnig til breytinga á löggjöf hvers lands. Slíkir þættir hafa átt sinn þátt í því að gera samræmingarreglur Bandalagsins flóknar og langorðar. Því er nauðsynlegt að setja nýjar reglur, einfaldaðar og færðar til nútímahorfs, í stað þessara reglna þannig að ná megi takmarkinu um frjálsa för fólks.
4)         Nauðsynlegt er að virða sérkenni almannatryggingalöggjafar hvers lands og koma einungis á fót samræmingarkerfi.
5)         Nauðsynlegt er, innan ramma slíkrar samræmingar, að tryggja að innan Bandalagsins njóti hlutaðeigandi einstaklingar jafnrar meðferðar samkvæmt mismunandi landslögum.
6)         Hin nánu tengsl milli almannatryggingalöggjafar og þeirra samningsákvæða, sem koma til fyllingar eða í stað slíkrar löggjafar og hafa með ákvörðun opinberra yfirvalda orðið skyldubundin eða gildissvið þeirra verið víkkað út, geta kallað á svipaða vernd að því er varðar beitingu ákvæðanna og reglugerð þessi kveður á um. Fyrsta skrefið getur falist í því að meta reynslu þeirra aðildarríkja sem hafa tilkynnt að þau hafi slík kerfi.
7)         Sakir þess hve mikill munur er á löggjöf aðildarríkjanna með tilliti til þeirra sem eru tryggðir er æskilegt að setja þá meginreglu að reglugerð þessi gildi um ríkisborgara aðildarríkis, ríkisfangslausa menn og flóttamenn sem eru búsettir á yfirráðasvæði aðildarríkis sem heyra undir eða hafa heyrt undir almannatryggingalöggjöf eins eða fleiri aðildarríkja, sem og um aðstandendur þeirra og eftirlifendur.
8)         Meginreglan um jafna meðferð er einkum mikilvæg fyrir starfandi fólk sem er ekki búsett í aðildarríkinu þar sem það starfar, þ.m.t. þeir sem sækja vinnu yfir landamæri.
9)         Dómstóllinn hefur nokkrum sinnum sent frá sér álit um möguleikann á jafnri meðferð að því er varðar bætur, tekjur og aðstæður. Þessa meginreglu skal fastsetja og þróa í samræmi við efni og anda dómsúrskurða.
10)         Sú meginregla að líta á tilteknar aðstæður eða atburði, sem verða á yfirráðasvæði annars aðildarríkis, eins og orðið hafi á yfirráðasvæði aðildarríkisins sem setur þá löggjöf sem gildir, skal þó ekki hafa áhrif á meginregluna um að tryggingatímabil, starfstímabil launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings eða búsetutímabil, sem lokið er samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, leggist við tímabil sem lokið er samkvæmt löggjöf lögbærs aðildarríkis. Því skal einungis taka til greina tímabil, sem lokið er samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, með því að beita meginreglunni um söfnun tímabila.
11)         Það að aðstæður eða atburðir, sem verða í aðildarríki, séu lögð að jöfnu getur á engan hátt gert annað aðildarríki lögbært eða löggjöf þess gildandi.
12)         Í ljósi meðalhófsreglunnar skal þess gætt að tryggt sé að meginreglan um jafngildi aðstæðna eða atburða leiði ekki til óréttmætra niðurstaðna eða þess að bætur af sama tagi skarist fyrir sama tímabil.
13)         Reglur um samræmingu skulu tryggja einstaklingum sem flytja innan Bandalagsins, þeim sem eru á framfæri þeirra og eftirlifendum þeirra réttindi og hagsbætur sem þeir hafa áunnið sér og eru að ávinna sér.
14)         Þessum markmiðum verður einkum náð með því að safna saman öllum tímabilum, sem tekið er tillit til samkvæmt löggjöf einstakra landa, til þess að unnt sé að öðlast og viðhalda bótaréttinum og til að reikna út bætur, svo og með því að veita hinum ólíku hópum einstaklinga, sem heyra undir þessa reglugerð, bætur.
15)         Nauðsynlegt er að einstaklingar, sem flytja innan Bandalagsins, heyri einungis undir almannatryggingakerfi í einu aðildarríki svo að komast megi hjá skörun gildandi ákvæða landslöggjafar og þeim vandkvæðum sem af því getur hlotist.
16)         Í Bandalaginu er almennt ekki hægt að réttlæta að almannatryggingaréttindi fari eftir búsetustað hlutaðeigandi einstaklings. Engu að síður er mögulegt að taka tillit til búsetustaðar í sérstökum tilvikum, einkum að því er varðar sérstakar bætur sem tengjast efnahagslegum og félagslegum aðstæðum hlutaðeigandi einstaklings.
17)         Til að tryggja jafna meðferð allra þeirra sem starfa á yfirráðasvæði aðildarríkis, með eins skilvirkum hætti og unnt er, er rétt að setja þá almennu reglu að löggjöf þess aðildarríkis þar sem viðkomandi einstaklingur starfar sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur gildi.
18)         Nauðsynlegt er að víkja frá þessari almennu reglu við tilteknar aðstæður þegar réttlæta má aðrar viðmiðanir um það hvaða löggjöf skuli gilda.
19)         Í sumum tilvikum má greiða móður bætur vegna meðgöngu og fæðingar eða föður jafngildar feðrabætur, en þær bætur eru frábrugðnar foreldrabótum en má leggja að jöfnu við bætur til móður, í þröngum skilningi, þar eð þær eru veittar fyrstu mánuði í lífi barns, og er þá við hæfi að setja sameiginlegar reglur um slíkar bætur til móður og föður.
20)         Veita skal tryggðum einstaklingum og aðstandendum þeirra, sem búa eða dvelja í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki, vernd að því er varðar sjúkrabætur, bætur til móður vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar feðrabætur.
21)         Ákvæði um sjúkrabætur, bætur til móður vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar feðrabætur eru sett með hliðsjón af dómaframkvæmd Dómstólsins. Ákvæði um fyrirframgefið leyfi hafa verið endurbætt með tilliti til viðeigandi ákvarðana Dómstólsins.
22)         Staða umsækjenda um lífeyri og lífeyrisþega og aðstandenda þeirra er sérstök og því þarf að laga ákvæði um sjúkratryggingar að henni.
23)         Með hliðsjón af þeim mismun sem er á milli kerfa eftir löndum er rétt að aðildarríkin geri, eftir því sem unnt er, ráð fyrir læknismeðferð fyrir aðstandendur þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri í því aðildarríki þar sem þeir starfa.
24)         Nauðsynlegt er að setja sérákvæði um að koma í veg fyrir að sjúkraaðstoð og sjúkrabætur í peningum, sem eru af sama toga og aðstoð og bætur, sem fjallað er um í dómi Dómstólsins í máli C-215/99 Jauch og C-160/96 Molenaar, skarist, að því tilskildu að aðstoðin eða bæturnar taki til sömu áhættu.
25)         Mæla skal fyrir um reglur sem veita einstaklingum, sem eru búsettir eða dveljast í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki, vernd að því er varðar bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma.
26)         Koma skal á fót samræmingarkerfi fyrir örorkubætur þar sem tekið er tillit til sérkenna löggjafar einstakra landa, einkum að því er varðar viðurkenningu á örorku og að hún ágerist.
27)         Nauðsynlegt er að koma á kerfi fyrir úthlutun bóta vegna elli og til eftirlifenda ef hlutaðeigandi einstaklingur hefur heyrt undir löggjöf í einu aðildarríki eða fleirum.
28)         Nauðsynlegt er að ákvarða fjárhæð lífeyris, sem er reiknaður í samræmi við aðferðina við útreikninga á uppsöfnuðum lífeyri og hlutfallslegan útreikning og tryggður með lögum Bandalagsins, þegar beiting landslöggjafar, að meðtöldum reglum um lækkun, tímabundna niðurfellingu eða afturköllun, er óhagstæðari en framangreind aðferð.
29)         Til að vernda farandlaunþega og eftirlifendur þeirra gegn allt of stífri beitingu landsreglna um lækkun, tímabundna niðurfellingu eða afturköllun bóta er nauðsynlegt að bæta við ákvæðum sem afmarka beitingu þessara reglna.
30)         Líkt og Dómstóllinn hefur ítrekað staðfest er ráðið ekki til þess bært að setja reglur um takmarkanir á skörun lífeyris, sem fengist hefur í tveimur aðildarríkjum eða fleirum, með því að lækka fjárhæð lífeyris sem fæst einungis samkvæmt landslöggjöf.
31)         Samkvæmt Dómstólnum er það hlutverk löggjafa hvers lands að setja slíkar reglur þótt hafa beri í huga að löggjafi Bandalagsins fastsetur mörkin á beitingu ákvæða landslaga er varða lækkun, tímabundna niðurfellingu eða afturköllun.
32)         Til að stuðla að hreyfanleika starfandi fólks er t.a.m. heppilegt að greiða fyrir atvinnuleit í aðildarríkjunum. Því er nauðsynlegt að tryggja nánari og skilvirkari samræmingu atvinnuleysistryggingakerfa og vinnumiðlana í öllum aðildarríkjunum.
33)         Nauðsynlegt er að fella lögbundin kerfi fyrir bætur, sem eru veittar áður en eftirlaunaaldri er náð, undir gildissvið þessarar reglugerðar og tryggja þannig bæði jafna meðferð og möguleika á að flytja bætur, sem eru veittar áður en eftirlaunaaldri er náð, milli landa, svo og fjölskyldubætur og sjúkratryggingabætur til hlutaðeigandi einstaklings, í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Þó skal ekki taka með regluna um söfnun tímabila þar eð lögbundin kerfi um bætur, sem eru veittar áður en eftirlaunaaldri er náð, eru aðeins fyrir hendi í mjög fáum aðildarríkjum.
34)         Þar eð fjölskyldubætur ná yfir mjög vítt svið og veita vernd bæði við aðstæður sem kalla má hefðbundnar svo og við sérstakar aðstæður, en fjallað er um bætur við síðarnefndu aðstæðurnar í dómum Dómstólsins í sameinuðum málum C-245/94 og C-312/94 Hoever og Sachow og C-275/96 Kuusijärvi, er nauðsynlegt að setja reglur um allar slíkar bætur.
35)         Til að koma í veg fyrir óréttmæta skörun bóta er nauðsynlegt að setja reglur um forgang ef réttur til fjölskyldubóta skarast samkvæmt löggjöf lögbæra aðildarríkisins og löggjöf búsetuaðildarríkis aðstandenda.
36)         Fyrirframgreiddar framfærslugreiðslur eru endurkræfar fyrirframgreiðslur sem er ætlað að bæta það upp ef foreldri stendur ekki við lagalegar skuldbindingar sínar um framfærslu eigin barns sem eru leiddar af sifjarétti. Af þessum sökum skal ekki líta á þessar fyrirframgreiðslur sem beinar bætur og hluta af heildarstuðningi til fjölskyldna. Með hliðsjón af þessum atriðum skal samræmingarreglum ekki beitt gagnvart slíkum framfærslugreiðslum.
37)         Líkt og Dómstóllinn hefur ítrekað lýst yfir skal túlka þröngt þau ákvæði sem víkja frá meginreglunni um að flytja megi almannatryggingabætur milli landa. Þetta þýðir að þau gilda einungis um bætur sem uppfylla tilgreind skilyrði. Af þessu leiðir að 9. kafli III. bálks þessarar reglugerðar á einungis við um bætur sem eru bæði sérstakar og iðgjaldsfrjálsar og eru skráðar í X. viðauka við þessa reglugerð.
38)         Nauðsynlegt er að koma á fót framkvæmdaráði þar sem ríkisstjórnir allra aðildarríkjanna eiga fulltrúa og skal hlutverk þess einkum vera að fjalla um öll álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða þessarar reglugerðar og að stuðla að nánari samvinnu aðildarríkjanna.
39)         Komið hefur í ljós að nauðsynlegt er, vegna þróunar og notkunar á gagnavinnsluþjónustu til upplýsingaskipta, að koma á fót tækninefnd á vegum framkvæmdaráðsins til að gegna tilteknum verkefnum á sviði gagnavinnslu.
40)         Notkun gagnavinnsluþjónustu við gagnaskipti milli stofnana krefst ákvæða sem tryggja að skjöl, sem eru send með rafrænum hætti, teljist jafngild skjölum á pappír. Gagnaskipti af þessu tagi skulu fara fram í samræmi við ákvæði Bandalagsins um vernd einstaklinga með tilliti til vinnslu og frjáls flutnings persónuupplýsinga.
41)         Nauðsynlegt er að setja sérákvæði sem endurspegla sérkenni landslöggjafar í því skyni að auðvelda beitingu samræmingarreglnanna.
42)         Í samræmi við meðalhófsregluna þykir rétt, á þeirri forsendu að þessi reglugerð skuli víkkuð út og látin taka til allra borgara Evrópusambandsins og í því skyni að finna lausn þar sem tekið er tillit til hvers konar takmarkana sem vera má að leiði af sérkennum kerfa sem byggja á búsetu, að veita Danmörku sérstaka undanþágu, með því að bæta við færslu undir XI. viðauka sem er eingöngu bundin við rétt nýs hóps einstaklinga utan vinnumarkaðar, sem þessi reglugerð hefur verið víkkuð út til, til almannalífeyris vegna sérkenna danska kerfisins og í ljósi þess að heimilt er að flytja þennan lífeyri milli landa eftir tíu ára búsetutímabil samkvæmt danskri löggjöf (lög um lífeyri).
43)         Rétt þykir, í samræmi við meginregluna um jafna meðferð, að veita Finnlandi sérstaka undanþágu, með því að bæta við færslu undir XI. viðauka, sem varðar einungis almannalífeyri á grundvelli búsetu, vegna sérkenna finnsku almannatryggingalöggjafarinnar með því markmiði að tryggja að fjárhæð almannalífeyrisins verði aldrei lægri en sú fjárhæð almannalífeyris sem er reiknuð út eins og öllum tryggingatímabilum, sem lokið er í einhverju aðildarríkjanna, hafi verið lokið í Finnlandi.
44)         Nauðsynlegt er að innleiða nýja reglugerð sem fellir reglugerð (EBE) nr. 1408/71 úr gildi. Engu að síður er nauðsynlegt, í því skyni að tryggja réttaröryggi, að reglugerð (EBE) nr. 1408/71 haldi gildi sínu og réttaráhrifum með tilliti til tiltekinna gerða Bandalagsins og samninga sem Bandalagið er aðili að.
45)         Þar sem aðildarríkin geta ekki fyllilega náð því markmiði sem fyrirhuguð aðgerð felur í sér, þ.e. að samræmingarráðstafanirnar tryggi að réttur fólks til frjálsrar farar sé virkur, og því verður betur náð á vettvangi Bandalagsins vegna þess hve aðgerðin er umfangsmikil og hefur víðtæk áhrif, er Bandalaginu heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna, eins og segir í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og hún er sett fram í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í þessari reglugerð til að ná þessu markmiði.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

I. BÁLKUR
ALMENN ÁKVÆÐI
1. gr.
Skilgreiningar

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a)    „starf launþega“: hvers konar starf eða sambærilegt sem talið er til starfa að því er varðar almannatryggingalöggjöf aðildarríkisins þar sem starfið eða sambærilegt er innt af hendi,
b)    „starf sjálfstætt starfandi einstaklings“: hvers konar starf eða sambærilegt sem talið er til starfa að því er varðar almannatryggingalöggjöf aðildarríkisins þar sem sjálfstæð atvinnustarfsemi eða sambærilegt er stundað,
c)    „tryggður einstaklingur“: hver sá einstaklingur sem uppfyllir, í tengslum við flokka almannatrygginga sem falla undir 1. og 3. kafla III. bálks, skilyrði fyrir bótarétti samkvæmt löggjöf lögbærs aðildarríkis skv. II. bálki, að teknu tilliti til ákvæða þessarar reglugerðar,
d)    „opinber starfsmaður“: einstaklingur sem telst til opinberra starfsmanna í stjórnsýslu aðildarríkis og þeir sem njóta sömu réttinda í því aðildarríki,
e)    „sérstakt kerfi fyrir opinbera starfsmenn“: hvert það almannatryggingakerfi sem er frábrugðið almennu almannatryggingakerfi og tekur til launþega í hlutaðeigandi aðildarríki og sem allir opinberir starfsmenn, eða tilteknir hópar þeirra, heyra beint undir,
f)    „sá sem sækir vinnu yfir landamæri“: launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur sem starfar í einu aðildarríki en hefur búsetu í öðru aðildarríki og fer aftur heim daglega eða a.m.k. einu sinni í viku,
g)    „flóttamaður“: hefur þá merkingu sem gert er ráð fyrir í 1. gr. samnings um réttarstöðu flóttamanna sem var undirritaður í Genf 28. júlí 1951,
h)    „ríkisfangslaus maður“: hefur þá merkingu sem gert er ráð fyrir í 1. gr. samnings um réttarstöðu ríkisfangslausra manna sem var undirritaður í New York 28. september 1954,
i)    „aðstandendur“:
    1.     i.    hver sá sem er skilgreindur eða viðurkenndur sem fjölskyldumeðlimur eða talinn er heyra til fjölskyldu samkvæmt þeirri löggjöf sem bætur er veittar eftir,
        ii.    með hliðsjón af aðstoð skv. 1. kafla III. bálks um sjúkrabætur, bætur til móður vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar feðrabætur, hver sá sem er skilgreindur eða viðurkenndur sem fjölskyldumeðlimur eða talinn er heyra til fjölskyldu samkvæmt löggjöf aðildarríkisins þar sem hann er búsettur,
    2.    ef ekki er gerður greinarmunur í löggjöf aðildarríkis, sem við á skv. 1. undirlið, milli aðstandenda og annarra einstaklinga sem hún á við um skulu maki, ólögráða börn og börn á framfæri, sem náð hafa lögaldri, teljast til aðstandenda,
    3.    ef einstaklingur telst til aðstandenda eða fjölskyldu samkvæmt þeirri löggjöf, sem við á skv. 1. og 2. undirlið, því aðeins að hann búi undir sama þaki og hinn tryggði eða lífeyrisþeginn telst þetta skilyrði uppfyllt ef sá sem í hlut á er að mestu á framfæri þess aðila,
j)    „búseta“: sá staður þar sem einstaklingurinn býr að jafnaði,
k)    dvöl: tímabundin búseta,
l)    „löggjöf“: að því er varðar sérhvert aðildarríki, lög, reglur og önnur lagaákvæði og allar aðrar framkvæmdarráðstafanir er varða flokka almannatrygginga sem falla undir 1. mgr. 3. gr.
    Undir þetta falla ekki önnur samningsákvæði en þau sem er ætlað að koma til framkvæmda tryggingarkvöð sem leiðir af lögum og reglum sem um getur í fyrri undirgrein eða sem hefur verið efni ákvörðunar opinberra yfirvalda um að gera þau að skyldu eða víkka út gildissvið þeirra, að því tilskildu að hlutaðeigandi aðildarríki gefi út yfirlýsingu um það sem er tilkynnt forseta Evrópuþingsins og forseta ráðs Evrópusambandsins. Þessi yfirlýsing skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins,
m)    „lögbært yfirvald“: sá ráðherra eða þeir ráðherrar eða sambærilegt yfirvald í hverju aðildarríki sem ber ábyrgð á almannatryggingakerfum í öllu aðildarríkinu eða á einhverjum hluta þess,
n)    „framkvæmdaráð“: ráðið sem um getur í 71. gr.,
o)    „framkvæmdarreglugerð“: reglugerðin sem um getur í 89. gr.,
p)    „stofnun“: sá aðili eða yfirvald í hverju aðildarríki sem ber ábyrgð á framkvæmd allrar löggjafarinnar eða hluta hennar,
q)    „þar til bær stofnun“:
    i.    stofnun sú sem hlutaðeigandi er tryggður hjá þegar hann sækir um bætur,
        eða
    ii.    stofnun sú sem hlutaðeigandi á eða ætti rétt á bótum frá væri hann eða aðstandendur hans búsettir í því aðildarríki þar sem stofnunin er,
        eða
    iii.    stofnun sú sem útnefnd er af lögbæru yfirvaldi í aðildarríkinu sem í hlut á,
        eða
    iv.    vinnuveitandi eða sá tryggingaraðili sem í hlut á eða, sé um það að ræða, aðili eða yfirvald útnefnt af lögbæru yfirvaldi í hlutaðeigandi aðildarríki, þegar um er að ræða kerfi er varðar ábyrgð vinnuveitanda á þeim bótum sem fjallað er um í 1. mgr. 3. gr.,
r)    stofnun á búsetustað og stofnun á dvalarstað: annars vegar stofnun sem ber að greiða bætur þar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur búsetu og hins vegar stofnun sem ber að greiða bætur þar sem hlutaðeigandi dvelst, í samræmi við þá löggjöf sem stofnunin starfar eftir eða, ef engin slík stofnun er til staðar, stofnun sem útnefnd er af lögbæru yfirvaldi í aðildarríkinu sem í hlut á,
s)    „lögbært aðildarríki“: aðildarríkið þar sem þar til bær stofnun er,
t)    „tryggingatímabil“: iðgjaldatímabil eða starfstímabil launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings, eins og það er skilgreint eða viðurkennt sem tryggingatímabil samkvæmt þeirri löggjöf sem í gildi var þegar þeim var lokið eða var talið lokið, og að auki öll tímabil sem farið er með sem slík ef þau eru í téðri löggjöf talin jafngilda tryggingatímabilum,
u)    „starfstímabil launþega“ og „starfstímabil sjálfstætt starfandi einstaklings“: tímabil sem er skilgreint eða viðurkennt sem slíkt samkvæmt þeirri löggjöf sem í gildi var þegar því var lokið og öll tímabil sem farið er með sem slík ef þau eru í téðri löggjöf talin jafngilda starfstímabilum launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings,
v)    „búsetutímabil“: tímabil sem eru skilgreind eða viðurkennd í þeirri löggjöf sem þeim var lokið eða talið vera lokið eftir,
w)    „lífeyrir“: tekur ekki einungis til lífeyris heldur einnig eingreiðslna bóta sem geta komið í þeirra stað og greiðslna í formi endurgreiðslu á iðgjöldum og, með fyrirvara um ákvæði III. bálks, hækkana vegna endurmats eða viðbótargreiðslna,
x)    „bætur sem eru veittar fyrir lögbundinn lífeyrisaldur“: hvers kyns bætur í peningum, þó ekki atvinnuleysisbætur eða snemmteknar bætur vegna elli, sem eru veittar eftir að tilteknum aldri er náð hjá launþegum, sem hafa dregið úr, látið af eða hætt tímabundið launuðu starfi, fram að þeim aldri að þeir öðlast rétt til ellilífeyris eða snemmtekins lífeyris, en þessar bætur eru ekki bundnar því skilyrði að hlutaðeigandi einstaklingur sé á skrá hjá vinnumiðlunum í lögbæru aðildarríki; „snemmteknar bætur vegna elli“: bætur sem eru veittar áður en viðkomandi hefur náð venjulegum lífeyrisaldri og er þessar bætur annaðhvort veittar áfram eftir að þeim aldri er náð eða önnur tegund bóta vegna elli kemur í þeirra stað,
y)    „styrkur vegna andláts“: fjárhæð sem greidd er í eitt skipti við fráfall, að undanskilinni eingreiðslunni sem um getur í w-lið,
z)    „fjölskyldubætur“: öll aðstoð eða bætur í peningum sem ætlað er að mæta útgjöldum fjölskyldu, að undanskildum fyrirframgreiddum framfærslueyri og sérstökum greiðslum vegna fæðingar og ættleiðingar sem um getur í I. viðauka.

2. gr.
Einstaklingar sem eru tryggðir

1.     Reglugerð þessi gildir um ríkisborgara aðildarríkis, ríkisfangslausa einstaklinga og flóttamenn sem eru búsettir í aðildarríki og heyra eða hafa heyrt undir löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja, auk aðstandenda þeirra og eftirlifenda.
2.     Hún gildir einnig um eftirlifendur einstaklinga sem hafa heyrt undir löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja, óháð ríkisfangi þeirra, ef eftirlifendur þeirra eru ríkisborgarar í aðildarríki eða eru ríkisfangslausir eða flóttamenn búsettir í einu aðildarríkjanna.

3. gr.
Tryggingaflokkar

1.     Reglugerð þessi nær til löggjafar um eftirfarandi flokka almannatrygginga:
a)    sjúkrabætur,
b)    bætur til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar bætur til feðra,
c)    örorkubætur,
d)    bætur vegna elli,
e)    bætur til eftirlifenda,
f)    bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma,
g)    styrkir vegna andláts,
h)    atvinnuleysisbætur,
i)    bætur sem eru veittar áður en eftirlaunaaldri er náð,
j)    fjölskyldubætur.
2.     Ef ekki er kveðið á um annað í XI. viðauka gildir þessi reglugerð um almannatryggingakerfi, almenn og sértæk, hvort sem þau fela í sér iðgjaldsskyldu eða ekki og um kerfi sem varða skuldbindingar vinnuveitanda eða skipseiganda.
3.     Þessi reglugerð gildir einnig um sérstakar bætur í peningum sem eru ekki iðgjaldsskyldar og falla undir 70. gr.
4.     Ákvæði III. bálks þessarar reglugerðar hafa þó engin áhrif á lagaákvæði aðildarríkis er lúta að skuldbindingum skipseiganda.
5.     Þessi reglugerð gildir ekki um félagslega aðstoð og læknishjálp eða um bótakerfi fyrir fórnarlömb stríða eða afleiðingar þeirra.

4. gr.
Jafnræði við málsmeðferð

Einstaklingar, sem heyra undir þessa reglugerð, skulu njóta sömu réttinda og hafa sömu skyldur og ríkisborgarar aðildarríkis hafa samkvæmt löggjöf aðildarríkisins, nema kveðið sé á um annað í þessari reglugerð.

5. gr.
Jafnræði við málsmeðferð að því er varðar bætur, tekjur, aðstæður eða atburði

Ef ekki er kveðið á um annað í þessari reglugerð og í ljósi sérstakra framkvæmdarákvæða, sem mælt er fyrir um, gildir eftirfarandi:
a)    ef almannatryggingabætur og aðrar tekjur hafa tiltekin réttaráhrif samkvæmt löggjöf í lögbæru aðildarríki skulu viðeigandi ákvæði þeirrar löggjafar einnig gilda um jafngildar bætur sem fást samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis eða um tekjur sem aflað er í öðru aðildarríki,
b)    ef rekja má, samkvæmt löggjöf lögbærs aðildarríkis, réttaráhrif til tiltekinna aðstæðna eða atburða skal það aðildarríki hafa hliðsjón af svipuðum aðstæðum eða atburðum, sem verða í einhverju öðru aðildarríki, eins og orðið hafi á yfirráðasvæði þess sjálfs.

6. gr.
Söfnun tímabila

Ef ekki er kveðið á um annað í þessari reglugerð skal þar til bær stofnun aðildarríkis, þar sem í löggjöf er kveðið á um:
–    að það að öðlast rétt til bóta, halda bótarétti, lengd bótatímabils eða endurheimt bótaréttar,
–    að gildissvið löggjafar,
    eða
–    að aðgangur að eða undanþága frá skyldutryggingu, frjálsum viðvarandi tryggingum eða frjálsum tryggingum,
sé bundið því skilyrði að tryggingatímabilum, starfstímabilum launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings eða búsetutímabilum sé lokið, taka tillit til, að því marki sem nauðsynlegt er, tryggingatímabila, starfstímabila launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings eða búsetutímabila, sem er lokið samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, eins og þeim hafi verið lokið samkvæmt þeirri löggjöf sem það sjálft beitir.

7. gr.
Fallið frá reglum um búsetu

Bætur í peningum, sem inna ber af hendi samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja eða þessari reglugerð, skal ekki lækka, breyta, fella niður tímabundið, afturkalla eða gera upptækar af þeirri ástæðu að viðtakandi þeirra eða aðstandendur hans eru búsettir í öðru aðildarríki en því þar sem stofnun sú sem annast greiðslurnar er, nema kveðið sé á um annað í þessari reglugerð.

8. gr.
Tengsl milli þessarar reglugerðar og annarra samræmingargerninga

1.     Reglugerð þessi kemur í stað hvers kyns samninga um félagslegt öryggi sem eru í gildi milli aðildarríkja sem falla undir gildissvið hennar. Tiltekin ákvæði samninga um félagslegt öryggi, sem aðildarríkin gerðust aðilar að fyrir gildistökudag þessarar reglugerðar, skulu þó gilda áfram, að því tilskildu að þau séu hagstæðari bótaþegum eða tilkomin vegna sérstakra sögulegra aðstæðna og áhrif þeirra tímabundin. Setja skal þessi ákvæði fram í II. viðauka ef þau eiga að gilda áfram. Ef ekki er hægt að rýmka sum þessara ákvæða á hlutlausan hátt þannig að þau nái til allra þeirra einstaklinga, sem þessi reglugerð gildir um, skal það tilgreint.
2.     Tvö eða fleiri aðildarríki mega, eftir því sem þörf krefur, gera samninga sín á milli byggða á meginreglum þessarar reglugerðar og í anda hennar.

9. gr.
Yfirlýsingar aðildarríkjanna um gildissvið þessarar reglugerðar

1.     Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna skriflega um yfirlýsingarnar sem um getur í 1. mgr. 1. gr., löggjöfina og kerfin sem um getur í 3. gr., samninga sem gerðir voru eins og um getur í 2. mgr. 8. gr. og lágmarksbætur þær sem um getur í 58. gr., svo og síðari efnislegar breytingar. Í slíkum tilkynningum skal koma fram hvaða dag hlutaðeigandi lög og kerfi öðlast gildi eða, þegar um er að ræða yfirlýsingarnar sem kveðið er á um í 1. mgr. 1. gr., frá hvaða degi skuli beita reglugerð þessari gagnvart þeim kerfum sem tilgreind eru í yfirlýsingum aðildarríkjanna.
2.     Þessar tilkynningar skulu sendar framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna árlega og birtar í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

10. gr.
Komið í veg fyrir að bætur skarist

Reglugerð þessi skal hvorki veita né viðhalda rétti til margvíslegra bóta sömu tegundar fyrir sama tímabil skyldutrygginga, nema annað hafi verið tilgreint.

II. BÁLKUR
ÁKVÖRÐUN UM HVAÐA LÖGGJÖF SKULI BEITA
11. gr.
Almennar reglur

1.     Þeir einstaklingar, sem þessi reglugerð gildir um, skulu aðeins heyra undir löggjöf eins aðildarríkis. Sú löggjöf skal ákveðin í samræmi við þennan bálk.
2.     Að því er þennan bálk varðar skal líta svo á að einstaklingar, sem fá greiddar bætur í peningum í krafti starfa sinna sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar, gegni fyrrgreindum störfum. Þetta gildir ekki um örorku-, elli- eða eftirlifendalífeyri eða um lífeyri vegna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma eða um sjúkrabætur í peningum vegna meðferðar í ótiltekinn tíma.
3.     Með fyrirvara um ákvæði 12.–16. gr.:
a)    skal einstaklingur, sem starfar sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur í aðildarríki, heyra undir löggjöf þess aðildarríkis,
b)    skal opinber starfsmaður heyra undir sömu löggjöf og þau stjórnvöld sem hann vinnur fyrir,
c)    skal einstaklingur, sem fær, í samræmi við 65. gr., atvinnuleysisbætur samkvæmt löggjöf búsetuaðildarríkis, heyra undir löggjöf þess aðildarríkis,
d)    skal einstaklingur, sem er kvaddur eða endurkvaddur til herþjónustu eða til borgaralegrar þjónustu í aðildarríki, heyra undir löggjöf þess aðildarríkis,
e)    skulu aðrir einstaklingar, sem falla ekki undir a- til d-lið, heyra undir löggjöf búsetuaðildarríkis, með fyrirvara um önnur ákvæði í þessari reglugerð sem tryggja honum bætur samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja.
4.     Að því er þennan bálk varðar skal starf launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings, sem starfar að jafnaði um borð í skipi er siglir undir fána aðildarríkis, teljast starf sem er stundað í umræddu aðildarríki. Einstaklingur, sem er ráðinn á skip sem siglir undir fána aðildarríkis og þiggur laun fyrir slík störf af fyrirtæki eða einstaklingi sem hefur skráða skrifstofu eða vinnustöð í öðru aðildarríki, skal þó heyra undir löggjöf síðarnefnda aðildarríkisins ef hann hefur búsetu þar. Fyrirtækið eða aðilinn sem greiðir launin lýtur reglum um atvinnurekendur samkvæmt þeirri löggjöf.

12. gr.
Sérreglur

1.     Einstaklingur, sem starfar sem launþegi í aðildarríki fyrir hönd vinnuveitanda sem stundar að jafnaði starfsemi sína þar og er sendur til annars aðildarríkis til starfa fyrir vinnuveitandann, skal halda áfram að heyra undir löggjöf fyrra aðildarríkisins, að því tilskildu að áætlaður dvalartími sé ekki lengri en 24 mánuðir og að hann sé ekki sendur þangað til að leysa af annan einstakling.
2.     Einstaklingur, sem starfar að jafnaði sem sjálfstætt starfandi einstaklingur í aðildarríki en fer til sambærilegra starfa í öðru aðildarríki, skal áfram heyra undir löggjöf fyrra aðildarríkisins, enda sé áætlaður tími slíkra starfa ekki lengri en 24 mánuðir.

13. gr.
Starfað í tveimur aðildarríkjum eða fleirum

1.     Einstaklingur, sem starfar að jafnaði sem launþegi í tveimur aðildarríkjum eða fleirum, skal heyra undir:
a)    löggjöf búsetuaðildarríkis ef verulegur hluti starfa hans fer fram í því aðildarríki eða ef hann starfar á vegum margra fyrirtækja eða vinnuveitenda sem hafa skráðar skrifstofur eða vinnustöðvar í mismunandi aðildarríkjum,
    eða
b)    löggjöf þess aðildarríkis þar sem skráð skrifstofa eða vinnustöð þess fyrirtækis eða vinnuveitanda sem hann starfar hjá er, svo framarlega sem verulegur hluti starfa hans fer ekki fram í búsetuaðildarríkinu.
2.     Einstaklingur, sem starfar að jafnaði sem sjálfstætt starfandi einstaklingur í tveimur aðildarríkjum eða fleirum, skal heyra undir:
a)    löggjöf búsetuaðildarríkis ef verulegur hluti starfa hans fer fram í því aðildarríki,
    eða
b)    löggjöf þess aðildarríkis þar sem helstu hagsmunir tengdir starfinu eru, ef hann er ekki búsettur í einu af aðildarríkjunum þar sem verulegur hluti starfs hans er inntur af hendi.
3.     Einstaklingur, sem starfar að jafnaði sem launþegi og sem sjálfstætt starfandi einstaklingur í mismunandi aðildarríkjum, skal heyra undir löggjöf þess aðildarríkis þar sem hann starfar sem launþegi eða, ef hann hefur slíkt starf í tveimur aðildarríkjum eða fleirum, undir þá löggjöf sem er ákvörðuð í samræmi við 1. mgr.
4.     Einstaklingur, sem er ráðinn sem opinber starfsmaður í einu aðildarríki og starfar sem launþegi og/eða sjálfstætt starfandi einstaklingur í einu aðildarríki eða fleirum, skal heyra undir sömu löggjöf og þau stjórnvöld sem hann vinnur fyrir.
5.     Farið skal með einstaklinga, sem um getur í 1.–4. mgr., að því er varðar löggjöfina sem er ákvörðuð í samræmi við þau ákvæði, eins og þeir stundi störf sín sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar og fái allar tekjur sínar í hlutaðeigandi aðildarríki.

14. gr.
Frjálsar tryggingar eða frjálsar viðvarandi tryggingar

1.     Ákvæði 11.–13. gr. skulu hvorki gilda um frjálsar tryggingar né frjálsar viðvarandi tryggingar, nema í aðildarríki sé aðeins um að ræða frjálsar tryggingar í einhverjum þeim flokki sem um getur í 1. mgr. 3. gr.
2.     Ef hlutaðeigandi einstaklingur heyrir, samkvæmt löggjöf aðildarríkis, undir skyldutryggingar í því aðildarríki skal hann ekki heyra undir kerfi frjálsra trygginga eða kerfi frjálsra viðvarandi trygginga í öðru aðildarríki. Í öllum öðrum tilvikum, þar sem hægt er í ákveðnum flokkum að velja milli nokkurra kerfa frjálsra trygginga eða frjálsra viðvarandi trygginga, skal viðkomandi einstaklingur aðeins gerast aðili að því kerfi sem hann hefur valið sér.
3.     Hvað snertir örorku-, elli- og eftirlifendabætur getur hlutaðeigandi einstaklingur hins vegar gerst aðili að kerfi frjálsra trygginga eða frjálsra viðvarandi trygginga í aðildarríki, jafnvel þótt hann eigi að heyra undir löggjöf annars aðildarríkis, að því gefnu að hann hafi einhvern tímann á starfsferli sínum heyrt undir löggjöf fyrrnefnda aðildarríkisins í krafti starfs síns sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur og ef slík skörun trygginga er beint eða óbeint heimiluð samkvæmt löggjöf fyrrnefnda aðildarríkisins.
4.     Ef löggjöf aðildarríkis bindur aðgang að frjálsum tryggingum eða frjálsum viðvarandi tryggingum búsetu í því aðildarríki gildir jöfn meðferð búsetu í öðru aðildarríki, eins og kveðið er á um í b-lið 5. gr., aðeins um þá einstaklinga sem hafa áður heyrt undir löggjöf fyrrnefnda aðildarríkisins á grundvelli starfs sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.

15. gr.
Aðstoðarfólk á vegum Evrópubandalaganna

Aðstoðarfólk á vegum Evrópubandalaganna getur kosið að heyra undir löggjöf þess aðildarríkis sem það vinnur í, þá löggjöf aðildarríkis sem það heyrði síðast undir eða löggjöf þess aðildarríkis sem það hefur ríkisborgararétt í að því er varðar önnur ákvæði en þau sem lúta að fjölskyldugreiðslum sem eru veittar samkvæmt því kerfi sem gildir um slíkt starfsfólk. Réttinum til að velja má aðeins beita einu sinni og gildir valið frá þeim degi er starf hefst.

16. gr.
Undantekningar frá 11.–15. gr.

1.     Tvö aðildarríki eða fleiri, lögbær yfirvöld þeirra eða aðilar tilnefndir af þessum yfirvöldum geta gert með sér samkomulag um undantekningar frá 11.–15. gr. í þágu ákveðinna einstaklinga eða hópa einstaklinga.
2.     Einstaklingur, sem fær lífeyri samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis eða fleiri en er búsettur á yfirráðasvæði annars aðildarríkis, getur, að eigin ósk, verið undanþeginn löggjöf síðarnefnda aðildarríkisins, að því tilskildu að hann heyri ekki undir þá löggjöf vegna atvinnu sinnar sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.

III. BÁLKUR
SÉRÁKVÆÐI UM ÝMSA BÓTAFLOKKA
1. KAFLI
Sjúkrabætur, bætur til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar bætur til feðra
1. þáttur
Tryggðir einstaklingar og aðstandendur þeirra, að undanskildum lífeyrisþegum og aðstandendum þeirra
17. gr.
Búseta í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki

Tryggður einstaklingur eða aðstandandi hans, sem er búsettur í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki, skal fá aðstoð sem stofnun í búsetuaðildarríkinu lætur í té fyrir hönd þar til bærrar stofnunar í samræmi við ákvæði löggjafar þeirrar sem hún starfar eftir, eins og hlutaðeigandi væri tryggður þar.

18. gr.
Dvöl í hinu lögbæra aðildarríki þegar búseta er í öðru aðildarríki – sérreglur fyrir aðstandendur þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri

1.     Nema kveðið sé á um annað í 2. mgr. skal hinn tryggði og aðstandendur hans, sem um getur í 17. gr., einnig eiga rétt á aðstoð á meðan á dvöl í lögbæru aðildarríki stendur. Þar til bær stofnun skal láta aðstoðina í té og á eigin kostnað í samræmi við ákvæði þeirrar löggjafar sem stofnunin starfar eftir, eins og hlutaðeigandi einstaklingar væru búsettir í því aðildarríki.
2.     Aðstandendur þess sem sækir vinnu yfir landamæri skulu eiga rétt á aðstoð á meðan á dvöl í lögbæru aðildarríki stendur, nema það aðildarríki sé skráð í III. viðauka. Í því tilviki skulu aðstandendur þess sem sækir vinnu yfir landamæri eiga rétt á aðstoð í lögbæra aðildarríkinu samkvæmt skilyrðum sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 19. gr.

19. gr.
Dvöl utan hins lögbæra aðildarríkis

1.     Tryggður einstaklingur og aðstandendur hans, sem dvelja í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki, skulu, nema kveðið sé á um annað í 2. mgr., eiga rétt á aðstoð sem verður nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum á meðan á dvölinni stendur, sé mið tekið af eðli aðstoðarinnar og fyrirhugaðri lengd dvalarinnar. Stofnun á dvalarstað skal láta þessa aðstoð í té fyrir hönd þar til bærrar stofnunar í samræmi við ákvæði í löggjöf sem stofnunin starfar eftir, eins og hlutaðeigandi einstaklingar væru tryggðir samkvæmt þeirri löggjöf.
2.     Framkvæmdaráðið skal taka saman skrá yfir þá aðstoð, sem er af praktískum ástæðum bundin áður gerðu samkomulagi milli hlutaðeigandi einstaklings og stofnunarinnar sem lætur aðstoðina í té, til að unnt sé að veita hana á meðan á dvöl stendur í öðru aðildarríki.

20. gr.
Ferðalög í þeim tilgangi að fá aðstoð – heimild fyrir viðeigandi læknismeðferð utan búsetuaðildarríkis

1.     Nema annað sé tekið fram í þessari reglugerð skal tryggður einstaklingur, sem ferðast til annars aðildarríkis í þeim tilgangi að fá aðstoð á meðan á dvölinni stendur, óska heimildar hjá þar til bærri stofnun.
2.     Tryggður einstaklingur, sem fær heimild hjá þar til bærri stofnun til að fara til annars aðildarríkis í þeim tilgangi að fá þar viðeigandi læknismeðferð, skal fá þá aðstoð, sem er látin í té fyrir hönd þar til bærrar stofnunar, hjá stofnun á dvalarstað í samræmi við ákvæði þeirrar löggjafar sem hún starfar eftir, eins og hann væri tryggður samkvæmt þeirri löggjöf. Heimildin skal veitt ef umrædd meðferð er hluti af þeirri aðstoð sem kveðið er á um í löggjöf aðildarríkisins þar sem viðkomandi er búsettur og hann á ekki kost á slíkri meðferð innan tímamarka sem má réttlæta læknisfræðilega ef mið er tekið af núverandi heilsufarsástandi hans og líklegri framvindu sjúkdómsins.
3.     Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda að breyttu breytanda um aðstandendur tryggðs einstaklings.
4.     Ef aðstandendur tryggðs einstaklings eru búsettir í öðru aðildarríki en því þar sem hinn tryggði býr og þetta aðildarríki hefur valið að endurgreiða á grundvelli fastra fjárhæða skal stofnun á búsetustað aðstandendanna bera kostnað vegna aðstoðarinnar sem um getur í 2. mgr. Í því tilviki skal, að því er varðar 1. mgr., stofnunin á búsetustað aðstandenda teljast þar til bær stofnun.

21. gr.
Bætur í peningum

1.     Tryggður einstaklingur og aðstandendur hans, sem búa eða dvelja í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki, skulu hafa rétt til bóta í peningum sem þar til bæru stofnuninni ber að greiða í samræmi við löggjöfina sem hún starfar eftir. Hafi þar til bæra stofnunin og stofnun á búsetu- eða dvalarstað komist að samkomulagi um það getur stofnun á búsetu- eða dvalarstað þó greitt slíkar bætur á kostnað þar til bæru stofnunarinnar í samræmi við löggjöf lögbæra aðildarríkisins.
2.     Í aðildarríki, þar sem gert er ráð fyrir því í löggjöfinni að bætur í peningum séu reiknaðar út eftir meðaltekjum eða á grundvelli meðaliðgjalda, skal þar til bær stofnun eingöngu ákvarða meðaltekjur eða grundvöll meðaliðgjalda með hliðsjón af tekjum sem greiddar voru eða þeim iðgjaldagrundvelli sem beitt er á þeim tímabilum sem hlutaðeigandi hefur lokið samkvæmt fyrrgreindri löggjöf.
3.     Í aðildarríki þar sem gert er ráð fyrir því í löggjöfinni að bætur í peningum séu reiknaðar út eftir viðmiðunartekjum skal þar til bær stofnun eingöngu taka til greina viðmiðunartekjur eða, eftir því sem við á, meðaltal viðmiðunartekna á þeim tímabilum sem hlutaðeigandi hefur lokið samkvæmt fyrrgreindri löggjöf.
4.     Ákvæði 2. og 3. mgr. gilda einnig, að breytu breytanda, í þeim tilvikum þegar mælt er fyrir um sérstakt viðmiðunartímabil í löggjöf, sem þar til bær stofnun starfar eftir, sem í umræddum tilvikum samsvara, að hluta til eða í heild, tímabili sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur lokið í samræmi við löggjöf annars aðildarríkis, eins eða fleiri.

22. gr.
Umsækjendur um lífeyri

1.     Tryggður einstaklingur, sem hættir að eiga rétt á aðstoð samkvæmt löggjöf aðildarríkisins sem taldist síðast lögbært við framlagningu umsóknar um lífeyri eða á meðan umsókn hans er til umfjöllunar, skal áfram eiga rétt á aðstoð samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis þar sem hann er búsettur, að því tilskildu að umsækjandi um lífeyri uppfylli tryggingarskilyrði í löggjöf þess aðildarríkis sem um getur í 2. mgr. Rétturinn til aðstoðar í búsetuaðildarríkinu gildir einnig um aðstandendur umsækjanda um lífeyri.
2.     Aðstoðin skal greiðast af stofnun í aðildarríkinu sem yrði skv. 23. og 25. gr. þar til bær stofnun þegar lífeyrir er veittur.

2. þáttur
Lífeyrisþegar og aðstandendur þeirra
23. gr.
Réttur til aðstoðar samkvæmt löggjöf búsetuaðildarríkis

Einstaklingur, sem fær lífeyri samkvæmt löggjöf tveggja aðildarríkja eða fleiri, þar sem eitt þeirra er búsetuaðildarríki, og sem á rétt á aðstoð samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis, skal, ásamt aðstandendum sínum, fá aðstoð frá stofnun á búsetustaðnum og á kostnað hennar eins og hlutaðeigandi væri lífeyrisþegi sem ætti eingöngu rétt á lífeyri samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis.

24. gr.
Enginn réttur til aðstoðar samkvæmt löggjöf búsetuaðildarríkis

1.     Einstaklingur, sem fær lífeyri samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis eða fleiri og á ekki rétt á aðstoð samkvæmt löggjöf búsetuaðildarríkis, skal þó fá slíka aðstoð sér og aðstandendum sínum til handa ef hann ætti rétt á henni samkvæmt löggjöf aðildarríkisins eða a.m.k. eins aðildarríkis sem ber ábyrgð á lífeyri væri hann búsettur þar. Stofnun á búsetustað skal veita aðstoðina á kostnað stofnunarinnar sem um getur í 2. mgr., eins og hlutaðeigandi ætti rétt á lífeyri og aðstoð samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis.
2.     Í tilvikum, sem falla undir ákvæði 1. mgr., skal ákveðið hvaða stofnun skuli bera kostnað vegna aðstoðar í samræmi við eftirfarandi reglur:
a)    ef lífeyrisþegi á rétt á aðstoð einungis samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis skal þar til bær stofnun í því aðildarríki bera kostnaðinn,
b)    ef lífeyrisþegi á rétt á aðstoð samkvæmt löggjöf tveggja aðildarríkja eða fleiri skal þar til bær stofnun í aðildarríkinu, þar sem hlutaðeigandi hefur lengst fallið undir löggjöfina, bera kostnaðinn vegna aðstoðarinnar; leiði þetta til þess að fleiri stofnanir teljist bera ábyrgð á kostnaðinum skal sú stofnun, sem starfar eftir þeirri löggjöf sem lífeyrisþegi heyrði síðast undir, bera kostnaðinn.

25. gr.
Lífeyrir samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis eða fleiri, annarra en búsetuaðildarríkis, þegar réttur á aðstoð er fyrir hendi í síðarnefnda aðildarríkinu

Þegar einstaklingur, sem fær lífeyri samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis eða fleiri, er búsettur í aðildarríki þar sem réttur til aðstoðar er, samkvæmt löggjöf aðildarríkisins, ekki háður tryggingaskilmálum eða því að hafa starfað sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, og enginn lífeyrir kemur frá því aðildarríki, skal sú stofnun í einu aðildarríkjanna sem er bær til að greiða honum lífeyri skv. 2. mgr. 24. gr. standa straum af kostnaði vegna aðstoðar sem lífeyrisþeganum eða aðstandendum hans er veitt, að því marki sem lífeyrisþeginn og aðstandendur hans hefðu átt kost á slíkri aðstoð væru þeir búsettir í því aðildarríki.

26. gr.
Búseta aðstandenda í öðru aðildarríki en því þar sem lífeyrisþeginn er búsettur

Aðstandendur lífeyrisþega, sem fær lífeyri samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja og eru búsettir í öðru aðildarríki en búsetuaðildarríki lífeyrisþegans, skulu eiga rétt á aðstoð frá stofnun á búsetustað sínum í samræmi við ákvæði þeirrar löggjafar sem hún starfar eftir, að svo miklu leyti sem lífeyrisþeginn á rétt á aðstoð samkvæmt löggjöf aðildarríkis. Þar til bær stofnun, sem ber ábyrgð á kostnaði vegna aðstoðar sem lífeyrisþegi fær í búsetuaðildarríki sínu, skal bera ábyrgð á greiðslu kostnaðar.

27. gr.
Dvöl lífeyrisþega eða aðstandenda hans í öðru aðildarríki en búsetuaðildarríki þeirra – dvöl í lögbæru aðildarríki – heimild til viðeigandi meðferðar utan búsetuaðildarríkis

1.     Ákvæði 19. gr. gilda, að breyttu breytanda, um einstakling sem fær lífeyri samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja og á rétt á aðstoð samkvæmt löggjöf eins aðildarríks sem veitir honum lífeyri eða um aðstandendur hans sem dvelja í öðru aðildarríki en búsetuaðildarríki sínu.
2.     Ákvæði 1. mgr. 18. gr. gilda, að breyttu breytanda, um einstaklinga, sem er lýst í 1. mgr., þegar þeir dvelja í aðildarríki þar sem sú stofnun, sem ber ábyrgð á greiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er lífeyrisþeganum í búsetuaðildarríki hans, er og ef áðurnefnt aðildarríki hefur valið þennan kost og er skráð í IV. viðauka.
3.     Ákvæði 20. gr. gilda, að breyttu breytanda, um lífeyrisþega og/eða aðstandendur hans sem dvelja í öðru aðildarríki en búsetuaðildarríki sínu í þeim tilgangi að fá þar viðeigandi læknismeðferð.
4.     Þar til bær stofnun, sem ber ábyrgð á greiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem lífeyrisþegi fær í búsetuaðildarríki sínu, skal standa straum af kostnaði vegna aðstoðarinnar, sem um getur í 1.–3. mgr., nema kveðið sé á um annað í 5. mgr.
5.     Stofnun á búsetustað lífeyrisþega og aðstandenda hans skal standa straum af kostnaði við aðstoðina, sem um getur í 3. mgr., ef þessir einstaklingar eru búsettir í aðildarríki sem hefur valið að endurgreiða á grundvelli fastra fjárhæða. Í slíkum tilvikum skal stofnun á búsetustað lífeyrisþega eða aðstandenda hans teljast þar til bær stofnun að því er varðar 3. mgr.

28. gr.
Sérreglur fyrir þá sem hafa látið af störfum en sóttu áður vinnu yfir landamæri

1.     Sá sem sækir vinnu yfir landamæri og lætur af störfum á rétt á aðstoð vegna veikinda í því aðildarríki þar sem hann starfaði síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, að því gefnu að þetta sé áframhaldandi meðferð sem hófst í því aðildarríki. Hugtakið „áframhaldandi meðferð“ merkir áframhaldandi rannsóknir, sjúkdómsgreiningar og meðferð sjúkdóma.
2.     Lífeyrisþegi, sem hefur, síðustu fimm árin áður en hefja má töku elli- eða örorkulífeyris, starfað yfir landamæri sem launþegi aða sjálfstætt starfandi launþegi í a.m.k. tvö ár, skal eiga rétt á aðstoð í aðildarríkinu þar sem hann sótti vinnu yfir landamæri ef þetta aðildarríki og aðildarríkið, þar sem þar til bæra stofnunin er sem ber ábyrgð á greiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem er veitt lífeyrisþeganum í búsetuaðildarríki hans, hafa valið það og eru bæði skráð í V. viðauka.
3.     Ákvæði 2. mgr. gilda, að breyttu breytanda, um aðstandendur þess sem áður sótti vinnu yfir landamæri eða eftirlifendur hans ef þeir áttu, á tímabilunum sem um getur í 2. mgr., rétt á aðstoð skv. 2. mgr. 18. gr., jafnvel þótt sá sem sótti vinnu yfir landamæri hafi látist áður en lífeyrisgreiðslur hófust, að því tilskildu að hann hafi á síðustu fimm árum áður en hann lést starfað sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur og sótt vinnu yfir landamæri í a.m.k. tvö ár.
4.     Ákvæði 2. og 3. mgr. skulu gilda þar til hlutaðeigandi einstaklingur fellur undir löggjöf aðildarríkis á grundvelli starfs sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.
5.     Þar til bær stofnun, sem ber ábyrgð á greiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem lífeyrisþegi eða eftirlifendur hans fá í búsetuaðildarríkjum sínum, skal bera ábyrgð á greiðslu kostnaðar vegna aðstoðarinnar sem um getur í 1.–3. mgr.

29. gr.
Bætur í peningum til lífeyrisþega

1.     Þar til bær stofnun í því aðildarríki þar sem þar til bæra stofnunin er, sem ber ábyrgð á greiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem lífeyrisþegi fær í búsetuaðildarríki sínu, skal greiða þeim einstaklingi bætur sem fær lífeyri samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja. Ákvæði 21. gr. gilda að breyttu breytanda.
2.     Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um aðstandendur lífeyrisþega.

30. gr.
Iðgjöld lífeyrisþega

1.     Stofnun í aðildarríki, sem ber ábyrgð á því, samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir, að draga frá iðgjöld vegna sjúkrabóta, bóta til móður vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildra bóta til föður, er heimilt að fara fram á og endurheimta slíkan frádrátt, reiknaðan í samræmi við þá löggjöf sem hún starfar eftir, einungis að því marki sem stofnun í áðurnefndu aðildarríki ber kostnað vegna þessara bóta skv. 23.–26. gr.
2.     Ef, í þeim tilvikum sem um getur í 25. gr., réttur til að öðlast sjúkrabætur, bætur til móður vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar feðrabætur er háður greiðslu iðgjalda eða sambærilegra gjalda, samkvæmt löggjöf búsetuaðildarríkis viðkomandi lífeyrisþega, skal ekki greiða iðgjöld á grundvelli slíkrar búsetu.

3. þáttur
Sameiginleg ákvæði
31. gr.
Almenn ákvæði

Ákvæði 23.–30. gr. gilda ekki um lífeyrisþega eða aðstandendur hans sem hafa áunnið sér rétt til bóta samkvæmt löggjöf aðildarríkis á grundvelli starfs síns sem launþegi að sjálfstætt starfandi einstaklingur. Í slíku tilviki fellur hlutaðeigandi einstaklingur, að því er þennan kafla varðar, undir 17.–21. gr.

32. gr.
Forgangsröðun á rétti til aðstoðar – sérregla um rétt aðstandenda til aðstoðar í búsetuaðildarríki

1.     Sjálfstæður réttur til aðstoðar á grundvelli löggjafar aðildarríkis eða þessa kafla skal hafa forgang fram yfir afleiddan rétt til aðstoðar fyrir aðstandendur.
Afleiddur réttur til aðstoðar skal þó hafa forgang fram yfir sjálfstæðan rétt ef sjálfstæður réttur í búsetuaðildarríki er beint og eingöngu á grundvelli búsetu hlutaðeigandi einstaklings í því aðildarríki.
2.     Ef aðstandendur tryggðs einstaklings eru búsettir í aðildarríki, þar sem réttur til aðstoðar er ekki háður tryggingaskilmálum eða að viðkomandi starfi sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur samkvæmt löggjöf aðildarríkis, skal aðstoð veitt á kostnað þar til bærrar stofnunar í búsetuaðildarríkinu ef maki eða einstaklingur sem sér um umönnun barna fyrir hinn tryggða einstakling starfar sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur í áðurnefnu aðildarríki eða fær lífeyri frá því aðildarríki á grundvelli starfs síns sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.

33. gr.
Veruleg aðstoð

1.     Hafi stofnun í aðildarríki viðurkennt rétt tryggðs einstaklings eða aðstandanda hans til gervilims, stærri stoðtækja eða annarrar verulegrar aðstoðar áður en hann öðlaðist rétt til tryggingar samkvæmt löggjöf sem stofnun í öðru aðildarríki starfar eftir skal hann fá slíka aðstoð á kostnað fyrrnefndu stofnunarinnar, jafnvel þótt aðstoðin sé veitt eftir að áðurnefndur einstaklingur telst tryggður samkvæmt löggjöf sem síðarnefnda stofnunin starfar eftir.
2.     Framkvæmdaráðið skal taka saman skrá yfir þá aðstoð sem fellur undir 1. mgr.

34. gr.
Skörun bóta vegna langtímaumönnunar

1.     Ef viðtakandi bóta í peningum vegna langtímaumönnunar, sem verður að fara með sem sjúkrabætur og eru því veittar af því aðildarríki sem er, skv. 21. eða 29. gr., bært til að greiða bætur í peningum, hefur, á sama tíma og samkvæmt þessum kafla, rétt til aðstoðar í sama tilgangi frá stofnun á búsetu- eða dvalarstað í öðru aðildarríki og ef stofnun í fyrra aðildarríkinu á einnig að endurgreiða kostnað vegna þessarar aðstoðar skv. 35. gr. gildir almenna ákvæðið um að koma í veg fyrir skörun bóta sem mælt er fyrir um í 10. gr. en aðeins með eftirfarandi takmörkun: ef hlutaðeigandi einstaklingur gerir kröfu um og fær aðstoðina skal fjárhæð bóta í peningum lækka um fjárhæð aðstoðarinnar sem er krafist eða hægt væri að krefjast frá stofnun í fyrsta aðildarríkinu sem á að endurgreiða kostnaðinn.
2.     Framkvæmdaráðið skal taka saman skrá yfir þær bætur í peningum og aðstoð sem falla undir 1. mgr.
3.     Tvö aðildarríki eða fleiri, eða lögbær yfirvöld þeirra, geta komist að samkomulagi um aðrar viðbótarráðstafanir sem mega þó ekki vera óhagstæðari fyrir hlutaðeigandi einstaklinga en meginreglurnar sem er mælt fyrir um í 1. mgr.

35. gr.
Endurgreiðslur milli stofnana

1.     Endurgreiða skal að fullu þá aðstoð sem stofnun í einu aðildarríki veitir samkvæmt þessum kafla fyrir hönd stofnunar í öðru aðildarríki.
2.     Endurgreiðslurnar, sem um getur í 1. mgr., skulu ákvarðaðar og fara fram í samræmi við fyrirkomulagið sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerðinni, annaðhvort gegn framvísun gagna um raunverulegan kostnað eða á grundvelli fastra fjárhæða fyrir aðildarríki, ef lagalegt eða stjórnsýslulegt fyrirkomulag er þannig að endurgreiðslur á grundvelli raunverulegs kostnaðar eiga ekki við.
3.     Tveimur aðildarríkjum eða fleirum og lögbærum yfirvöldum þeirra er heimilt að semja sín í milli um annað fyrirkomulag á endurgreiðslum eða fella niður endurgreiðslur á milli stofnana sem undir þau heyra.

2. KAFLI
Bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma
36. gr.
Réttur til aðstoðar og bóta í peningum

1.     Með fyrirvara um hagstæðari ákvæði í 2. mgr. þessarar greinar gilda 17. gr., 18. gr. (1. mgr.), 19. gr. (1. mgr.) og 20. gr. (1. mgr.) einnig um aðstoð og bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma.
2.     Einstaklingur, sem hefur orðið fyrir vinnuslysi eða veikst hefur af atvinnusjúkdómi og er búsettur eða dvelur í aðildarríki öðru en lögbæru aðildarríki, skal eiga rétt á sérstakri aðstoð frá kerfi fyrir vinnuslys og atvinnusjúkdóma sem stofnun á búsetu- eða dvalarstað veitir, í samræmi við þá löggjöf sem hún starfar eftir, vegna þar til bærrar stofnunar, eins og hann væri tryggður samkvæmt þeirri löggjöf.
3.     Ákvæði 21. gr. gilda einnig um aðstoð og bætur í peningum sem falla undir þennan kafla.

37. gr.
Kostnaður við flutning

1.     Þar til bær stofnun í aðildarríki, þar sem löggjöfin sem hún starfar eftir gerir ráð fyrir greiðslu kostnaðar við flutning einstaklings sem hefur orðið fyrir vinnuslysi eða veikst af atvinnusjúkdómi, annaðhvort til búsetustaðar hans eða á sjúkrahús, skal bera slíkan kostnað af flutningi til samsvarandi staðar í öðru aðildarríki, þar sem hann er búsettur, svo fremi stofnunin heimili slíkan flutning fyrir fram eftir að hafa tekið tillit til þeirra ástæðna sem réttlæta slíkt. Engin þörf er á slíkri heimild fyrir þann sem sækir vinnu yfir landamæri.
2.     Þar til bær stofnun í aðildarríki, sem samkvæmt löggjöf gerir ráð fyrir greiðslu kostnaðar við flutning einstaklings sem lætur lífið í vinnuslysi til greftrunarstaðar hans, skal, í samræmi við þá löggjöf sem hún starfar eftir, bera kostnað af flutningi til samsvarandi staðar í öðru aðildarríki þar sem viðkomandi einstaklingur var búsettur þegar slysið átti sér stað.

38. gr.
Bætur vegna atvinnusjúkdóms sem má rekja til starfa einstaklings, sem þjáist af slíkum sjúkdómi, í nokkrum aðildarríkjum

Þegar einstaklingur, sem veikst hefur af atvinnusjúkdómi, hefur starfað og heyrt undir löggjöf í tveimur aðildarríkjum eða fleirum, við aðstæður sem þykja líklegar eðli sínu samkvæmt til að hafa orsakað sjúkdóminn skal þeim bótum, sem hann eða eftirlifendur hans geta gert kröfu um, einungis úthlutað samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis þar sem hann uppfyllti síðast skilyrði til bóta.

39. gr.
Atvinnusjúkdómur ágerist

Eftirfarandi reglur gilda ef atvinnusjúkdómur ágerist sem einstaklingurinn, sem þjáist af slíkum sjúkdómi, hefur fengið eða fær bætur fyrir samkvæmt löggjöf aðildarríkis:
a)    ef viðkomandi hefur ekki gegnt starfi launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, á sama tíma og hann fær bætur, sem gæti hafa orsakað eða aukið á umræddan sjúkdóm, skal þar til bær stofnun í fyrrnefnda aðildarríkinu bera kostnað af auknum bótum, samkvæmt ákvæðum þeirrar löggjafar sem hún starfar eftir, þegar sjúkdómur ágerist,
b)    ef hlutaðeigandi einstaklingur hefur gegnt slíku starfi á bótatímabilinu samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis skal þar til bær stofnun í fyrrnefnda aðildarríkinu bera kostnað af bótum, samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir, óháð því hvort sjúkdómurinn hefur ágerst. Þar til bærri stofnun í síðarnefnda aðildarríkinu ber að greiða hlutaðeigandi einstaklingi viðbótarfjárhæð, sem samsvarar mismuninum á þeirri bótafjárhæð sem hlutaðeigandi á rétt á eftir að sjúkdómurinn ágerist og fjárhæðinni sem skylt var að greiða áður en hann ágerðist samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir, ef sjúkdómurinn féll upphaflega undir löggjöf í því aðildarríki,
c)    reglum, sem mælt er fyrir um í löggjöf aðildarríkis um lækkun, tímabundna niðurfellingu eða afturköllun, má ekki beita gagnvart einstaklingum sem fá greiddar bætur frá stofnunum tveggja aðildarríkja í samræmi við b-lið.

40. gr.
Reglur um hvernig sérákvæðum tiltekinnar löggjafar skuli beitt

1.     Ef engar tryggingar vegna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma eru fyrir hendi í því aðildarríki þar sem hlutaðeigandi einstaklingur er búsettur eða dvelst eða slíkar tryggingar eru fyrir hendi en engin stofnun ber ábyrgð á að veita aðstoð skal stofnun á búsetu- eða dvalarstað hans, sem ber ábyrgð á aðstoð í veikindum, veita honum aðstoðina.
2.     Ef engar tryggingar eru fyrir hendi í lögbæru aðildarríki vegna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma skal engu að síður beita ákvæðum þessa kafla að því er varðar aðstoð til handa einstaklingi sem á rétt á slíkum bótum vegna veikinda, bótum til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar eða jafngildum feðrabótum samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis ef einstaklingurinn hefur orðið fyrir vinnuslysi eða þjáist af atvinnusjúkdómi á meðan hann hefur búsetu eða dvelur í öðru aðildarríki. Sú stofnun, sem er bær til að veita aðstoð samkvæmt löggjöf lögbæra aðildarríkisins, skal bera kostnaðinn.
3.     Ákvæði 5. gr. gilda um þar til bæra stofnun í aðildarríki, að því er varðar jafngildi vinnuslysa og atvinnusjúkdóma sem annaðhvort hafa orðið eða hafa verið staðfestir síðar samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, þegar metin er örorka, bótaréttur eða fjárhæð bóta, að því tilskildu:
a)    að ekki sé fyrir hendi bótaréttur hvað varðar vinnuslys eða atvinnusjúkdóm þann sem hlutaðeigandi hefur orðið fyrir eða hefur verið staðfestur áður samkvæmt þeirri löggjöf sem stofnunin starfar eftir
    og
b)    að ekki sé fyrir hendi bótaréttur hvað varðar vinnuslys eða atvinnusjúkdóm sem bar síðar að eða staðfesting fékkst um eftir á samkvæmt löggjöf hins aðildarríkisins sem gildir um vinnuslysið eða atvinnusjúkdóminn eða staðfestingu á þeim.

41. gr.
Endurgreiðslur milli stofnana

1.     Ákvæði 35. gr. gilda einnig um bætur sem falla undir þennan kafla og skal endurgreiðsla fara fram á grundvelli raunkostnaðar.
2.     Tveimur eða fleiri aðildarríkjum eða lögbærum yfirvöldum þeirra er heimilt að semja sín í milli um annað fyrirkomulag á endurgreiðslum eða fella niður endurgreiðslur á milli stofnana sem undir þau heyra.

3. KAFLI
Styrkir vegna andláts
42. gr.
Réttur til styrkja þegar dauðsfall hefur orðið eða rétthafi er búsettur í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki

1.     Hafi tryggður einstaklingur eða aðstandandi hans látist í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki skal litið svo á að hann hafi látist í hinu lögbæra aðildarríki.
2.     Þar til bærri stofnun ber að veita styrki vegna andláts samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir, jafnvel þótt rétthafi sé búsettur í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki.
3.     Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda einnig þegar rekja má dauðsfallið til vinnuslyss eða atvinnusjúkdóms.

43. gr.
Úthlutun bóta við andlát lífeyrisþega

1.     Við andlát lífeyrisþega, sem átti rétt á lífeyri samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis eða lífeyri samkvæmt löggjöf tveggja eða fleiri aðildarríkja og var búsettur í öðru aðildarríki en því þar sem stofnunin er, sem skal bera kostnað af aðstoð skv. 24. og 25. gr., ber þeirri stofnun að greiða styrki vegna andláts á eigin kostnað samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir eins og lífeyrisþeginn hafi verið búsettur í því aðildarríki þar sem stofnunin er þegar hann lést.
2.     Ákvæði 1. mgr. gilda, að breyttu breytanda, um aðstandendur lífeyrisþega.

4. KAFLI
Örorkubætur
44. gr.
Einstaklingar sem heyra einungis undir A-löggjöf

1.     Í þessum kafla merkir „A-löggjöf“ hverja þá löggjöf sem kveður á um að fjárhæð örorkubóta sé óháð lengd trygginga- eða búsetutímabila og sem lögbært aðildarríki tilgreinir sérstaklega í VI. viðauka og „B- löggjöf“ merkir alla aðra löggjöf.
2.     Einstaklingur, sem hefur heyrt undir löggjöf tveggja aðildarríkja eða fleiri hverja á fætur annarri eða sitt á hvað og hefur einungis lokið trygginga- eða búsetutímabilum samkvæmt A-löggjöf, skal einungis eiga rétt á bótum frá stofnun í aðildarríkinu sem starfar samkvæmt löggjöf sem á við á þeim tíma þegar óvinnufærnin, sem leiddi til örorku, kom fram, að teknu tilliti til 45. gr. þar sem við á, og skal fá slíkar bætur í samræmi við þá löggjöf.
3.     Einstaklingur, sem á ekki rétt á bótum skv. 2. mgr., skal fá þær bætur sem hann á enn rétt á samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, að teknu tilliti til 45. gr. þar sem við á.
4.     Innihaldi löggjöfin, sem um getur í 2. eða 3. mgr., reglur um lækkun, tímabundna niðurfellingu eða afturköllun örorkubóta, þegar um skörun við aðrar tekjur eða bætur annarrar tegundar í skilningi 2. mgr. 53. gr. er að ræða, gilda 3. mgr. 53. gr. og 3. mgr. 55. gr. að breyttu breytanda.

45. gr.
Sérákvæði um söfnun tímabila

Þar til bær stofnun aðildarríkis, þar sem lög kveða á um að til að öðlast, viðhalda eða endurheimta bætur verði trygginga- eða búsetutímabilum að vera lokið, skal, ef nauðsyn krefur, beita 1. mgr. 51. gr. að breyttu breytanda.

46. gr.
Einstaklingar sem heyra einungis undir B- löggjöf eða bæði undir A- og B-löggjöf

1.     Einstaklingur, sem hefur heyrt samfellt eða sitt á hvað undir löggjöf tveggja eða fleiri aðildarríkja og minnst ein þeirra er ekki A-löggjöf, skal eiga rétt á bótum skv. 5. kafla sem gildir, að breyttu breytanda, með hliðsjón af 3. mgr.
2.     Hafi hlutaðeigandi einstaklingur hins vegar áður heyrt undir B-löggjöf en sú óvinnufærni, sem leiðir til örorku, kemur fram meðan hann heyrir undir A- löggjöf skal hann fá bætur í samræmi við 44. gr., að því tilskildu:
–    að hann fullnægi skilyrðum þeirrar löggjafar eingöngu, eða annarra samsvarandi, að teknu tilliti til 45. gr., eftir því sem við á, en án þess að með séu talin trygginga- eða búsetutímabil sem lokið er samkvæmt B-löggjöf,
    og
–    að hann geri ekki kröfu um bætur vegna elli, að teknu tilliti til 1. mgr. 50. gr.
3.     Ákvörðun sem stofnun aðildarríkis tekur um örorkustig umsækjanda er bindandi fyrir stofnanir annarra viðkomandi aðildarríkja, að því tilskildu að samræmi í löggjöf þessara aðildarríkja um skilyrði varðandi örorkustig sé viðurkennt í VII. viðauka.

47. gr.
Örorka ágerist

1.     Eftirfarandi ákvæði gilda þegar örorka ágerist hjá einstaklingi, sem nýtur bóta vegna hennar samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja, með hliðsjón af aukinni örorku:
a)    veita skal bætur í samræmi við 5. kafla sem gildir að breyttu breytanda,
b)    hafi viðkomandi einstaklingur hins vegar heyrt undir tvenns konar A-löggjöf eða fleiri og hafi hann ekki heyrt undir löggjöf annars aðildarríkis síðan honum voru veittar bætur skal hann fá bætur í samræmi við 2. mgr. 44. gr.
2.     Ef heildarfjárhæð bóta, sem greiða ber skv. 1. mgr., er lægri en fjárhæð þeirra bóta sem viðkomandi fékk frá stofnun sem var áður til þess bær að greiða út bætur er sú stofnun skuldbundin til að greiða honum viðbótarfjárhæð sem nemur mismuninum á þessum tveimur fjárhæðum.
3.     Ef hlutaðeigandi einstaklingur á engan rétt á bótum frá stofnun í öðru aðildarríki ber þar til bærri stofnun í aðildarríkinu, sem var áður lögbært, að veita bætur í samræmi við þá löggjöf sem hún starfar eftir, að teknu tilliti til þess að örorkan hefur aukist og, eftir því sem við á, 45. gr.

48. gr.
Breyting örorkubóta í bætur vegna elli

1.     Örorkubótum skal breytt í bætur vegna elli, eftir því sem við á, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í þeirri löggjöf, einnar eða fleiri, sem gilti þegar bæturnar voru veittar og í samræmi við 5. kafla.
2.     Sérhver stofnun, sem ber ábyrgð á greiðslu örorkubóta samkvæmt löggjöf aðildarríkis, skal áfram greiða einstaklingi, sem fær örorkubætur og getur gert kröfu um bætur vegna elli samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja í samræmi við 50. gr., örorkubætur sem hann á rétt á samkvæmt þeirri löggjöf sem stofnunin starfar eftir þar til 1. mgr. tekur gildi að því er þessa stofnun varðar eða jafnlengi og hlutaðeigandi einstaklingur uppfyllir skilyrði til slíkra bóta.
3.     Ef örorkubótum, sem eru veittar samkvæmt löggjöf aðildarríkis í samræmi við 44. gr., er breytt í bætur vegna elli og ef hlutaðeigandi einstaklingur fullnægir ekki enn þeim skilyrðum, sem mælt er fyrir um í löggjöf eins eða fleiri annarra aðildarríkja um rétt til þessara bóta, skal hlutaðeigandi fá frá þessu aðildarríki eða aðildarríkjum örorkubætur frá þeim degi sem breytingin á sér stað.
Þessar örorkubætur skulu veittar í samræmi við 5. kafla, eins og sá kafli hafi gilt á þeim tíma er hann hlaut örorku í kjölfar óvinnufærni, þar til hlutaðeigandi einstaklingur fullnægir skilyrðum til bóta vegna elli sem mælt er fyrir um í löggjöf þess eða þeirra aðildarríkja sem hlut eiga að máli eða, sé ekki gert ráð fyrir slíkri umbreytingu, jafnlengi og hann á rétt á örorkubótum samkvæmt síðarnefndri löggjöf, einni eða fleiri.
4.     Örorkubæturnar, sem eru veittar skv. 44. gr., skal reikna út að nýju í samræmi við 5. kafla um leið og bótaþegi fullnægir settum skilyrðum fyrir örorkubótum sem mælt er fyrir um í B-löggjöf eða jafnskjótt og hann fær bætur vegna elli samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis.

49. gr.
Sérákvæði um opinbera starfsmenn

Ákvæði 6., 44., 46., 47. og 48. gr. og 60. gr. (2. og 3. mgr.) skulu gilda, að breyttu breytanda, um þá sem heyra undir sérstakt kerfi fyrir opinbera starfsmenn.

5. KAFLI
Elli- og eftirlifendalífeyrir
50. gr.
Almenn ákvæði

1.     Þegar lögð hefur verið fram beiðni um úthlutun bóta skulu allar til þess bærar stofnanir ákvarða rétt til bóta samkvæmt sérhverri þeirri löggjöf í aðildarríkjunum sem viðkomandi einstaklingur hefur heyrt undir, nema viðkomandi einstaklingur fari sérstaklega fram á frestun bóta vegna elli samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja.
2.     Ef hlutaðeigandi einstaklingur fullnægir ekki eða fullnægir ekki lengur skilyrðum sérhverrar þeirrar löggjafar í aðildarríkjunum sem hann hefur heyrt undir skulu stofnanirnar, sem beita löggjöf þar sem skilyrði eru uppfyllt, ekki taka tillit til tímabila, sem lokið er samkvæmt löggjöf þar sem skilyrði hafa ekki verið uppfyllt eða eru ekki lengur uppfyllt, við útreikninginn í samræmi við a- eða b-lið 1. mgr. 52. gr., ef það hefur í för með sér lægri bótafjárhæð.
3.     Ákvæði 2. mgr. skulu gilda, að breyttu breytanda, þegar hlutaðeigandi einstaklingur hefur eindregið farið fram á frestun bóta vegna elli.
4.     Nýr útreikningur skal sjálfkrafa fara fram þegar skilyrði, sem uppfylla þarf samkvæmt annarri löggjöf, eru uppfyllt eða þegar einstaklingur fer fram á frestun bóta vegna elli í samræmi við 1. mgr., nema þegar hafi verið tekið tillit til, skv. 2. eða 3. mgr., þeirra tímabila sem lokið er samkvæmt annarri löggjöf.

51. gr.
Sérákvæði um söfnun tímabila

1.     Ef löggjöf aðildarríkis setur það skilyrði fyrir veitingu tiltekinna bóta að tryggingatímabilum sé eingöngu lokið í tilteknu starfi sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur eða í tiltekinni starfsgrein, sem heyrir undir sérstakt kerfi fyrir launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklinga, skal þar til bær stofnun þess aðildarríkis einungis taka til greina tímabil sem lokið er samkvæmt löggjöf annarra aðildarríkja hafi þeim verið lokið samkvæmt sambærilegu kerfi eða, að öðrum kosti, í sömu starfsgrein eða, eftir því sem við á, í sama starfi sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.
Fullnægi hlutaðeigandi einstaklingur ekki þeim skilyrðum sem sett eru fyrir greiðslu bóta samkvæmt sérstöku kerfi, þó að tillit sé tekið til lokinna tímabila, skulu þessi tímabil talin með þegar bætur eru veittar samkvæmt almenna kerfinu eða, að öðrum kosti, samkvæmt því kerfi sem gildir um verka- og skrifstofufólk, eftir því sem við á, að því tilskildu að hlutaðeigandi einstaklingur hafi heyrt undir annað hvort þessara kerfa.
2.     Taka skal tillit til tryggingatímabila sem lokið er samkvæmt sérstöku kerfi aðildarríkis þegar bætur eru veittar samkvæmt almenna kerfinu eða, að öðrum kosti, samkvæmt því kerfi sem gildir um verka- og skrifstofufólk, eftir því sem við á, í öðru aðildarríki, að því tilskildu að hlutaðeigandi einstaklingur hafi heyrt undir eitthvert þessara kerfa, jafnvel þó að þegar hafi verið tekið tillit til þessara tímabila í síðargreinda aðildarríkinu samkvæmt sérstöku kerfi.
3.     Ef löggjöf aðildarríkis setur það skilyrði fyrir rétti einstaklings til að öðlast, viðhalda eða endurheimta rétt til bóta að hlutaðeigandi einstaklingur sé tryggður á þeim tíma er áhættan kemur fram skal litið svo á að því skilyrði hafi verið fullnægt, enda sé viðkomandi tryggður samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, í samræmi við reglur sem eru settar fyrir hvert hlutaðeigandi aðildarríki í XI. viðauka.

52. gr.
Úthlutun bóta

1.     Þar til bær stofnun reiknar fjárhæð þeirra bóta sem skulu greiddar:
a)    samkvæmt löggjöfinni sem hún starfar eftir því aðeins að skilyrðum fyrir bótarétti hafi verið fullnægt eingöngu samkvæmt landslögum (sjálfstæðar bætur),
b)    með því að reikna út fræðilega fjárhæð og síðan raunverulega fjárhæð (hlutfallslegar bætur) á eftirfarandi hátt:
    i.    fræðileg fjárhæð bóta jafngildir þeim bótum sem viðkomandi gæti krafist ef öllum trygginga- og/eða búsetutímabilum, sem hann hefur lokið samkvæmt löggjöf hinna aðildarríkjanna, hefði verið lokið samkvæmt þeirri löggjöf sem stofnunin starfar eftir á þeim degi þegar bótum er úthlutað. Ef fjárhæðin er, samkvæmt þeirri löggjöf, óháð lengd lokinna tímabila skal litið svo á að hún sé fræðilega fjárhæðin,
    ii.    þar til bær stofnun skal síðan ákvarða raunverulega fjárhæð hlutfallslegu bótanna með því að reikna af fræðilegri fjárhæð hlutfallið milli lengdar tímabila sem lokið var áður en áhættan kom fram samkvæmt löggjöfinni sem hún starfar eftir og heildarlengdar tímabila sem lokið var áður en áhættan kom fram samkvæmt löggjöf allra hlutaðeigandi aðildarríkja.
2.     Þar til bær stofnun skal beita, eftir því sem við á, að því er varðar fjárhæðina sem reiknuð er í samræmi við a- og b-lið 1. mgr., öllum þeim reglum sem eiga við um lækkun, tímabundna niðurfellingu eða afturköllun bóta samkvæmt löggjöfinni sem hún starfar eftir, innan þeirra takmarka sem kveðið er á um í 53.–55. gr.
3.     Hlutaðeigandi einstaklingur skal eiga rétt á hærri fjárhæðinni, sem reiknuð er í samræmi við a- og b- lið 1. mgr., frá þar til bærri stofnun hvers aðildarríkis.
4.     Ef útreikningur skv. a-lið 1. mgr. í einu aðildarríki leiðir ætíð til þess að sjálfstæðu bæturnar eru jafnháar og eða hærri en hlutfallslegu bæturnar, sem reiknaðar eru í samræmi við b-lið 1. mgr., getur þar til bæra stofnunin fellt niður hlutfallslega útreikninginn með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í framkvæmdarreglugerðinni. Fjallað er um slíkar aðstæður í VIII. viðauka.

53. gr.
Reglur til að koma í veg fyrir skörun bóta

1.     Öll skörun bóta vegna örorku, elli og til eftirlifenda, sem eru reiknaðar eða veittar á grundvelli trygginga- og/eða búsetutímabila sem einn og sami einstaklingur hefur lokið, skal teljast skörun bóta sömu tegundar.
2.     Skörun bóta, sem ekki geta talist sömu tegundar í skilningi 1. mgr., skal teljast skörun bóta af ólíkum toga.
3.     Eftirfarandi ákvæði skulu gilda að því er varðar reglur til að koma í veg fyrir skörun bóta, sem mælt er fyrir um í löggjöf aðildarríkis, þegar bætur vegna örorku, elli og til eftirlifenda skarast við bætur sömu tegundar, bætur af ólíkum toga eða aðrar tekjur:
a)    þar til bær stofnun skal einungis taka tillit til bóta sem hafa áunnist í öðru aðildarríki eða tekna sem hefur verið aflað í öðru aðildarríki ef kveðið er á um það í löggjöfinni, sem hún starfar eftir, að tekið skuli tillit til bóta eða tekna sem aflað er erlendis,
b)    þar til bær stofnun skal taka tillit til bótafjárhæðar sem greiðist af öðru aðildarríki áður en skattur, almannatryggingaiðgjöld og önnur einstaklingsbundin gjöld eða frádráttur eru dregin frá, nema löggjöfin sem hún starfar eftir kveði á um beitingu reglna til að koma í veg fyrir skörun bóta eftir slíkan frádrátt samkvæmt þeim skilyrðum og þeirri málsmeðferð sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerðinni,
c)    þar til bær stofnun skal ekki taka tillit til bótafjárhæðar sem réttur hefur áunnist til samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis á grundvelli frjálsra eða frjálsra viðvarandi trygginga,
d)    beiti eitt aðildarríki reglum til að koma í veg fyrir skörun bóta vegna þess að hlutaðeigandi einstaklingur fær bætur sömu tegundar eða af ólíkum toga á grundvelli löggjafar annarra aðildarríkja eða tekjur sem hefur verið aflað í öðrum aðildarríkjum má eingöngu lækka bætur hans um fjárhæð er nemur slíkri bótagreiðslu eða slíkum tekjum.

54. gr.
Skörun bóta sömu tegundar

1.     Skarist bætur sömu tegundar, sem greiða ber samkvæmt löggjöf tveggja eða fleiri aðildarríkja, gilda reglur í löggjöf aðildarríkis um að koma í veg fyrir skörun bóta ekki um hlutfallslegar bætur.
2.     Reglur um að koma í veg fyrir skörun bóta gilda einungis um sjálfstæðar bætur ef viðkomandi bætur eru:
a)    bætur þar sem fjárhæð er óháð lengd trygginga- eða búsetutímabila,
    eða
b)    bætur, þar sem fjárhæð er ákveðin á grundvelli ætlaðs tímabils (e. credited period) sem telst hafa verið lokið á tímabili milli þess dags er áhættan kom fram og síðari dagsetningar, sem skarast við:
    i.    bætur sömu tegundar, nema tvö eða fleiri aðildarríki hafi gert með sér samkomulag um að ekki skuli reiknað með einu og sama ætlaða tímabilinu oftar en einu sinni,
         eða
    ii.    bætur sem um getur í a-lið.
Bæturnar og samningarnir, sem um getur í a- og b- lið, eru taldir upp í IX. viðauka.

55. gr.
Skörun bóta af ólíkum toga

1.     Kalli viðtaka bóta af ólíkum toga eða annarra tekna á beitingu reglna um að koma í veg fyrir skörun bóta, sem kveðið er á um í löggjöf viðkomandi aðildarríkja, að því er varðar:
a)    tvennar eða fleiri sjálfstæðar bætur skulu þar til bærar stofnanir deila í fjárhæðir einna eða fleiri bóta eða annarra tekna, eins og tillit hefur verið tekið til þeirra, með fjölda bóta sem falla undir áðurnefndar reglur,
    þó er ekki hægt að svipta hlutaðeigandi einstakling, á grundvelli beitingar þessarar undirgreinar, stöðu sinni sem lífeyrisþegi að því er varðar aðra kafla þessa bálks samkvæmt þeim skilyrðum og þeirri málsmeðferð sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerðinni,
b)    einar eða fleiri hlutfallslegar bætur skulu þar til bærar stofnanir taka tillit til einna eða fleiri bóta eða annarra tekna og allra þeirra þátta sem mælt er fyrir um vegna beitingar reglna um að koma í veg fyrir skörun bóta í því hlutfalli milli tryggingar- og/eða búsetutímabila sem notað er við útreikninginn sem um getur í ii. lið b-liðar 1. mgr. 52. gr.,
c)    einar eða fleiri sjálfstæðar bætur og einar eða fleiri hlutfallslegar bætur skulu til þess bærar stofnanir beita, að breyttu breytanda, a-lið að því er varðar sjálfstæðar bætur og b-lið að því er varðar hlutfallslegar bætur.
2.     Þar til bær stofnun skal ekki beita deilingunni, sem mælt er fyrir um varðandi sjálfstæðar bætur, ef löggjöfin sem hún starfar eftir kveður á um að taka skuli tillit til bóta af ólíkum toga og/eða annarra tekna og allra annarra þátta við útreikning á hluta fjárhæðar þeirra sem ákvörðuð er að sé hlutfallið milli tryggingar- og/eða búsetutímabila sem um getur í ii. lið b-liðar 1. mgr. 52. gr.
3.     Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda, að breyttu breytanda, ef í löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja er kveðið á um að ekki sé hægt að ávinna sér rétt til bóta þegar hlutaðeigandi einstaklingur fær bætur af ólíkum toga sem ber að greiða samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis eða aðrar tekjur.

56. gr.
Viðbótarákvæði um útreikning bóta

1.     Eftirfarandi reglum skal beitt við útreikning fræðilegrar fjárhæðar og hlutfallslegrar fjárhæðar (pro rata) þeirrar sem um getur í b-lið 1. mgr. 52. gr.:
a)    ef heildarlengd trygginga- og/eða búsetutímabila, sem er lokið samkvæmt löggjöf allra hlutaðeigandi aðildarríkja áður en áhættan kemur fram, fer fram yfir hámarkstímabilið, sem leggja þarf að baki til að fá fullar bætur samkvæmt löggjöf eins þessara aðildarríkja, skal þar til bær stofnun þess aðildarríkis taka tillit til þessa hámarkstímabils í stað samanlagðrar lengdar lokinna tímabila. Þessi reikningsaðferð skal ekki leggja þá kvöð á stofnunina að hún greiði bætur sem eru hærri en fullar bætur samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir. Þetta ákvæði gildir ekki þegar fjárhæð bóta er ekki háð lengd tryggingatímabila,
b)    nánari reglur um hvernig tekið skuli tillit til skörunar tímabila eru settar í framkvæmdarreglugerðinni,
c)    ef löggjöf aðildarríkis kveður á um að bætur skuli reiknaðar á grundvelli tekna, iðgjalda, grunns sem iðgjöld eru reiknuð af, hækkana, launa, annarra fjárhæða eða blöndu af framantöldu (meðaltal, hlutfallslegt, fast eða ætlað) skal þar til bær stofnun:
    i.    ákvarða grundvöll fyrir útreikningi bóta einungis með hliðsjón af tryggingatímabilum sem lokið er samkvæmt löggjöfinni sem hún starfar eftir,
    ii.    nota, til að ákvarða fjárhæðina sem reikna skal með hliðsjón af trygginga- og/eða búsetutímabilum sem lokið er samkvæmt löggjöf annarra aðildarríkja, sömu þætti og ákvarðaðir voru eða skráðir vegna tryggingatímabila sem lokið er samkvæmt löggjöfinni sem hún starfar eftir,
    í samræmi við þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í XI. viðauka fyrir hlutaðeigandi aðildarríki.
2.     Ákvæði í löggjöf aðildarríkis um uppfærslu þeirra þátta, sem taka ber til greina við útreikning bóta, gilda, eftir því sem við á, um þá þætti sem þar til bærri stofnun þess aðildarríkis ber skv. 1. mgr. að taka til greina varðandi trygginga- eða búsetutímabil sem lokið er samkvæmt löggjöf annarra aðildarríkja.

57. gr.
Trygginga- eða búsetutímabil sem eru skemmri en eitt ár

1.     Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 1. mgr. 52. gr. er stofnun í aðildarríki ekki skylt að veita bætur vegna tímabila sem lokið er samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir og tekið er tillit til þegar áhættan kemur fram, ef:
–    umrædd tímabil eru ekki lengri en eitt ár,
    og
–    þessi tímabil ein og sér nægja ekki til að viðkomandi eigi rétt til bóta samkvæmt þeirri löggjöf.
Í þessari grein merkir hugtakið „tímabil“ öll tryggingatímabil, starfstímabil launþega, starfstímabil sjálfstætt starfandi einstaklings eða búsetutímabil sem annaðhvort eru tekin gild vegna viðkomandi bóta eða hækka þær beint.
2.     Þar til bærar stofnanir í hverju aðildarríkjanna sem í hlut eiga skulu, að því er varðar i. lið b-liðar í 1. mgr. 52. gr., taka til greina þau tímabil sem getið er í 1. mgr.
3.     Leiði beiting ákvæða 1. mgr. til þess að skyldur allra stofnana hlutaðeigandi aðildarríkja falla niður skal aðeins greiða bætur samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis þar sem skilyrðum til bótaréttar var síðast fullnægt, eins og öllum trygginga- og búsetutímabilum, sem lokið er í samræmi við 6. gr. og 1. og 2. mgr. 51. gr., hefði verið lokið samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis.

58. gr.
Úthlutun viðbótargreiðslu

1.     Bótaþegi, sem þessi kafli á við um, skal ekki fá lægri bætur í búsetuaðildarríkinu en þær lágmarksbætur sem eru settar fram í þeirri löggjöf sem kveða á um rétt hans til bótagreiðslna og miðast við trygginga- eða búsetutímabil sem er jafnlangt öllum þeim tímabilum sem tekið er tillit til vegna greiðslu í samræmi við þennan kafla.
2.     Þar til bær stofnun í því aðildarríki skal greiða honum viðbótarfjárhæð þann tíma sem hann hefur búsetu á yfirráðasvæði þess sem samsvarar mismuninum á þeim heildarbótum sem ber að greiða samkvæmt þessum kafla og lágmarksbótum.

59. gr.
Endurútreikningur og endurmat bóta

1.     Ef aðferð til að ákvarða bætur eða reglur um útreikning bóta er breytt samkvæmt löggjöf aðildarríkis eða ef veruleg breyting verður á persónulegum aðstæðum hlutaðeigandi einstaklings sem myndi, samkvæmt þeirri löggjöf, leiða til aðlögunar á bótafjárhæð skal endurútreikningur fara fram í samræmi við 52. gr.
2.     Ef breytingar verða hins vegar á bótum frá hlutaðeigandi aðildarríki, annaðhvort hlutfallslega eða föst fjárhæð, vegna hækkunar á framfærslukostnaði eða breytinga á tekjum eða annarra ástæðna sem kalla á aðlögun skal sú hækkun, hlutfallsleg eða föst, koma beint fram í bótum þeim sem ákvarðaðar eru í samræmi við 52. gr., án þess að koma þurfi til endurútreiknings.

60. gr.
Sérákvæði um opinbera starfsmenn

1.     Ákvæði 6. gr., 50. gr., 51. gr. (3. mgr.) og 52.–59. gr. gilda, að breyttu breytanda, um þá sem heyra undir sérstakt kerfi fyrir opinbera starfsmenn.
2.     Ef það skilyrði er sett í löggjöf lögbærs aðildarríkis að til þess að öðlast, missa, halda eða endurheimta rétt til bóta samkvæmt sérstöku kerfi fyrir opinbera starfsmenn skuli öllum tryggingatímabilum lokið samkvæmt einu eða fleiri sérkerfum fyrir opinbera starfsmenn í því aðildarríki, eða þau talin jafngild slíkum tímabilum samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis, skal þar til bær stofnun í því ríki einungis taka tillit til tímabila sem eru viðurkennd samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir.
Fullnægi hlutaðeigandi einstaklingur ekki þeim skilyrðum sem sett eru fyrir greiðslu þessara bóta, þó að tillit sé tekið til lokinna tímabila, skulu þessi tímabil talin með þegar bætur eru ákvarðaðar samkvæmt almenna kerfinu eða að öðrum kosti samkvæmt því kerfi sem gildir um verka- og skrifstofufólk, eftir því sem við á.
3.     Ef gert er ráð fyrir því í löggjöf aðildarríkis að bætur samkvæmt sérstöku kerfi fyrir opinbera starfsmenn séu reiknaðar á grundvelli síðustu launa, einna eða fleiri, sem viðkomandi fékk greidd á viðmiðunartímabili, skal þar til bær stofnun í því aðildarríki einungis taka til greina við útreikninginn þau laun, endurmetin á tilhlýðilegan hátt, sem greidd voru á því tímabili eða tímabilum þegar hlutaðeigandi einstaklingur heyrði undir þá löggjöf.

6. KAFLI
Atvinnuleysisbætur
61. gr.
Sérreglur um söfnun tryggingatímabila og starfstímabila launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklinga

1.     Í aðildarríki, sem bindur rétt einstaklings samkvæmt löggjöf til að öðlast, viðhalda eða endurheimta bætur, eða lengd bótaréttar, því skilyrði að tryggingatímabilum eða starfstímabilum launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklinga sé lokið, skal þar til bær stofnun taka til greina, að því marki sem nauðsynlegt er, tryggingatímabil og starfstímabil launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklinga sem lokið er samkvæmt löggjöf annarra aðildarríkja eins og þeim hefði verið lokið samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir.
Ef gildandi löggjöf bindur bótarétt því skilyrði að tryggingatímabilum sé lokið skal hins vegar ekki tekið tillit til starfstímabila launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklinga, sem lokið er samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, nema slík tímabil hefðu talist til tryggingatímabila hefði þeim verið lokið í samræmi við gildandi löggjöf.
2.     Að undanskildum þeim tilvikum sem um getur í a-lið 5. mgr. 65. gr. skal 1. mgr. þessarar greinar beitt með því skilyrði að hlutaðeigandi einstaklingur hafi, í samræmi við löggjöfina sem bótakrafan byggist á, allra síðast lokið:
–    tryggingatímabilum, ef tryggingatímabila er krafist í þeirri löggjöf,
–    starfstímabilum launþega, ef starfstímabila launþega er krafist í þeirri löggjöf,
    eða
–    starfstímabilum sjálfstætt starfandi einstaklinga, ef starfstímabila sjálfstætt starfandi einstaklinga er krafist í þeirri löggjöf.

62. gr.
Útreikningur bóta

1.     Þar til bær stofnun í aðildarríki, þar sem löggjöf kveður á um að útreikningur bóta skuli byggður á fjárhæð fyrri launa eða tekna af sjálfstæðri starfsemi, skal einungis taka til greina þau laun eða þær tekjur af sjálfstæðri starfsemi sem viðkomandi fékk greidd eða hafði þegar hann vann síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur samkvæmt áðurnefndri löggjöf.
2.     Ákvæði 1. mgr. gildir einnig þegar í löggjöf, sem þar til bær stofnun starfar eftir, er kveðið á um sérstakt viðmiðunartímabil til að ákvarða þau laun sem útreikningur bóta grundvallast á og hlutaðeigandi einstaklingur heyrði undir löggjöf annars aðildarríkis allt það tímabil eða hluta þess.
3.     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skal stofnun á búsetustað taka til greina, að því er varðar þá sem sækja vinnu yfir landamæri og a-liður 5. mgr. 65. gr. tekur til, laun eða tekjur af sjálfstæðri starfsemi sem hlutaðeigandi einstaklingur aflar í aðildarríkinu, þar sem hann heyrði undir löggjöf þegar hann vann síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, í samræmi við framkvæmdarreglugerðina.

63. gr.
Sérákvæði um að falla frá reglum um búsetu

Að því er þennan kafla varðar skal 7. gr. einungis gilda um þau tilvik sem kveðið er á um í 64. og 65. gr. og innan þeirra marka sem þar er mælt fyrir um.

64. gr.
Atvinnulausir einstaklingar sem fara til annars aðildarríkis

1.     Einstaklingur, sem er með öllu atvinnulaus og uppfyllir skilyrði í löggjöf lögbærs aðildarríkis fyrir rétti til bóta og fer til annars aðildarríkis í leit að atvinnu, heldur rétti sínum til atvinnuleysisbóta í peningum með eftirfarandi skilyrðum og takmörkunum:
a)    að hann hafi verið skráður í atvinnuleit fyrir brottför hjá vinnumiðlun hins lögbæra aðildarríkis og hafi verið á skrá þar í fjórar vikur hið minnsta eftir að hann varð atvinnulaus. Þar til bær stofnun eða vinnumiðlun getur þó heimilað brottför áður en þessi tími er liðinn,
b)    að hinn atvinnulausi skrái sig í atvinnuleit hjá vinnumiðlun í aðildarríkinu sem hann fer til, að um hann gildi þær eftirlitsreglur sem viðkomandi stofnanir setja og að hann hlíti þeim skilyrðum sem sett eru samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis. Þessu skilyrði telst fullnægt hvað varðar tímabilið fyrir skráningu hafi viðkomandi skráð sig innan sjö daga frá þeim degi er hann hvarf af skrá hjá vinnumiðlun þess aðildarríkis sem hann fór frá. Í undantekningartilvikum geta þar til bærar stofnanir eða vinnumiðlanir lengt þetta tímabil,
c)    réttur til bóta helst í þrjá mánuði frá þeim degi er hinn atvinnulausi hætti að vera skráður hjá vinnumiðlun þess aðildarríkis sem hann fór frá, að því tilskildu að heildarbótatímabilið fari ekki fram yfir heildarlengd þess bótatímabils sem hann átti rétt á samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis; þar til bærar stofnanir eða vinnumiðlanir geta lengt þetta þriggja mánaða tímabil í sex mánuði að hámarki,
d)    þar til bær stofnun skal greiða bæturnar samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir og á eigin kostnað.
2.     Ef viðkomandi snýr aftur til lögbærs aðildarríkis þegar eða áður en tímabilið, sem hann á rétt á bótum fyrir skv. c-lið 1. mgr., er liðið skal hann halda bótarétti sínum áfram samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis. Réttur hans til bóta fellur niður með öllu samkvæmt löggjöf lögbæra aðildarríkisins ef hann snýr ekki aftur þegar eða áður en fyrrgreint tímabil rennur út, nema ákvæði þeirrar löggjafar séu hagstæðari. Í undantekningartilvikum geta þar til bærar stofnanir eða vinnumiðlanir heimilað viðkomandi að snúa aftur síðar án þess að hann missi bótarétt sinn.
3.     Hámarkstímabil sem einstaklingur getur haldið rétti sínum til bóta skv. 1. mgr., milli tveggja starfstímabila sem launþegi, skal vera þrír mánuðir nema löggjöf lögbærs aðildarríkis sé hagstæðari; þar til bærar stofnanir eða vinnumiðlanir geta lengt þetta tímabil í sex mánuði að hámarki.
4.     Í framkvæmdarreglugerðinni skal mælt fyrir um fyrirkomulag upplýsingaskipta, samstarfs og gagnkvæmrar aðstoðar milli stofnana og vinnumiðlana lögbærs aðildarríkis og aðildarríkisins sem viðkomandi fer til í atvinnuleit.

65. gr.
Atvinnulausir einstaklingar sem voru búsettir í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki

1.     Einstaklingur, sem er að hluta til atvinnulaus eða í stopulli vinnu og var, þegar hann var síðast launþegi eða sjálfstætt starfandi, búsettur í öðru aðildarríki en lögbæra aðildarríkinu, skal vera skráður hjá vinnuveitanda sínum eða vinnumiðlun í lögbæra aðildarríkinu. Hann skal fá bætur í samræmi við löggjöf lögbæra aðildarríkisins líkt og hann væri búsettur í því aðildarríki. Stofnun lögbæra aðildarríkisins skal greiða þessar bætur.
2.     Einstaklingur, sem er með öllu atvinnulaus og var, síðast þegar hann starfaði sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, búsettur í öðru aðildarríki en lögbæra aðildarríkinu og er áfram búsettur í því aðildarríki eða snýr aftur til þess aðildarríkis skal vera skráður hjá vinnumiðlun í búsetuaðildarríkinu. Með fyrirvara um 64. gr. getur einstaklingur, sem er með öllu atvinnulaus, að auki, skráð sig hjá vinnumiðlun aðildarríkisins þar sem hann starfaði síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.
Atvinnulaus einstaklingur, annar en sá sem sækir vinnu yfir landamæri, sem snýr ekki aftur til búsetuaðildarríkis síns, skal skrá sig hjá vinnumiðlun í aðildarríkinu sem hann heyrði síðast undir löggjöf hjá.
3.     Hinn atvinnulausi, sem um getur í fyrsta málslið 2. mgr., skal skrá sig í atvinnuleit hjá þar til bærri vinnumiðlun í aðildarríkinu þar sem hann er búsettur, um hann skulu gilda þær eftirlitsreglur sem viðkomandi stofnanir setja og hann skal hlíta þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis. Kjósi hann að skrá sig líka í atvinnuleit í aðildarríkinu þar sem hann starfaði síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur skal hann uppfylla þau skilyrði sem gilda í því aðildarríki.
4.     Í framkvæmdarreglugerðinni skal mælt fyrir um framkvæmd annars málsliðar 2. mgr. og annars málsliðar 3. mgr. sem og um fyrirkomulag upplýsingaskipta, samstarfs og gagnkvæmrar aðstoðar milli stofnana og vinnumiðlana í búsetuaðildarríkinu og því aðildarríki þar sem hann starfaði síðast.
5.     a)    Hinn atvinnulausi, sem um getur í fyrsta og öðrum málslið 2. mgr., skal fá bætur í samræmi við löggjöf búsetuaðildarríkisins eins og hann hefði heyrt undir þá löggjöf þegar hann starfaði síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur. Stofnun á búsetustað skal greiða þessar bætur.
    b)    Starfandi maður, annar en sá sem sækir vinnu yfir landamæri, sem fær bætur á kostnað þar til bærrar stofnunar í aðildarríkinu þar sem hann heyrði síðast undir löggjöf skal fyrst fá, þegar hann snýr aftur til búsetuaðildarríkisins, bætur í samræmi við 64. gr. en bætur í samræmi við a-lið falla niður fyrir það tímabil sem hann fær bætur fyrir samkvæmt löggjöfinni sem hann heyrði síðast undir.
6.     Bæturnar, sem stofnun á búsetustað sbr. 5. mgr. greiðir, skulu áfram vera á kostnað þeirrar stofnunar. Þó skal þar til bær stofnun aðildarríkisins, þar sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði síðast undir löggjöf, endurgreiða, með fyrirvara um 7. mgr., stofnun á búsetustað að fullu þá bótafjárhæð sem hún greiddi fyrstu þrjá mánuðina. Fjárhæð endurgreiðslunnar á þessu tímabili má ekki vera hærri en sú fjárhæð sem fengist greidd vegna atvinnuleysis samkvæmt löggjöf lögbærs aðildarríkis. Í því tilviki sem um getur í b-lið 5. mgr. skal tímabilið, sem bætur eru veittar fyrir skv. 64. gr., dragast frá því tímabili sem um getur í öðrum málslið þessarar málsgreinar. Mælt skal fyrir um fyrirkomulag endurgreiðslunnar í framkvæmdarreglugerðinni.
7.     Þó skal endurgreiðslutímabilið, sem um getur í 6. mgr., lengjast í fimm mánuði hafi hlutaðeigandi einstaklingur, á næstliðnum 24 mánuðum, lokið a.m.k. 12 mánaða starfstímabili sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur í aðildarríkinu sem hann heyrði síðast undir löggjöf hjá, gildi slík tímabil þegar ákvarða skal rétt til atvinnuleysisbóta.
8.     Að því er varðar 6. og 7. mgr. er tveimur aðildarríkjum eða fleirum eða lögbærum yfirvöldum þeirra heimilt að semja sín í milli um annað fyrirkomulag á endurgreiðslum eða fella niður endurgreiðslur á milli stofnana sem undir þau heyra.

7. KAFLI
Bætur sem eru veittar fyrir lögbundinn lífeyrisaldur
66. gr.
Bætur

Ef gildandi löggjöf bindur rétt til bóta, sem eru veittar fyrir lögbundinn lífeyrisaldur, því skilyrði að tryggingatímabilum eða starfstímabilum launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklinga sé lokið gildir 6. gr. ekki.

8. KAFLI
Fjölskyldubætur
67. gr.
Aðstandendur sem búsettir eru í öðru aðildarríki

Einstaklingur skal eiga rétt á fjölskyldubótum í samræmi við löggjöf lögbærs aðildarríkis, einnig vegna aðstandenda sem eru búsettir í öðru aðildarríki, eins og væru þeir búsettir í fyrrnefnda aðildarríkinu. Lífeyrisþegi, skal hins vegar, eiga rétt á fjölskyldubótum í samræmi við löggjöf þess aðildarríkis sem ber ábyrgð á lífeyri hans.

68. gr.
Reglur um forgang þegar bætur skarast

1.     Í þeim tilvikum þar sem bætur eru veittar á sama tímabili og vegna sömu aðstandenda samkvæmt löggjöf fleiri en eins aðildarríkis skulu eftirfarandi reglur um forgang gilda:
a)    ef um er að ræða bætur sem greiðast af fleiri en einu aðildarríki á mismunandi grundvelli skal forgangsröðin vera eftirfarandi: fyrst kemur réttur á grundvelli starfs launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings, því næst réttur á grundvelli greiðslu lífeyris og í síðasta lagi réttur sem er fenginn á grundvelli búsetu,
b)    ef um er að ræða bætur sem greiðast af fleiri en einu aðildarríki á sama grundvelli skal forgangsröð ákveðin með vísan til eftirtalinna viðbótarviðmiðana:
    i.    ef um er að ræða rétt á grundvelli starfs launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings: búsetustaðar barna, að því tilskildu að um slíkt starf sé að ræða og, að auki, þar sem við á, hæstu bótafjárhæðar sem kveðið er á um í löggjöfum sem stangast á. Í síðara tilvikinu skulu aðildarríkin deila með sér kostnaði vegna bótanna í samræmi við viðmiðanir sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerðinni,
    ii.    ef um er að ræða rétt á grundvelli greiðslu lífeyris: búsetustaðar barna, að því tilskildu að lífeyrir sé greiddur samkvæmt löggjöf þess og, að auki, þar sem við á, lengsta trygginga- eða búsetutímabils samkvæmt löggjöfum sem stangast á,
    iii.    ef um er að ræða rétt á grundvelli búsetu: búsetustaðar barna.
2.     Ef réttur er fyrir hendi sem skarast skulu fjölskyldubætur greiddar í samræmi við þá löggjöf sem telst hafa forgang í samræmi við 1. mgr. Réttur til fjölskyldubóta samkvæmt annarri löggjöf, einni eða fleiri, sem stangast á, fellur niður að þeirri fjárhæð sem fyrrnefnda löggjöfin kveður á um en viðbót vegna mismunarins skal greidd, ef þörf er á, sem nemur fjárhæðinni sem er umfram þá fjárhæð. Þó þarf ekki að greiða slíka viðbót vegna mismunarins vegna barna sem hafa búsetu í öðru aðildarríki ef viðkomandi bótaréttur byggist eingöngu á búsetu.
3.     Ef umsókn um fjölskyldubætur er lögð fram skv. 67. gr. hjá þar til bærri stofnun í því aðildarríki sem setur löggjöfina sem gildir, en ekki samkvæmt forgangsrétti í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar, skal:
a)    sú stofnun senda umsóknina áfram án tafar til þar til bærrar stofnunar í aðildarríkinu sem setur löggjöfina sem gildir samkvæmt forgangsreglunni, láta viðeigandi einstakling vita og, með fyrirvara um ákvæði framkvæmdarreglugerðarinnar um bráðabirgðagreiðslu bóta, inna af hendi, ef þörf er á, viðbót vegna mismunarins sem um getur í 2. mgr.,
b)    þar til bær stofnun í aðildarríkinu, sem setur löggjöfina sem gildir samkvæmt forgangsreglunni, skal fjalla um þess umsókn eins og hún hefði verið afhent henni beint og sá dagur, þegar umsóknin var lögð fyrir fyrri stofnunina, telst umsóknardagur gagnvart stofnuninni sem hefur forgang.

69. gr.
Viðbótarákvæði

1.     Hafi enginn réttur áunnist samkvæmt þeirri löggjöf, sem er tilnefnd skv. 67. og 68. gr., til viðbótarfjölskyldugreiðslna eða sérstakra fjölskyldugreiðslna vegna munaðarlausra barna skulu slíkar bætur greiðast sjálfkrafa og koma til viðbótar öðrum fjölskyldubótum sem hafa áunnist í samræmi við áðurnefnda löggjöf, samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis sem hinn látni heyrði lengst undir, að því marki sem hann hefur áunnið sér réttinn samkvæmt þeirri löggjöf. Hafi hann ekki áunnið sér rétt til bóta samkvæmt þeirri löggjöf skal athuga hvort skilyrði eru uppfyllt fyrir slíkum bótum samkvæmt löggjöf hinna aðildarríkjanna og bætur greiddar, fyrst í því aðildarríki þar sem lengsta tryggingar- eða búsetutímabilinu var lokið samkvæmt löggjöf þessara aðildarríkja, síðan næstlengsta o.s.frv.
2.     Bótum, sem greiddar eru í formi lífeyris eða viðbótargreiðslna á lífeyri, skal úthlutað og þær reiknaðar út í samræmi við 5. kafla.

9. KAFLI
Sérstakar bætur í peningum sem eru ekki iðgjaldsskyldar
70. gr.
Almennt ákvæði

1.     Þessi grein gildir um sérstakar iðgjaldsfrjálsar bætur í peningum sem eru látnar í té samkvæmt löggjöf sem, vegna persónulegs gildissviðs hennar, markmiða laganna og/eða skilyrða fyrir bótarétti, hefur einkenni bæði almannatryggingalöggjafarinnar sem um getur í 3. mgr. og félagslegrar aðstoðar.
2.     Í þessum kafla er með „sérstökum iðgjaldsfrjálsum bótum í peningum“ átt við bætur:
a)    sem er annaðhvort ætlað:
    i.    að koma til viðbótar við, koma í stað eða auka við tryggingar gegn áhættu er þeir flokkar almannatrygginga, sem um getur í 1. mgr. 3. gr., taka til og sem tryggja hlutaðeigandi einstaklingum lágmarksframfærslutekjur með hliðsjón af efnahag og félagslegum aðstæðum í hlutaðeigandi aðildarríki,
         eða
    ii.    einvörðungu að veita fötluðum sérstaka vernd, nátengda félagslegu umhverfi viðkomandi einstaklings í hlutaðeigandi aðildarríki,
    og
b)    sem eru fjármagnaðar eingöngu með lögboðinni skattlagningu sem er ætlað að ná yfir almenn opinber útgjöld og þar sem skilyrði fyrir veitingu og útreikningi bótanna eru ekki háð neinu framlagi af hálfu viðtakanda. Þó skulu bætur, sem veittar eru til viðbótar við iðgjaldsskyldar bætur, ekki teljast iðgjaldsskyldar bætur af þeirri ástæðu einni
    og
c)    sem eru taldar upp í X. viðauka.
3.     Ákvæði 7. gr. og annarra kafla þessa bálks gilda ekki um bæturnar sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar.
4.     Bæturnar, sem um getur í 2. mgr., skulu eingöngu veittar í því aðildarríki þar sem hlutaðeigandi einstaklingar hafa búsetu, í samræmi við löggjöf þess. Stofnun á búsetustað skal úthluta bótunum og bera af þeim kostnað.

IV. BÁLKUR
FRAMKVÆMDARÁÐIÐ OG RÁÐGJAFARNEFNDIN
71. gr.
Skipan og starfshættir framkvæmdaráðsins

1.     Framkvæmdaráðið um samræmingu almannatryggingakerfa (hér eftir nefnt „framkvæmdaráðið“), sem starfar í tengslum við framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna, skal skipað fulltrúum frá ríkisstjórnum allra aðildarríkjanna sem fá aðstoð sérfræðinga eftir þörfum. Fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna situr fundi framkvæmdaráðsins sem ráðgjafi.
2.     Fulltrúar framkvæmdaráðsins skulu komast að samkomulagi um reglur þess.
Ákvarðanir um álitaefni um túlkun, sem um getur í a-lið 72. gr., skulu teknar í samræmi við reglur um atkvæðagreiðslu sem komið er á með sáttmálanum og skulu þær birtar á tilskilinn hátt.
3.     Framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna skal sjá framkvæmdaráðinu fyrir skrifstofuþjónustu.

72. gr.
Hlutverk framkvæmdaráðsins

Framkvæmdaráðið skal:
a)    fjalla um öll álitaefni er lúta að framkvæmd eða túlkun ákvæða þessarar reglugerðar eða framkvæmdarreglugerðarinnar, sem og samþykkta eða ráðstafana sem gerðar eru í samræmi við þær, án þess að slíkt skerði rétt hlutaðeigandi yfirvalda, stofnana og einstaklinga til að leita réttar síns samkvæmt þeirri málsmeðferð og fyrir þeim dómstólum sem kveðið er á um í löggjöf aðildarríkjanna, reglugerð þessari eða sáttmálanum,
b)    greiða fyrir samræmdri beitingu laga Bandalagsins, einkum með því að stuðla að gagnkvæmri miðlun reynslu og bestu stjórnsýsluvenja,
c)    stuðla að og auka samvinnu milli aðildarríkjanna og stofnana þeirra í málum er lúta að almannatryggingum, í því skyni m.a. að taka tillit til tiltekinna álitaefna er varða tiltekna hópa manna; auðvelda framkvæmd aðgerða í samvinnuverkefnum yfir landamæri á sviði samræmingar almannatryggingakerfa,
d)    hvetja eins og hægt er til notkunar nýrrar tækni til að greiða fyrir frjálsri för fólks, einkum með því að færa aðferðir við upplýsingaskipti til nútímahorfs og laga upplýsingaflæði milli stofnana að rafrænum gagnaflutningi og að teknu tilliti til þróunar gagnavinnslu í hverju aðildarríki; framkvæmdaráðið skal samþykkja sameiginlegar reglur um skipulag gagnavinnsluþjónustu, einkum um öryggi og notkun staðla, og skal setja ákvæði um rekstur sameiginlegs hluta slíkrar þjónustu,
e)    taka að sér önnur verkefni sem heyra undir starfssvið þess samkvæmt þessari reglugerð og framkvæmdarreglugerðinni eða samþykktum og ráðstöfunum sem eru gerðar í samræmi við þær,
f)    leggja viðeigandi tillögur fyrir framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna um samræmingu almannatryggingakerfa með það fyrir augum að bæta réttarreglur Bandalagsins og færa þær til nútímahorfs með samningu síðari reglugerða eða með öðrum gerningum sem kveðið er á um í sáttmálanum,
g)    fastsetja þá þætti sem taka á tillit til við gerð uppgjörs vegna kostnaðar sem stofnanir í aðildarríkjunum skulu bera samkvæmt þessari reglugerð og samþykkja ársuppgjör milli áðurnefndra stofnana á grundvelli skýrslu endurskoðunarnefndarinnar sem um getur í 74. gr.

73. gr.
Tækninefnd um gagnavinnslu

1.     Tækninefnd um gagnavinnslu (hér eftir nefnd „tækninefndin“) skal starfa í tengslum við framkvæmdaráðið. Tækninefndin skal leggja fyrir framkvæmdaráðið tillögur að sameiginlegum reglum um uppbyggingu vegna reksturs gagnavinnsluþjónustu, einkum um öryggi og notkun staðla; hún skal skila skýrslum og rökstuddu áliti áður en framkvæmdaráðið tekur ákvarðanir sínar skv. d-lið 72. gr. Framkvæmdaráðið ákveður starfsreglur og skipan tækninefndarinnar.
2.     Með þetta að markmiði ber tækninefndinni að:
a)    safna mikilvægum tækniskjölum og framkvæma rannsóknir og annast önnur störf sem nauðsynleg eru til að hún geti sinnt verkefnum sínum,
b)    leggja fyrir framkvæmdaráðið þær skýrslur og þau rökstuddu álit sem um getur í 1. mgr.,
c)    sinna öllum öðrum verkefnum og rannsóknum varðandi mál sem framkvæmdaráðið vísar til hennar,
d)    tryggja stjórnun tilraunaverkefna Bandalagsins um notkun gagnavinnsluþjónustu og, að því er varðar Bandalagið, rekstrarkerfa sem nota slíka þjónustu.

74. gr.
Endurskoðunarnefnd

1.     Endurskoðunarnefnd skal starfa í tengslum við framkvæmdaráðið. Framkvæmdaráðið ákveður starfsreglur og skipan endurskoðunarnefndarinnar.
Endurskoðunarnefndin skal:
a)    sannprófa aðferð við að ákvarða og reikna út árlegan meðaltalskostnað sem aðildarríkin leggja fram,
b)    safna nauðsynlegum gögnum og sjá um nauðsynlega útreikninga fyrir árlegt yfirlit yfir kröfur hvers aðildarríkis,
c)    gera framkvæmdaráðinu reglulega grein fyrir árangrinum af framkvæmd þessarar reglugerðar og framkvæmdarreglugerðarinnar, einkum að því er varðar fjárhagslega þáttinn,
d)    láta framkvæmdaráðinu í té nauðsynleg gögn og skýrslur til að það geti tekið ákvarðanir skv. g-lið 72. gr.,
e)    leggja viðeigandi tillögur, sem hún kann að koma með, fyrir framkvæmdaráðið, þ.á m. um þessa reglugerð, í tengslum við a-, b- og c-lið,
f)    sinna öllum störfum, rannsóknum eða verkefnum varðandi mál sem framkvæmdaráðið vísar til hennar.

75. gr.
Ráðgjafarnefnd um samræmingu almannatryggingakerfa

1.     Ráðgjafarnefnd um samræmingu almannatryggingakerfa (hér eftir nefnd „ráðgjafarnefndin“) er hér með stofnuð og hana skipa eftirfarandi fulltrúar frá sérhverju aðildarríkjanna:
a)    einn fulltrúi ríkisstjórnar,
b)    einn fulltrúi stéttarfélaga,
c)    einn fulltrúi frá samtökum vinnuveitenda.
Skipa skal varamann fyrir hvert aðildarríki fyrir alla framangreinda hópa.
Ráðið skipar aðal- og varamenn í ráðgjafarnefndina. Fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna fer með formennsku í ráðgjafarnefndinni. Ráðgjafarnefndin setur sér starfsreglur.
2.     Ráðgjafarnefndin skal hafa umboð, að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna eða framkvæmdaráðsins eða að eigin frumkvæði, til:
a)    að fjalla um almenn álitaefni eða álitaefni um meginreglur og vandamál sem upp kunna að koma við framkvæmd Bandalagsákvæða um samræmingu almannatryggingakerfa, einkum er varða tiltekna hópa manna,
b)    að setja fram álit um þessi mál fyrir framkvæmdaráðið og tillögur um breytingar á áðurnefndum ákvæðum.

V. BÁLKUR
ÝMIS ÁKVÆÐI
76. gr.
Samstarf

1.     Lögbær yfirvöld aðildarríkjanna skulu senda hvert öðru allar upplýsingar um:
a)    ráðstafanir sem gerðar eru til að koma þessari reglugerð til framkvæmda,
b)    lagabreytingar sem líklegar eru til að hafa áhrif á framkvæmd þessarar reglugerðar.
2.     Yfirvöld og stofnanir aðildarríkjanna skulu á virkan hátt stuðla að framkvæmd þessarar reglugerðar og ganga fram sem um framkvæmd þeirra eigin löggjafar væri að ræða. Slík stjórnsýsluaðstoð skal að jafnaði vera endurgjaldslaus. Framkvæmdaráðið skal þó ákveða hvers konar útgjöld fást endurgreidd og lágmarksfjárhæð þeirra.
3.     Yfirvöldum og stofnunum í aðildarríkjunum er heimilt, að því er þessa reglugerð varðar, að hafa bein samskipti sín í milli og við hlutaðeigandi einstaklinga eða fulltrúa þeirra.
4.     Stofnanir og einstaklingar, sem heyra undir þessa reglugerð, skulu bundin gagnkvæmri upplýsinga- og samstarfsskyldu til að tryggja rétta framkvæmd þessarar reglugerðar.
Stofnanir skulu, í samræmi við meginregluna um góða stjórnsýslu, svara öllum fyrirspurnum innan hæfilegs tíma og láta hlutaðeigandi einstaklingum í té, í þessu sambandi, allar upplýsingar sem þeir þurfa á að halda til að geta nýtt sér þau réttindi sem þeir öðlast með þessari reglugerð.
Hlutaðeigandi einstaklingar verða að tilkynna stofnunum í lögbæra aðildarríkinu og búsetuaðildarríkinu, eins fljótt og unnt er, um allar breytingar á persónulegum aðstæðum sínum eða fjölskylduhögum sem hafa áhrif á bótarétt þeirra samkvæmt þessari reglugerð.
5.     Sé upplýsingaskyldan, sem um getur í þriðju undirgrein 4. mgr., ekki virt kann að verða gripið til hóflegra ráðstafana í samræmi við landslög. Slíkar ráðstafanir skulu þó vera hliðstæðar þeim sem gilda við svipaðar aðstæður samkvæmt landslögum og skulu ekki gera það ókleift eða óhóflega erfitt í framkvæmd fyrir umsækjendur að nýta sér þau réttindi sem þessi reglugerð veitir.
6.     Komi upp erfiðleikar við túlkun eða beitingu þessarar reglugerðar, sem gætu teflt réttindum einstaklings, sem heyrir undir hana, í tvísýnu, skal stofnun í lögbæru aðildarríki eða búsetuaðildarríki hlutaðeigandi einstaklings hafa samband við stofnun eða stofnanir í hlutaðeigandi aðildarríki eða aðildarríkjum. Sé ekki unnt að finna lausn innan hæfilegs tíma er viðkomandi yfirvöldum heimilt að fara þess á leit við framkvæmdaráðið að það grípi inn í.
7.     Yfirvöldum, stofnunum og dómstólum eins aðildarríkis er ekki heimilt að hafna umsóknum eða öðrum skjölum, sem fyrir þau eru lögð, á þeirri forsendu að þau séu rituð á opinberri þjóðtungu annars aðildarríkis sem viðurkennd er sem opinbert tungumál stofnana Bandalagsins samkvæmt 290. gr. sáttmálans.

77. gr.
Vernd persónuupplýsinga

1.     Ef yfirvöld eða stofnanir í aðildarríki miðla persónuupplýsingum til yfirvalda eða stofnana í öðru aðildarríki í samræmi við þessa reglugerð eða framkvæmdarreglugerðina skal slík upplýsingagjöf heyra undir löggjöf um gagnavernd sem aðildarríkið, sem miðlar upplýsingunum, setur. Hvers kyns miðlun upplýsinga til yfirvalds eða stofnunar í viðtökuaðildarríkinu, svo og geymsla, breytingar eða eyðing gagna sem það aðildarríki hefur látið í té, falla undir löggjöf um gagnavernd í viðtökuaðildarríkinu.
2.     Senda skal nauðsynlegar upplýsingar vegna beitingar þessarar reglugerðar og framkvæmdarreglugerðarinnar milli aðildarríkja í samræmi við ákvæði Bandalagsins um vernd einstaklinga með hliðsjón af vinnslu og frjálsum flutningi persónuupplýsinga.

78. gr.
Gagnavinnsla

1.     Aðildarríkin skulu smám saman taka í notkun nýja tækni vegna skipta á gögnum, aðgangs að þeim og vinnslu þeirra sem er nauðsynleg vegna beitingar þessarar reglugerðar og framkvæmdarreglugerðarinnar. Framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna skal styðja við starfsemi sem þjónar sameiginlegum hagsmunum um leið og aðildarríkin hafa komið slíkri gagnavinnsluþjónustu á fót.
2.     Hvert aðildarríki ber ábyrgð á að reka sinn hluta gagnavinnsluþjónustunnar í samræmi við ákvæði Bandalagsins um vernd einstaklinga með hliðsjón af vinnslu og frjálsum flutningi persónuupplýsinga.
3.     Rafrænu skjali, sem stofnun sendir eða gefur út í samræmi við þessa reglugerð og framkvæmdarreglugerðina, má yfirvald eða stofnun í öðru aðildarríki ekki hafna með þeim rökum að þau berist með rafrænum hætti hafi viðtökustofnunin lýst því yfir að hún sé fær um að taka við rafrænum gögnum. Afritun og skráning slíkra skjala telst vera rétt og nákvæm afritun frumskjalsins eða skráning á þeim upplýsingum sem um er að ræða, nema annað þyki sannað.
4.     Rafræn gögn teljast gild ef nægilegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar varðandi tölvukerfið, sem gögnin eru skráð á, til að ekki sé hægt að breyta eða birta öðrum skráðar upplýsingar eða veita óheimilan aðgang að þeim. Skráðar upplýsingar verður að vera unnt að afrita hvenær sem er til tafarlauss aflestrar. Þegar rafrænt skjal er sent frá einni almannatryggingastofnun til annarrar skal gera viðeigandi öryggisráðstafanir í samræmi við ákvæði Bandalagsins um vernd einstaklinga með hliðsjón af vinnslu og frjálsum flutningi persónuupplýsinga.

79. gr.
Fjármögnun aðgerða á sviði almannatrygginga

Í tengslum við þessa reglugerð og framkvæmdarreglugerðina getur framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna fjármagnað, að fullu eða eð hluta til:
a)    aðgerðir sem miða að því að bæta upplýsingaskipti milli almannatryggingayfirvalda og stofnana í aðildarríkjunum, einkum rafræn gagnaskipti,
b)    aðrar aðgerðir sem miða að því að miðla upplýsingum um réttindi og skyldur, sem af þessari reglugerð leiða, til þeirra sem undir hana heyra og fulltrúa þeirra eftir þeim leiðum sem best henta til þess.

80. gr.
Undanþágur

1.     Allar undanþágur frá eða lækkanir á sköttum, stimpilgjöldum og lögbókunar- eða skráningargjöldum, sem kveðið er á um í löggjöf eins aðildarríkis vegna vottorða eða annarra skjala sem viðkomandi yfirvöld krefjast við beitingu löggjafar þess aðildarríkis, skulu einnig ná til hliðstæðra vottorða eða skjala sem leggja skal fram samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis eða reglugerð þessari.
2.     Allar yfirlýsingar, skjöl og hvers kyns vottorð sem krafist er vegna beitingar þessarar reglugerðar skulu undanþegin staðfestingu utanríkisþjónustu eða ræðismanna.

81. gr.
Kröfur, yfirlýsingar eða málskot

Kröfur, yfirlýsingar eða málskot, sem hefði átt að leggja fram hjá yfirvaldi, stofnun eða dómstóli í aðildarríki innan tiltekins frests við beitingu löggjafar þess aðildarríkis, skulu talin lögmæt ef gögnin eru lögð fram innan sama frests hjá samsvarandi yfirvaldi, stofnun eða dómstóli í öðru aðildarríki. Í slíku tilviki skal yfirvald, stofnun eða dómstóll, sem taka við kröfu, yfirlýsingu eða málskoti, framsenda lögbæru yfirvaldi, stofnun eða dómstóli í fyrra aðildarríkinu þessi gögn tafarlaust, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu lögbærra yfirvalda í hlutaðeigandi aðildarríki. Sá dagur þegar slíkar kröfur, yfirlýsingar eða málskot eru lagðar fram hjá yfirvaldi, stofnun eða dómstóli í síðara aðildarríkinu telst vera skiladagur gagnanna til lögbærs yfirvalds, stofnunar eða dómstóls.

82. gr.
Læknisskoðanir

Heimilt er að læknisskoðanir, sem kveðið er á um í löggjöf eins aðildarríkis, fari fram í öðru aðildarríki, að beiðni þar til bærrar stofnunar, hjá stofnun á búsetu- eða dvalarstað umsækjanda eða þess sem á rétt á bótum samkvæmt þeim skilmálum sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerðinni eða samkvæmt þeim skilmálum sem lögbær yfirvöld hlutaðeigandi aðildarríkja hafa komið sér saman um.

83. gr.
Framkvæmd löggjafar

Sérákvæði um framkvæmd löggjafar tiltekinna aðildarríkja eru sett fram í XI. viðauka.

84. gr.
Innheimta iðgjalda og endurheimt bóta

1.     Heimilt er að innheimta iðgjöld, sem ber að greiða stofnun í einu aðildarríki, og endurheimta bætur, sem stofnun í einu aðildarríki hefur greitt en bar ekki að greiða, í öðru aðildarríki í samræmi við starfsreglur og með þeim tryggingum og forgangsrétti sem gilda um innheimtu iðgjalda sem ber að greiða og endurheimt bóta, sem greiddar hafa verið en bar ekki að greiða, samsvarandi stofnunum í síðarnefnda aðildarríkinu.
2.     Framfylgjanlegar ákvarðanir dómsmálayfirvalds og stjórnvalds er varða innheimtu iðgjalda, vaxta og hvers konar annarra gjalda eða endurheimt bóta, sem greidd hafa verið en bar ekki að greiða samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis, skulu viðurkenndar og þeim skal, að beiðni þar til bærrar stofnunar, framfylgt í öðru aðildarríki, innan þeirra marka og í samræmi við þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í löggjöf síðarnefnda aðildarríkisins og þá málsmeðferð sem þar gildir um svipaðar ákvarðanir. Lýsa skal slíkar ákvarðanir framfylgjanlegar í því aðildarríki að því marki sem krafist er í löggjöf og annarri málsmeðferð sama aðildarríkis.
3.     Kröfur stofnunar í einu aðildarríki skulu við fullnustumeðferð, gjaldþrotameðferð eða sáttameðferð í öðru aðildarríki njóta sama forgangs og veittur er kröfum sömu tegundar samkvæmt löggjöf síðarnefnda aðildarríkisins.
4.     Málsmeðferð vegna framkvæmdar þessarar greinar, þ.m.t. endurgreiðsla kostnaðar, skal vera samkvæmt framkvæmdarreglugerðinni eða, ef nauðsyn krefur og sem viðbótarráðstöfun, samkvæmt samkomulagi milli aðildarríkja.

85. gr.
Réttur stofnana

1.     Fái einstaklingur greiddar bætur samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis vegna meiðsla sem hann hlaut í öðru aðildarríki fellur réttur stofnunar, sem ber ábyrgð á bótagreiðslum, gagnvart skaðabótaskyldum þriðja aðila undir eftirfarandi reglur:
a)    ef sú stofnun, sem ber ábyrgð á bótunum, gengur, í krafti þeirrar löggjafar sem hún starfar eftir, inn í réttarstöðu kröfuhafa gagnvart þriðja aðila skal sérhvert aðildarríki viðurkenna slík kröfuhafaskipti,
b)    ef stofnun, sem ber ábyrgð á bótunum, á beinan kröfurétt á hendur þriðja aðila skal sérhvert aðildarríki viðurkenna þann rétt.
2.     Ef einstaklingur fær greiddar bætur samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis vegna meiðsla sem hann hlaut í öðru aðildarríki skulu ákvæði áðurnefndrar löggjafar, sem ákvarða hvenær vinnuveitendur eða starfsmenn þeirra eru undanþegnir einkaréttarábyrgð, einnig gilda um áðurnefndan einstakling eða þar til bæra stofnun.
Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um rétt þeirrar stofnunar sem greiðir bæturnar gagnvart vinnuveitanda eða starfsmönnum hans í þeim tilvikum þegar þeir eru ekki undanþegnir ábyrgð.
3.     Þegar tvö eða fleiri aðildarríki eða lögbær yfirvöld þeirra hafa, í samræmi við 3. mgr. 35. gr. og/eða 2. mgr. 41. gr., gert með sér samkomulag um að falla frá endurgreiðslum milli stofnana, sem heyra undir lögsögu þeirra, eða þar sem endurgreiðsla er óháð bótafjárhæðinni sem raunverulega er greidd skal fara með hvers kyns rétt sem skapast gagnvart skaðabótaskyldum þriðja aðila samkvæmt eftirfarandi reglum:
a)    ef stofnun í búsetu- eða dvalaraðildarríki greiðir einstaklingi bætur vegna meiðsla sem hann hefur hlotið á yfirráðasvæði þess skal sú stofnun, í samræmi við ákvæði þeirrar löggjafar, notfæra sér réttinn til kröfuhafaskipta eða gera beina kröfur á hendur skaðabótaskyldum þriðja aðila vegna bóta fyrir meiðslin,
b)    við framkvæmd a-liðar:
    i.    er litið svo á að bótaþegi sé tryggður hjá stofnun á búsetu- eða dvalarstað,
         og
    ii.    telst sú stofnun vera stofnunin sem ber ábyrgð á greiðslu bótanna,
c)    ákvæði 1. og 2. mgr. gilda áfram um allar bætur sem ekki falla undir áðurgreint samkomulag um að falla frá endurgreiðslum eða endurgreiðslu sem er óháð bótafjárhæðinni sem raunverulega er greidd.

86. gr.
Tvíhliða samningar

Að því er varðar tengslin milli Lúxemborgar annars vegar og Frakklands, Þýskalands og Belgíu hins vegar skal beitingin og lengd tímabilsins, sem um getur í 7. mgr. 65. gr., vera með fyrirvara um að gerðir verði tvíhliða samningar.

VI. BÁLKUR
UMBREYTINGAR- OG LOKAÁKVÆÐI
87. gr.
Umbreytingarákvæði

1.     Þessi reglugerð veitir engan rétt til bóta vegna tímabilsins fyrir þann dag þegar hún kemur til framkvæmda.
2.     Við ákvörðun á rétti til bóta, sem ávinnst samkvæmt þessari reglugerð, skal taka tillit til hvers kyns tryggingatímabila og, eftir því sem við á, starfstímabila launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings eða búsetutímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf aðildarríkis fyrir þann dag þegar reglugerð þessi kemur til framkvæmda í viðkomandi aðildarríki.
3.     Með fyrirvara um ákvæði 1. mgr. veitir þessi reglugerð rétt jafnvel þótt hann tengist tilviki sem átti sér stað fyrir þann dag er reglugerð þessi kemur til framkvæmda í viðkomandi aðildarríki.
4.     Hverjar þær bætur, sem hafa ekki verið veittar eða hafa verið felldar niður tímabundið vegna þjóðernis eða búsetustaðar hlutaðeigandi einstaklings, skulu greiddar eða greiðslur teknar upp að nýju, að beiðni hlutaðeigandi einstaklings, frá þeim degi er reglugerð þessi kemur til framkvæmda í hlutaðeigandi aðildarríki, að því tilskildu að réttur sem áður var tilefni bótagreiðslna hafi ekki þegar verið bættur með eingreiðslu.
5.     Endurskoða má réttindi einstaklings, sem hefur fengið lífeyri fyrir þann dag er reglugerð þessi kemur til framkvæmda í aðildarríki, að beiðni hlutaðeigandi einstaklings, að teknu tilliti til þessarar reglugerðar.
6.     Ef sú beiðni, sem um getur í 4. eða 5. mgr., er lögð fram innan tveggja ára frá þeim degi er reglugerð þessi kemur til framkvæmda í aðildarríki, skulu þau réttindi, sem áunnin eru samkvæmt þessari reglugerð, gilda frá þeim degi og jafnframt skal óheimilt að beita löggjöf aðildarríkis er varðar missi eða takmörkun réttinda gagnvart hlutaðeigandi einstaklingum.
7.     Ef umsókn sú, sem um getur í 4. og 5. mgr., er lögð fram eftir að tveggja ára fresturinn frá þeim degi er reglugerð þessi kom til framkvæmda í hlutaðeigandi aðildarríki er útrunninn gilda þau réttindi sem viðkomandi hefur ekki þegar misst eða eru ekki háð tímatakmörkunum frá þeim degi er beiðnin var lögð fram, nema í þeim tilvikum þar sem ákvæði samkvæmt löggjöf aðildarríkis eru hagstæðari.
8.     Heyri einstaklingur samkvæmt þessari reglugerð undir löggjöf annars aðildarríkis en þess sem er ákvarðað í samræmi við II. bálk reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 skal hann áfram heyra undir þá löggjöf svo lengi sem aðstæður hans haldast óbreyttar, nema hann fari fram á að vera færður undir löggjöfina sem hann heyrir undir samkvæmt þessari reglugerð. Beiðnin skal lögð fram hjá þar til bærri stofnun aðildarríkisins, sem setur löggjöfina sem gildir samkvæmt þessari reglugerð, innan þriggja mánaða frá þeim degi er reglugerð þessi kemur til framkvæmda ef hlutaðeigandi einstaklingur á að heyra undir löggjöf þess aðildarríkis frá og með þeim degi er þessi reglugerð kemur til framkvæmda. Sé beiðnin lögð fram eftir að þeim fresti lýkur skal breytingin eiga sér stað fyrsta dag næsta mánaðar.
9.     Ákvæði 55. gr. þessarar reglugerðar gilda eingöngu um lífeyri sem ekki fellur undir 46. gr. c í reglugerð (EBE) nr. 1408/71 á þeim degi er reglugerð þessi kemur til framkvæmda.
10.     Ákvæði annars málsliðar í 2. og 3. mgr. 65. gr. öðlast gildi gagnvart Lúxemborg í síðasta lagi tveimur árum eftir að reglugerð þessi kemur til framkvæmda.
11.     Aðildarríkin skulu sjá til þess að viðeigandi upplýsingar séu veittar um þær breytingar á réttindum og skyldum sem tekin eru upp í þessari reglugerð og framkvæmdarreglugerðinni.

88. gr.
Uppfærsla viðaukanna

Viðaukar þessarar reglugerðar skulu endurskoðaðir reglulega.

89. gr.
Framkvæmdarreglugerð

Mælt er fyrir um nánari reglur um framkvæmd þessarar reglugerðar í sérstakri reglugerð.

90. gr.
Niðurfelling

1.     Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 er felld úr gildi frá og með þeim degi er reglugerð þessi kemur til framkvæmda.
Reglugerð (EBE) nr. 1408/71 heldur þó gildi sínu og réttaráhrifum með tilliti til:
a)    reglugerðar ráðsins (EB) nr. 859/2003 frá 14. maí 2003 um að láta ákvæði reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 og reglugerðar (EBE) nr. 574/72 ná til ríkisborgara þriðju landa sem þessi ákvæði taka ekki þegar til einungis á grundvelli þjóðernis þeirra ( 1 ), að svo miklu leyti sem sú reglugerð hefur ekki verið felld úr gildi eða henni breytt,
b)    reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1661/85 frá 13. júní 1985 sem mælir fyrir um tæknilega aðlögun að reglum Bandalagsins um almannatryggingar fyrir farandlaunþega vegna Grænlands ( 2 ), að svo miklu leyti sem sú reglugerð hefur ekki verið felld úr gildi eða henni breytt,
c)    samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ( 3 ) og samningsins milli Evrópubandalagsins og aðildarríkja þess, annars vegar, og Ríkjasambandsins Sviss, hins vegar, um frjálsa för fólks ( 4 ) og annarra samninga sem í eru tilvísanir til reglugerðar (EBE) nr. 1408/71, að svo miklu leyti sem ekki hafa verið gerðar breytingar á þeim samningum í ljósi þessarar reglugerðar.
2.     Líta ber á tilvísanir í reglugerð (EBE) nr. 1408/71 til tilskipunar ráðsins 98/49/EB frá 29. júní 1998 um verndun viðbótarlífeyrisréttinda launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem flytjast á milli aðildarríkja ( 5 ) sem tilvísanir til þessarar reglugerðar.

91. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún kemur til framkvæmda á þeim degi þegar framkvæmdarreglugerðin öðlast gildi.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 29. apríl 2004.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
P. Cox M. Mc Dowell
forseti. forseti.

I. VIÐAUKI
FYFIRFRAMGREIDDUR FRAMFÆRSLUEYRIR OG SÉRSTAKAR GREIÐSLUR VEGNA BARNSBURÐAR OG ÆTTLEIÐINGA

(z-liður 1. gr.)

I.     Fyrirframgreiddur framfærslueyrir (barnsmeðlag)
    A.     BELGÍA
        Fyrirframgreiðsla á framfærslueyri samkvæmt lögum frá 21. febrúar 2003 en með þeim er komið á fót framfærslugreiðslustofnun innan opinberrar þjónustu ríkisins, fjármáladeild
    B.     DANMÖRK
        Mælt er fyrir um fyrirframgreitt barnsmeðlag í lögum um barnabætur
        Fyrirframgreitt barnsmeðlag, samræmt með lögum nr. 765 frá 11. september 2002
    C.     ÞÝSKALAND
        Fyrirframgreiðsla á framfærslueyri samkvæmt þýskum lögum um fyrirframgreiddan framfærslueyri (Unterhaltsvorschussgesetz) frá 23. júlí 1979
    D.     FRAKKLAND
        Fjölskyldustuðningsgreiðsla er greidd vegna barns ef annað foreldri eða bæði eru í vanskilum með eða eru ófær um að standa við framfærsluskuldbindingar sínar eða framfærslugreiðslur sem mælt er fyrir um í úrskurði dómstóls
    E.     AUSTURRÍKI
        Fyrirframgreiðsla á framfærslueyri samkvæmt Sambandslögum um fyrirframgreiðslu á framfærslueyri vegna barns (Unterhaltsvorschussgesetz 1985 – UGV)
    F.     PORTÚGAL
        Fyrirframgreiðsla á framfærslueyri (lög nr. 75/98, 19. nóvember, um að tryggja framfærslu ólögráða barna)
    G.     FINNLAND
        Framfærslugreiðslur samkvæmt lögum um að tryggja framfærslu barna (671/1998)
    H.     SVÍÞJÓÐ
        Framfærslugreiðsla samkvæmt lögum um framfærslustuðning (1996:1030)
II.      Sérstakar greiðslur vegna barnsburðar og ættleiðingar
    A.     BELGÍA
        Greiðsla vegna barnsburðar og styrkur vegna ættleiðingar
    B.     SPÁNN
        Styrkur vegna barnsburðar í formi eingreiðslu
    C.     FRAKKLAND
        Styrkir vegna barnsburðar eða ættleiðingar sem hluti af „barnabótum vegna ungbarna og smábarna“
    D.     LÚXEMBORG
        Meðgöngugreiðsla
        Greiðsla vegna barnsburðar.
    E.     FINNLAND
        Fæðingarpakki vegna meðgöngu og fæðingar, eingreiðslustyrkur vegna meðgöngu og fæðingar og aðstoð í formi eingreiðslu til að mæta kostnaði vegna alþjóðlegrar ættleiðingar samkvæmt lögum um styrki vegna meðgöngu og fæðingar.

II. VIÐAUKI
ÁKVÆÐI SAMNINGA SEM GILDA ÁFRAM OG, EFTIR ATVIKUM, EIGA AÐEINS VIÐ UM EINSTAKLINGA SEM FALLA UNDIR ÞÁ
(1. mgr. 8. gr.)

Evrópuþingið og ráðið ákvarða efni þessa viðauka í samræmi við sáttmálann eins fljótt og unnt er og eigi síðar en þann dag sem beiting þessarar reglugerðar hefst sem um getur í 91. gr.

III. VIÐAUKI
TAKMÖRKUN AÐSTOÐAR TIL AÐSTANDENDA ÞEIRRA SEM SÆKJA VINNU YFIR LANDAMÆRI
(2. mgr. 18. gr.)

DANMÖRK
SPÁNN
ÍRLAND
HOLLAND
FINNLAND
SVÍÞJÓÐ
BRESKA KONUNGSRÍKIÐ

IV. VIÐAUKI
AUKIN RÉTTINDI LÍFEYRISÞEGA SEM SNÚA TIL BAKA TIL LÖGBÆRS AÐILDARRÍKIS
(2. mgr. 27. gr.)

BELGÍA
ÞÝSKALAND
GRIKKLAND
SPÁNN
FRAKKLAND
ÍTALÍA
LÚXEMBORG
AUSTURRÍKI
SVÍÞJÓÐ

V. VIÐAUKI
AUKIN RÉTTINDI TIL ÞEIRRA SEM ÁÐUR SÓTTU VINNU YFIR LANDAMÆRI OG SNÚA AFTUR TIL AÐILDARRÍKIS ÞAR SEM ÞEIR STÖRFUÐU ÁÐUR SEM LAUNÞEGAR EÐA SJÁLFSTÆTT STARFANDI EINSTAKLINGAR (Á EINUNGIS VIÐ EF AÐILDARRÍKIÐ, ÞAR SEM SÚ STOFNUN ER SEM BER ÁBYRGÐ Á KOSTNAÐI VIÐ AÐSTOÐ TIL LÍFEYRISÞEGANS Í BÚSETUAÐILDARRÍKINU, ER EINNIG Í SKRÁNNI)
(2. mgr. 28. gr.)

BELGÍA
ÞÝSKALAND
SPÁNN
FRAKKLAND
LÚXEMBORG
AUSTURRÍKI
PORTÚGAL

VI. VIÐAUKI
TEGUND LÖGGJAFAR SEM SKAL LÚTA SÉRSTAKRI SAMRÆMINGU
(1. mgr. 44. gr.)

A.     GRIKKLAND
    Löggjöf er varðar tryggingakerfi landbúnaðarins (OGA) samkvæmt lögum nr. 4169/1961
B.     ÍRLAND
    Ákvæði II. hluta 15. kafla laga um félagslega velferð (Social Welfare (Consolidation) Act), 1993
C.     FINNLAND
    Örorkulífeyrir sem er ákvarðaður í samræmi við almannalífeyrislög frá 8. júní 1956 og veittur samkvæmt umbreytingarreglum almannalífeyrislaganna (547/93)
    Almannalífeyrir til fatlaðra einstaklinga eða þeirra sem verða fatlaðir ungir að aldri (almannalífeyrislögin (547/93))
D.     SVÍÞJÓÐ
    Tekjutengdar sjúkrabætur og ástundunargreiðslur (lög 1962:381, eins og þeim var breytt með lögum 2001:489)
E.     BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
    a)     Stóra-Bretland
        Ákvæði 30. liðar A (5. liður), 40., 41. og 68. liðar iðgjalda- og bótalaganna 1992
    b)     Norður-Írland
        Ákvæði 30. liðar A (5. liður), 40., 41. og 68. liðar iðgjalda- og bótalaganna frá 1992 (Norður-Írland)


VII. VIÐAUKI
SAMSVÖRUN Í LÖGGJÖF AÐILDARRÍKJA UM SKILYRÐI ER VARÐA ÖRORKUSTIG
(3. mgr. 46. gr. reglugerðarinnar)
BELGÍA

Aðildarríki Kerfi stofnana í aðildarríkjum sem hafa ákveðið að viðurkenna örorkustig Kerfi belgískra stofnana, sem ákvörðun er bindandi fyrir, ef um samsvörun er að ræða
Almenna kerfið Tryggingar námumanna Tryggingar sjómanna Almannatryggingaskrifstofa fyrir umdæmin handan hafs (Ossom)
Almenn örorka Starfsörorka
FRAKKLAND 1.     Almenna kerfið:
    –    III. flokkur (stöðug umönnun) Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    II. flokkur Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    I. flokkur Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
2. Tryggingar í landbúnaði
    –    Alger, almenn örorka Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    Almenn örorka að tveimur þriðju Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    Stöðug umönnun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
3. Tryggingar námumanna:
    –    Almenn örorka að hluta Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    Stöðug umönnun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    Starfsörorka Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
4. Tryggingar sjómanna:
    –    Almenn örorka Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    Stöðug umönnun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    Starfsörorka Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
ÍTALÍA 1. Almenna kerfið:
    –    Örorka – verkafólk Engin samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    Örorka – skrifstofufólk Engin samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
2. Tryggingar sjómanna:
    –    Ófærni til sjómennsku Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
LÚXEMBORG (1) Örorka starfandi fólks – verkafólk Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
Örorka – skrifstofufólk Samsvörun Samsvörun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
(1)        Færslur um samsvörun milli Lúxemborgar og Frakklands eða Belgíu munu taka tæknilegum breytingum með hliðsjón af breytingum sem gerðar hafa verið á lúxemborgskum lögum.


FRAKKLAND

Aðildarríki

Kerfi stofnana í aðildarríkjum sem hafa ákveðið að viðurkenna örorkustig

Kerfi franskra stofnana, sem ákvörðun er bindandi fyrir, ef um samsvörun er að ræða

Almenna kerfið

Tryggingar í landbúnaði

Tryggingar námumanna

Tryggingar sjómanna

I. flokkur

II. flokkur

III. flokkur Stöðug umönnun

Örorka að tveimur þriðju

Alger örorka

Stöðug umönnun

Almenn örorka að tveimur þriðju

Stöðug umönnun

Starfsörorka

Almenn örorka að tveimur þriðju

Alger starfsörorka

Stöðug umönnun

BELGÍA 1.     Almenna kerfið Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
2.    Tryggingar námumanna
    –    almenn örorka að hluta Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
    –    starfsörorka Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun (2)
3.    Tryggingar sjómanna Samsvörun (1) Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun (1) Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun (1) Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
ÍTALÍA 1.    Almenna kerfið
    –    örorka – verkafólk Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
    –    örorka – skrifstofufólk Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
2.    Tryggingar sjómanna
    –    ófærni til sjómennsku Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
LÚXEMBORG (3) Örorka – verkafólk Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
Örorka – skrifstofufólk Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
(1)     Að því marki sem örorka sú, sem belgísku stofnanirnar viðurkenna, er almenn örorka.
(2)     Aðeins ef belgíska stofnunin hefur viðurkennt að launþegi sé ófær til vinnu neðanjarðar eða ofanjarðar.
(3)     Færslur um samsvörun milli Lúxemborgar og Frakklands eða Belgíu munu taka tæknilegum breytingum með hliðsjón af breytingum sem gerðar hafa verið á lúxemborgskum lögum.

ÍTALÍA

Aðildarríki Kerfi stofnana í aðildarríkjum sem hafa ákveðið að viðurkenna örorkustig Kerfi ítalskra stofnana, sem ákvörðun er bindandi fyrir, ef um samsvörun er að ræða
Almenna kerfið Ófærni til sjómennsku
Verkafólk Skrifstofufólk
BELGÍA 1.     Almenna kerfið Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
2.     Tryggingar námumanna
    –    almenn örorka að hluta Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    starfsörorka Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
3.     Tryggingar sjómanna Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
FRAKKLAND 1.     Almenna kerfið
    –    III. flokkur (stöðug umönnun) Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    II. flokkur Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    I. flokkur Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    2.     Tryggingar í landbúnaði
    –    alger, almenn örorka Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    almenn örorka að hluta Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    stöðug umönnun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
3.     Tryggingar námumanna
    –    almenn örorka að hluta Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    stöðug umönnun Samsvörun Samsvörun Engin samsvörun
    –    starfsörorka Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
4.     Tryggingar sjómanna
    –    almenn örorka að hluta Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
    –    stöðug umönnun Engin samsvörun Engin samsvörun Engin samsvörun
    –    starfsörorka

LÚXEMBORG ( 1 )

Aðildarríki Kerfi stofnana í aðildarríkjum sem hafa ákveðið að viðurkenna örorkustig Kerfi lúxemborgskra stofnana, sem ákvörðun er bindandi fyrir, ef um samsvörun er að ræða
Örorka – verkafólk Örorka – skrifstofufólk
BELGÍA 1.     Almenna kerfið Samsvörun Samsvörun
2.     Tryggingar námumanna:
    –    almenn örorka að hluta Engin samsvörun Engin samsvörun
    –    starfsörorka Engin samsvörun Engin samsvörun
3.     Tryggingar sjómanna Samsvörun (1) Samsvörun (1)
FRAKKLAND 1.     Almenna kerfið:
    –    III. flokkur (stöðug umönnun) Samsvörun Samsvörun
    –    II. flokkur Samsvörun Samsvörun
    –    I. flokkur Samsvörun Samsvörun
2.     Tryggingar í landbúnaði:
    –    alger, almenn örorka Samsvörun Samsvörun
    –    almenn örorka að tveimur þriðju Samsvörun Samsvörun
    –    stöðug umönnun Samsvörun Samsvörun
3.     Tryggingar námumanna:
    –    almenn örorka að tveimur þriðju Samsvörun Samsvörun
    –    stöðug umönnun Samsvörun Samsvörun
    –    alger, almenn örorka Engin samsvörun Engin samsvörun
4.     Tryggingar sjómanna:
    –    almenn örorka að hluta Samsvörun Samsvörun
    –    stöðug umönnun Samsvörun Samsvörun
    –    starfsörorka Engin samsvörun Engin samsvörun
(1)     Að því marki sem örorka sú, sem belgíska stofnunin viðurkennir, er almenn örorka.

VIII. VIÐAUKI
TILVIK ÞAR SEM SJÁLFSTÆÐAR BÆTUR ERU JAFNHÁAR OG EÐA HÆRRI EN HLUTFALLSLEGAR BÆTUR
(4. mgr. 52. gr.)

A.    DANMÖRK
    Allar umsóknir um lífeyri sem um getur í lögum um almannalífeyri, þó ekki lífeyri sem um getur í IX. viðauka
B.     FRAKKLAND
    Allar umsóknir um lífeyrisbætur eða bætur til eftirlifenda samkvæmt viðbótarlífeyriskerfi fyrir launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklinga, að frátöldum umsóknum um elli- eða ekknalífeyri samkvæmt viðbótarlífeyriskerfi fyrir öryggis- og þjónustuliða í almenningsflugi
C.     ÍRLAND
    Allar umsóknir um eftirlaunalífeyri, ellilífeyri (iðgjaldsskyldan), ekknalífeyri (iðgjaldsskyldan) og ekklalífeyri (iðgjaldsskyldan)
D.     HOLLAND
    Ef einstaklingur á rétt á lífeyri á grundvelli hollenskra laga um almennar ellitryggingar (AOW)
E.     PORTÚGAL
    Kröfur um örorku-, elli- og eftirlifendalífeyri, þó ekki í þeim tilvikum þar sem samanlögð tryggingatímabil, sem er lokið samkvæmt löggjöf í fleiri aðildarríkjum en einu, jafngilda 21 almanaksári eða meira, innlend tryggingatímabil eru 20 ár eða styttri og útreikningur er gerður skv. 11. gr. lagaúrskurðar nr. 35/2002, 19. febrúar, þar sem reglur um ákvörðun lífeyrisfjárhæðar eru skilgreindar. Með því að beita í þeim tilvikum þeim útreikningi lífeyris sem er hagstæðari getur fjárhæð, sem er reiknuð á grundvelli hlutfallslegs útreiknings, verið hærri en fæst með sjálfstæðum útreikningi.
F.     SVÍÞJÓÐ
    Tekjutengdur ellilífeyrir (lög 1998:674), tekjutengdur eftirlifendalífeyrir í formi aðlögunarlífeyris og lífeyrisgreiðslur til barna ef andlát ber að fyrir 1. janúar 2003 og ekknalífeyrir (lög 2000:461 og lög 2000:462)
G.     BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
    Allar umsóknir um eftirlaunalífeyri, ekknalífeyri og bætur vegna ástvinamissis, ákvarðað samkvæmt ákvæðum 5. kafla III. bálks reglugerðarinnar, nema þær þar sem:
    a)    á skattaári sem hófst 6. apríl 1975 eða síðar:
        i.    hlutaðeigandi aðili hefur lokið trygginga-, starfs- eða búsetutímabilum samkvæmt löggjöf Breska konungsríkisins og annars aðildarríkis
            og
        ii.    eitt (eða fleiri) skattaár, sem um getur í i. lið, teljast ekki fullgild ár í skilningi löggjafar Breska konungsríkisins,
    b)    tekið væri tillit til tryggingatímabila, sem er lokið samkvæmt gildandi löggjöf Breska konungsríkisins varðandi tímabil fyrir 5. júlí 1948, að því er varðar b-lið 1. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar með beitingu trygginga-, starfs- eða búsetutímabila samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis.

IX. VIÐAUKI
BÆTUR OG SAMNINGAR SEM HEIMILA BEITINGU 54. gr.

I.    Bætur sem um getur í a-lið 2. mgr. 54. gr. í reglugerðinni og fjárhæð bóta er óháð lengd trygginga- eða búsetutímabils sem lokið er
    A.     BELGÍA
        Bætur tengdar almenna örorkubótakerfinu, sérstöku örorkubótakerfi fyrir námumenn og sérstöku kerfi fyrir farmenn á kaupskipum
        Bætur úr tryggingum vegna óvinnufærni fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga
        Bætur í tengslum við örorku samkvæmt almannatryggingakerfi handan hafsins og örorkukerfi fyrir fyrrverandi starfsmenn í Belgísku Kongó og Rúanda-Úrúndí.
    B.     DANMÖRK
        Fullur, danskur ellilífeyrir sem fæst eftir 10 ára búsetu þeirra sem hafa fengið lífeyri eigi síðar en 1. október 1989.
    C.     GRIKKLAND
        Bætur samkvæmt lögum nr. 4169/1961 er tengjast tryggingarkerfi landbúnaðarins (OGA)
    D.     SPÁNN
        Eftirlifendalífeyrir sem er veittur samkvæmt almennum og sérstökum bótakerfum, að frátöldu sérstöku bótakerfi fyrir opinbera starfsmenn
    E.     FRAKKLAND
        Örorkulífeyrir samkvæmt almannatryggingakerfinu eða samkvæmt tryggingakerfi fyrir starfsfólk í landbúnaði
        Örorkulífeyrir ekkna eða ekkla samkvæmt almannatryggingakerfi eða samkvæmt tryggingakerfi fyrir starfsfólk í landbúnaði þegar hann er reiknaður út á grundvelli örorkulífeyris fráfallins maka sem er ákvarðaður í samræmi við a-lið 1. mgr. 52. gr.
    F.     ÍRLAND
        Örorkulífeyrir, tegund A
    G.     HOLLAND
        Lög frá 18. febrúar 1966 um örorkutryggingar fyrir launþega (WAO), með áorðnum breytingum
        Lög frá 24. apríl 1997 um örorkutryggingar fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga (WAZ), með áorðnum breytingum
        Lög frá 21. desember 1995 um almennar tryggingar eftirlifenda sem voru á framfæri hins látna (ANW)
    H.     FINNLAND
        Almannalífeyrir til einstaklinga með meðfædda fötlun eða þeirra sem verða fatlaðir ungir að aldri (almannalífeyrislögin (547/93))
        Almannalífeyrir sem er ákvarðaður í samræmi við almannalífeyrislög frá 8. júní 1956 og veittur samkvæmt umbreytingarreglum almannalífeyrislaga (547/93)
        Viðbótarfjárhæð lífeyris til barna í samræmi við lög um eftirlifendalífeyri frá 17. janúar 1969
    I.     SVÍÞJÓÐ
        Tekjutengdur eftirlifendalífeyrir í formi lífeyrisgreiðslna til barna og aðlögunarlífeyris ef andlát verður 1. janúar 2003 eða síðar og hinn látni fæddist árið 1938 eða síðar (lög 2000:461)
II.    Bætur, sem um getur í b-lið 2. mgr. 54. gr. í reglugerðinni, þar sem fjárhæð er ákvörðuð á grundvelli ætlaðs tímabils sem telst hafa vera lokið á tímabili milli þess dags þegar áhættan kemur fram og síðari dagsetningar
    A.     ÞÝSKALAND
        Örorku- og eftirlifendalífeyrir þar sem tekið er tillit til viðbótartímabils
        Ellilífeyrir þar sem tekið er tillit til viðbótartímabils sem þegar hefur áunnist
    B.     SPÁNN
        Eftirlaunalífeyrir eða eftirlaunalífeyrir vegna varanlegrar fötlunar (örorku) samkvæmt sérstöku tryggingakerfi fyrir opinbera starfsmenn sem greiða ber skv. I. bálki samsteypts texta laga um þá sem fá lífeyri frá hinu opinbera ef lífeyrisþeginn var í starfi sem opinber starfsmaður eða gegndi starfi sem veitir sama rétt þegar áhættan kom fram; lífeyrir vegna andláts og til eftirlifenda (ekkna/ekkla/munaðarlausra barna og foreldra) skv. I. bálki samsteypts texta laga um þá sem fá lífeyri frá hinu opinbera ef lífeyrisþeginn var í starfi sem opinber starfsmaður eða gegndi starfi sem veitir sama rétt þegar hann lést
    C.     ÍTALÍA
        Ítalskur lífeyrir vegna algjörrar óvinnufærni (inabilità)
    D.     LÚXEMBORG
        Örorku- og eftirlifendalífeyrir
    E.     FINNLAND
        Starfslífeyrir þar sem tekið er tillit til síðari tímabila samkvæmt innlendri löggjöf
    F.     SVÍÞJÓÐ
        Sjúkrabætur og ástundunargreiðslu í formi lágmarksbóta (lög 1962:381)
        Eftirlifendalífeyrir reiknaður á grundvelli ætlaðra tryggingatímabila (lög 2000:461 og 2000:462)
        Ellilífeyrir í formi lágmarkslífeyris reiknaður út á grundvelli ætlaðra áður talinna tímabila (lög 1998:702)
III.     Samningum, sem um getur í i. lið b-liðar í 2. mgr. 54. gr. í reglugerðinni, er ætlað að koma í veg fyrir að tekið sé tillit til sama ætlaða tímabilsins tvisvar eða oftar:
        Samningur um félagslegt öryggi frá 28. apríl 1997 milli Lýðveldisins Finnlands og Sambandslýðveldisins Þýskalands
        Samningur um félagslegt öryggi frá 10. nóvember 2000 milli Lýðveldisins Finnlands og Stórhertogadæmisins Lúxemborgar
        Samningur Norðurlandanna frá 15. júní 1992 um almannatryggingar.

X. VIÐAUKI
SÉRSTAKAR IÐGJALDSFRJÁLSAR BÆTUR Í PENINGUM
(c-liður 2. mgr. 70. gr.)

Evrópuþingið og ráðið ákvarða efni þessa viðauka í samræmi við sáttmálann eins fljótt og unnt er og eigi síðar en þann dag þegar beiting þessarar reglugerðar hefst eins og um getur í 91. gr.

XI. VIÐAUKI
SÉRÁKVÆÐI UM BEITINGU LÖGGJAFAR AÐILDARRÍKJANNA
(51. gr. (3. mgr.), 56. gr. (1. mgr.) og 83. gr.)

Evrópuþingið og ráðið ákvarða efni þessa viðauka í samræmi við sáttmálann eins fljótt og unnt er og eigi síðar en þann dag þegar beiting þessarar reglugerðar hefst eins og um getur í 91. gr.
Fylgiskjal III.


REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 988/2009
frá 16. september 2009
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa og um að ákveða efni viðaukanna við hana
(Texti sem varðar EES og Sviss)

EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 42. og 308. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 1 ),
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 2 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)         Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 3 ) er kveðið á um að ákveða skuli efni II., X. og XI. viðauka við þá reglugerð fyrir gildistökudag hennar.
2)         Aðlaga skal I., III., IV., VI., VII., VIII. og IX. viðauka við reglugerð (EB) nr. 883/2004 í því skyni að taka bæði tillit til krafna þeirra aðildarríkja sem hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu eftir að sú reglugerð var samþykkt og til nýlegrar þróunar í öðrum aðildarríkjum.
3)         Í 1. mgr. 56. gr. og 83. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 er kveðið á um að í XI. viðauka við þá reglugerð skuli sett fram sérákvæði um framkvæmd löggjafar tiltekinna aðildarríkja. Með XI. viðauka er ætlunin að taka tillit til sérkenna hinna mismunandi almannatryggingakerfa aðildarríkjanna í því skyni að auðvelda beitingu samræmingarreglnanna. Allmörg aðildarríki hafa óskað eftir því að færslur um beitingu eigin löggjafar þeirra um almannatryggingar verði færðar í þennan viðauka og hafa gefið framkvæmdastjórninni lagalegar og hagnýtar útskýringar á löggjöf sinni og kerfum.
4)         Í þágu hagræðingar og einföldunar er þörf á sameiginlegri nálgun til þess að tryggja að farið sé með færslur er varða mismunandi aðildarríki, en eru hver annarri líkar eða stefna að sömu markmiðum, að meginreglu til með svipuðum hætti.
5)         Þar eð markmiðið með reglugerð (EB) nr. 883/ 2004 er að samræma löggjöf um almannatryggingar, sem aðildarríki eru einvörðungu ábyrg fyrir, skal ekki setja færslur, sem ekki samrýmast tilgangi hennar eða markmiðum, né heldur færslur, sem eingöngu er ætlað að skýra túlkun innlendrar löggjafar, í þá reglugerð.
6)         Sumar beiðnir hafa vakið upp spurningar er varða nokkur aðildarríki sameiginlega: Í stað þess að setja svipaðar færslur í XI. viðauka fyrir nokkur aðildarríki er því rétt að fjalla um þau mál í almennara samhengi, annaðhvort með nánari útlistun í sjálfri reglugerð (EB) nr. 883/2004 eða í öðrum viðaukum hennar, sem ber því að breyta til samræmis við það, eða með því að fella ákvæði inn í framkvæmdarreglugerðina sem um getur í 89. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
7)         Breyta ber 28. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004 til þess að skýra og víkka út gildissvið hennar og tryggja að aðstandendur þess sem áður sótti vinnu yfir landamæri geti líka notið góðs af möguleikanum á áframhaldandi læknismeðferð í fyrra starfslandi hins tryggða eftir að hann lætur af störfum nema aðildarríkið, þar sem sá sem áður sótti vinnu yfir landamæri stundaði síðast starf sitt, sé skráð í III. viðauka.
8)         Rétt er að meta þýðingu, tíðni, umfang og kostnað þegar beitt er takmörkun á rétti til aðstoðar vegna aðstandenda þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri skv. III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 883/2004 þegar um er að ræða þau aðildarríki sem enn eru skráð í þann viðauka fjórum árum eftir að sú reglugerð kemur til framkvæmda.
9)         Einnig er rétt að fjalla um tiltekin sérmál í öðrum viðaukum við reglugerð (EB) nr. 883/ 2004, allt eftir tilganginum með þeim og eftir efni þeirra, fremur en í XI. viðauka við hana, í því skyni að tryggja samkvæmni í viðaukunum við þá reglugerð.
10)         Færslur sumra aðildarríkja í VI. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 ( 1 ) falla nú undir tiltekin, almenn ákvæði reglugerðar (EB) nr. 883/2004. Af þessum sökum er nú allmörgum færslum í VI. viðauka við reglugerð (EBE) nr. 1408/71 ofaukið.
11)         Til þess að auðvelda notkun borgaranna á reglugerð (EB) nr. 883/2004 þegar þeir biðja um upplýsingar eða gera kröfur á hendur stofnunum aðildarríkjanna skal einnig vísa til löggjafar hlutaðeigandi aðildarríkis á frummálinu, hvenær sem nauðsyn ber til, til þess að komast hjá mögulegum misskilningi.
12)         Því ber að breyta reglugerð (EB) nr. 883/2004 til samræmis við það.
13)         Í reglugerð (EB) nr. 883/2004 er kveðið á um að hún komi til framkvæmda á þeim degi þegar framkvæmdarreglugerðin öðlast gildi. Þessi reglugerð skal því koma til framkvæmda frá og með sama degi.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

1. gr.

Reglugerð (EB) nr. 883/2004 er hér með breytt sem hér segir:
1.    Eftirfarandi forsenda bætist við á eftir 17. forsendu:
    „17a)    Þegar löggjöf aðildarríkis öðlast gildi gagnvart einstaklingi skv. II. bálki þessarar reglugerðar skulu skilyrði fyrir aðild og rétti til bóta skilgreind í löggjöf lögbæra aðildarríkisins, jafnframt því að lög Bandalagsins eru virt.“
2.    Eftirfarandi forsenda bætist við á eftir 18. forsendu:
    „18a)    Meginreglan um að ein löggjöf gildi skiptir miklu máli og ber að leggja áherslu á hana. Þetta þarf þó ekki að þýða að veiting bóta, í samræmi við þessa reglugerð, og það nær einnig yfir greiðslu iðgjalda til trygginga eða vegna tryggingarverndar til handa greiðsluþega, hafi í för með sér að löggjöf þess aðildarríkis, þar sem stofnun hefur veitt bæturnar, verði gildandi löggjöf gagnvart þeim einstaklingi.“
3.    Eftirfarandi liðir bætist við í 1. gr.:
    „va)     Aðstoð:
            i.    að því er varðar 1. kafla III. bálks (sjúkrabætur, bætur til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar bætur til feðra), aðstoð, sem kveðið er á um samkvæmt löggjöf aðildarríkis, sem ætluð er til að veita, hafa til reiðu, greiða beint eða endurgreiða kostnað við læknishjálp og þær vörur og þjónustu sem fylgja læknishjálpinni. Í þessu felst aðstoð vegna langtímaumönnunar,
            ii.    að því er varðar 2. kafla III. bálks (bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma), öll aðstoð vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma, eins og skilgreint er í i. lið hér að framan og er veitt samkvæmt vinnuslysa- og atvinnusjúkdómakerfum aðildarríkjanna.“
4.    Í stað 5. mgr. 3. gr. komi eftirfarandi:
    „5    Þessi reglugerð gildir ekki um:
        a)    félagslega aðstoð og læknishjálp eða
        b)    bætur, þar sem aðildarríki tekur á sig ábyrgð á tjóni sem einstaklingar verða fyrir og veitir möguleika á bótum, s.s. þegar um er að ræða fórnarlömb stríða og hernaðaraðgerða eða afleiðingar þeirra, fórnarlömb glæpa, tilræðis eða hryðjuverka, þá sem verða fyrir tjóni sem fulltrúar hlutaðeigandi aðildarríkis eru valdir að við störf sín eða þá sem hafa borið skarðan hlut frá borði af pólitískum eða trúarlegum ástæðum eða sökum ætternis.“
5.    Í stað 4. mgr. 14. gr. komi eftirfarandi:
    „4.    Ef löggjöf aðildarríkis bindur aðgang að frjálsum tryggingum eða frjálsum viðvarandi tryggingum búsetu í því aðildarríki eða fyrri atvinnu sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur gildir b-liður 5. gr. aðeins um þá einstaklinga sem hafa áður heyrt undir löggjöf í því aðildarríki á grundvelli starfs sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.“
6.    Í 15. gr. komi „samningsbundnir starfsmenn“ í stað hugtaksins „aðstoðarfólk“.
7.    Í stað 2. mgr. 18. gr. komi eftirfarandi:
    „2.     Aðstandendur þess sem sækir vinnu yfir landamæri skulu eiga rétt á aðstoð á meðan á dvöl í lögbæru aðildarríki stendur.
    Ef lögbæra aðildarríkið er skráð í III. viðauka eiga aðstandendur þess sem sækir vinnu yfir landamæri, sem hafa fasta búsetu í sama aðildarríki og hann, þó aðeins rétt á aðstoð í lögbæra aðildarríkinu samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 19. gr.“
8.    Í stað 1. mgr. 28. gr. komi eftirfarandi:
    „1.     Sá sem sækir vinnu yfir landamæri og hættir störfum vegna elli eða örorku á rétt á aðstoð vegna veikinda í því aðildarríki þar sem hann starfaði síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, að því gefnu að þetta sé áframhaldandi meðferð sem hófst í því aðildarríki. „Áframhaldandi meðferð“ merkir áframhaldandi rannsókn, sjúkdómsgreining og meðferð sjúkdóms allan þann tíma sem sjúkdómsins gætir.
    Fyrsta undirgrein gildir, að breyttu breytanda, um aðstandendur þess sem áður sótti vinnu yfir landamæri nema aðildarríkið, þar sem sá sem sótti vinnu yfir landamæri starfaði síðast, sé skráð í III. viðauka.“
9.    Í stað 1. mgr. 36. gr. komi eftirfarandi:
    „1.     Með fyrirvara um hagstæðari ákvæði í 2. mgr. og 2. mgr. a í þessari grein gilda 17. gr., 18. gr. (1. mgr.), 19. gr. (1. mgr.) og 20. gr. (1. mgr.) einnig um aðstoð/bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma.“
10.    Eftirfarandi málsgrein bætist við í 36. gr.:
    „2a.     Þar til bær stofnun getur ekki neitað að veita launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklingi, sem hefur orðið fyrir vinnuslysi eða fengið atvinnusjúkdóm og á rétt á aðstoð/bótum sem þeirri stofnun ber að standa straum af, þá heimild sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. ef viðeigandi læknismeðferð er ekki fyrir hendi í aðildarríkinu þar sem hann hefur fasta búsetu, innan tímamarka sem má réttlæta læknisfræðilega ef mið er tekið af núverandi heilsufarsástandi hans og líklegri framvindu sjúkdómsins.“
11.    Í stað 3. mgr. 51. gr. komi eftirfarandi:
    „3.     Ef löggjöf eða sérstakt kerfi aðildarríkis setur það skilyrði fyrir rétti einstaklings til að öðlast, viðhalda eða endurheimta rétt til bóta að hlutaðeigandi einstaklingur sé tryggður á þeim tíma er áhættan kemur fram skal litið svo á að því skilyrði hafi verið fullnægt ef sá einstaklingur var tryggður áður samkvæmt löggjöf eða sérstöku kerfi þess aðildarríkis og er, á þeim tíma er áhættan kemur fram, tryggður samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis gegn sömu áhættu eða, sé ekki um það að ræða, ef greiða ber bætur samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis vegna sömu áhættu. Síðara skilyrðinu telst þó fullnægt í þeim tilvikum sem um getur í 57. gr.“
12.    Í stað 4. mgr. 52. gr. komi eftirfarandi:
    „4.     Ef útreikningur skv. a-lið 1. mgr. í einu aðildarríki leiðir ætíð til þess að sjálfstæðu bæturnar eru jafnháar og eða hærri en hlutfallslegu bæturnar, reiknað í samræmi við b-lið 1. mgr., skal þar til bæra stofnunin fellt niður hlutfallslega útreikninginn, að því tilskildu að:
    i.    slíkt tilvik sé fært í 1. hluta VIII. viðauka,
    ii.    engin löggjöf, sem inniheldur reglur um að koma í veg fyrir skörun bóta, eins og um getur í 54. og 55. gr., eigi við nema að uppfylltum þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 55. gr. og
    iii.    57. gr. eigi ekki við í tengslum við tímabil sem lokið er samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis í sérstökum aðstæðum málsins.“
13.    Eftirfarandi málsgrein bætist við 52. gr.:
    „5.     Þrátt fyrir 1., 2. og 3. mgr. skal ekki beita hlutfallslegum útreikningi í kerfi fyrir úthlutun bóta þar sem tímabil hafa engin áhrif á útreikninginn, enda séu slík kerfi skráð í 2. hluta VIII. viðauka. Í slíkum tilvikum á hlutaðeigandi einstaklingur rétt á bótum sem eru reiknaðar út í samræmi við löggjöf viðkomandi aðildarríkis.“
14.    Í c-lið 1. mgr. 56. gr. komi orðin „ef nauðsyn krefur“ á undan „í samræmi við þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í XI. viðauka“.
15.    Í 1. mgr. 56. gr. bætist eftirfarandi liður við:
    „d)    Í því tilviki að c-liður á ekki við sökum þess að löggjöf aðildarríkis kveður á um að bæturnar skuli reiknaðar út á grundvelli annarra þátta en tryggingatímabila eða búsetutímabila, sem eru ekki tengdir við tíma, skal lögbæra stofnunin, að því er varðar hvert tryggingatímabil eða búsetutímabil sem lokið er samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, taka tillit til uppsafnaðs fjármagns, þess fjármagns sem telst vera uppsafnað eða einhverra annarra þátta til útreiknings samkvæmt þeirri löggjöf sem stofnunin starfar eftir, deilt með samsvarandi tímaeiningum í viðkomandi lífeyriskerfi.“
16.    Eftirfarandi bætist við 57. gr.:
    „4    Þessi grein á ekki við um kerfi sem eru skráð í 2. hluta VIII. viðauka.“
17.    Í 3. mgr. 62. gr. komi „atvinnulausa einstaklinga“ í stað „þá sem sækja vinnu yfir landamæri“.
18.    Eftirfarandi grein bætist við:
     „68. gr. a
     Úthlutun bóta
    Ef einstaklingur, sem á rétt á fjölskyldubótunum, nýtir sér þær ekki til framfærslu aðstandenda skal hlutaðeigandi stofnun rækja lagalegar skyldur sínar með því að greiða þær bætur þeim einstaklingi eða lögpersónu sem í reynd hefur aðstandendur á framfæri sínu, að beiðni og fyrir milligöngu stofnunar í búsetuaðildarríki þeirra eða þeirrar stofnunar sem hefur verið útnefnd til þess af lögbæru yfirvaldi í búsetuaðildarríkinu.“
19.    Ákvæðum 87. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    Í stað 8. mgr. komi eftirfarandi:
        „8.     Heyri einstaklingur samkvæmt þessari reglugerð undir löggjöf annars aðildarríkis en þess sem er ákvarðað í samræmi við II. bálk reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 skal hann áfram heyra undir þá löggjöf á meðan aðstæður hans haldast óbreyttar, þó ekki lengur en í tíu ár frá þeim degi sem þessi reglugerð kemur til framkvæmda, nema hann fari fram á að vera færður undir löggjöfina sem hann heyrir undir samkvæmt þessari reglugerð. Beiðnin skal lögð fram hjá þar til bærri stofnun aðildarríkisins, sem setur löggjöfina sem gildir samkvæmt þessari reglugerð, innan þriggja mánaða frá þeim degi er reglugerð þessi kemur til framkvæmda ef hlutaðeigandi einstaklingur á að heyra undir löggjöf þess aðildarríkis frá og með þeim degi sem þessi reglugerð kemur til framkvæmda. Sé beiðnin lögð fram eftir að þeim fresti lýkur skal breyting yfir í nýja gildandi löggjöf eiga sér stað fyrsta dag næsta mánaðar.“
    b)    Eftirfarandi málsgreinar bætist við:
        „10a.     Þær færslur í III. viðauka, er varða Eistland, Spán, Ítalíu, Litháen, Ungverjaland og Holland, falla úr gildi fjórum árum eftir að þessi reglugerð kemur til framkvæmda.
        10b.     Endurskoða skal skrána í III. viðauka eigi síðar en 31. október 2014 á grundvelli skýrslu frá framkvæmdaráðinu. Í skýrslunni skal koma fram mat á því hvaða áhrif, sett fram bæði tölulega og hlutfallslega, beiting ákvæða III. viðauka hefur á mikilvægi, tíðni, umfang og kostnað. Skýrslan skal einnig taka til mögulegra afleiðinga þess að fella þau ákvæði úr gildi fyrir þau aðildarríki sem eru áfram skráð í þeim viðauka eftir þann dag sem um getur í málsgrein 10a. Á grundvelli þeirrar skýrslu skal framkvæmdastjórnin ákveða hvort leggja beri fram tillögu um endurskoðun skrárinnar, með því meginmarkmiði að fella skrána úr gildi, nema í skýrslunni frá framkvæmdaráðinu komi fram brýnar ástæður fyrir því að fella hana ekki úr gildi.“
20.    Breyta ber viðaukunum í samræmi við viðaukann við þessa reglugerð.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún kemur til framkvæmda frá og með þeim degi þegar framkvæmdarreglugerðin, sem um getur í 89. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, öðlast gildi.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Strassborg 16. september 2009.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
J. Buzek C. Malmström
forseti. forseti.

VIÐAUKI
Breytingar á viðaukum við reglugerð (EB) nr. 883/2004

A.    Ákvæðum I. viðauka er breytt sem hér segir:
    1.    Í I. hluta (Fyrirframgreiddur framfærslueyrir (barnsmeðlag)):
        a)    komi „BELGÍA“ í stað fyrirsagnarinnar „A. BELGÍA“,
        b)    bætist eftirfarandi færsla við á eftir færslunni „BELGÍA“:
            „BÚLGARÍA
            Framfærslueyrir frá ríkinu skv. 92. gr. fjölskyldulöggjafarinnar“,
        c)    „DANMÖRK“ og „ÞÝSKALAND“ komi í stað fyrirsagnanna „B. DANMÖRK“ og „C. ÞÝSKALAND“,
        d)    bætist eftirfarandi færslur við á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.ÞÝSKALAND“:
            „EISTLAND
            Framfærslugreiðslur samkvæmt lögum um framfærslugreiðslur frá 21. febrúar 2007
            SPÁNN
            Fyrirframgreiddur framfærslueyrir samkvæmt konunglegri tilskipun 1618/2007 frá 7. desember 2007“,
        e)    komi „FRAKKLAND“ í stað fyrirsagnarinnar „D. FRAKKLAND“,
        f)    bætist eftirfarandi færslur við á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.FRAKKLAND“:
            „LITHÁEN
            Greiðslur úr framfærslusjóði barna samkvæmt lögum um framfærslusjóð barna.
            LÚXEMBORG
            Fyrirframgreiðsla og endurgreiðsla framfærslueyris í skilningi laga frá 26. júlí 1980.“,
        g)    komi „AUSTURRÍKI“ í stað fyrirsagnarinnar „E. AUSTURRÍKI“,
        h)    bætist eftirfarandi færslur við á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.AUSTURRÍKI“ :
            „PÓLLAND
            Bætur úr framfærsluframlagssjóði samkvæmt lögum um aðstoð til einstaklinga sem eiga rétt á framfærsluframlagi“,
        i)    komi „PORTÚGAL“ í stað fyrirsagnarinnar „F. PORTÚGAL“,
        j)    bætist eftirfarandi færslur við á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.PORTÚGAL“:
            „SLÓVENÍA
            Framfærslueyrir í samræmi við lög um opinberan ábyrgðar- og framfærslusjóð Lýðveldisins Slóveníu frá 25. júlí 2006
            SLÓVAKÍA
            Framfærsluframlag (framfærslueyrir) samkvæmt lögum nr. 452/2004 Coll. um framfærsluframlag, eins og þeim var breytt með síðari reglugerðum.“,
        k)    komi „FINNLAND“ og „SVÍÞJÓГ í stað fyrirsagnanna „G. FINNLAND“ og „H. SVÍÞJÓГ.
    2.    Í II. hluta (sérstakar greiðslur vegna barnsburðar og ættleiðingar):
        a)    komi „BELGÍA“ í stað fyrirsagnarinnar „A. BELGÍA“,
        b)    bætist eftirfarandi færslur við á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.BELGÍA“:
            „BÚLGARÍA
            Eingreiðsla vegna meðgöngu og fæðingar (lög um fjölskyldugreiðslur vegna barna)
            TÉKKLAND
            Greiðsla vegna barnsburðar
            EISTLAND
            a)    Greiðsla vegna barnsburðar
            b)    Greiðsla vegna ættleiðingar“,
        c)    komi „SPÁNN“ og „FRAKKLAND“ í stað fyrirsagnanna „B. SPÁNN“ og „C. FRAKKLAND“,
        d)    komi eftirfarandi í stað færslunnar undir fyrirsögninni „Spánn“:
            „SPÁNN
            Styrkur vegna barnsburðar og ættleiðingar í formi eingreiðslu“,
        e)    bætist eftirfarandi við í færslunni undir fyrirsögninni „FRAKKLAND“:
            „, nema greitt sé til einstaklings sem heyrir áfram undir franska löggjöf skv. 12. eða 16. gr.“,
        f)    bætist eftirfarandi færslur við á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.FRAKKLAND“:
            „LETTLAND
            a)    Styrkur vegna barnsburðar
            b)    Greiðsla vegna ættleiðingar
            LITHÁEN
            Styrkur í formi eingreiðslu vegna barns“,
        g)    komi „LÚXEMBORG“ í stað fyrirsagnarinnar „D. LÚXEMBORG“,
        h)    bætist eftirfarandi færslur við á eftir færslunni undir fyrirsögninni „LÚXEMBORG“:
            „UNGVERJALAND
            Styrkur vegna meðgöngu og fæðingar
            PÓLLAND
            Styrkur vegna barnsburðar í formi eingreiðslu (lög um fjölskyldubætur)
            RÚMENÍA
            a)    Greiðsla vegna barnsburðar
            b)    Ungbarnafatnaður ásamt rúmfatnaði og öðru tilheyrandi
            SLÓVENÍA
            Styrkur vegna barnsburðar
            SLÓVAKÍA
            a)    Greiðsla vegna barnsburðar
            b)    Viðbótargreiðsla vegna barnsburðar“,
        i)    komi „FINNLAND“ í stað fyrirsagnarinnar „E. FINNLAND“.
B.    Í stað II. viðauka komi eftirfarandi:
     „II. VIÐAUKI
     ÁKVÆÐI SAMNINGA SEM GILDA ÁFRAM OG, EFTIR ATVIKUM, EIGA AÐEINS VIÐ UM EINSTAKLINGA SEM FALLA UNDIR ÞÁ (1. mgr. 8. gr.)
    Almennar athugasemdir
    Bent er á að ákvæði tvíhliða samninga, sem falla ekki undir gildissvið þessarar reglugerðar og gilda áfram milli aðildarríkja, eru ekki skráð í þessum viðauka. Þetta tekur til skuldbindinga milli aðildarríkja sem leiðir af samningum sem t.d. innihalda ákvæði um söfnun tryggingatímabila sem lokið er í þriðja landi.
    Ákvæði samninga um félagslegt öryggi gilda áfram:
    BELGÍA – ÞÝSKALAND
    Ákvæði 3. og 4. gr. lokabókunar frá 7. desember 1957 við almenna samninginn frá þeim degi, í þeirri gerð sem fram kemur í viðbótarbókun frá 10. nóvember 1960 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem lokið er á tilteknum landamærasvæðum fyrir seinni heimstyrjöldina, á meðan á henni stóð og eftir að henni lauk).
    BELGÍA – LÚXEMBORG
    Samningur frá 24. mars 1994 um félagslegt öryggi þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri (varðandi viðbótarendurgreiðslu með fastri fjárhæð).
    BÚLGARÍA – ÞÝSKALAND
    Ákvæði b-liðar 1. mgr. 28. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 17. desember 1997 (viðhald samninga sem voru gerðir milli Búlgaríu og fyrrverandi Þýska alþýðulýðveldisins og varða einstaklinga sem fengu lífeyri þegar fyrir 1996).
    BÚLGARÍA – AUSTURRÍKI
    Ákvæði 3. mgr. 38. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 14. apríl 2005 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 27. nóvember 1961); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir þann samning.
    BÚLGARÍA – SLÓVENÍA
    Ákvæði 2. mgr. 32. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 18. desember 1957 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fram til 31. desember 1957).
    TÉKKLAND – ÞÝSKALAND
    Ákvæði c- og b-liðar 1. mgr. 39. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 27. júlí 2001 (viðhald samnings sem var gerður milli fyrrverandi Lýðveldisins Tékkóslóvakíu og fyrrverandi Þýska alþýðulýðveldisins og varða einstaklinga sem fengu lífeyri þegar fyrir 1996; viðurkenning á tryggingatímabilum sem lokið er í einu af samningsríkjunum og varða einstaklinga, sem þegar höfðu fengið lífeyri fyrir þessi tímabil 1. september 2002 frá hinu samningsríkinu, á meðan þeir voru búsettir á yfirráðasvæði þess).
    TÉKKLAND – KÝPUR
    Ákvæði 4. mgr. 32. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 19. janúar 1999 (ákvörðun um hvaða aðili er til þess bær að reikna út starfstímabil sem er lokið samkvæmt viðeigandi samningi frá 1976); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    TÉKKLAND – LÚXEMBORG
    Ákvæði 8. mgr. 52. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 17. nóvember 2000 (viðurkenning á tryggingatímabilum fyrir pólitíska flóttamenn).
    TÉKKLAND – AUSTURRÍKI
    Ákvæði 3. mgr. 32. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 20. júlí 1999 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 27. nóvember 1961); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    TÉKKLAND – SLÓVAKÍA
    Ákvæði 12., 20. og 33. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 29. október 1992 (í 12. gr. er ákvarðað hvaða aðili er til þess bær að veita eftirlifendabætur; í 20. gr. er ákvarðað hvaða aðili er til þess bær að reikna út starfstímabil, sem er lokið, fram að þeim degi að Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldið er leyst upp; í 33. gr. er ákvarðað hvaða aðili er til þess bær að greiða lífeyri sem er veittur fyrir þann dag þegar Tékkneska og slóvakíska sambandslýðveldið var leyst upp).
    DANMÖRK – FINNLAND
    Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlandanna um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).
    DANMÖRK – SVÍÞJÓÐ
    Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlandanna um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).
    ÞÝSKALAND – SPÁNN
    Ákvæði 2. mgr. 45. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 4. desember 1973 (sendiráð og ræðisskrifstofur fara með fyrirsvar).
    ÞÝSKALAND – FRAKKLAND
    a)    Viðbótarsamningur nr. 4 frá 10. júlí 1950 við almenna samninginn frá þeim degi, í þeirri gerð sem fram kemur í viðbótarsamningi nr. 2 frá 18. júní 1955 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið á tímabilinu 1. júlí 1940 til 30. júní 1950).
    b)    Ákvæði I. bálks þessa viðbótarsamnings nr. 2 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 8. maí 1945).
    c)    Ákvæði 6., 7. og 8. liðar í almennu bókuninni frá 10. júlí 1950 við almenna samninginn frá þeim degi (stjórnvaldsráðstafanir).
    d)    Ákvæði II., III. og IV. bálks samnings frá 20. desember 1963 (um félagslegt öryggi í Saarlandi).
    ÞÝSKALAND – LÚXEMBORG
    Ákvæði 4., 5., 6. og 7. gr. samnings frá 11. júlí 1959 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið á tímabilinu frá september 1940 til júní 1946).
    ÞÝSKALAND – UNGVERJALAND
    Ákvæði b-liðar 1. mgr. 40. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 2. maí 1998 (viðhald samnings sem var gerður milli fyrrverandi Þýska alþýðulýðveldisins og Ungverjalands og varðar einstaklinga sem fengu lífeyri þegar fyrir 1996).
    ÞÝSKALAND – HOLLAND
    Ákvæði 2. og 3. gr. viðbótarsamnings nr. 4 frá 21. desember 1956 við samninginn frá 29. mars 1951 (uppgjör réttinda sem starfandi hollenskir menn hafa aflað sér samkvæmt þýska almannatryggingakerfinu frá 13. maí 1940 til 1. september 1945).
    ÞÝSKALAND – AUSTURRÍKI
    a)    Ákvæði 5. mgr. 1. gr. og 8. gr. samnings um atvinnuleysistryggingar frá 19. júlí 1978 og 10. gr. lokabókunar við þann samning (um greiðslur vegna atvinnuleysis frá fyrra ráðningarríki til þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri) gilda áfram um þá sem sóttu vinnu yfir landamæri 1. janúar 2005 eða fyrir þann tíma og verða atvinnulausir fyrir 1. janúar 2011.
    b)    Ákvæði g-, h-, i- og j-liðar 2. mgr. 14. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 4. október 1995 (ákvörðun um það hvernig löndin tvö skipta með sér ábyrgð að því er varðar fyrri tryggingamál og áunnin tryggingatímabil); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    ÞÝSKALAND – PÓLLAND
    a)    Samningur frá 9. október 1975 um elli og vinnuslys, með skilyrðum og gildissviði sem er skilgreint í 2.–4. mgr. 27. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 8. desember 1990 (viðhald réttarstöðu, á grundvelli samnings frá 1975, þeirra einstaklinga sem hafa fasta búsetu á yfirráðasvæði Þýskalands eða Póllands fyrir 1. janúar 1991 og hafa þar áfram fasta búsetu).
    b)    Ákvæði 5. mgr. 27. gr. og 2. mgr. 28. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 8. desember 1990 (viðhald réttar til lífeyris sem er greiddur á grundvelli samnings frá 1957 sem var gerður milli fyrrverandi Þýska alþýðulýðveldisins og Póllands; viðurkenning á tryggingatímabilum sem pólskir launþegar hafa lokið samkvæmt samningi frá 1988 sem var gerður milli fyrrverandi Þýska alþýðulýðveldisins og Póllands).
    ÞÝSKALAND – RÚMENÍA
    Ákvæði b-liðar 1. mgr. 28. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 8. apríl 2005 (viðhald samnings sem var gerður milli fyrrverandi Þýska alþýðulýðveldisins og Rúmeníu og varðar einstaklinga sem fengu lífeyri þegar fyrir 1996).
    ÞÝSKALAND – SLÓVENÍA
    Ákvæði 42. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 24. september 1997 (uppgjör vegna réttinda sem aflað er fyrir 1. janúar 1956 samkvæmt almannatryggingakerfi hins samningsríkisins); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    ÞÝSKALAND – SLÓVAKÍA
    Önnur og þriðja undirgrein 1. mgr. 29. gr. samnings frá 12. september 2002 (viðhald samnings sem var gerður milli fyrrverandi Lýðveldisins Tékkóslóvakíu og fyrrverandi Þýska alþýðulýðveldisins og varðar einstaklinga sem fengu lífeyri þegar fyrir 1996; viðurkenning á tryggingatímabilum sem lokið er í einu af samningsríkjunum og varða einstaklinga sem þegar höfðu fengið lífeyri fyrir þessi tímabil 1. desember 2003 frá hinu samningsríkinu, á meðan þeir voru búsettir á yfirráðasvæði þess).
    ÞÝSKALAND – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
    a)    Ákvæði 5. og 6. mgr. 7. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 20. apríl 1960 (löggjöf sem gildir um almenna borgara sem starfa hjá hernum).
    b)    Ákvæði 5. og 6. mgr. 5. gr. samnings um atvinnuleysistryggingar frá 20. apríl 1960 (löggjöf sem gildir um almenna borgara sem starfa hjá hernum).
    ÍRLAND – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
    Ákvæði 2. mgr. 19. gr. samnings frá 14. desember 2004 um félagslegt öryggi (um flutning og viðurkenningu á tilteknum örorkustigum).
    SPÁNN – PORTÚGAL
    Ákvæði 22. gr. almenna samningsins frá 11. júní 1969 (flutningur á atvinnuleysisbótum milli landa). Þessi færsla helst í gildi í tvö ár eftir gildistökudag þessarar reglugerðar.
    ÍTALÍA – SLÓVENÍA
    a)    Samningur um reglur um gagnkvæmar skuldbindingar í almannatryggingum með vísun til 7. mgr. XIV. viðauka við friðarsáttmálann, sem var gerður 5. febrúar 1959 með því að skiptast á orðsendingum (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 18. desember 1954); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir þann samning.
    b)    Ákvæði 3. mgr. 45. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 7. júlí 1997 varðandi fyrrum svæði B á frísvæði Trieste (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 5. október 1956); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir þann samning.
    LÚXEMBORG – PORTÚGAL
    Samningur frá 10. mars 1997 (um viðurkenningu á ákvörðunum stofnana hjá einum samningsaðila varðandi örorkuástand þeirra sem sækja um lífeyri hjá stofnunum hins samningsaðilans).
    LÚXEMBORG – SLÓVAKÍA
    Ákvæði 5. mgr. 50. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 23. maí 2002 (viðurkenning á tryggingatímabilum fyrir pólitíska flóttamenn).
    UNGVERJALAND – AUSTURRÍKI
    Ákvæði 3. mgr. 36. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 31. mars 1999 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 27. nóvember 1961); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    UNGVERJALAND – SLÓVENÍA
    Ákvæði 31. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 7. október 1957 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 29. maí 1956); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    UNGVERJALAND – SLÓVAKÍA
    Ákvæði 1. mgr. 34. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 30. janúar 1959 (í 1. mgr. 34. gr. þess samnings er kveðið á um að tryggingatímabil, sem eru viðurkennd fyrir undirritunardag þess samnings, séu tryggingatímabil þess samningsríkis sem ræður yfir því svæði þar sem rétthafi var búsettur); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    AUSTURRÍKI – PÓLLAND
    Ákvæði 3. mgr. 33. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 7. september 1998 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 27. nóvember 1961); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    AUSTURRÍKI – RÚMENÍA
    Ákvæði 3. mgr. 37. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 28. október 2005 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 27. nóvember 1961); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    AUSTURRÍKI – SLÓVENÍA
    Ákvæði 37. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 10. mars 1997 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 1. janúar 1956); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    AUSTURRÍKI – SLÓVAKÍA
    Ákvæði 3. mgr. 34. gr. samnings um félagslegt öryggi frá 21. desember 2001 (viðurkenning á tryggingatímabilum sem er lokið fyrir 27. nóvember 1961); beiting þess ákvæðis er áfram takmarkað við þá einstaklinga sem falla undir hann.
    FINNLAND – SVÍÞJÓÐ
    Ákvæði 7. gr. samnings Norðurlandanna um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003 (um greiðslu aukakostnaðar við heimferð vegna veikinda, á meðan dvöl í öðru norrænu landi stendur, þegar þörf er á að nota dýrari ferðamáta við heimför til búsetulands).“
C.    Í stað III. viðauka komi eftirfarandi:
     „III. VIÐAUKI
    TAKMÖRKUN AÐSTOÐAR TIL AÐSTANDENDA ÞEIRRA SEM SÆKJA VINNU YFIR LANDAMÆRI
    (sem um getur í 2. mgr. 18. gr.)
    DANMÖRK
    EISTLAND (þessi færsla gildir á því tímabili sem um getur í málsgrein 10a í 87. gr.)
    ÍRLAND
    SPÁNN (þessi færsla gildir á því tímabili sem um getur í málsgrein 10a í 87. gr.)
    ÍTALÍA (þessi færsla gildir á því tímabili sem um getur í málsgrein 10a í 87. gr.)
    LITHÁEN (þessi færsla gildir á því tímabili sem um getur í málsgrein 10a í 87. gr.)
    UNGVERJALAND (þessi færsla gildir á því tímabili sem um getur í málsgrein 10a í 87. gr.)
    HOLLAND (þessi færsla gildir á því tímabili sem um getur í málsgrein 10a í 87. gr.)
    FINNLAND
    SVÍÞJÓÐ
    BRESKA KONUNGSRÍKIГ.
D.    Ákvæðum IV. viðauka er breytt sem hér segir:
    1.    Á eftir færslunni „BELGÍA“ bætist eftirfarandi færslur við:
        „BÚLGARÍA
        TÉKKLAND“.
    2.    Færslan „ÍTALÍA“ falli brott.
    3.    Á eftir færslunni „FRAKKLAND“ bætist færslan „KÝPUR“ við:
    4.    Á eftir færslunni „LÚXEMBORG“ bætist eftirfarandi færslur við:
        „UNGVERJALAND
        HOLLAND“.
    5.    Á eftir færslunni „AUSTURRÍKI“ bætist eftirfarandi færslur við:
        „PÓLLAND
        SLÓVENÍA“.
E.    Ákvæðum VI. viðauka er breytt sem hér segir:
    1.    Fremst í viðaukanum bætist eftirfarandi færslur við:
        „TÉKKLAND
        Fullur örorkulífeyrir til einstaklinga sem hlutu algera örorku fyrir átján ára aldur og voru ótryggðir á tilskildu tímabili (42. þáttur laga um lífeyristryggingar nr. 155/1995 Coll.).
        EISTLAND
        a)    Örorkubætur sem eru greiddar fyrir 1. apríl 2000 samkvæmt lögum um greiðslur frá hinu opinbera og haldast samkvæmt lögum um lífeyristryggingar hins opinbera.
        b)    Almannalífeyrir vegna örorku samkvæmt lögum um lífeyristryggingar hins opinbera.
        c)    Örorkubætur sem eru greiddar samkvæmt lögum um varnarliðsþjónustu, lögum um löggæslu, lögum um embætti saksóknara, lögum um stöðu dómara, lögum um laun þingmanna, lífeyri og aðrar félagslegar tryggingar og lögum um opinber kjör forseta lýðveldisins.“
    2.    „GRIKKLAND“ og „ÍRLAND“ komi í stað fyrirsagnanna „A. GRIKKLAND“ og „B. ÍRLAND“.
    3.    Færslan undir fyrirsögninni „ÍRLAND“ er færð og skotið inn aftur á undan færslunni undir fyrirsögninni „GRIKKLAND“ og hljóði svo:
        „2. hluti 17. kafla laga um félagslega velferð frá 2005 (Social Welfare Consolidation Act 2005).“
    4.    Á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.GRIKKLAND“ bætist eftirfarandi færsla við:
        „LETTLAND
        Örorkulífeyrir (þriðji flokkur) skv. 1. og 2. mgr. 16. gr. laga um lífeyri frá hinu opinbera frá 1. janúar 1996.“
    5.    „FINNLAND“ komi í stað „C. FINNLAND“ og í stað samsvarandi færslu komi eftirfarandi:
        „FINNLAND
        Almannalífeyrir til fatlaðra einstaklinga eða þeirra sem verða fatlaðir ungir að aldri (almannalífeyrislögin, 568/2007).
        Örorkubætur sem eru ákvarðaðar samkvæmt umbreytingarreglum og veittar fyrir 1. janúar 1994 (lög um framkvæmd almannalífeyrislaganna, 569/2007).“
    6.    „SVÍÞJÓГ og „BRESKA KONUNGSRÍKIГ komi í stað fyrirsagnanna „D. SVÍÞJÓГ og „E. BRESKA KONUNGSRÍKIГ.
F.    Ákvæðum VII. viðauka er breytt sem hér segir:
    1.    Í töflunum með fyrirsögninni „BELGÍA“ og „FRAKKLAND“ falli brott línurnar er varða Lúxemborg.
    2.    Taflan undir fyrirsögninni „LÚXEMBORG“ falli brott.
G.    Í stað VIII. viðauka komi eftirfarandi:
     „VIII. VIÐAUKI
     TILVIK ÞEGAR HLUTFALLSLEGI ÚTREIKNINGURINN SKAL FELLDUR NIÐUR EÐA HANN Á EKKI VIÐ (4. og 5. mgr. 52. gr.)
    1. hluti:
    Tilvik þegar hlutfallslegi útreikningurinn skal felldur niður skv. 4. mgr. 52. gr.
    DANMÖRK
    Allar umsóknir um lífeyri sem um getur í lögum um almannalífeyri, þó ekki lífeyri sem um getur í IX. viðauka.
    ÍRLAND
    Allar umsóknir um lífeyri frá hinu opinbera (yfirfærðan), lífeyri frá hinu opinbera (iðgjaldsskyldan), ekknalífeyri (iðgjaldsskyldan) og ekklalífeyri (iðgjaldsskyldan).
    KÝPUR
    Allar umsóknir um elli-, örorku-, ekkna- og ekklalífeyri.
    LETTLAND
    a)    Allar umsóknir um örorkulífeyri (lög um lífeyri frá hinu opinbera frá 1. janúar 1996).
    b)    Allar umsóknir um eftirlifendalífeyri (lög um lífeyri frá hinu opinbera frá 1. janúar 1996; lög um lífeyri úr sjóðum hins opinbera frá 1. júlí 2001).
    LITHÁEN
    Allar umsóknir um eftirlifendalífeyri frá almannatryggingum ríkisins sem er reiknaður út á grundvelli grunnfjárhæðar eftirlifendalífeyris (lög um lífeyri frá almannatryggingum ríkisins).
    HOLLAND
    Allar umsóknir um ellilífeyri samkvæmt lögum um almennar tryggingar vegna elli (Algemene Ouderdomswet (AOW)).
    AUSTURRÍKI
    a)    Allar umsóknir um bætur samkvæmt sambandslögum frá 9. september 1955 um almannatryggingar – ASVG, sambandslögum frá 11. október 1978 um almannatryggingar fyrir þá sem starfa við viðskipti og verslun – GSVG, sambandslögum frá 11. október 1978 um almannatryggingar fyrir sjálfstætt starfandi bændur – BSVG og sambandslögum frá 30. nóvember 1978 um almannatryggingar fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga innan menntastétta (FSVG).
    b)    Allar umsóknir um örorkulífeyri á grundvelli lífeyrisreiknings samkvæmt lögum um almennan lífeyri (Allgemeines Pensionsgesetz (APG)) frá 18. nóvember 2004.
    c)    Allar umsóknir um eftirlifendalífeyri á grundvelli lífeyrisreiknings samkvæmt lögum um almennan lífeyri (Allgemeines Pensionsgesetz (APG)) frá 18. nóvember 2004, ef ekki á að hækka bæturnar í tengslum við viðbótartryggingarmánuði skv. 2. mgr. 7. gr. laga um almennan lífeyri.
    d)    Allar umsóknir um örorkulífeyri og eftirlifendalífeyri frá austurríska læknaráðinu (Landesärztekammer) á grundvelli grunnframlags (grunnbóta og viðbótarbóta eða grunnlífeyris).
    e)    Allar umsóknir um stuðning vegna varanlegrar starfsörorku og stuðning við eftirlifendur úr lífeyrissjóði austurríska dýralæknafélagsins.
    f)    Allar umsóknir um bætur vegna starfsörorku, ekknalífeyri og lífeyri fyrir börn, sem hafa misst annað foreldri eða báða foreldra, samkvæmt samþykktum fyrir velferðarstofnanir austurrískra lögmannafélaga, hluta A.
    PÓLLAND
    Allar umsóknir um lífeyri vegna fötlunar, ellilífeyri samkvæmt skilgreindu bótakerfi og eftirlifendalífeyri.
    PORTÚGAL
    Allar umsóknir um örorku-, elli- og eftirlifendalífeyri, þó ekki í þeim tilvikum þar sem samanlögð tryggingatímabil, sem er lokið samkvæmt löggjöf í fleiri aðildarríkjum en einu, jafngilda 21 almanaksári eða meira, innlend tryggingatímabil eru 20 ár eða styttri og útreikningur er gerður skv. 11. gr. lagaúrskurðar nr. 35/2002, 19. febrúar.
    SLÓVAKÍA
    a)    Allar umsóknir um eftirlifendalífeyri (ekknalífeyri, ekklalífeyri og lífeyri fyrir börn sem hafa misst annað foreldri eða báða foreldra) sem er reiknaður út samkvæmt þeirri löggjöf sem er í gildi fyrir 1. janúar 2004 og miðast fjárhæðin við þann lífeyri sem hinn látni fékk áður.
    b)    Allar umsóknir um lífeyri sem er reiknaður út samkvæmt lögum nr. 461/2003 Coll. um almannatryggingar með áorðnum breytingum.
    SVÍÞJÓÐ
    Allar umsóknir um lágmarkslífeyri í formi ellilífeyris (lög 1998:702) og ellilífeyri í formi viðbótarlífeyris (lög 1998:674).
    BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
    Allar umsóknir um eftirlaunalífeyri, ekknalífeyri og bætur vegna ástvinamissis, nema þær þar sem á skattári sem hófst 6. apríl 1975 eða síðar:
    i.    hlutaðeigandi aðili hefur lokið trygginga-, starfs- eða búsetutímabilum samkvæmt löggjöf Breska konungsríkisins og annars aðildarríkis og eitt (eða fleiri) skattár teljast ekki fullgild ár í skilningi löggjafar Breska konungsríkisins,
    ii.    tekið væri tillit til tryggingatímabila, sem er lokið samkvæmt gildandi löggjöf Breska konungsríkisins varðandi tímabil fyrir 5. júlí 1948, að því er varðar b-lið 1. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar með beitingu trygginga-, starfs- eða búsetutímabila samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis.
    Allar umsóknir um viðbótarlífeyri skv. 44. þætti laga frá 1992 um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga (Social Security Contributions and Benefits Act 1992) og 44. þætti laga frá 1992 um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga (Norður-Írland) (Social Security Contributions and Benefits (Norður-Írland) Act 1992).
    2. hluti:
    Tilvik þar sem 5. mgr. 52. gr. gildir
    BÚLGARÍA
    Ellilífeyrir frá skyldubundinni viðbótarlífeyristryggingu skv. II. bálki II. hluta laga um almannatryggingar.
    EISTLAND
    Ellilífeyriskerfi sem skylt er að fjármagna.
    FRAKKLAND
    Grunnkerfi eða viðbótarkerfi þar sem bætur vegna elli eru reiknaðar út á grundvelli eftirlaunastiga.
    LETTLAND
    Ellilífeyrir (lög um lífeyri frá hinu opinbera frá 1. janúar 1996; lög um lífeyri úr sjóðum hins opinbera frá 1. júlí 2001).
    UNGVERJALAND
    Lífeyrir á grundvelli aðildar að séreignalífeyrissjóðum.
    AUSTURRÍKI
    a)    Ellilífeyrir á grundvelli lífeyrisreiknings samkvæmt lögum um almennan lífeyri (Allgemeines Pensionsgesetz (APG)) frá 18. nóvember 2004.
    b)    Lögboðnar greiðslur skv. 41. gr. sambandslaganna frá 28. desember 2001, BGBl I nr. 154 um almennan launasjóð austurrískra lyfjafræðinga (Pharmazeutische Gehaltskasse für Österreich).
    c)    Eftirlaunalífeyrir og snemmtekinn lífeyrir frá austurríska læknaráðinu á grundvelli grunnframlags (grunnbóta og viðbótarbóta eða grunnlífeyris) og allur lífeyrir frá austurríska læknafélaginu á grundvelli viðbótarframlags (viðbótar- eða séreignarlífeyris).
    d)    Stuðningur vegna elli úr lífeyrissjóði austurríska dýralæknafélagsins.
    e)    Bætur samkvæmt samþykktum fyrir velferðarstofnanir austurrískra lögmannafélaga, A- og B-hluta, að frátöldum umsóknum um bætur á grundvelli lífeyris vegna fötlunar, ekknalífeyris og lífeyris fyrir börn, sem hafa misst annað foreldri eða báða foreldra, samkvæmt samþykktum fyrir velferðarstofnanir austurrískra lögmannafélaga, A-hluta.
    f)    Bætur frá velferðarstofnunum félags arkitekta og ráðgjafaverkfræðinga samkvæmt lögum um austurrískra byggingaverkfræðinga (Ziviltechnikerkammergesetz) 1993 og samþykktum fyrir velferðarstofnanir, að frátöldum bótum á grundvelli starfsörorku og eftirlifendabótum sem grundvallast á þeim bótum.
    g)    Bætur samkvæmt samþykktum fyrir velferðarstofnanir félags faglærðra endurskoðenda og skattaráðgjafa samkvæmt lögum um austurríska endurskoðendur og skattaráðgjafa (Wirtschaftstreuhandberufsgesetz).
    PÓLLAND
    Ellilífeyrir samkvæmt skilgreinda iðgjaldatengda kerfinu.
    SLÓVENÍA
    Lífeyrir úr lögboðinni viðbótarlífeyristryggingu.
    SLÓVAKÍA
    Skyldusparnaður vegna ellilífeyris.
    SVÍÞJÓÐ
    Tekjutengdur lífeyrir og séreignarlífeyrir (lög 1998:674).
    BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
    Stighækkandi eftirlaun sem eru greidd skv. 36. og 37. þætti laga um almannatryggingar frá 1965 og 35. og 36. þætti laga um almannatryggingar (Norður-Írland) frá 1966.“
H.    Ákvæðum IX. viðauka er breytt sem hér segir:
    1.    Í I. hluta:
        a)    „BELGÍA“, „DANMÖRK“, „GRIKKLAND“, „SPÁNN“, „FRAKKLAND“, „ÍRLAND“, „HOLLAND“, „FINNLAND“ og „SVÍÞJÓГ komi í stað fyrirsagnanna „A. BELGÍA“, „B. DANMÖRK“, „C. GRIKKLAND“, „D. SPÁNN“, „E. FRAKKLAND“, „F. ÍRLAND“, „G. HOLLAND“, „H. FINNLAND“ og „I. SVÍÞJÓГ.
        b)    Færslan undir fyrirsögninni „ÍRLAND“ komi á eftir færslunni undir fyrirsögninni „DANMÖRK“ og á undan færslunni undir fyrirsögninni „GRIKKLAND“.
        c)    Á eftir færslunni undir fyrirsögninni „FRAKKLAND“ bætist eftirfarandi færsla við:
            „LETTLAND
            Örorkulífeyrir (þriðji flokkur) skv. 1. og 2. mgr. 16. gr. laga um lífeyri frá hinu opinbera frá 1. janúar 1996.“
        d)    Í færslunni undir fyrirsögninni „.HOLLAND“ bætist eftirfarandi við:
            „Lög frá 10. nóvember 2005 um atvinnu og tekjur í samræmi við starfsgetu (WIA).“
        e)    Í stað færslunnar undir fyrirsögninni „FINNLAND“ komi eftirfarandi:
            „Almannalífeyrir til fatlaðra einstaklinga eða þeirra sem verða fatlaðir ungir að aldri (almannalífeyrislögin, 568/2007).
            Almannalífeyrir og makalífeyrir sem er ákvarðaður samkvæmt umbreytingarreglum og veittur fyrir 1. janúar 1994 (lög um framkvæmd almannalífeyrislaganna, 569/2007).
            Viðbótarfjárhæð lífeyris til barna við útreikning á sjálfstæðum bótum samkvæmt almannalífeyrislögunum (almannalífeyrislögin, 568/2007).“
        f)    Í stað færslunnar undir fyrirsögninni „SVÍÞJÓГ komi eftirfarandi:
            „Sænskar tekjutengdar sjúkrabætur og ástundunargreiðslur (lög 1962:381).
            Sænski lágmarkslífeyririnn og lágmarksbæturnar, sem koma í stað fulls lífeyris frá sænska ríkinu sem kveðið var á um samkvæmt löggjöf um lífeyri frá ríkinu sem var í gildi fyrir 1. janúar 1993 og fullur lífeyrir frá ríkinu sem var veittur samkvæmt umbreytingarreglum löggjafarinnar sem gilda frá þeim degi.“
    2.    Í II. hluta:
        a)    „ÞÝSKALAND“, „SPÁNN“, „ÍTALÍA“, „LÚXEMBORG“, „FINNLAND“ og „SVÍÞJÓГ komi í stað fyrirsagnanna „A. ÞÝSKALAND“, „B. SPÁNN“, „C. ÍTALÍA“, „D. LÚXEMBORG“, „E. FINNLAND“ og „F. SVÍÞJÓГ.
        b)    Á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.ÍTALÍA“ bætist eftirfarandi færslur við:
            „LETTLAND
            Eftirlifendalífeyrir reiknaður á grundvelli ætlaðra tryggingatímabila (8. mgr. 23. gr. laga um lífeyri frá hinu opinbera frá 1. janúar 1996).
            LITHÁEN
            a)    Lífeyrir frá almannatryggingastofnun ríkisins sökum óvinnufærni, greiddur samkvæmt lögum um lífeyri frá almannatryggingastofnun ríkisins.
            b)    Eftirlifendalífeyrir og lífeyrir fyrir börn, sem hafa misst annað foreldri eða báða foreldra, frá almannatryggingastofnun ríkisins, reiknaður á grundvelli lífeyris vegna óvinnufærni hins látna samkvæmt lögum um lífeyri frá almannatryggingastofnun ríkisins.“
        c)    Á eftir færslunni undir fyrirsögninni „.LÚXEMBORG“ bætist eftirfarandi færsla við:
            „SLÓVAKÍA
            a)    Slóvakískur örorkulífeyrir og eftirlifendalífeyrir, leiddur af honum.
            b)    Örorkulífeyrir fyrir einstakling, sem varð fatlaður sem barn og hefur alltaf verið talinn hafa lokið því tryggingatímabili sem krafist er (70. gr. (2. mgr.) 72. gr. (3. mgr.) og 73. gr. (3. og 4. mgr.) laga nr. 461/2003 um félagslegar tryggingar, með áorðnum breytingum).“
    3.    Í III. hluta:
        Í stað færslunnar „Samningur Norðurlandanna frá 15. júní 1992 um félagslegt öryggi“ komi eftirfarandi: Samningur Norðurlandanna frá 18. ágúst 2003.um félagslegt öryggi.“
I.    Í stað X. viðauka komi eftirfarandi:
     „X. VIÐAUKI
     SÉRSTAKAR IÐGJALDSFRJÁLSAR BÆTUR Í PENINGUM (c-liður 2. mgr. 70. gr.)
    BELGÍA
    a)    Greiðslur sem koma í stað tekna (lög frá 27. febrúar 1987).
    b)    Tekjutrygging aldraðra (lög frá 22. mars 2001).
    BÚLGARÍA
    Almannalífeyrir vegna elli (89. gr. laga um almannatryggingar).
    TÉKKLAND
    Félagslegar greiðslur (lög um félagslega aðstoð hins opinbera nr. 117/1995 Sb.).
    DANMÖRK
    Útgjöld lífeyrisþega vegna húsnæðis (lög um einstaklingsaðstoð vegna húsnæðis, steypt saman við lög nr. 204 frá 29. mars 1995).
    ÞÝSKALAND
    a)    Grunnframfærslutekjur aldraðra og einstaklinga með skerta möguleika á tekjuöflun skv. 4. kafla í XII. bindi almannatryggingalaganna.
    b)    Bætur til að standa straum af framfærslu innan ramma grunntryggingar fyrir fólk í atvinnuleit, nema uppfyllt séu skilyrði, að því er þessar bætur varðar, fyrir tímabundinni viðbótargreiðslu í framhaldi af greiðslu atvinnuleysisbóta (1. mgr. 24. gr. í II. bindi almannatryggingalaganna).
    EISTLAND
    a)    Greiðslur til fullorðinna fatlaðra einstaklinga (lög um félagslegar bætur til fatlaðra einstaklinga frá 27. janúar 1999).
    b)    Greiðslur vegna atvinnuleysis frá hinu opinbera (lög um vinnumarkaðsmál frá 29. september 2005).
    ÍRLAND
    a)    Greiðslur fyrir fólk í atvinnuleit (2. kafli 3. hluta laga um félagslega velferð frá 2005 (Social Welfare Consolidation Act 2005)).
    b)    Lífeyrir frá ríkinu (iðgjaldsfrjáls) (4. kafli 3. hluta laga um félagslega velferð frá 2005 (Social Welfare Consolidation Act 2005)).
    c)    Ekknalífeyrir (iðgjaldsfrjáls) og ekklalífeyrir (iðgjaldsfrjáls) (6. kafli 3. hluta laga um félagslega velferð frá 2005 (Social Welfare Consolidation Act 2005)).
    d)    Greiðslur til fatlaðra (10. kafli 3. hluta laga um félagslega velferð frá 2005 (Social Welfare Consolidation Act 2005)).
    e)    Styrkur til að stuðla að hreyfanleika (61. þáttur heilbrigðislaganna frá 1970 (Health Act 1970)).
    f)    Blindralífeyrir (5. kafli 3. hluta laga um félagslega velferð frá 2005 (Social Welfare Consolidation Act 2005)).
    GRIKKLAND
    Sérstakar bætur til aldraðra (lög nr. 1296/82).
    SPÁNN
    a)    Lágmarkstekjutrygging (lög nr. 13/82 frá 7. apríl 1982).
    b)    Bætur í peningum til aðstoðar öldruðum og óvinnufærum öryrkjum (konungsúrskurður nr. 2620/81 frá 24. júlí 1981).
    c)    i.    Örorkulífeyrir og eftirlaunalífeyrir sem eru ekki iðgjaldsskyldir eins og kveðið er á um í 1. mgr. 38. gr. samsteypts texta almennu laganna um félagslegt öryggi sem fengið hefur samþykki með konunglegum lagaúrskurði nr. 1/1994 frá 20. júní 1994 og
        ii.    bætur sem koma til viðbótar framangreindum lífeyri, eins og kveðið er á um í löggjöf sjálfstjórnarsvæðanna (Comunidades Autonómas) ef slík viðbót tryggir lágmarksframfærslutekjur með hliðsjón af efnahag og félagslegum aðstæðum á viðkomandi sjálfstjórnarsvæðum.
    d)    Styrkur til að stuðla að hreyfanleika og vegna ferðakostnaðar (lög nr. 13/1982 frá 7. apríl 1982).
    FRAKKLAND
    a)    Viðbótargreiðslur úr :
        i.    sérstaka örorkusjóðnum og
        ii.    samstöðusjóði fyrir aldraða að því er varðar áunninn rétt til bóta
        (lög frá 30. júní 1956, kerfisbundin í VIII. bindi almannatryggingalaganna).
    b)    Greiðslur til fullorðinna fatlaðra einstaklinga (lög frá 30. júní 1975, kerfisbundin í VIII. bindi almannatryggingalaganna).
    c)    Sérstakar greiðslur (lög frá 10. júlí 1952, kerfisbundið í VIII. bindi almannatryggingalaganna).
    d)    Greiðslur úr samstöðusjóði til aldraðra (reglugerð frá 24. júní 2004, kerfisbundið í VIII. bindi almannatryggingalaganna) frá 1. janúar 2006.
    ÍTALÍA
    a)    Félagslegur lífeyrir til einstaklinga án tekna (lög nr. 153 frá 30. apríl 1969).
    b)    Lífeyrir og greiðslur til óbreyttra borgara sem eru fatlaðir eða öryrkjar (lög nr. 118 frá 30. mars 1971, nr. 18 frá 11. febrúar 1980 og nr. 508 frá 23. nóvember 1988).
    c)    Lífeyrir og greiðslur til daufdumbra (lög nr. 381 frá 26. maí 1970 og nr. 508 frá 23. nóvember 1988).
    d)    Lífeyrir og greiðslur til óbreyttra borgara sem eru blindir (lög nr. 382 frá 27. maí 1970 og nr. 508 frá 23. nóvember 1988).
    e)    Bætur til viðbótar lágmarkslífeyri (lög nr. 218 frá 4. apríl 1952, nr. 638 frá 11. nóvember 1983 og nr. 407 frá 29. desember 1990).
    f)    Bætur til viðbótar greiðslum vegna fötlunar (lög nr. 222 frá 12. júní 1984).
    g)    Félagslegar greiðslur (lög nr. 335 frá 8. ágúst 1995).
    h)    Félagsleg hækkun (1. og 12. mgr. 1. gr. laga nr. 544 frá 29. desember 1988 og síðari breytingar á þeim).
    KÝPUR
    a)    Félagslegur lífeyrir (lög um félagslegan lífeyri frá 1995 (lög 25(I)/95), með áorðnum breytingum).
    b)    Greiðslur vegna alvarlegrar hreyfihömlunar (ákvarðanir ráðherraráðsins nr. 38210 frá 16. október 1992, nr. 41370 frá 1. ágúst 1994, nr. 46183 frá 11. júní 1997 og nr. 53675 frá 16. maí 2001).
    c)    Sérstakur blindrastyrkur (lög um sérstaka styrki frá 1996 (lög nr. 77(I)/96), með áorðnum breytingum).
    LETTLAND
    a)    Almannatryggingabætur hins opinbera (lög um almannatryggingabætur hins opinbera frá 1. janúar 2003).
    b)    Greiðsla til að bæta upp flutningskostnað fatlaðra einstaklinga með skerta hreyfigetu (lög um félagslegar bætur frá 1. janúar 2003).
    LITHÁEN
    a)    Félagslegur lífeyrir vegna aðstoðar (5. gr. laga frá 2005 um félagslegar bætur frá ríkinu vegna aðstoðar).
    b)    Aðstoðarbætur (15. gr. laga frá 2005 um félagslegar aðstoðarbætur frá ríkinu).
    c)    Bætur vegna flutnings fatlaðra sem eiga erfitt með að hreyfa sig (7. gr. laga frá 2000 um flutningsbætur).
    LÚXEMBORG
    Tekjur fyrir alvarlega fatlaða einstaklinga (2. mgr. 1. gr. laga frá 12. september 2003), að undanskildum einstaklingum sem er viðurkennt að eru fatlaðir starfsmenn og starfa á almennum vinnumarkaði eða í vernduðu umhverfi.
    UNGVERJALAND
    a)    Örorkulífrenta (úrskurður ráðherraráðsins nr. 83/1987 (XII 27) um örorkulífrentu).
    b)    Iðgjaldsfrjáls greiðsla vegna elli (lög III frá 1993 um félagsmálastjórnun og félagslegar bætur).
    c)    Greiðsla vegna ferðakostnaðar (stjórnsýsluúrskurður nr. 164/1995 (XII 27) um greiðslu vegna flutnings einstaklinga með alvarlega, líkamlega fötlun).
    MALTA
    a)    Viðbótargreiðslur (73. þáttur í lögum um almannatryggingar (318. kafli) frá 1987).
    b)    Ellilífeyrir (lög um almannatryggingar (318. kafli) 1987).
    HOLLAND
    a)    Lög um aðstoð vegna fötlunar fyrir ungt fatlað fólk (Wajong) frá 24. apríl 1997.
    b)    Lög um viðbótarbætur frá 6. nóvember 1986 (TW).
    AUSTURRÍKI
    Uppbót (sambandslög frá 9. september 1955 um almannatryggingar – ASVG, sambandslög frá 11. október 1978 um almannatryggingar fyrir þá sem starfa við viðskipti og verslun – GSVG og sambandslög frá 11. október 1978 um almannatryggingar fyrir bændur – BSVG).
    PÓLLAND
    Félagslegur lífeyrir (lög frá 27. júní 2003 um félagslegan lífeyri).
    PORTÚGAL
    a)    Iðgjaldsfrjáls ellilífeyrir og örorkulífeyrir frá ríkinu (lagaúrskurður nr. 464/80 frá 13. október 1980).
    b)    Iðgjaldsfrjáls ekknalífeyrir (reglugerðarúrskurður nr. 52/81 frá 11. nóvember 1981).
    c)    Viðbótargreiðslur úr samstöðusjóði til aldraðra (lagaúrskurður nr. 232/2005 frá 29. desember 2005, breytt með lagaúrskurði nr. 236/2006 frá 11. desember 2006).
    SLÓVENÍA
    a)    Lífeyrir frá ríkinu (lög frá 23. desember 1999 um lífeyristryggingar og tryggingar vegna fötlunar).
    b)    Tekjuuppbót fyrir lífeyrisþega (lög frá 23. desember 1999 um lífeyristryggingar og tryggingar vegna fötlunar).
    c)    Framfærslugreiðslur (lög frá 23. desember 1999 um lífeyristryggingar og tryggingar vegna fötlunar).
    SLÓVAKÍA
    a)    Leiðrétting, úrskurðuð fyrir 1. janúar 2004, á lífeyri sem er eina tekjulindin.
    b)    Félagslegur lífeyrir sem er veittur fyrir 1. janúar 2004.
    FINNLAND
    a)    Húsnæðisgreiðslur til lífeyrisþega (lög um húsnæðisgreiðslur til lífeyrisþega nr. 571/2007).
    b)    Stuðningur vinnumarkaðarins (lög um atvinnuleysisbætur nr. 1290/2002).
    c)    Sérstök aðstoð fyrir innflytjendur (lög um sérstaka aðstoð fyrir innflytjendur nr. 1192/2002).
    SVÍÞJÓÐ
    a)    Húsnæðisuppbót til lífeyrisþega (lög nr. 2001:761).
    b)    Fjárstuðningur við aldraða (lög 2001:853).
    BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
    a)    Lífeyrisstig ríkisins (lög um lífeyrisstig ríkisins frá 2002 og lög um lífeyrisstig ríkisins (Norður-Írland) frá 2002).
    b)    Tekjutengdar greiðslur fyrir fólk í atvinnuleit (lög frá 1995 um fólk í atvinnuleit og reglur frá 1995 um fólk í atvinnuleit (Norður-Írland)).
    c)    Tekjuuppbót (lög frá 1992 um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga og lög frá 1992 um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga (Norður-Írland)).
    d)    Framfærslugreiðslur til fatlaðra einstaklinga (lög frá 1992 um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga og lög frá 1992 um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga (Norður-Írland)).“
J.    Í stað XI. viðauka komi eftirfarandi:
     „XI. VIÐAUKI
    SÉRÁKVÆÐI UM BEITINGU LÖGGJAFAR AÐILDARRÍKJANNA
    (51. gr. (3. mgr.), 56. gr. (1. mgr.) og 83. gr.)
    BÚLGARÍA
    Ákvæði 1. mgr. 33. gr. búlgalskra sjúkratryggingalaga gildir um alla einstaklinga ef Búlgaría er þeirra lögbæra aðildarríki skv. 1. kafla III. bálks þessarar reglugerðar.
    TÉKKLAND
    Að því er varðar skilgreiningu á aðstandendum skv. i. lið 1. gr. tekur „maki“ einnig til skráðra sambýlismanna og -kvenna, eins og skilgreint er í tékkneskum lögum nr. 115/2006 Coll., um skráða sambúð.
    DANMÖRK
    1.    a)    Við útreikning á lífeyri samkvæmt „lögum um félagslegan lífeyri“ (lov om social pension) telst starfstími sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur í Danmörku, sem einstaklingur, sem sækir vinnu yfir landamæri eða sem launþegi sem kemur til Danmerkur til að vinna árstíðabundin störf, hefur lokið samkvæmt danskri löggjöf vera búsetutímabil eftirlifandi maka í Danmörku, svo framarlega sem hinn eftirlifandi maki var á þeim tíma tengdur launþeganum í hjúskap án aðskilnaðar að borði og sæng eða aðskilnaðar vegna ósættanlegs sundurlyndis og að því tilskildu að á sama tíma hafi makinn haft fasta búsetu á yfirráðasvæði annars aðildarríkis. Í þessum lið teljast „árstíðabundin störf „ vera þau störf sem háð eru árstíðum og þarf að inna af hendi ár hvert.
        b)    Við útreikning á lífeyri samkvæmt „lögum um félagslegan lífeyri“ (lov om social pension) telst starfstími sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur í Danmörku, sem einstaklingur sem heyrir ekki undir a-lið 1. liðar hefur lokið samkvæmt danskri löggjöf fyrir 1. janúar 1984, vera búsetutímabil eftirlifandi maka í Danmörku, svo framarlega sem hinn eftirlifandi maki var á þeim tíma tengdur einstaklingnum í hjúskap án aðskilnaðar að borði og sæng eða aðskilnaðar vegna ósættanlegs sundurlyndis og að því tilskildu að á sama tíma hafi makinn haft fasta búsetu á yfirráðasvæði annars aðildarríkis.
        c)    Þau tímabil, sem taka ber tillit til samkvæmt a- og b-lið, skulu ekki koma til álita ef þau skarast við tímabil sem tekið er tillit til við útreikning lífeyris hlutaðeigandi einstaklings samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis um skyldutryggingu eða tímabil þegar hlutaðeigandi einstaklingur fékk lífeyri samkvæmt þeirri löggjöf. Þessi tímabil skal þó telja með ef árleg upphæð umrædds lífeyris er lægri en helmingur almenna lífeyrisins.
    2.    a)    Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. þessarar reglugerðar eiga einstaklingar, sem hafa ekki gegnt launuðu starfi í einu eða fleiri aðildarríkjum, einungis rétt til dansks, félagslegs lífeyris ef þeir hafa eða hafa áður haft fasta búsetu í Danmörku í a.m.k. þrjú ár, sbr. þó aldurstakmörk sem mælt er fyrir um í danskri löggjöf. Með fyrirvara um 4 gr. þessarar reglugerðar gildir 7. gr. ekki um danskan, félagslegan lífeyri sem þessir einstaklingar hafa áunnið sér.
        b)    Framangreind ákvæði gilda ekki um rétt til dansks, félagslegs lífeyris fyrir þá aðstandendur sem gegna eða hafa gegnt launuðu starfi í Danmörku eða fyrir námsmenn eða aðstandendur þeirra.
    3.    Tímabundnar bætur til atvinnulausra einstaklinga sem hafa verið ráðnir í sveigjanlegt starf (flexible job scheme) (ledighedsydelse) (lög nr. 455 frá 10. júní 1997) falla undir 6. kafla í III. bálki þessarar reglugerðar. Að því er varðar atvinnulausa einstaklinga, sem fara til annars aðildarríkis, gilda 64. og 65. gr. þegar það aðildarríki hefur svipuð atvinnukerfi fyrir sama hóp einstaklinga.
    4.    Eigi einstaklingur, sem fær danskan, félagslegan lífeyri, einnig rétt á eftirlifendalífeyri frá öðru aðildarríki skal litið svo á við beitingu danskrar löggjafar að lífeyrisgreiðslurnar séu bætur sömu tegundar í skilningi 1. mgr. 53. gr. þessarar reglugerðar, þó með þeim fyrirvara að hlutaðeigandi einstaklingur hafi einnig áunnið sér rétt til dansks, félagslegs lífeyris þegar trygginga- eða búsetutímabil eru höfð til grundvallar útreikningi á eftirlifendalífeyri.
    ÞÝSKALAND
    1.    Þrátt fyrir a-lið 5. gr. þessarar reglugerðar og 1. lið 4. mgr. 5. gr. í VI. bindi laga um almannatryggingar (Sozialgesetzbuch VI) getur einstaklingur, sem fær fullan ellilífeyri samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, farið fram á að vera tryggður skyldutryggingu samkvæmt þýsku lífeyristryggingakerfi.
    2.    Þrátt fyrir a-lið 5. gr. þessarar reglugerðar og 1. og 3. mgr. 7. gr. í VI. bindi laga um almannatryggingar (Sozialgesetzbuch VI) er einstaklingi, sem er skyldutryggður í öðru aðildarríki eða fær ellilífeyri samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, heimilt að ganga inn í kerfi frjálsra trygginga í Þýskalandi.
    3.    Í því skyni að veita bætur í peningum skv. 1. mgr. §47 í lögum um almannatryggingar (SGB V), 1. mgr. §47 í lögum um almannatryggingar (SGB VII) og 2. mgr. §200 í almannatryggingareglum (Reichsversicherungsordnung) til tryggðra einstaklinga, sem búa í öðru aðildarríki, reiknast, samkvæmt þýskum tryggingakerfum, nettólaunin, sem eru höfð til grundvallar við útreikning bóta, eins og hinn tryggði byggi í Þýskalandi, nema hinn tryggði óski eftir mati á grundvelli þeirra nettólauna sem hann fær í raun.
    4.    Ríkisborgarar annarra aðildarríkja, sem eiga sér búsetustað eða dveljast að jafnaði utan Þýskalands og sem uppfylla almenn skilyrði þýsks lífeyristryggingakerfis, geta því aðeins greitt frjáls iðgjöld að þeir hafi einhvern tíma verið tryggðir frjálsri tryggingu eða skyldutryggingu í þýsku lífeyristryggingakerfi; þetta á einnig við um ríkisfangslausa menn og flóttamenn sem eiga sér búsetustað eða dveljast að jafnaði í öðru aðildarríki.
    5.    Staðaltímabil vegna úthlutunar (pauschale Anrechnungszeit) skv. 253. gr. í VI. bindi laga um almannatryggingar (Sozialgesetzbuch V) skal alfarið ákvarðað á grundvelli þýskra tímabila.
    6.    Í þeim tilvikum þegar þýskri löggjöf um lífeyri, sem er í gildi 31. desember 1991, er beitt við endurútreikning á lífeyri er það eingöngu þýska löggjöfin sem gildir þegar uppbótartímabil (German Ersatzzeiten) eru talin með.
    7.    Þýsk löggjöf um vinnuslys og atvinnusjúkdóma, sem ber að bæta samkvæmt lögum um erlendan lífeyri, og um bætur fyrir tryggingatímabil, sem má færa til tekna samkvæmt lögum um erlendan lífeyri á þeim yfirráðasvæðum sem um getur í 2. og 3. lið 1. mgr. laga um málefni uppflosnaðra manna og flóttamanna (Bundesvertriebenengesetz), gildir áfram innan gildissviðs þessarar reglugerðar, þrátt fyrir 2. mgr. laga um erlendan lífeyri (Fremdrentengesetz).
    8.    Þegar reikna skal út þá viðmiðunarfjárhæð, sem um getur í i. lið b-liðar í 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar, skal þar til bær stofnun, þegar um er að ræða lífeyriskerfi fyrir menntastéttirnar, leggja til grundvallar, að því er varðar hvert tryggingaár sem lokið er samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, meðallífeyrisrétt á ári sem aflað er með greiðslu iðgjalda á tímabili aðildar að þar til bærri stofnun.
    EISTLAND
    Við útreikning á foreldrabótum skulu starfstímabil í aðildarríkjum öðrum en Eistlandi talin byggja á sömu meðalupphæð tryggingagjalda og var greidd á starfstímabilum í Eistlandi sem þeim er bætt við. Ef einstaklingurinn hefur aðeins verið í starfi í öðrum aðildarríkjum á viðmiðunarárinu skal útreikningur bótanna teljast byggja á meðalupphæð tryggingargjalds sem greitt er í Eistlandi milli viðmiðunarársins og fæðingarorlofsins.
    ÍRLAND
    1.    Við útreikning á fastsettum, viðurkenndum vikutekjum hins tryggða með tilliti til þess að greiða sjúkrabætur eða atvinnuleysisbætur samkvæmt írskri löggjöf skal, þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 21. gr. og 62. gr. þessarar reglugerðar, fjárhæð, sem er jöfn meðalvikutekjum launþega á tilskildu ári, reiknuð þeim tryggða einstaklingi að því er varðar hverja starfsviku sem hann starfar sem launþegi samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis á því tilskilda ári.
    2.    Við beitingu 46. gr. reglugerðarinnar skal Írland, ef hlutaðeigandi einstaklingur verður óvinnufær og það leiðir til örorku, á meðan hann heyrir undir löggjöf annars aðildarríkis, að því er varðar a-lið 1. mgr. 118. þáttar laga um félagslega velferð frá 2005, taka til greina hvert það tímabil sem hann, vegna örorkunnar sem kom í kjölfar óvinnufærni, hefði talist óvinnufær samkvæmt írskri löggjöf.
    GRIKKLAND
    1.    Lög nr. 1469/84 um frjálsa aðild grískra ríkisborgara og erlendra ríkisborgara af grískum uppruna að lífeyristryggingakerfinu gilda um ríkisborgara annarra aðildarríkja, um ríkisfangslausa menn og flóttamenn, ef hlutaðeigandi einstaklingar hafa, án tillits til búsetustaðar þeirra eða dvalarstaðar, einhvern tíma áður verið skyldutryggðir eða tryggðir frjálsri tryggingu í gríska lífeyristryggingakerfinu.
    2.    Þrátt fyrir a-lið 5. gr. þessarar reglugerðar og 34. gr. laga 1140/1981 getur einstaklingur, sem fær lífeyri vegna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, óskað eftir að verða tryggður skyldutryggingu samkvæmt þeirri löggjöf sem tryggingakerfi landbúnaðarins (OGA) beitir, svo fremi hann stundi starf sem fellur undir gildissvið þeirrar löggjafar.
    SPÁNN
    1.    Að því er beitingu i. liðar í b-lið 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar varðar er tekið tillit til þeirra ára sem starfandi mann vantar upp á til að ná lífeyrisaldri eða lögboðnum eftirlaunaaldri, eins og mælt er fyrir um í 4. mgr. 31. gr. í samsteyptum texta laga um lífeyri frá hinu opinbera (Ley de Clases Pasivas del Estado), sem þjónustutíma hjá hinu opinbera því aðeins að viðtakandi hafi heyrt undir sérstakt kerfi spænska ríkisins fyrir opinbera starfsmenn eða gegnt starfi sem veitir sama rétt samkvæmt því bótakerfi þegar sá atburður, er veitir rétt til lífeyris vegna örorku eða andláts, verður eða hann hafi, þegar sá atburður verður sem veitir rétt til lífeyris, stundað starf þar sem þess hefði verið krafist að hlutaðeigandi einstaklingur heyrði undir sérstakt kerfi hins opinbera fyrir opinbera starfsmenn, herinn eða dómstólana, hefði starfsemin verið stunduð á Spáni.
    2.    a)    Samkvæmt c-lið 1. mgr. 56. gr. þessarar reglugerðar skal útreikningur á viðmiðunarfjárhæð spænsku bótanna byggður á raunverulegum iðgjöldum einstaklingsins næstu ár á undan síðustu iðgjaldagreiðslu til spænsku almannatrygginganna. Ef taka verður tillit til tryggingatímabila og/eða búsetutímabila samkvæmt löggjöf annarra aðildarríkja við útreikning á grunnfjárhæð lífeyris skal sá grundvöllur iðgjalda á Spáni, sem liggur næst viðmiðunartímabilunum í tíma, notaður fyrir umrædd tímabil, með hliðsjón af þróun verðvísitölu.
        b)    Lífeyrisfjárhæðin, sem þannig er fengin, skal hækkuð um hækkunar- og endurmatsfjárhæðina sem er reiknuð fyrir hvert ár eftir það fyrir lífeyri sömu tegundar.
    3.    Farið er með tímabil, sem lokið er í öðrum aðildarríkum og verða að reiknast í sérstaka kerfinu fyrir opinbera starfsmenn, herinn og dómstólana eru, að því er varðar 56. gr. þessarar reglugerðar, á sama hátt sem síðustu tímabil sem viðkomandi lýkur sem opinber starfsmaður á Spáni.
    4.    Aldurstengdu viðbótarfjárhæðirnar, sem um getur í öðru umbreytingarákvæði almennu laganna um félagslegt öryggi, eiga við um alla sem geta nýtt sér ákvæði reglugerðarinnar og hafa greitt iðgjöld samkvæmt spænskri löggjöf fyrir 1. janúar 1967; við beitingu 5. gr. þessarar reglugerðar skal ekki vera hægt að fara með tryggingatímabil, sem eru færð til tekna í öðru aðildarríki fyrir framangreindan dag, á sama hátt og iðgjöld sem eru greidd á Spáni eingöngu í þessum tilgangi. Sú dagsetning sem svarar til 1. janúar 1967 skal vera 1. ágúst 1970 að því er varðar sérstakt kerfi fyrir sjómenn og 1. apríl 1969 að því er varðar sérstakt almannatryggingakerfi fyrir kolanámumenn.
    FRAKKLAND
    1.    Ríkisborgarar annarra aðildarríkja, sem eiga sér búsetustað eða dveljast að jafnaði utan Frakklands og sem uppfylla almenn skilyrði franska lífeyristryggingakerfisins, geta því aðeins greitt frjáls iðgjöld til kerfisins að þeir hafi einhvern tíma verið tryggðir frjálsri tryggingu eða skyldutryggingu í franska lífeyristryggingakerfinu; þetta á einnig við um ríkisfangslausa menn og flóttamenn sem eiga sér búsetustað eða dveljast að jafnaði í öðru aðildarríki.
    2.    Að því er varðar einstaklinga sem fá aðstoð í Frakklandi skv. 17., 24. eða 26. gr. þessarar reglugerðar, sem eru búsettir í frönsku umdæmunum Haut-Rhin, Bas-Rhin eða Moselle, tekur aðstoð, sem er veitt fyrir hönd stofnunar í öðru aðildarríki sem kostnaðurinn fellur á, til bóta frá almenna sjúkratryggingakerfinu og frá skyldubundna viðbótarkerfinu vegna sjúkratrygginga í Alsace-Moselle.
    3.    Við beitingu 5. kafla III. bálks þessarar reglugerðar tekur frönsk löggjöf, sem gildir um einstakling sem starfar eða hefur starfað sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, bæði til þess grunnkerfis vegna ellitrygginga og þess viðbótarkerfis vegna eftirlauna sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði undir.
    KÝPUR
    Við beitingu 6., 51. og 61. gr. þessarar reglugerðar á tímabili, sem hefst 6. október 1980 eða síðar, er tryggingavika samkvæmt löggjöf Lýðveldisins Kýpur ákvörðuð með því að deila vikulegri fjárhæð tryggingarhæfra grunntekna á viðkomandi iðgjaldsári í tryggingarhæfar heildartekjur á viðkomandi tímabili, að því tilskildu að þær vikur, sem eru ákvarðaðar með þessum hætti, séu ekki fleiri en almanaksvikur viðkomandi tímabils.
    MALTA
    Sérákvæði um opinbera starfsmenn
    a)    Við beitingu 49. og 60. gr. þessarar reglugerðar skal meðhöndla einstaklinga, sem er ráðnir samkvæmt lögum um her Möltu (220. kafli laga á Möltu), lögum um löggæslu (164. kafli laga á Möltu) og fangelsislögum (260. kafli laga á Möltu), sem opinbera starfsmenn.
    b)    Við beitingu e-liðar 1. gr. reglugerðarinnar skal líta á lífeyri, sem ber að greiða samkvæmt framangreindum lögum og samkvæmt lífeyrisreglugerðinni (93. kafli laga á Möltu), sem „sérstök kerfi fyrir opinbera starfsmenn“.
    HOLLAND
    1.    Sjúkratryggingar
        a)    Hvað varðar rétt á aðstoð samkvæmt hollenskum lögum merkir hugtakið einstaklingar sem eiga rétt á aðstoð að því er varðar framkvæmd 1. og 2. kafla III. bálks reglugerðarinnar:
            i.    einstaklinga sem, skv. 2. gr. Zorgverzekeringswet (sjúkratryggingalaga), ber skylda til að kaupa sér tryggingu hjá sjúkratryggingafélagi og
            ii.    aðstandendur fólks í virkri herþjónustu sem eru búsettir í öðru aðildarríki og einstaklingar sem eru búsettir í öðru aðildarríki og eiga, samkvæmt reglugerðinni, rétt á heilbrigðisþjónustu í búseturíkinu á kostnað Hollands, svo framarlega sem þeir falla ekki nú þegar undir i. lið.
        b)    Einstaklingarnir, sem um getur í i. lið a-liðar í 1. lið, verða, í samræmi við ákvæði Zorgverzekeringswet (sjúkratryggingalaga), að kaupa sér tryggingu hjá sjúkratryggingafélagi og einstaklingarnir, sem um getur í ii. lið a-liðar í 1. lið, verða að skrá sig hjá College voor zorgverzekeringen (sjúkratryggingaráði).
        c)    Ákvæði Zorgverzekeringswet (sjúkratryggingalaga) og Algemene Wet Bijzondere Ziektekosten (almennra laga um sérstakan sjúkrakostnað) um ábyrgð vegna greiðslu iðgjalda gilda um þá einstaklinga sem um getur í a-lið og aðstandendur þeirra. Iðgjöld vegna aðstandenda skulu lögð á þann einstakling sem réttur til heilbrigðisþjónustu er leiddur af, að undanskildum aðstandendum fólks í herþjónustu sem búa í öðru aðildarríki, þar sem gjöldin eru lögð beint á þá.
        d)    Ákvæði Zorgverzekeringswet (sjúkratryggingalaga) um síðbúnar tryggingar gilda, að breyttu breytanda, ef um er að ræða síðbúna skráningu hjá College voor zorgverzekeringen (sjúkratryggingaráði) að því er varðar einstaklinga sem um getur í ii. lið a-liðar í 1. lið.
        e)    Einstaklingar, sem eiga rétt á aðstoð samkvæmt löggjöf aðildarríkis annars en Hollands og hafa fasta búsetu í Hollandi eða dvelja tímabundið í Hollandi, skulu eiga rétt á aðstoð í samræmi við þá skilmála sem stofnanir á búsetu- eða dvalarstað bjóða tryggðum einstaklingum í Hollandi, með hliðsjón af 1., 2. og 3. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 19. gr. Zorgverzekeringswet (sjúkratryggingalaga), sem og rétt á aðstoð sem kveðið er á um í Algemene wet bijzondere ziektekosten (lögum um sérstök sjúkrakostnað).
        f)    Við beitingu 23.–30. gr. þessarar reglugerðar skulu eftirtaldar bætur (auk lífeyris sem fellur undir 4. og 5. kafla III. bálks þessarar reglugerðar) teljast lífeyrir sem greiða ber samkvæmt hollenskri löggjöf:
            –    lífeyrir sem úthlutað er samkvæmt lögum frá 6. janúar 1966 um lífeyri fyrir opinbera starfsmenn og eftirlifendur þeirra (Algemene burgerlijke pensioenwet) (lög um lífeyri fyrir opinbera starfsmenn í Hollandi),
            –    lífeyrir sem úthlutað er samkvæmt lögum frá 6. október 1966 um lífeyri fyrir fólk í herþjónustu og eftirlifendur þeirra (Algemene militaire pensioenwet) (lög um lífeyri fyrir hermenn), bætur vegna óvinnufærni sem úthlutað er samkvæmt lögum frá 7. júní 1972 um bætur vegna óvinnufærni fólks í herþjónustu (Wetarbeidsongeschiktheidsvoorziening militairen) (lög um óvinnufærni fólks í herþjónustu),
            –    lífeyrir sem úthlutað er samkvæmt lögum frá 15. febrúar 1967 um lífeyri fyrir starfsfólk hollenska járnbrautafélagsins (NV Nederlandse Spoorwegen) og eftirlifendur þeirra (Spoorwegpensioenwet) (lög um lífeyri járnbrautarstarfsmanna),
            –    lífeyrir sem úthlutað er samkvæmt reglugerð um ráðningarkjör hjá hollenska járnbrautafélaginu (Dienstvoorwaarden Nederlandse Spoorwegen),
            –    bætur sem eru veittar einstaklingum sem láta af störfum vegna aldurs fyrir 65 ára eftirlaunaaldur samkvæmt lífeyriskerfi en tilgangur þess er að veita fyrrum launþegum tekjur á elliárum eða bætur sem eru veittar einstaklingum sem hverfa fyrr en ella af vinnumarkaði, samkvæmt kerfi sem ríkið kemur á fót eða kjarasamningum fyrir einstaklinga sem eru 55 ára og eldri,
            –    bætur sem er úthlutað fólki í herþjónustu og opinberum starfsmönnum samkvæmt kerfi sem gildir ef um er að ræða uppsögn, jafngreiðslulífeyri og snemmtekin eftirlaun.
        g)    Að því er varðar 1. og 2. kafla III. bálks reglugerðarinnar teljast þær endurgreiðslur, sem einstaklingur getur fengið samkvæmt hollensku kerfi þegar um er að ræða takmarkaða notkun á heilbrigðiskerfinu, sjúkrabætur í peningum.
    2.    Beiting hollenskra laga um almennar tryggingar vegna elli (Algemene Ouderdomswet (AOW))
        a)    Skerðingin, sem um getur í 1. mgr. 13. gr. hollenskra laga um almennar tryggingar vegna elli (Algemene Ouderdomswet (AOW), gildir ekki um almanaksár sem liðu fyrir 1. janúar 1957 ef bótaþegi, sem fullnægði ekki skilyrðum fyrir því að fá slík ár metin sem tryggingatímabil:
            –    hafði fasta búsetu í Hollandi á aldursskeiðinu 15 til 65 ára eða
            –    hafði fasta búsetu í öðru aðildarríki þegar hann starfaði í Hollandi hjá vinnuveitanda sem hafði staðfestu í Hollandi eða
            –    starfaði í öðru aðildarríki á tímabilum sem teljast tryggingatímabil samkvæmt hollensku almannatryggingakerfi.
            Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. AOW skal litið svo á að þeir sem voru búsettir eða störfuðu í Hollandi í samræmi við fyrrnefnd skilyrði fyrir 1. janúar 1957 eigi einnig rétt á lífeyri.
        b)    Skerðingin, sem um getur í 1. mgr. 13. gr. AOW, gildir ekki um almanaksár fyrir 2. ágúst 1989, hafi giftur einstaklingur, eða einstaklingur sem hefur verið í hjúskap, á aldursskeiðinu 15 til 65 ára ekki verið tryggður samkvæmt áðurgreindum lögum þegar hann var búsettur í öðru aðildarríki en Hollandi, að svo miklu leyti sem almanaksárin falla annaðhvort saman við þau tryggingatímabil sem maki hans hefur áunnið sér samkvæmt þeirri löggjöf eða saman við almanaksárin sem taka ber tillit til skv. a-lið 2. liðar, að því tilskildu að hjónabandið hafi staðið yfir á þessum tímabilum.
            Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. AOW á umræddur einstaklingur rétt á lífeyri.
        c)    Skerðingin, sem um getur í 2. mgr. 13. gr. AOW, gildir ekki um almanaksár fyrir 1. janúar 1957 ef maki lífeyrisþega sem fullnægir ekki skilyrðum fyrir því að fá þessi ár metin sem tryggingatímabil:
            –    hafði fasta búsetu í Hollandi á aldursskeiðinu 15 til 65 ára eða
            –    hafði fasta búsetu í öðru aðildarríki þegar hann starfaði í Hollandi hjá vinnuveitanda sem hafði staðfestu í Hollandi eða
            –    starfaði í öðru aðildarríki á tímabilum sem teljast tryggingatímabil samkvæmt hollensku almannatryggingakerfi.
        d)    Skerðingin, sem um getur í 2. mgr. 13. gr. AOW, gildir ekki um almanaksár fyrir 2. ágúst 1989 þegar maki lífeyrisþega var búsettur í öðru aðildarríki en Hollandi á aldursskeiðinu 15 til 65 ára og var ekki tryggður samkvæmt umræddri löggjöf, að svo miklu leyti sem almanaksárin falla saman við þau tryggingatímabil sem lífeyrisþeginn hefur áunnið sér samkvæmt þeirri löggjöf eða saman við almanaksárin sem taka ber tillit til skv. a-lið 2. liðar, að því tilskildu að hjónabandið hafi staðið yfir á þessum tímabilum.
        e)    Ekki má beita ákvæðum a-, b-, c- og d-liðar í 2. lið þegar um er að ræða tímabil sem falla saman við:
            –    tímabil sem taka má tillit til við útreikning á réttindum samkvæmt löggjöf um tryggingar vegna elli í aðildarríki öðru en Hollandi eða
            –    tímabil þegar hlutaðeigandi einstaklingur hefur fengið ellilífeyri samkvæmt slíkri löggjöf.
            Ekki skal tekið tillit til tímabila frjálsrar tryggingar samkvæmt kerfi í öðru aðildarríki við beitingu þessa ákvæðis.
        f)    Einungis má beita a-, b-, c- og d-lið 2. liðar hafi hlutaðeigandi einstaklingur haft fasta búsetu í einu eða fleiri aðildarríkjum í sex ár eftir 59 ára aldur og á meðan sá einstaklingur er búsettur á yfirráðasvæði eins þessara aðildarríkja.
        g)    Þrátt fyrir ákvæði IV. kafla AOW skal heimila einstaklingi, sem er búsettur í öðru aðildarríki en Hollandi og maki hans fellur undir skyldutryggingu samkvæmt þeirri löggjöf, að kaupa sér frjálsa tryggingu samkvæmt þeirri löggjöf fyrir tímabil þegar makinn er tryggður skyldutryggingu.
            Þessi heimild fellur ekki úr gildi ef skyldutrygging maka fellur niður vegna andláts hans og hinn eftirlifandi fær einungis lífeyri samkvæmt hollenskum lögum um almennar tryggingar eftirlifenda sem voru á framfæri hins látna (Algemene nabestaandenwet).
            Hvað sem öðru líður fellur heimild vegna frjálsra trygginga úr gildi þegar hinn tryggði nær 65 ára aldri.
            Iðgjald vegna frjálsrar tryggingar skal ákveðið í samræmi við ákvæði er lúta að ákvörðun iðgjalds frjálsra trygginga samkvæmt AOW. Ef frjálsa tryggingin kemur á eftir tryggingatímabili, sem um getur í b-lið 2. liðar, skal þó fastsetja iðgjaldið í samræmi við ákvæðin um fastsetningu iðgjalds vegna skyldutryggingar samkvæmt AOW, með hliðsjón af þeim tekjum sem talið er að hafi fengist í Hollandi.
        h)    Ekki má veita heimildina, sem um getur í g-lið 2. liðar, neinum þeim sem er tryggður samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis um lífeyri eða eftirlifendalífeyri.
        i    Allir sem vilja kaupa sér frjálsa tryggingu skv. g-lið 2. liðar verða að sækja um það hjá Almannatryggingabankanum (Sociale Verzekeringsbank) eigi síðar en einu ári eftir að þátttökuskilyrðin hafa verið uppfyllt.
    3.    Beiting hollenskra laga um almennar tryggingar eftirlifenda sem voru á framfæri hins látna (Algemene nabestaandenwet (ANW))
        a)    Eigi eftirlifandi maki rétt á eftirlifendalífeyri samkvæmt lögum um almennar tryggingar eftirlifenda (Algemene Nabestaandenwet (ANW)), á grundvelli 3. mgr. 51. gr. þessarar reglugerðar, skal reikna þann lífeyri út í samræmi við b-lið 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar.
            Við beitingu þessara ákvæða skal einnig litið svo á að tryggingatímabil fyrir 1. október 1959 séu tryggingatímabil sem er lokið samkvæmt hollenskri löggjöf ef hinn tryggði, á þessum tíma, eftir 15 ár aldur:
            –    hafði fasta búsetu í Hollandi eða
            –    var búsettur í öðru aðildarríki þegar hann starfaði í Hollandi hjá vinnuveitanda sem hafði staðfestu í Hollandi eða
            –    starfaði í öðru aðildarríki á tímabilum sem teljast tryggingatímabil samkvæmt hollensku almannatryggingakerfi.
        b)    Ekki skal taka tillit til tímabila sem taka ber tillit til skv. a-lið 3. liðar og falla saman við skyldutryggingatímabil sem er lokið samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis að því er varðar eftirlifendalífeyri.
        c)    Að því er varðar b-lið 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar skulu aðeins tryggingatímabil, sem er lokið samkvæmt hollenskri löggjöf eftir 15 ára aldur, teljast tryggingatímabil.
        d)    Þrátt fyrir 1. mgr. 63. gr. a í ANW skal heimila einstaklingi, sem er búsettur í öðru aðildarríki en Hollandi og maki hans fellur undir skyldutryggingu samkvæmt ANW, að kaupa sér frjálsa tryggingu samkvæmt þeirri löggjöf, að því tilskildu að slík trygging hafi tekið gildi eigi síðar en á gildistökudegi þessarar reglugerðar, en eingöngu fyrir tímabil þegar makinn er tryggður skyldutryggingu.
            Þessi heimild fellur úr gildi frá og með þeim degi að skyldutrygging maka fellur niður samkvæmt ANW, nema skyldutrygging maka falli niður vegna andláts hans og hinn eftirlifandi fái einungis lífeyri samkvæmt hollenskum lögum um almennar tryggingar eftirlifenda sem voru á framfæri hins látna (ANW).
            Hvað sem öðru líður fellur heimild vegna frjálsra trygginga úr gildi þegar hinn tryggði nær 65 ára aldri.
            Iðgjöld vegna frjálsrar tryggingar skulu ákveðin í samræmi við ákvæði er lúta að ákvörðun iðgjalda frjálsra trygginga samkvæmt ANW. Ef frjálsa tryggingin kemur á eftir tryggingatímabili, sem um getur í b-lið 2. liðar, skal þó fastsetja iðgjaldið í samræmi við ákvæðin um fastsetningu iðgjalda vegna skyldutryggingar samkvæmt ANW, með hliðsjón af þeim tekjum sem talið er að hafi fengist í Hollandi.
    4.    Beiting hollenskrar löggjafar um óvinnufærni
        a)    Eigi hlutaðeigandi einstaklingur rétt á hollenskum örorkubótum skv. 3. mgr. 51. gr. þessarar reglugerðar skal sú fjárhæð, sem um getur í b-lið 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar fyrir útreikning á bótunum, ákvörðuð:
            i.    hafi einstaklingurinn, fyrir þann tíma er óvinnufærnin kom fram, síðast verið við vinnu sem launþegi í skilningi a-liðar 1. gr. þessarar reglugerðar:
                –    í samræmi við ákvæðin sem mælt er fyrir um í lögum um tryggingar vegna óvinnufærni (Wet op arbeidsongeschiktheidsverzekering (WAO)) hafi óvinnufærnin komið fram fyrir 1. janúar 2004 eða
                –    í samræmi við ákvæðin sem mælt er fyrir um í lögum um atvinnu og tekjur í samræmi við starfsgetu (Wet Werk en inkomen naar arbeidsvermogen (WIA)) hafi óvinnufærnin komið fram eftir 1. janúar 2004,
            ii.    hafi hlutaðeigandi einstaklingur, fyrir þann tíma er óvinnufærnin kom fram, síðast verið við vinnu sem sjálfstætt starfandi einstaklingur í skilningi b-liðar 1. gr. þessarar reglugerðar, í samræmi við ákvæðin sem mælt er fyrir um í lögum um óvinnufærni sjálfstætt starfandi einstaklinga (Wet arbeidsongeschiktheidsverzekering zelfstandingen (WAZ)), hafi óvinnufærnin komið fram fyrir 1. ágúst 2004.
        b)    Við útreikning bóta samkvæmt lögum um tryggingar vegna óvinnufærni (WAO), lögum um atvinnu og tekjur í samræmi við starfsgetu (WIA) eða lögum um óvinnufærni sjálfstætt starfandi einstaklinga (WAZ) skulu hollenskar stofnanir taka til greina:
            –    tímabil launaðrar atvinnu og tímabil sem er farið með sem slík og hefur verið lokið í Hollandi fyrir 1. júlí 1967,
                tryggingatímabil sem hefur verið lokið samkvæmt lögum um tryggingar vegna óvinnufærni (WAO),
                tryggingatímabil sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur lokið eftir 15 ára aldur samkvæmt almennum lögum um óvinnufærni (Algemene Arbeidsongeschiktheidswet (AAW)), enda falli þau ekki saman við tryggingatímabil sem hefur verið lokið samkvæmt lögum um tryggingar vegna óvinnufærni (WAO),
                tryggingatímabil sem hefur verið lokið samkvæmt lögum um óvinnufærni sjálfstætt starfandi einstaklinga (WAZ),
            –    tryggingatímabil sem hefur verið lokið samkvæmt lögum um atvinnu og tekjur í samræmi við starfsgetu (WIA).
    AUSTURRÍKI
    1.    Með tilliti til þess að ávinna sér lífeyristryggingatímabil skal litið svo á að viðvera í skóla eða sambærilegri menntastofnun í öðru aðildarríki jafngildi viðveru í skóla eða menntastofnun, skv. 1. lið. 1. mgr. 227. gr. og 3. lið 1. mgr. 228. gr. laga um almannatryggingar (Allgemeines Sozialversicherungsgesetz (ASVG)), 7. mgr. 116. gr. laga um almannatryggingar fyrir þá sem starfa við verslun og viðskipti (Gewerbliches Sozialversicherungsgesetz (GSVG)) og 7. mgr. 107. gr. laga um almannatryggingar fyrir bændur (Bauern-Sozialversicherungsgesetz (BSVG)), hafi hlutaðeigandi einstaklingur á einhverjum tíma heyrt undir austurríska löggjöf á grundvelli þess að hann hafi stundað starf á eigin vegum eða annarra og að þau sérstöku iðgjöld, sem kveðið er á um skv. 3. mgr. 227. gr. laga um almannatryggingar (ASVG), 9. mgr. 116. gr. laga um almannatryggingar fyrir þá sem starfa við verslun og viðskipti (GSVG) og 9. mgr. 107. gr. laga um almannatryggingar fyrir bændur (BSGV), með tilliti til þess að ávinna sér slík námstímabil, hafi verið greidd.
    2.    Við útreikning á hlutfallslegum bótum, sem um getur í b-lið 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar, skal ekki taka tillit til sérstakra viðbótarframlaga vegna viðbótartrygginga og viðbótarbóta fyrir námumenn samkvæmt austurrískri löggjöf. Í þeim tilvikum skal, ef við á, hækka hlutfallslegu bæturnar, sem eru reiknaðar út án þessara iðgjalda, sem nemur óskertu sérstöku viðbótarframlagi vegna viðbótartrygginga og viðbótarbóta fyrir námumenn.
    3.    Ef, á grundvelli 6. gr. þessarar reglugerðar, lokið er uppbótartímabilum samkvæmt austurrísku lífeyristryggingakerfi en ekki er hægt að leggja þau til grundvallar útreikningi skv. 238. og 239. gr. laga um almannatryggingar (Allgemeines Sozialversicherungsgesetz (ASVG)), 122. og 123. gr. laga um almannatryggingar fyrir þá sem starfa við verslun og viðskipti (Gewerbliches Sozialversicherungsgesetz (GSVG)) og 113. og 114. gr. laga um almannatryggingar fyrir bændur (Bauern-Sozialversicherungsgesetz (BSVG)) skal nota grundvöll útreikninga fyrir tímabil umönnunar barna skv. 239. gr. laga um almannatryggingar (ASVG), 123. gr. um almannatryggingar fyrir þá sem starfa við verslun og viðskipti (GSVG) og 114. gr. laga um almannatryggingar fyrir bændur.
    FINNLAND
    1.    Þegar ákvarða á rétt og reikna út fjárhæð finnsks almannalífeyris skv. 52.–54. gr. þessarar reglugerðar er lífeyrir, sem er áunninn samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, meðhöndlaður á sama hátt og lífeyrir sem er áunninn samkvæmt finnskri löggjöf.
    2.    Við beitingu i. liðar í b-lið 1. mgr. 52. gr. vegna útreiknings á tekjum á tímabilum, sem eru færð til tekna samkvæmt finnskri löggjöf um tekjutengdan lífeyri, þegar einstaklingur hefur lokið lífeyristryggingatímabilum, sem byggja á atvinnu sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur í öðru aðildarríki fyrir hluta viðmiðunartímabilsins samkvæmt finnskri löggjöf, skulu tekjur á því tímabili, sem er fært til tekna, vera jafnar heildarfjárhæð tekna sem aflað var á þeim hluta viðmiðunartímabilsins sem varðar Finnland, deilt með fjölda mánaða tryggingatímabila í Finnlandi á viðmiðunartímabilinu.
    SVÍÞJÓÐ
    1.    Þegar greiðsla vegna foreldraorlofs er innt af hendi skv. 67. gr. þessarar reglugerðar til aðstandanda, sem er ekki í starfi, samsvarar greiðslan grunnfjárhæð eða lægstu fjárhæð.
    2.    Við útreikning á greiðslum vegna foreldraorlofs í samræmi við 6. mgr. 4. kafla laga um almannatryggingar (Lag (1962:381)) til einstaklinga, sem uppfylla skilyrði fyrir greiðslum vegna foreldraorlofs sem byggjast á atvinnuþátttöku, gildir eftirfarandi:
        Þegar tekjur foreldris, sem veita rétt á sjúkrabótum, eru reiknaðar út á grundvelli tekna af launuðu starfi í Svíþjóð, telst þeirri kröfu fullnægt að hafa haft sjúkratryggingu, sem er yfir lægstu fjárhæð, í a.m.k. 240 daga samfellt fyrir fæðingu barnsins ef foreldrið hafði tekjur á fyrrgreindu tímabili af launuðu starfi í öðru aðildarríki sem samsvarar tryggingu yfir lægstu fjárhæð.
    3.    Ákvæði þessarar reglugerðar um söfnun trygginga- og búsetutímabila gilda ekki um umbreytingarákvæðin í sænskri löggjöf um rétt til lágmarkslífeyris fyrir einstaklinga sem eru fæddir 1937 eða fyrr og hafa verið búsettir í Svíþjóð í tilgreindan tíma áður en þeir sækja um lífeyri (lög 2000:798).
    4.    Við útreikning á tekjum fyrir hugsaðar tekjutengdar sjúkrabætur og tekjutengdar ástundunargreiðslur í samræmi við 8. kafla laga um almannatryggingar (Lag (1962:381) om allmän försäkring) gildir eftirfarandi:
        a)    ef hinn tryggði hefur, á viðmiðunartímabilinu, einnig fallið undir löggjöf annarra aðildarríkja, eins eða fleiri, vegna starfs sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur skulu tekjur í hlutaðeigandi aðildarríki eða aðildarríkjum teljast vera jafngildar meðalbrúttótekjum hins tryggða í Svíþjóð á hluta viðmiðunartímabilsins í Svíþjóð, reiknað út með því að deila tekjum í Svíþjóð með þeim fjölda ára þegar þessara tekna var aflað,
        b)    ef bætur er reiknaðar út skv. 46. gr. þessarar reglugerðar og einstaklingar eru ekki tryggðir í Svíþjóð skal viðmiðunartímabilið ákvarðað í samræmi við 2. og 8. mgr. 8. kafla í framangreindum lögum, eins og hlutaðeigandi einstaklingur væri tryggður í Svíþjóð. Hafi hlutaðeigandi einstaklingur ekki lífeyrisskapandi tekjur á þessu tímabili samkvæmt lögum um tekjutengdan ellilífeyri (1998:674) má viðmiðunartímabilið miðast við fyrri tímapunkt þegar hinn tryggði einstaklingur hafði tekjur af starfsemi í Svíþjóð.
    5.    a)    Réttur til eftirlifendalífeyris í samræmi við sænska löggjöf er bundinn því að hinn látni hafi verið tryggður í þrjú ár af næstliðnum fimm almanaksárum fyrir andlátið (viðmiðunartímabilið); ef þessi krafa er ekki uppfyllt er við útreikning á hugsaðri lífeyriseign vegna tekjutengds eftirlifendalífeyris tekið tillit til tryggingatímabila sem var lokið í öðru aðildarríki eins og þeim hefði verið lokið í Svíþjóð. Tryggingatímabil, sem er lokið í öðrum aðildarríkjum, skulu talin byggja á meðaltali þeirra tekna í Svíþjóð sem veita rétt til lífeyris. Ef hlutaðeigandi einstaklingur hefur aðeins lokið einu ári í Svíþjóð, sem veitir rétt til lífeyris, skal reikna öll tryggingatímabil í öðrum aðildarríkjum með sömu fjárhæð.
        b)    Réttur til ekknalífeyris í samræmi við sænska löggjöf er bundinn því að lífeyrisstigum hafi verið safnað í tvö af næstliðnum fjórum árum fyrir andlát hins tryggða (viðmiðunartímabil); ef ekki er farið að þessari kröfu og hafi hinn tryggði lokið tryggingatímabilum í öðru aðildarríki á viðmiðunartímabilinu skal litið svo á, við útreikning á hugsuðum lífeyrisstigum, sem veita rétt til ekknalífeyris við andlát eftir 1. janúar 2003, að þessi ár byggi á sama fjölda lífeyrisstiga og þau ár sem er lokið í Svíþjóð.
    BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
    1.    Þegar einstaklingur getur, í samræmi við breska löggjöf, átt tilkall til eftirlaunalífeyris enda:
        a)    séu iðgjöld fyrrverandi maka talin með sem eigin iðgjöld eða
        b)    hafi maki eða fyrrverandi maki þess einstaklings uppfyllt viðkomandi skilyrði um iðgjöld skulu ákvæði 5. kafla í III. bálki þessarar reglugerðar gilda við ákvörðun á bótarétti samkvæmt breskri löggjöf að því tilskildu að maki eða fyrrverandi maki sé eða hafi verið launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur og heyrt undir löggjöf tveggja eða fleiri aðildarríkja. Í því tilviki skal túlka tilvísanir í áðurnefndum 5. kafla til „tryggingatímabila“ sem tímabil sem lokið hefur verið af hálfu:
            i.    maka eða fyrrverandi maka, ef krafa til bóta er gerð af hálfu:
                –    giftrar konu eða
                –    einstaklings sem var í hjónabandi sem lauk með öðrum hætti en með andláti maka eða
            ii.    fyrrverandi maka, ef krafa til bóta er gerð af hálfu:
                –    ekkils sem átti ekki, rétt áður en hann náði eftirlaunaaldri, rétt á greiðslum fyrir ekkla/ekkjur með börn eða
                –    ekkju sem átti ekki, rétt áður en hún náði eftirlaunaaldri, rétt á greiðslum fyrir ekkjur með börn, fyrir ekkla/ekkjur með börn eða ekknalífeyri eða sem á einvörðungu rétt á aldurstengdum ekknalífeyri sem reiknaður er út skv. b-lið 1. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar, en í þessu sambandi merkir „aldurstengdur ekknalífeyrir“ ekknalífeyri sem er greiddur út í lækkuðu hlutfalli í samræmi við 4. mgr. 39. gr. laga um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga frá 1992.
    2.    Við beitingu 6. gr. reglugerðarinnar vegna ákvæða um rétt á umönnunargreiðslum (attendance allowance, carer's allowance) og framfærslugreiðslum til fatlaðra einstaklinga (disability living allowance) skal taka til greina starfstímabil launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings eða búsetutímabil sem er lokið á yfirráðasvæði annars aðildarríkis en Breska konungsríkisins, að svo miklu leyti sem þörf er á til að uppfylla kröfuna um búsetu í Breska konungsríkinu fyrir þann dag sem réttur til umræddra bóta kemur fyrst fram.
    3.    Að því er varðar 7. gr. reglugerðarinnar, þegar um er að ræða örorku-, elli- eða eftirlifendabætur í peningum, lífeyri vegna vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma og dánarstyrki, skal greiðsluþegi samkvæmt breskri löggjöf sem dvelur á yfirráðasvæði annars aðildarríkis teljast búsettur á yfirráðasvæði þess aðildarríkis á meðan á dvöl hans stendur.
    4.    Við beitingu 46. gr. reglugerðarinnar skal Breska konungsríkið, ef hlutaðeigandi einstaklingur hefur orðið óvinnufær og síðan öryrki á meðan hann heyrði undir löggjöf annars aðildarríkis, að því er varðar 5. mgr. 30. þáttar A í lögum frá 1992 um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga (Social Security Contributions and Benefits Act 1992), taka til greina hvert það tímabil sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur fengið, vegna þeirrar óvinnufærni:
        i.    sjúkrabætur í peningum eða kaup eða laun þess í stað eða
        ii.    bætur í skilningi 4. og 5. kafla III. bálks þessarar reglugerðar, sem eru greiddar vegna örorkunnar sem kom í kjölfar þessarar óvinnufærni, samkvæmt löggjöf hins aðildarríkisins, eins og um væri að ræða tímabil sem bætur vegna óvinnufærni til skemmri tíma hefðu verið greiddar í samræmi við 1.–4. mgr. 30. þáttar A í lögum frá 1992 um iðgjöld og bætur á sviði almannatrygginga (Social Security Contributions and Benefits Act 1992).
        Við beitingu þessa ákvæðis skal einungis taka tillit til tímabila þegar einstaklingur hefði verið ófær um að stunda vinnu í skilningi breskrar löggjafar.
    5.    1)    Þegar reikna skal út tekjuþátt í þeim tilgangi að ákvarða rétt til bóta, samkvæmt breskri löggjöf, fyrir hverja starfsviku sem launþegi heyrði undir löggjöf annars aðildarríkis og hófst á viðkomandi tekjuskattsári í skilningi löggjafar Breska konungsríkisins, telst hann hafa greitt iðgjöld launþega, eða hafa tekjur sem iðgjöld hafa verið greidd af, á grundvelli tekna sem jafngildar eru tveimur þriðju af hámarkstekjum þess árs.
        2)    Við beitingu ii. liðar í b-lið 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar þegar:
            a)    launþegi hefur lokið trygginga-, starfs- eða búsetutímabilum alfarið í öðru aðildarríki en Breska konungsríkinu, á tekjuskattsári sem hefst 6. apríl 1975 eða síðar, og beiting 1. mgr. 5. liðar hér að framan leiðir til þess að það ár telst með í skilningi breskrar löggjafar vegna i. liðar í b-lið 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar, telst hann hafa verið tryggður í 52 vikur á því ári í hinu aðildarríkinu,
            b)    tekjuskattsár, sem hefst 6. apríl 1975 eða síðar, telst ekki með í skilningi breskrar löggjafar hvað viðkemur i. lið í b-lið 1. mgr. 52. gr. þessarar reglugerðar skal alfarið horft framhjá trygginga-, starfs- eða búsetutímabilum á því ári.
        3)    Þegar breyta á tekjuþætti í tryggingatímabil skal deila í tekjur viðkomandi tekjuskattsárs í skilningi breskrar löggjafar með lágmarkstekjum þess árs. Niðurstöðuna skal birta í heilum tölum en brotum sleppt. Niðurstöðutalan stendur þá fyrir fjölda tryggingavikna sem lokið hefur verið samkvæmt breskri löggjöf á því ári, að því tilskildu að talan fari ekki fram úr þeim vikufjölda á því ári þegar einstaklingurinn heyrði undir umrædda löggjöf.“

Fylgiskjal IV.


REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 987/2009
frá 16. september 2009
sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu      almannatryggingakerfa
(Texti sem varðar EES og Sviss)

EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 42. og 308. gr.,
með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), einkum 89. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 2 ),
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)         Með reglugerð 883/2004 eru reglur um samræmingu almannatryggingakerfa aðildarríkjanna færðar til nútímahorfs og tilgreindar ráðstafanir og tilhögun við framkvæmd þeirra fyrir alla viðkomandi aðila. Mæla skal fyrir um framkvæmdarreglur.
2)         Nánari og skilvirkari samvinna milli almannatryggingastofnana er lykilatriði í því að gera þeim einstaklingum, sem reglugerð (EB) nr. 833/2004 tekur til, kleift að nýta sér réttindi sín eins fljótt og auðið er og við bestu skilyrði.
3)         Hentugt er að nota rafræn samskipti til skjótra og áreiðanlegra upplýsingaskipta milli stofnana aðildarríkjanna. Rafræn úrvinnsla upplýsinga ætti að stuðla að því að flýta málsmeðferðinni fyrir alla sem hlut eiga að máli. Hlutaðeigandi einstaklingar ættu einnig að njóta góðs af þeim tryggingum sem kveðið er á um í ákvæðum Bandalagsins um vernd einstaklinga að því er varðar vinnslu og frjálsa miðlun persónuupplýsinga.
4)         Aðgengi að upplýsingum (þ.m.t. rafrænar upplýsingar) um þær innlendu stofnanir, sem munu líklega koma að framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004, á formi sem gerir kleift að uppfæra upplýsingarnar í rauntíma, ætti að auðvelda upplýsingaskipti milli stofnana aðildarríkjanna. Þessi nálgun, sem leggur áherslu á hreinar upplýsingar um staðreyndir og tafarlaust aðgengi borgaranna að þeim, er mikilvæg einföldun sem skal tekin upp með þessari reglugerð.
5)         Til að starfsemin gangi sem best og til að ná fram skilvirkri stjórnun á flókinni aðferð við framkvæmd reglnanna um samræmingu almannatryggingakerfa er nauðsynlegt að koma á kerfi fyrir skjóta uppfærslu 4. viðauka. Samning og beiting ákvæða þess efnis kallar á nána samvinnu milli aðildarríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar og skal framkvæmd ákvæðanna ganga fljótt fyrir sig, með hliðsjón af þeim afleiðingum sem seinkun þeirra getur haft fyrir bæði borgara og stjórnsýsluyfirvöld. Framkvæmdastjórnin skal því fá heimild til að koma á og stjórna gagnagrunni og tryggja að hann sé starfhæfur eigi síðar en frá þeim degi þegar þessi reglugerð tekur gildi. Framkvæmdastjórnin skal því einkum gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fella upplýsingarnar, sem taldar eru upp í 4. viðauka, inn í þann gagnagrunn.
6)         Efling ákveðinna málsmeðferðareglna ætti að leiða til aukinnar réttarvissu og gagnsæi fyrir þá sem nota reglugerð (EB) nr. 883/2004. Til dæmis ættu sameiginlegir frestir til að uppfylla tilteknar skyldur eða ljúka ákveðnum stjórnsýsluverkefnum að stuðla að því að skýra og móta sambandið á milli hinna tryggðu og stofnana.
7)         Einstaklingarnir, sem reglugerðin tekur til, skulu fá tímanleg svör við beiðnum sínum frá þar til bæru stofnuninni. Veita skal svörin í síðasta lagi innan þess frests sem kann að vera mælt fyrir um í almannatryggingalöggjöf aðildarríkisins sem um ræðir. Ákjósanlegt væri að aðildarríki, sem hafa löggjöf um almannatryggingar þar sem ekki er kveðið á um slíka fresti, íhuguðu að samþykkja þá og gera þá aðgengilegri hlutaðeigandi einstaklingum eftir því sem nauðsynlegt reynist.
8)         Aðildarríkin, þar til bær yfirvöld þeirra og almannatryggingastofnanir skulu eiga þess kost að koma sér saman um einfaldaðar málsmeðferðarreglur og framkvæmdasamkomulag sem þeir telja vera skilvirkari og falla betur að aðstæðum almannatryggingakerfa þeirra hvers um sig. Þó skal slíkt samkomulag ekki hafa áhrif á réttindi einstaklinganna sem reglugerð (EB) nr. 883/2004 tekur til.
9)         Almannatryggingar eru í eðli sínu flókið svið sem veldur því að allar stofnanir aðildarríkjanna þurfa að beita sér sérstaklega til að styðja tryggða einstaklinga, svo að þeir beri ekki skarðan hlut frá borði sem hafa ekki sent inn umsókn eða tilteknar upplýsingar til þeirrar stofnunar sem ber ábyrgð á úrvinnslu beiðninnar í samræmi við reglur og málsmeðferð sem kveðið er á um í reglugerð (EB) nr. 883/2004 og í þessari reglugerð.
10)         Til að ákvarða hvaða stofnun telst vera þar til bær stofnun, þ.e. sú stofnun sem starfar eftir þeirri löggjöf sem gildir eða sú stofnun sem er ábyrg fyrir greiðslu tiltekinna bóta, verða stofnanir í fleiri en einu aðildarríki að kanna aðstæður hins tryggða og aðstandenda hans. Til að tryggja að hlutaðeigandi einstaklingur njóti verndar, á meðan nauðsynleg samskipti milli stofnana fara fram, skal setja ákvæði um bráðabirgðaaðild að almannatryggingakerfi.
11)         Aðildarríki skulu vinna saman að því að ákvarða búsetustað einstaklinga sem þessi reglugerð og reglugerð (EB) nr. 883/2004 taka til og þegar um ágreining er að ræða skulu þau taka tillit til allra viðeigandi viðmiða til að leysa málið. Þau geta m.a. verið viðmiðin sem um getur í viðeigandi grein þessarar reglugerðar.
12)         Mörgum af þeim ráðstöfunum og málsmeðferðarreglum, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, er ætlað að tryggja að þær viðmiðanir, sem aðildarríkin verða að nota samkvæmt reglugerð (EB) nr. 883/2004, verði gagnsærri. Slíkar ráðstafanir og málsmeðferðarreglur eru byggðar á dómaframkvæmd Dómstóls Evrópubandalaganna, ákvörðunum framkvæmdaráðsins og yfir 30 ára reynslu af því að beita samræmingu almannatryggingakerfa í ljósi þeirra grundvallarréttinda sem bundin eru í sáttmálann.
13)    Þessi reglugerð kveður á um ráðstafanir og málsmeðferðarreglur til að stuðla að hreyfanleika launþega og atvinnulausra einstaklinga. Sá sem sækir vinnu yfir landamæri og er með öllu atvinnulaus má skrá sig hjá vinnumiðlunum, bæði í sínu búsetulandi og í því aðildarríki þar sem hann var síðast ráðinn. Þó skal hann einungis eiga rétt á bótum frá sínu búsetuaðildarríki.
14)         Þörf er á tilteknum sértækum reglum og málsmeðferðarreglum til að ákvarða hvaða lagasetning gildir um að taka tilliti til tímabila í mismunandi aðildarríkjum sem hinn tryggði hefur varið við barnauppeldi.
15)         Tilteknar málsmeðferðarreglur ættu einnig að endurspegla þörfina fyrir jafnvægi í skiptingu kostnaðar á milli aðildarríkjanna. Sérstaklega á sviði veikinda skulu slíkar málsmeðferðarreglur miðast við stöðu aðildarríkisins sem ber kostnaðinn af því að veita hinum tryggða aðgang að heilbrigðiskerfi sínu og stöðu aðildarríkjanna þar sem stofnanir eru sem bera kostnaðinn af aðstoð sem hinn tryggði fær í öðru aðildarríki en því þar sem hann er búsettur.
16)         Í sérstöku samhengi reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004 er nauðsynlegt að skýra hvaða skilyrði eru fyrir því að greiða kostnað við aðstoð sem hluta af fyrirframákveðinni meðferð, nánar tiltekið er hinn tryggði fer til annars aðildarríkis en þess þar sem hann er tryggður eða búsettur til að fá meðferð. Tilgreina skal skyldur hins tryggða þegar um er að ræða umsókn um fyrirframleyfi og einnig skal tilgreina skyldur stofnunarinnar gagnvart sjúklingnum þegar um er að ræða skilyrði fyrir leyfinu. Einnig skal skýra afleiðingarnar af skuldfærslu kostnaðar við umönnun sem er veitt í öðru aðildarríki á grundvelli leyfis.
17)         Þessi reglugerð, einkum þau ákvæði sem varða dvöl utan lögbæra aðildarríkisins og fyrirframákveðna meðferð, skal ekki koma í veg fyrir beitingu hagstæðari innlendra ákvæða, sérstaklega með tilliti til endurgreiðslu kostnaðar sem stofnað var til í öðru aðildarríki.
18)         Bindandi málsmeðferðarreglur til að stytta þann tíma sem þörf er á vegna greiðslu þessara krafna milli stofnana aðildarríkjanna eru nauðsynlegar til að viðhalda trausti á þessum skiptum og koma til móts við kröfuna um ábyrga stjórnun almannatryggingakerfa aðildarríkjanna. Þess vegna skal efla málsmeðferðarreglur fyrir úrvinnslu krafna er varða bætur vegna veikinda og atvinnuleysis.
19)         Efla skal málsmeðferðarreglur milli stofnanna um gagnkvæma aðstoð við að endurheimta kröfur almannatrygginga til þess að tryggja skilvirkari endurgreiðslu og snurðulausa framkvæmd samræmingarreglnanna. Skilvirk endurheimt er jafnframt úrræði til að koma í veg fyrir og bregðast við misnotkun og svikum, sem og leið til að tryggja sjálfbærni almannatryggingakerfa.
        Þetta felur í sér að nýjar málsmeðferðarreglur eru samþykktar á grundvelli nokkurra núgildandi ákvæða í tilskipun ráðsins 2008/55/EB frá 26. maí 2008 um gagnkvæma aðstoð vegna endurheimtar krafna varðandi tilteknar álögur, tolla, skatta og aðrar ráðstafanir ( 1 ). Nýjar málsmeðferðarreglur af þessu tagi um endurheimt skal endurmeta í ljósi reynslunnar eftir að unnið hefur verið eftir þeim í fimm ár og aðlaga þær ef nauðsynlegt reynist, sérstaklega til að tryggja að þær séu að fullu nothæfar.
20)         Að því er varðar ákvæði um gagnkvæma aðstoð varðandi endurheimt veittra bóta sem ekki eru gjaldfallnar, endurheimt á bráðabirgðagreiðslum og -iðgjöldum, sem og skuldajöfnun og aðstoð við endurheimt, takmarkast lögsaga aðildarríkisins, sem beiðni er beint til, við aðgerðir tengdar fullnusturáðstöfunum. Allar aðrar aðgerðir falla undir lögsögu aðildarríkisins sem sækir um.
21)         Fullnusturáðstafanir, sem gerðar eru í aðildarríkinu sem beiðni er beint til, gefa ekki til kynna að það aðildarríki viðurkenni efni eða grundvöll kröfunnar.
22)         Það að upplýsa viðkomandi einstakling um réttindi hans og skyldur er mikilvæg forsenda trausts sambands við lögbær yfirvöld og stofnanir aðildarríkisins. Upplýsingarnar skulu innihalda leiðbeiningar um stjórnsýslumeðferð. Hlutaðeigandi einstaklingar geta, eftir aðstæðum, verið hinir tryggðu, aðstandendur þeirra og/eða eftirlifendur eða aðrir.
23)         Þar eð aðildarríkin geta ekki með fullnægjandi hætti náð markmiði þessarar reglugerðar, nánar tiltekið að samþykkja samræmdar ráðstafanir til að tryggja árangursríka framkvæmd frjálsrar farar fólks, og vegna þess hve aðgerðirnar eru umfangsmiklar og hafa víðtæk áhrif að markmiðinu verður betur náð á vettvangi Bandalagsins, getur Bandalagið samþykkt ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna eins og kveðið er á um í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og hún er sett fram í þeirri grein, ganga ákvæði þessarar reglugerðar ekki lengra en nauðsynlegt er til að þessu markmiði verði náð.
24)         Þessi reglugerð kemur í stað reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 574/72 frá 21. mars 1972 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja ( 2 ).
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

I. BÁLKUR
ALMENN ÁKVÆÐI

I. KAFLI
Skilgreiningar
1. gr.
Skilgreiningar

1.     Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a)    „grunnreglugerð“: reglugerð (EB) nr. 883/2004,
b)    „framkvæmdarreglugerð“: þessi reglugerð og
c)    skilgreiningarnar sem settar eru fram í grunnreglugerðinni skulu gilda.
2.     Til viðbótar við skilgreiningarnar sem um getur 1. mgr.,
a)    „aðgangsstöð“: eining sem hefur það hlutverk að vera:
    i.    rafrænn tengiliður,
    ii.    sjálfvirk beining á grundvelli vistfangs og
    iii.    skynvædd beining, byggð á hugbúnaði fyrir sjálfvirkt eftirlit og beiningu (t.d. gervigreindarhugbúnaður) og/eða mannlega íhlutun,
b)    „samskiptastofnun“: stofnun sem er tilnefnd af lögbæru yfirvaldi aðildarríkis vegna eins eða fleiri flokka almannatrygginga, sem um getur í 3. gr. grunnreglugerðarinnar, og svarar beiðnum um upplýsingar og aðstoð að því er varðar beitingu grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar og verður að sinna þeim verkefnum sem henni eru fengin skv. IV. bálki framkvæmdarreglugerðarinnar,
c)    „skjal“: safn gagna á hvaða miðli sem er, skipulega uppsett þannig að rafræn skipti séu möguleg og því verður að miðla til að beiting grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar sé möguleg,
d)    „skipulega uppsett rafrænt skjal“: skipulega uppsett skjal á því formi sem hannað er til rafrænna upplýsingaskipta milli aðildarríkja,
e)    „sending með rafrænum aðferðum“: sending upplýsinga með rafrænum gagnavinnslubúnaði (þ.m.t. stafræn samþjöppun), þar sem notaður er rafþráður, þráðlaus sending, ljóstæknilegar aðferðir eða aðrar rafsegulaðferðir,

f)    „endurskoðunarnefnd“: aðilinn sem um getur í 74. gr. grunnreglugerðarinnar.

II. KAFLI
Ákvæði um samstarf og upplýsingaskipti
2. gr.
Gildissvið og reglur um upplýsingaskipti milli stofnana

1.     Að því er varðar framkvæmdarreglugerðina, skulu upplýsingaskipti milli yfirvalda og stofnana aðildarríkjanna sem falla undir grunnreglugerðina, byggjast á meginreglunni um opinbera þjónustu, skilvirkni, virka aðstoð, skjóta afhendingu og aðgengi, þ.m.t. rafrænt aðgengi, einkum fyrir fatlaða og aldraða.
2.     Stofnanirnar skulu án tafar leggja fram eða skiptast á öllum nauðsynlegum upplýsingum til að koma á og ákvarða réttindi og skyldur einstaklinganna sem grunnreglugerðin tekur til. Upplýsingarnar skulu fluttar milli aðildarríkjanna, beint frá stofnununum sjálfum eða óbeint fyrir milligöngu samskiptastofnananna.
3.     Ef einstaklingur hefur fyrir mistök sent upplýsingar, skjöl eða umsóknir til stofnunar á yfirráðasvæði annars aðildarríkis en þess þar sem stofnunin, sem tilnefnd hefur verið í samræmi við framkvæmdarreglugerðina, er staðsett skal fyrrnefnda stofnunin endursenda upplýsingarnar, skjölin eða umsóknirnar án tafar til stofnunarinnar sem tilnefnd hefur verið í samræmi við framkvæmdarreglugerðina og tilgreina upphaflegan sendingardag þeirra. Sú dagsetning er bindandi fyrir síðarnefndu stofnunina. Stofnanir aðildarríkis skulu þó ekki gerðar ábyrgar eða teljast hafa tekið ákvörðun með skírskotun til þess að hafa ekki brugðist við vegna seinkunar á sendingu upplýsinga, skjala eða umsókna frá stofnunum annarra aðildarríkja.
4.     Þegar upplýsingar eru sendar óbeint fyrir milligöngu samskiptastofnunar viðtökuaðildarríkisins hefst frestur til að svara kröfum frá og með þeim degi þegar samskiptastofnunin tók við kröfunni, eins og stofnunin í því aðildarríki hefði tekið við henni.

3. gr.
Gildissvið og reglur um upplýsingaskipti milli hlutaðeigandi einstaklinga og stofnana

1.     Aðildarríki skulu sjá til þess að hlutaðeigandi einstaklingar fái allar nauðsynlegar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar voru með grunnreglugerðinni og framkvæmdarreglugerðinni þannig að þeim sé gert kleift að halda fram rétti sínum. Þau skulu einnig veita notendavæna þjónustu.
2.     Einstaklingum, sem heyra undir grunnreglugerðina, skal vera skylt að senda til viðkomandi stofnunar nauðsynlegar upplýsingar, skjöl eða fylgigögn til að hægt sé að ákvarða stöðu þeirra eða aðstandenda þeirra, að ákvarða eða viðhalda réttindum og skyldum þeirra og að ákvarða gildandi löggjöf og skyldur þeirra þar að lútandi.
3.     Við söfnun, sendingu eða vinnslu persónuupplýsinga, samkvæmt löggjöf þeirra til framkvæmdar grunnreglugerðinni, skulu aðildarríki tryggja að viðkomandi einstaklingar geti neytt réttar síns að fullu varðandi vernd persónuupplýsinga, í samræmi við ákvæði Bandalagsins um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.
4.     Viðkomandi stofnanir skulu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt vegna beitingar grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar, framsenda upplýsingarnar og gefa út skjöl til hlutaðeigandi einstaklinga án tafar og í öllum tilvikum innan þess frests sem er tiltekinn samkvæmt löggjöf hlutaðeigandi aðildarríkis. Umsækjandinn, sem er búsettur eða dvelur í öðru aðildarríki, skal látinn vita beint eða í gegnum samskiptastofnanir í búsetu- eða dvalaraðildarríki um þær ákvarðanir sem teknar hafa verið innan viðkomandi stofnunar. Þegar bótum er hafnað skal einnig tilgreina ástæður fyrir höfnuninni, lagaúrræði og áfrýjunarfresti. Senda skal afrit af þessari ákvörðun til annarra hlutaðeigandi stofnana.

4. gr.
Framsetning og aðferð við upplýsingaskipti

1.     Framkvæmdaráðið skal mæla fyrir um skipulag, innihald, framsetningu og nákvæmt fyrirkomulag vegna skipta á skjölum og skipulega uppsettum rafrænum skjölum.
2.     Sending upplýsinga milli stofnana eða samskiptastofnana skal vera með rafrænum hætti, annaðhvort beint eða óbeint um aðgangsstöðvarnar, innan sameiginlegs öryggisramma sem tryggir trúnað og vernd gagnaskipta.
3.     Í samskiptum sínum við hlutaðeigandi einstaklinga skal viðkomandi stofnun nota það fyrirkomulag sem hentar í hverju tilviki og nota rafrænar aðferðir eftir því sem framast er unnt. Framkvæmdarráðið skal mæla fyrir um hagnýtt fyrirkomulag við sendingu upplýsinga, skjala eða ákvarðana með rafrænum hætti til hlutaðeigandi einstaklings.

5. gr.
Lagalegt gildi skjala og fylgigagna sem eru gefin út í öðru aðildarríki

1.     Skjöl og fylgigögn, sem skjölin byggjast á og gefin eru út af stofnun í aðildarríki og sýna stöðu einstaklingsins að því er varðar beitingu grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar, skulu viðurkennd af stofnunum annarra aðildarríkja svo fremi þau hafi ekki verið dregin til baka eða lýst ógild í aðildarríkinu sem gaf þau út.
2.     Ef upp kemur vafi um gildi skjals eða nákvæmni staðreynda sem það inniheldur skal stofnunin í aðildarríkinu, sem tekur við skjalinu, biðja útgáfustofnunina um nauðsynlegar skýringar og, eftir því sem við á, um að draga skjalið til baka. Útgáfustofnunin skal endurskoða grundvöllinn fyrir útgáfu skjalsins og draga það til baka ef nauðsyn krefur.
3.     Samkvæmt 2. mgr.,skal stofnun á dvalar- eða búsetustað, að beiðni þar til bærrar stofnunar, sannprófa þessar upplýsingar eða skjöl að svo miklu leyti sem það er unnt, ef vafi leikur á upplýsingum frá hlutaðeigandi einstaklingum, gildi skjals eða fylgigagna eða nákvæmni þeirra staðreynda sem upplýsingarnar byggjast á.
4.     Ef viðkomandi stofnanir komast ekki að samkomulagi geta lögbær yfirvöld lagt málið fyrir framkvæmdaráðið, þó ekki fyrr en mánuður er liðinn frá því að stofnunin, sem veitti skjalinu viðtöku, sendir beiðni sína. Framkvæmdaráðið skal leitast við að sætta sjónarmið innan sex mánaða frá þeim degi þegar málið var lagt fyrir það.

6. gr.
Bráðabirgðabeiting löggjafar og bráðabirgðaúthlutun bóta

1.     Ef ekki er kveðið á um annað í framkvæmdarreglugerðinni skulu hlutaðeigandi einstaklingar, þegar upp kemur ágreiningur milli stofnana eða yfirvalda tveggja eða fleiri aðildarríkja um það hvaða löggjöf skuli gilda, heyra til bráðabirgða undir löggjöf eins þessara aðildarríkja og er forgangsröðunin ákvörðuð á eftirfarandi hátt:
a)    löggjöf aðildarríkisins þar sem einstaklingurinn vinnur sem launþegi eða starfar sjálfstætt, ef starfið eða sjálfstæða starfsemin er einungis stundað í einu aðildarríki,
b)    löggjöf búsetuaðildarríkis þar sem hlutaðeigandi einstaklingur stundar hluta af sínu starfi/starfsemi eða þar sem einstaklingurinn er hvorki launþegi né sjálfstætt starfandi,
c)    löggjöf þess aðildarríkis sem fyrst var óskað eftir að yrði beitt, svo framarlega sem einstaklingurinn stundar starfsemi í tveimur eða fleiri aðildarríkjum.
2.     Þegar upp kemur ágreiningur milli stofnana eða yfirvalda í tveimur aðildarríkjum eða fleiri um það hvaða stofnun ber að veita bætur í peningum eða aðstoð skal hlutaðeigandi einstaklingur, sem gæti sótt um bætur/aðstoð ef ekki væri fyrir þennan ágreining, eiga rétt á bótum á bráðabirgðagrundvelli samkvæmt löggjöfinni sem beitt er af stofnun á búsetustað hans eða, ef þessi einstaklingur er ekki búsettur á yfirráðasvæði eins af hlutaðeigandi aðildarríkjum, samkvæmt löggjöfinni sem beitt er af þeirri stofnun sem fékk beiðnina fyrst.
3.     Ef viðkomandi stofnanir eða yfirvöld komast ekki að samkomulagi geta lögbær yfirvöld lagt málið fyrir framkvæmdaráðið, þó ekki fyrr en eftir að mánuður er liðinn frá þeim degi þegar skoðanaágreiningurinn, sem um getur í 1. eða 2. mgr., kom upp. Framkvæmdaráðið skal leitast við að sætta sjónarmiðin innan sex mánaða frá þeim degi þegar málið var lagt fyrir það.
4.     Þar sem annaðhvort er staðfest að gildandi löggjöfin er ekki löggjöf þess aðildarríkis sem veitti bráðabirgðaaðild að almannatryggingakerfi eða að stofnunin, sem veitti bæturnar á bráðabirgðagrundvelli, var ekki þar til bær stofnun skal stofnunin, sem skilgreind er sem þar til bær stofnun, teljast vera svo afturvirkt, eins og ágreiningurinn hefði ekki komið upp, í síðasta lagi frá þeim degi þegar bráðabirgðaaðild hófst eða frá því að viðkomandi bætur voru fyrst veittar til bráðabirgða.
5.     Sú stofnun, sem hefur verið skilgreind sem þar til bær stofnun, og sú stofnun, sem greiddi til bráðabirgða bætur í peningum eða tók við iðgjöldum til bráðabirgða, skulu, ef nauðsyn krefur, gera upp fjárhagsstöðu hlutaðeigandi einstaklings að því er varðar iðgjöld og bætur í peningum sem greidd voru til bráðabirgða, eftir því sem við á, í samræmi við III. kafla IV. bálks framkvæmdarreglugerðarinnar.
Aðstoð, sem stofnun veitir til bráðabirgða skv. 2. mgr., skal þar til bæra stofnunin endurgreiða skv. IV. bálki framkvæmdarreglugerðarinnar.

7. gr.
Bráðabirgðaútreikningar á bótum og iðgjöldum

1.     Ef ekki er kveðið á um annað í framkvæmdarreglugerðinni skal stofnunin, að beiðni hlutaðeigandi einstaklings, þegar einstaklingur telst eiga rétt á bótum eða er skyldugur til að greiða iðgjald í samræmi við grunnreglugerðina og þar til bæra stofnunin hefur ekki allar þær upplýsingar um aðstæður í öðru aðildarríki sem eru nauðsynlegar til að reikna endanlega út fjárhæð bótanna eða iðgjaldsins, veita bæturnar eða reikna iðgjaldið á bráðabirgðagrundvelli ef slíkur útreikningur er mögulegur á grundvelli upplýsinganna sem fyrir liggja hjá stofnuninni.
2.     Endurreikna skal bæturnar eða iðgjaldið þegar öll fylgigögn eða skjöl hafa verið afhent viðkomandi stofnun.

III. KAFLI
Önnur almenn ákvæði um beitingu grunnreglugerðarinnar
8. gr.
Framkvæmdasamkomulag milli tveggja eða fleiri aðildarríkja

1.     Ákvæði framkvæmdarreglugerðarinnar skulu koma í stað þeirra ákvæða sem mælt er fyrir um í framkvæmdasamkomulagi um beitingu samninganna sem um getur í 1. mgr. 8. gr. grunnreglugerðarinnar, að undanskildum ákvæðum varðandi framkvæmdasamkomulag vegna samningana sem um getur í II. viðauka við grunnreglugerðina, að því tilskildu að ákvæði slíks framkvæmdasamkomulags séu tilgreind í 1. viðauka við framkvæmdarreglugerðina.
2.     Aðildarríki geta, ef nauðsyn krefur, gert með sér framkvæmdasamkomulag vegna beitingar samninganna sem um getur í 2. mgr. 8. gr. grunnreglugerðarinnar, að því tilskildu að þeir hafi ekki neikvæð áhrif á réttindi og skyldur hlutaðeigandi einstaklinga og séu tilgreindir í 1. viðauka framkvæmdarreglugerðarinnar.

9. gr.
Aðrar málsmeðferðarreglur milli yfirvalda og stofnana

1.     Tvö eða fleiri aðildarríki eða þar til bærar stofnanir þeirra geta samþykkt aðrar málsmeðferðarreglur en kveðið er á um í framkvæmdarreglugerðinni, að því tilskildu að málsmeðferðarreglurnar hafi ekki neikvæð áhrif á réttindi eða skyldur hlutaðeigandi einstaklinga.
2.     Tilkynna skal alla samninga, sem gerðir eru í þessu skyni, til framkvæmdaráðsins og tilgreina þá í 1. viðauka við framkvæmdarreglugerðina.
3.     Ákvæði í samningum um framkvæmd, sem gerðir hafa verið milli tveggja eða fleiri aðildarríkja með sama eða svipuðum markmiðum og um getur í 2. mgr., sem eru í gildi daginn fyrir gildistöku framkvæmdarreglugerðarinnar og eru tilgreind í 5. viðauka við reglugerð (EBE) nr. 574/72, skulu gilda áfram að því er varðar samskipti milli þessara aðildarríkja, að því tilskildu að þau séu einnig tilgreind í 1. viðauka við framkvæmdarreglugerðina.

10. gr.
Komið í veg fyrir að bætur skarist

Þrátt fyrir önnur ákvæði í grunnreglugerðinni skal, þegar bætur sem greiddar eru samkvæmt löggjöf tveggja eða fleiri aðildarríkja eru lækkaðar, felldar niður tímabundið eða afturkallaðar með gagnkvæmum hætti, deila í fjárhæðina, sem ekki á að greiða samkvæmt ítrustu beitingu reglna um lækkun, tímabundna niðurfellingu eða afturköllun, sem mælt er fyrir um í löggjöf viðkomandi aðildarríkja, með fjölda bóta sem lækkun, tímabundin niðurfelling eða afturköllun tekur til.

11. gr.
Þættir til ákvörðunar búsetu

1.     Þegar upp kemur ágreiningur milli stofnana tveggja eða fleiri aðildarríkja um ákvörðun á búsetu einstaklings, sem heyrir undir grunnreglugerðina, skulu þessar stofnanir ákvarða með samkomulagi hvar helstu hagsmunir hlutaðeigandi einstaklings eru með heildarmati á öllum fyrirliggjandi upplýsingum um málsatvik sem geta tekið til, eftir því við á:
a)    hversu lengi og samfellt viðkomandi hefur verið á yfirráðasvæði viðkomandi aðildarríkis,
b)    aðstæðna einstaklingsins, þ.m.t.:
    i.    eðli og sérkenni allrar stundaðrar starfsemi, einkum staðurinn þar sem starfsemin er yfirleitt stunduð á, stöðugleiki starfseminnar og tímalengd allra verksamninga,
    ii.    fjölskyldustaða og fjölskyldutengsl,
    iii.    vinna við alla ólaunaða starfsemi,
    iv.    ef um er að ræða námsmenn, hvaðan þeir fá tekjur,
    v.    húsnæðisaðstæður, sérstaklega hversu stöðugar þær eru,
    vi.    aðildarríkið þar sem einstaklingurinn telst vera búsettur í skattalegum tilgangi.
2.     Ef forsendur mismunandi viðmiða, að teknu tilliti til staðreynda sem málið varða eins og þær eru settar fram 1. mgr., leiða ekki til samkomulags milli viðkomandi stofnana skal líta til fyrirætlunar einstaklingsins, eins og hún birtist út frá staðreyndum og aðstæðum, einkum skal telja þær ástæður, sem urðu til þess að einstaklingurinn ákvað að flytja, mikilvægar til að ákvarða raunverulegan búsetustað hans.

12. gr.
Söfnun tímabila

1.     Við beitingu 6. gr. grunnreglugerðarinnar skal þar til bær stofnun snúa sér til þeirra stofnana í aðildarríkjunum, sem setja þá löggjöf sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrir undir, til að ákvarða öll tímabil sem lokið er samkvæmt löggjöf þeirra.
2.     Tímabilum trygginga, atvinnu, sjálfstæðrar starfsemi eða búsetu, eftir því sem við á, sem lokið er samkvæmt löggjöf aðildarríkis, skal bætt við tímabilin, sem lokið er samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, svo fremi það sé nauðsynlegt við beitingu 6. gr. grunnreglugerðarinnar og að því tilskildu að þessi tímabil skarist ekki.
3.     Skarist trygginga- eða búsetutímabil, sem lokið hefur verið samkvæmt löggjöf aðildarríkis um skyldutryggingar, við tímabil frjálsra eða frjálsra viðvarandi trygginga sem lokið hefur verið samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis er einungis skyldutryggingatímabilið metið.
4.     Skarist trygginga- eða búsetutímabil, annað en jafngilt tímabil sem lokið er samkvæmt löggjöf aðildarríkis, við jafngilt tímabil á grundvelli löggjafar annars aðildarríkis skal einungis meta það tímabil sem er ekki jafngilt tímabil.
5.     Öll tímabil sem farið er með sem jafngild tímabil samkvæmt löggjöf tveggja eða fleiri aðildarríkja skulu einungis metin af stofnun aðildarríkisins sem setti þá löggjöf sem einstaklingurinn er skyldutryggður samkvæmt næst á undan umræddu tímabili. Ef hlutaðeigandi einstaklingur var ekki skyldutryggður samkvæmt löggjöf aðildarríkis á undan þessu tímabili skal tímabilið metið af stofnun aðildarríkisins sem setti þá löggjöf sem hlutaðeigandi einstaklingur var skyldutryggður samkvæmt í fyrsta sinn eftir það tímabil.
6.     Ef ekki er hægt að ákvarða nákvæmlega ákveðin trygginga- eða búsetutímabil, sem lokið er samkvæmt löggjöf aðildarríkis, skal litið svo á að þau tímabil skarist ekki við trygginga- eða búsetutímabil, sem lokið er samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis, og skulu þau metin þegar það reynist hagstætt fyrir hlutaðeigandi einstakling, að því tilskildu að hægt sé að taka tillit til þeirra á sanngjarnan hátt.

13. gr.
Reglur um umreikning tímabila

1.     Ef tímabil, sem lokið er samkvæmt löggjöf aðildarríkis, eru tilgreind í öðrum einingum en þeim sem kveðið er á um í löggjöf annars aðildarríkis skal, við nauðsynlegan umreikning fyrir uppsöfnunina skv. 6. gr. grunnreglugerðarinnar, fylgja eftirfarandi reglum:
a)    tímabilið, sem skal notað sem grunnur fyrir umreikninginn, er það tímabil sem stofnun aðildarríkisins, sem setti þá löggjöf sem viðkomandi heyrði undir á tímabilinu sem lokið var, tilkynnti,
b)    ef um er að ræða kerfi, þar sem tímabilin eru tilgreind í dögum, skal umreikningur úr dögum í aðrar einingar, og öfugt, svo og á milli ólíkra kerfa sem byggjast á dögum, vera samkvæmt eftirfarandi töflu:
Kerfi byggt á Einn dagur samsvarar Ein vika samsvarar Einn mánuður samsvarar Ársfjórðungur samsvarar Hámarksfjöldi daga í almanaksári
5 dögum 9 klst. 5 dögum 22 dögum 66 dögum 264 dagar
6 dögum 8 klst. 6 dögum 26 dögum 78 dögum 312 dagar
7 dögum 6 klst. 7 dögum 30 dögum 90 dögum 360 dagar
c)    ef um er að ræða kerfi þar sem tímabil eru tilgreind í öðrum einingum en dögum,
    i.    teljast þrír mánuðir eða þrettán vikur jafngilda ársfjórðungi og öfugt,
    ii.    telst eitt ár jafngilda fjórum ársfjórðungum, 12 mánuðum eða 52 vikum og öfugt,
    iii.    við umreikning á vikum yfir í mánuði, og öfugt, skal umreikna vikur og mánuði yfir í daga samkvæmt umreikningsreglum þeirra kerfa sem byggjast á sex dögum í b-lið töflunnar,
d)    ef um er að ræða tímabil, sem tilgreind eru í brotum, skulu tölurnar umreiknaðar í næstu lægri heilu tölueiningu með því að beita reglunum sem um getur í b- og c-lið. Umreikna skal brot úr árum yfir í mánuði nema kerfið, sem um ræðir, byggist á ársfjórðungum,
e)    ef niðurstaða umreiknings, samkvæmt þessari málsgrein, er brot úr einingu skal nota næstu hærri heilu tölueiningu sem niðurstöðu umreikningsins samkvæmt þessari málsgrein.
2.     Beiting 1. mgr. skal ekki hafa það í för með sér að þau tímabil, sem lokið hefur verið á einu almanaksári, verði samtals lengri en sá fjöldi daga sem taldir eru upp í síðasta dálki töflunnar í b-lið 1. mgr., 52 vikur eða 12 mánuðir eða fjórir ársfjórðungar.
Ef tímabilin, sem á að umreikna, samsvara hámarksfjölda árstímabila samkvæmt löggjöf aðildarríkisins þar sem tímabilinu lauk skal beiting 1. mgr. ekki, innan eins almanaksárs, leiða til tímabila sem eru styttri en mögulega hæsti árafjöldi tímabila sem kveðið er á um í viðkomandi löggjöf.
3.     Umreikningurinn skal annaðhvort gerður einu sinni fyrir öll tilkynnt uppsöfnuð tímabil eða fyrir hvert ár, ef tímabilin eru tilkynnt frá ári til árs.
4.     Þegar stofnun tilkynnir tímabil, sem tilgreind eru í dögum, skal hún samtímis greina frá því hvort hennar kerfi byggist á fimm dögum, sex dögum eða sjö dögum.

II. BÁLKUR
ÁKVÖRÐUN UM HVAÐA LÖGGJÖF SKULI BEITA

14. gr.
Atriði er varða 12. og 13. gr. grunnreglugerðarinnar

1.     Að því er varðar beitingu 1. mgr. 12. gr. grunnreglugerðarinnar skal „einstaklingur, sem starfar sem launþegi í aðildarríki fyrir hönd vinnuveitanda sem stundar að jafnaði starfsemi sína þar og er sendur til annars aðildarríkis til starfa fyrir vinnuveitandann“ eiga við um einstakling sem er ráðinn til starfa með það að markmiði að hann sé sendur til starfa í öðru aðildarríki, að því tilskildu að strax áður en starf hans hefst heyri hann þegar undir löggjöf aðildarríkisins þar sem vinnuveitandi hans hefur staðfestu.
2.     Að því er varðar beitingu 1. mgr. 12. gr. grunnreglugerðarinnar skal setningin „sem stundar að jafnaði starfsemi sína þar“ eiga við um vinnuveitanda sem stundar að jafnaði verulega starfsemi, aðra en eingöngu innri stjórnun, á yfirráðasvæði aðildarríkisins þar sem hann hefur staðfestu, að teknu tilliti til allra viðmiða sem einkenna starfsemina sem viðkomandi fyrirtæki stundar. Viðkomandi viðmið verða að vera sniðin að sérkennum hvers vinnuveitanda um sig og raunverulegu inntaki starfseminnar sem er stunduð.
3.     Að því er varðar beitingu á 2. mgr. 12. gr. grunnreglugerðarinnar skal „einstaklingur, sem starfar að jafnaði sem sjálfstætt starfandi einstaklingur“ eiga við um einstakling sem að jafnaði stundar verulega starfsemi á yfirráðasvæði aðildarríkisins þar sem hann hefur staðfestu. Sérstaklega þarf þessi einstaklingur að hafa starfað um þó nokkurn tíma fyrir þann dag sem hann óskar eftir að nýta sér ákvæði þeirrar greinar og á meðan á tímabil tímabundinnar starfsemi í öðru aðildarríki stendur verður hann að halda áfram að uppfylla kröfurnar til að starfa í aðildarríkinu þar sem hann hefur staðfestu til þess að geta stundað starfsemina áfram eftir endurkomu.
4.     Að því er varðar beitingu 2. mgr. 12. gr. grunnreglugerðarinnar skulu viðmiðin til að ákvarða hvort starfsemin, sem sjálfstætt starfandi einstaklingur fer til að stunda í öðru aðildarríki, sé „svipuð“ þeirri sem hann stundar að öllu jöfnu, vera raunverulegt inntak slíkrar starfsemi fremur en sú merking á starfi launþega eða sjálfstæðri starfsemi sem annað aðildarríki kann að gefa því.
5.     Að því er varðar beitingu 1. mgr. 13. gr. grunnreglugerðarinnar skal einstaklingur, sem „starfar að jafnaði sem launþegi í tveimur aðildarríkjum eða fleirum“, eiga sérstaklega við um einstakling sem:
a)    viðheldur starfsemi í einu aðildarríki á sama tíma og hann stundar aðra óskylda starfsemi í einu eða fleiri aðildarríkjum, óháð því hversu lengi starfsemin varir og eðli hennar,
b)    stundar til skiptis, að undanskilinni jaðarstarfsemi, í tveimur eða fleiri aðildarríkjum, óháð því hversu oft eða hversu reglulega víxlunin á sér stað.
6.     Að því er varðar beitingu 2. mgr. 13. gr. grunnreglugerðarinnar skal einstaklingur sem „starfar að jafnaði sem sjálfstætt starfandi í tveimur aðildarríkjum eða fleirum“ eiga sérstaklega við um einstakling sem stundar samtímis eða á víxl eina eða fleiri tegundir sjálfstæðrar starfsemi, óháð eðli starfseminnar, í tveimur eða fleiri aðildarríkjum.
7.     Að því er varðar sundurgreiningu starfseminnar skv. 5. og 6. mgr. frá kringumstæðunum sem lýst er í 1. og 2. mgr. 12. gr. grunnreglugerðarinnar skal tímalengd starfseminnar í einu eða fleiri aðildarríkjum (hvort hún er varanleg, tilfallandi eða tímabundin) ráða úrslitum. Hvað þetta varðar skal gera heildarmat á öllum viðkomandi þáttum, þ.m.t. sérstaklega hvað varðar launþega, vinnustaðinn eins og hann er skilgreindur í ráðningasamningnum.
8.     Að því er varðar beitingu 1. og 2. mgr. 13. gr. grunnreglugerðarinnar skal „verulegur hluti starfa launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings“, sem fram fer í aðildarríki, merkja, mælanlega, verulegur hluti allrar starfsemi sem launþeginn eða sjálfstætt starfandi einstaklingurinn stundar þar, án þess að það sé endilega meirihluti starfseminnar.
Til að ákvarða hvort verulegur hluti starfseminnar er stundaður í aðildarríki skal taka tillit til eftirfarandi leiðbeinandi viðmiða:
a)    ef um er að ræða starf launþega, vinnutíma og/eða launakjara og
b)    ef um er að ræða starf sjálfstætt starfandi einstaklings, veltu, vinnutíma, hversu oft þjónusta er veitt og/eða tekna. Innan ramma heildarmats telst það vera vísbending um að verulegur hluti starfseminnar fari ekki fram í viðkomandi aðildarríki ef framangreind viðmið reynast vera minna en 25%.
9.     Að því er varðar beitingu b-liðar 2. mgr. 13. gr. grunnreglugerðarinnar skulu „helstu hagsmunir“ í starfi sjálfstætt starfandi einstaklings ákvarðaðir með því að taka tillit til allra þátta í atvinnustarfsemi þess einstaklings, nánar tiltekið hvar föst eða varanleg starfsstöð er staðsett, hvað einkennir venjulega þá starfsemi sem stunduð er eða tímalengdar hennar, hversu oft þjónusta er veitt og fyrirætlan hlutaðeigandi einstaklings eins og hún birtist í öllum kringumstæðum.
10.     Til að ákvarða gildandi löggjöf skv. 8. og 9. mgr. skulu viðkomandi stofnanir taka tilliti til áætlaðra aðstæðna næstu 12 almanaksmánaða.
11.     Ef einstaklingur stundar starf sitt sem launþegi í tveimur eða fleiri aðildarríkjum á vegum vinnuveitanda, sem hefur staðfestu utan yfirráðasvæðis Bandalagsins, og þessi einstaklingur býr í aðildarríki án þess að stunda verulega starfsemi þar skal hann heyra undir löggjöf búsetuaðildarríkisins.

15. gr.
Málsmeðferðarreglur við beitingu b- og d-liðar 3. mgr. og 4. mgr. 11. gr. og 12. gr. grunnreglugerðarinnar (um tilhögun upplýsingamiðlunar til viðkomandi stofnana)

1.     Ef ekki er kveðið á um annað í 16. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, þegar einstaklingur stundar starf sitt í aðildarríki öðru en viðkomandi aðildarríki skv. II. bálki grunnreglugerðarinnar, skal vinnuveitandinn eða hlutaðeigandi einstaklingur, í þeim tilvikum þegar einstaklingur starfar ekki sem launþegi, gera þar til bærri stofnun aðildarríkisins, sem setur löggjöfina sem gildir, grein fyrir því fyrir fram þar sem því verður mögulega við komið. Stofnunin skal án tafar gera upplýsingar um þá löggjöf, sem gildir um hlutaðeigandi einstakling skv. b-lið 3. mgr. 11. gr. eða 12. gr. grunnreglugerðarinnar, aðgengilegar hlutaðeigandi einstaklingi og stofnuninni sem tilnefnd er af þar til bæru yfirvaldi í aðildarríkinu þar sem starfsemin er stunduð.
2.     Ákvæði 1. mgr. skulu gilda að breyttu breytanda að því er varðar einstaklinga sem heyra undir d-lið 3. mgr. 11. gr. grunnreglugerðarinnar.
3.     Vinnuveitandi í skilningi 4. mgr. 11. gr. grunnreglugerðarinnar, sem hefur launþega um borð í skipi sem siglir undir fána annars aðildarríkis, skal upplýsa þar til bæru stofnunina í aðildarríkinu, sem setur löggjöfina sem gildir þar, fyrir fram þegar það reynist mögulegt. Sú stofnun skal án tafar gera upplýsingar um löggjöfina, sem gilda um hlutaðeigandi einstakling skv. 4. mgr. 11. gr. grunnreglugerðarinnar, aðgengilegar stofnuninni sem tilnefnd hefur verið af lögbæru yfirvaldi þess aðildarríkis þar sem skipið, sem launþeginn starfar á, er skráð.

16. gr.
Málsmeðferð við beitingu 13. gr. grunnreglugerðarinnar

1.     Einstaklingur, sem stundar starfsemi í tveimur aðildarríkjum eða fleiri, skal tilkynna það til þeirrar stofnunar sem tilnefnd er af lögbæru yfirvaldi búsetuaðildarríkisins.
2.     Tilnefnd stofnun á búsetustað skal án tafar ákvarða hvaða löggjöf hlutaðeigandi einstaklingur heyrir undir með hliðsjón af 13. gr. grunnreglugerðarinnar og 14. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar. Þessi fyrsta ákvörðun skal vera til bráðabirgða. Stofnunin skal tilkynna tilnefndu stofnununum í þeim aðildarríkjum þar sem starfsemin er stunduð um bráðabirgðaákvörðun sína.
3.     Bráðabirgðaákvörðun um gildandi löggjöf, sem kveðið er á um í 2. mgr., skal verða endanleg innan tveggja mánaða frá því að stofnununum, sem lögbær yfirvöld aðildarríkjanna tilnefna, er tilkynnt um hana í samræmi við 2. mgr., nema endanleg ákvörðun um löggjöfina hafi þá þegar verið tekin á grundvelli 4. mgr. eða a.m.k. ein af viðkomandi stofnunum tilkynni stofnuninni, sem lögbært yfirvald búsetuaðildarríkisins hefur tilnefnt, við lok tveggja mánaða tímabilsins, að hún geti enn ekki samþykkt ákvörðunina eða hafi aðra skoðun á málinu.
4.     Þegar óvissa um ákvörðun um gildandi löggjöf gerir það að verkum að koma verður á samskiptum milli stofnana eða yfirvalda tveggja eða fleiri aðildarríkja, að beiðni einnar eða fleiri stofnana, sem lögbær yfirvöld viðkomandi aðildarríkja eða lögbær yfirvöld sjálf tilnefna, skal löggjöfin, sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrir undir, ákvörðuð með samkomulagi aðila með hliðsjón af 13. gr. grunnreglugerðarinnar og viðkomandi ákvæðum 14. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
Ef upp kemur ágreiningur milli stofnana eða viðkomandi lögbærra yfirvalda skulu þessir aðilar leitast við að ná samkomulagi í samræmi við framangreind skilyrði og 6. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar skal gilda.
5.     Þar til bær stofnun þess aðildarríkis, sem setur þá löggjöf sem gildir, hvort heldur er til bráðabirgða eða endanlega, skal án tafar tilkynna hlutaðeigandi einstaklingi það.
6.     Ef hlutaðeigandi einstaklingur veitir ekki þær upplýsingar, sem um getur í 1. mgr., skal beita þessari grein að frumkvæði þeirrar stofnunar, sem lögbært yfirvald búsetuaðildarríkisins tilnefnir, jafnskjótt og hún hefur metið stöðu þessa einstaklings, e.t.v. fyrir milligöngu annarrar viðkomandi stofnunar.

17. gr.
Málsmeðferð við beitingu 15. gr. grunnreglugerðarinnar

Samningsbundnir starfsmenn Evrópubandalaganna skulu nýta réttinn til að velja, sem kveðið er á um í 15. gr. grunnreglugerðarinnar, við gerð ráðningarsamnings. Þau yfirvöld sem sjá um gerð slíks samnings skulu tilkynna það tilnefndri stofnun aðildarríkisins sem setur þá löggjöf sem samningsbundnir starfsmenn Evrópubandalaganna hafa kosið að heyra undir.

18. gr.
Málsmeðferð við beitingu 16. gr. grunnreglugerðarinnar

Beiðni vinnuveitanda eða hlutaðeigandi einstaklings um undanþágur frá 11.–15. gr. grunnreglugerðarinnar skal senda, fyrir fram hvenær sem unnt er, til lögbærra yfirvalda eða aðila sem aðildarríkið, sem setur löggjöfina sem launþeginn eða hlutaðeigandi einstaklingur kýs að falla undir, tilnefnir.

19. gr.
Tilhögun upplýsingamiðlunar til hlutaðeigandi einstaklinga og vinnuveitenda

1.     Þar til bær stofnun aðildarríkisins, sem setur löggjöfina sem kemur til með að gilda skv. II. bálki grunnreglugerðarinnar, skal tilkynna hlutaðeigandi einstaklingi og, eftir því sem við á, vinnuveitanda/ -veitendum hans um þær skyldur sem mælt er fyrir um í þeirri löggjöf. Stofnunin skal veita nauðsynlega aðstoð til að ljúka þeim formsatriðum sem krafist er samkvæmt þeirri löggjöf.
2.     Að beiðni hlutaðeigandi einstaklings eða vinnuveitandans skal þar til bær stofnun aðildarríkisins, sem setur löggjöfina sem gildir skv. II. bálki grunnreglugerðarinnar, leggja fram staðfestingu um að löggjöfin eigi við og tilgreina, eftir því sem við á, gildistíma og skilyrði.

20. gr.
Samvinna milli stofnana

1.     Viðkomandi stofnun skal miðla til þar til bærrar stofnunar aðildarríkisins, sem setur löggjöfina sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrir undir skv. II. bálki grunnreglugerðarinnar, þeim upplýsingum sem krafist er til að fastsetja frá og með hvaða degi löggjöfin öðlast gildi og iðgjöldin sem einstaklingurinn og vinnuveitandi/vinnuveitendur hans eru skyldugir til að greiða samkvæmt þeirri löggjöf.
2.     Þar til bær stofnun aðildarríkisins, sem setur löggjöfina sem beita á gagnvart einstaklingnum skv. II. bálki grunnreglugerðarinnar, skal gera upplýsingarnar, um það frá hvaða degi löggjöfin kemur til framkvæmda, aðgengilegar þeirri stofnun sem tilnefnd er af lögbæru yfirvald í aðildarríki, sem setti þá löggjöf sem einstaklingurinn heyrði síðast undir.

21. gr.
Skyldur vinnuveitanda

1.     Vinnuveitandi, sem er með skráða skrifstofu eða starfstöð utan lögbæra aðildarríkisins, skal uppfylla allar skuldbindingar vegna launþega sinna sem mælt er fyrir um í þeirri löggjöf sem gildir um launþega hans, einkum skuldbindingu um að greiða þau iðgjöld sem löggjöfin kveður á um eins og hann hefði skráða skrifstofu eða starfstöð í lögbæra aðildarríkinu.
2.     Vinnuveitandi, sem er ekki með starfstöð í því aðildarríki sem setur löggjöfina sem gildir, og launþeginn geta gert með sér samkomulag um að vinnuveitandinn geti uppfyllt skuldbindingar sínar gagnvart honum hvað varðar greiðslur iðgjalda, þó með fyrirvara um grundvallarskuldbindingar vinnuveitandans. Vinnuveitandinn skal senda tilkynningu um slíkt fyrirkomulag til þar til bærrar stofnunar í því aðildarríki.

III. BÁLKUR
SÉRÁKVÆÐI UM ÝMSA BÓTAFLOKKA

I. KAFLI
Sjúkrabætur, bætur til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar bætur til feðra
22. gr.
Almenn framkvæmdarákvæði

1.     Lögbær yfirvöld eða stofnanir skulu tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar séu gerðar aðgengilegar hinum tryggða að því er varðar málsmeðferðarreglur og aðstæður til að veita aðstoð ef tekið er við slíkri aðstoð á yfirráðasvæði annars aðildarríkis en þess þar sem þar til bær stofnun er.
2.     Þrátt fyrir a-lið 5. gr. grunnreglugerðarinnar getur aðildarríki einungis orðið ábyrgt fyrir kostnaði bóta í samræmi við 22. gr. grunnreglugerðarinnar ef hinn tryggði hefur annaðhvort lagt fram umsókn um lífeyri samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis eða ef hann fær lífeyri samkvæmt löggjöf aðildarríkisins í samræmi við 23.–30. gr. grunnreglugerðarinnar.

23. gr.
Ákvæði um hvaða kerfi skuli beita þegar til eru fleiri en eitt kerfi í búsetu- eða dvalaraðildarríkinu

Ef löggjöf búsetu- eða dvalaraðildarríkis nær yfir fleiri en eitt bótakerfi fyrir tryggingar vegna veikinda eða vegna meðgöngu og fæðingar eða til móður eða föður fyrir fleiri ein einn hóp tryggðra einstaklinga skulu ákvæðin sem gilda skv. 17. gr., 19. gr. (1. mgr.), 20. gr., 22. gr., 24. gr. og 26. gr. grunnreglugerðarinnar vera samkvæmt löggjöfinni um almennt kerfi fyrir launþega.

24. gr.
Búseta í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki

1.     Við beitingu 17. gr. grunnreglugerðarinnar skal hinum tryggða og/eða aðstandendum hans vera skylt að skrá sig hjá stofnun á búsetustað. Rétturinn til aðstoðar í búsetuaðildarríki skal vottfestur með skjali sem þar til bær stofnun gefur út að beiðni hins tryggða eða að beiðni stofnunar á búsetustað.
2.     Skjalið, sem um getur í 1. mgr., skal gilda þangað til þar til bær stofnun tilkynnir stofnun á búsetustað um ógildingu þess. Stofnun á búsetustað skal tilkynna þar til bæru stofnuninni um allar skráningar skv. 1. mgr. og um allar breytingar eða ógildingu á skráningunni.
3.     Þessi grein gildir að breyttu breytanda um einstaklinga sem um getur í 22., 24., 25. og 26. gr. grunnreglugerðarinnar.

25. gr.
Dvöl í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki

A.      Málsmeðferð og umfang réttarins
1.     Við beitingu 19. gr. grunnreglugerðarinnar skal hinn tryggði afhenda þeim sem veitir heilbrigðisaðstoð í aðildarríkinu þar sem dvalið er skjal sem þar til bær stofnun gefur út og þar sem tilgreindur er réttur hans til aðstoðar. Ef hinn tryggði hefur ekki slíkt skjal undir höndum skal stofnun á dvalarstað, komi fram beiðni um slíkt eða ef það er að öðru leyti nauðsynlegt, snúa sér til þar til bæru stofnunarinnar í því skyni að útvega það.
2.     Í skjalinu skal koma fram að hinn tryggði eigi rétt á aðstoð samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í 19. gr. grunnreglugerðarinnar með sömu skilmálum og eiga við um einstaklinga sem tryggðir eru samkvæmt löggjöf dvalaraðildarríkis.
3.     Aðstoðin, sem um getur í 1. mgr. 19. gr. grunnreglugerðarinnar, á við um þá aðstoð sem veitt er í dvalaraðildarríkinu, í samræmi við löggjöf þess, og sem verður nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum, með það að markmiði að koma í veg fyrir að hinn tryggði sé neyddur til að snúa til baka til lögbæra aðildarríkisins, áður en áætlaðri dvöl hans lýkur, til að fá nauðsynlega meðferð.
B.     Málsmeðferð og tilhögun við greiðslu kostnaðar og endurgreiðslu vegna aðstoðar
4.     Ef hinn tryggði hefur í raun, að öllu leyti eða að hluta til, borið kostnað vegna aðstoðar sem er veitt innan ramma 19. gr. grunnreglugerðarinnar og ef löggjöfin, sem stofnun á dvalarstað beitir, leyfir endurgreiðslu á kostnaðinum til hins tryggða getur hann sent umsókn um endurgreiðslu til stofnunar á dvalarstað. Í því tilviki skal stofnunin endurgreiða einstaklingnum beint fjárhæð þess kostnaðar sem svarar til aðstoðarinnar innan þeirra marka og samkvæmt þeim endurgreiðslutaxta sem mælt er fyrir um í löggjöfinni sem hún starfar eftir.
5.     Ef beiðni um endurgreiðslu slíks kostnaðar hefur ekki borist beint frá stofnun á dvalarstað skal þar til bær stofnun endurgreiða hlutaðeigandi einstaklingi þann kostnað, sem stofnað var til, í samræmi við þann endurgreiðslutaxta sem stofnun á dvalarstað beitir eða þá fjárhæð sem endurgreiða hefði átt stofnun á dvalarstað ef 62. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar hefði átt við í þessu tilviki. Stofnun á dvalarstað skal útvega þar til bæru stofnuninni, komi fram beiðni þar um, allar nauðsynlegar upplýsingar um þennan taxta eða fjárhæðir.
6.     Þrátt fyrir 5. mgr. getur þar til bæra stofnunin ábyrgst endurgreiðslu kostnaðar, sem stofnað er til, innan þeirra marka og samkvæmt þeim endurgreiðslutaxta sem mælt er fyrir um í löggjöfinni sem hún starfar eftir, að því tilskildu að hinn tryggði hafi samþykkt að þessu ákvæði verði beitt gagnvart honum.
7.     Ef ekki er kveðið á um endurgreiðslu í löggjöf dvalaraðildarríkis skv. 4. og 5. mgr. í viðkomandi tilviki getur þar til bær stofnun endurgreitt kostnaðinn innan þeirra marka og samkvæmt þeim endurgreiðslutaxta, sem mælt er fyrir um í löggjöfinni sem hún starfar eftir, án samþykkis hins tryggða.
8.     Endurgreiðsla til hins tryggða skal ekki í neinu tilviki vera hærri en fjárhæð raunverulegs útlagðs kostnaðar sem hann/hún hefur stofnað til.
9.     Ef um veruleg útgjöld er að ræða getur þar til bæra stofnunin greitt hinum tryggða tiltekna fyrirframgreiðslu jafnskjótt og sá einstaklingur leggur fram umsókn um endurgreiðslu hjá henni.
C.      Aðstandendur
10.     Ákvæði 1.–9. mgr. gilda að breyttu breytanda um aðstandendur hins tryggða.

26. gr.
Fyrirframákveðin meðferð

A.     Málsmeðferð við leyfisveitingar
1.     Að því er varðar beitingu 1. mgr. 20. gr. grunnreglugerðarinnar skal hinn tryggði afhenda stofnun á dvalarstað skjal sem þar til bær stofnun gefur út. Að því er varðar þessa grein merkir „þar til bær stofnun“ stofnun sem ber kostnað af áætlaðri meðferð; í þeim tilvikum, sem um getur í 4. mgr. 20. gr. og 5. mgr. 27. gr. grunnreglugerðarinnar, þar sem aðstoð, sem er veitt í búsetuaðildarríki, er endurgreidd á grunni fastrar fjárhæðar, merkir „þar til bær stofnun“ stofnun á búsetustað.
2.     Ef hinn tryggði er ekki búsettur í lögbæra aðildarríkinu skal hann biðja um heimild frá stofnun á búsetustað sem sendir hana tafarlaust áfram til þar til bærrar stofnunar.
Í því tilviki skal stofnun á búsetustað staðfesta með yfirlýsingu hvort skilyrðunum, sem sett eru fram í öðrum málslið 2. mgr. 20. gr. grunnreglugerðarinnar, er fullnægt í búsetuaðildarríkinu.
Þar til bær stofnun getur einungis neitað að veita umbeðið leyfi ef þeim skilyrðum, sem sett eru fram í öðrum málslið 2. mgr. 20. gr. grunnreglugerðarinnar, hefur ekki verið fullnægt í búsetuaðildarríki hins tryggða að mati stofnunar á búsetustað eða ef lögbæra aðildarríkið sjálft getur veitt sömu meðferð innan þeirra tímamarka sem réttlæta má læknisfræðilega miðað við núverandi heilsufarsástand hans og líklega framvindu sjúkdómsins.
Þar til bær stofnun skal tilkynna stofnun á búsetustað um ákvörðun sína.
Ef svar berst ekki innan þess frests, sem settur er í landslöggjöf, skal líta svo á að þar til bær stofnun hafi veitt leyfið.
3.     Ef hinn tryggði er ekki búsettur í lögbæru aðildarríki, en hefur þörf fyrir brýna lífsnauðsynlega meðferð og ekki er hægt að synja um leyfi samkvæmt öðrum málslið 2. mgr. 20. gr. grunnreglugerðarinnar, skal stofnun á búsetustað veita leyfið fyrir hönd þar til bæru stofnunarinnar og tilkynna þar til bæru stofnuninni um það þegar í stað.
Þar til bær stofnun skal samþykkja niðurstöður og meðferðarúrræði þeirra lækna sem stofnun á búsetustað, sem gefur út leyfið, hefur samþykkt í tengslum við brýna þörf á lífsnauðsynlegri meðferð.
4.     Hvenær sem er, meðan á málsmeðferð um veitingu leyfisins stendur, skal þar til bær stofnun halda þeim rétti að láta lækni í dvalar- eða búsetuaðildarríkinu, sem hún sjálf velur, skoða hinn tryggða.
5.     Stofnun á dvalarstað skal, með fyrirvara um ákvarðanir um leyfi, tilkynna þar til bærri stofnun ef svo virðist sem það sé læknisfræðilega viðeigandi að bæta við þá meðferð sem fellur undir fyrirliggjandi leyfi.
B.     Greiðsla kostnaðar vegna aðstoðar sem hinn tryggði stofnar til
6.     Með fyrirvara um 7. mgr. gilda 4. og 5. mgr. 25. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar að breyttu breytanda.
7.     Ef hinn tryggði hefur í raun borið kostnað, í heild eða að hluta, af leyfðri læknismeðferð og sá kostnaður, sem þar til bær stofnun er skyldug til að endurgreiða stofnun á dvalarstað eða hinum tryggða skv. 6. mgr. (raunkostnaður), er lægri en sá kostnaður sem þar til bær stofnun hefði borið vegna sömu meðferðar í lögbæra aðildarríkinu (grundvallarkostnaður), skal þar til bær stofnun endurgreiða, samkvæmt beiðni, meðferðarkostnað sem hinn tryggði hefur stofnað til, allt að þeirri fjárhæð sem hugsaði kostnaðurinn er hærri en raunkostnaður. Endurgreiðslufjárhæðin má hins vegar ekki vera hærri en raunkostnaður hins tryggða og getur miðast við þá fjárhæð sem hinn tryggði hefði orðið að greiða ef meðferðin hefði ekki verið veitt í lögbæra aðildarríkinu.
C.     Greiðsla ferða- og dvalarkostnaðar sem hluta af áætlaðri meðferð
8.     Ef kveðið er á um í landslöggjöf, sem þar til bær stofnun starfar eftir, endurgreiðslu ferða- og dvalarkostnaðar sem óaðskiljanlegs hluta meðferðar hins tryggða skal sú stofnun taka á sig kostnað vegna hlutaðeigandi einstaklings og, ef nauðsyn krefur, vegna einstaklings sem verður að fylgja honum þegar leyfi til meðferðar í öðru aðildarríki hefur fengist.
D.      Aðstandendur
9.     Ákvæði 1.–8. mgr. skulu gilda að breyttu breytanda um aðstandendur hinna tryggðu.

27. gr.
Bætur í peningum vegna óvinnufærni þegar dvalið er eða búið í öðru aðildarríki en lögbæru ríki

A.     Málsmeðferð sem hinum tryggða ber að fylgja
1.     Ef þess er krafist í löggjöf lögbæra aðildarríkisins að hinn tryggði framvísi vottorði til að eiga rétt á bótum í peningum vegna óvinnufærni skv. 1. mgr. 21. gr. grunnreglugerðarinnar skal hinn tryggði biðja þann lækni í búsetuaðildarríkinu, sem lagði mat á heilsufar hans, um að votta óvinnufærni hans og hversu lengi hún muni að líkindum vara.
2.     Hinn tryggði skal senda vottorðið til þar til bærrar stofnunar innan þess frests sem mælt er fyrir um í löggjöf lögbæra aðildarríkisins.
3.     Ef læknar, sem veita meðferð í búsetuaðildarríkinu, gefa ekki út vottorð um óvinnufærni en slíkra vottorða er krafist samkvæmt löggjöf lögbæra aðildarríkisins skal hlutaðeigandi einstaklingur sækja um það beint til stofnunar á búsetustað. Sú stofnun skal þegar í stað gera ráðstafanir til að fá læknisfræðilegt mat á óvinnufærni einstaklingsins og að gengið verði frá vottorðinu sem um getur í 1. mgr. Vottorðið skal þegar í stað framsent til þar til bærrar stofnunar.
4.     Framsending skjalsins, sem um getur í 1., 2. og 3. mgr., skal ekki veita hinum tryggða undanþágu frá því að uppfylla þær skyldur sem kveðið er á um í gildandi löggjöf, einkum með tilliti til vinnuveitanda hans. Eftir því sem við á getur vinnuveitandi og/eða þar til bær stofnun leitað til launþegans um að taka þátt í starfsemi sem stuðlar að endurkomu hans á vinnumarkað.
B.     Málsmeðferð sem stofnun búsetuaðildarríkisins ber að fylgja
5.     Að beiðni þar til bærrar stofnunar skal stofnun á búsetustað sjá um nauðsynlegt eftirlit með hlutaðeigandi einstaklingi eða læknisskoðun á honum í samræmi við löggjöfina sem síðarnefnda stofnunin beitir. Í skýrslu læknis skal tekið sérstaklega fram hversu lengi hlutaðeigandi einstaklingur verði að líkindum óvinnufær og skal stofnun á búsetustað senda skýrsluna til þar til bærrar stofnunar án tafar. C. Málsmeðferð sem þar til bærri stofnun ber að fylgja
6.     Þar til bær stofnun áskilur sér rétt til að láta lækni sem hún sjálf velur skoða hinn tryggða.
7.     Með fyrirvara um annan málslið 1. mgr. 21. gr. grunnreglugerðarinnar skal þar til bær stofnun greiða bætur í peningum beint til hlutaðeigandi einstaklings og skal, þegar nauðsyn krefur, tilkynna stofnun á búsetustað um það.
8.     Við beitingu 1. mgr. 21. gr. grunnreglugerðarinnar skulu einstök atriði vottorðsins um óvinnufærni hins tryggða, sem gefið er út í öðru aðildarríki á grundvelli niðurstaðna læknis eða stofnunar um heilsufar, hafa sama lagalega gildi og vottorð sem gefið er út í lögbæra aðildarríkinu.
9.     Ef þar til bær stofnun synjar um greiðslu bóta í peningum skal hún tilkynna hinum tryggða og á sama tíma stofnun á búsetustað um ákvörðunina.
D.     Málsmeðferð þegar dvalið er í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki
10.     Ákvæði 1.–9. mgr. skulu gilda að breyttu breytanda þegar hinn tryggði dvelur í öðru aðildarríki en hinu lögbæra ríki.

28. gr.
Bætur í peningum vegna langtímaumönnunar þegar dvalið er eða búið í öðru aðildarríki en hinu lögbæra ríki

A.     Málsmeðferð sem hinum tryggða ber að fylgja
1.     Til að eiga rétt á bótum í peningum vegna langtímaumönnunar skv. 1. mgr. 21. gr. grunnreglugerðarinnar skal hinn tryggði sækja um bætur hjá þar til bærri stofnun. Þar til bæra stofnunin skal, þegar nauðsyn krefur, tilkynna stofnun á búsetustað um það.
B.     Málsmeðferð sem stofnun á búsetustað ber að fylgja
2.     Að beiðni þar til bærrar stofnunar skal stofnun á búsetustað kanna aðstæður hins tryggða að því er varðar þörf hans á langtímaumönnun. Þar til bær stofnun skal láta stofnun á búsetustað í té allar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir slíka athugun.
C.     Málsmeðferð sem þar til bærri stofnun ber að fylgja
3.     Í því skyni að ákvarða hversu mikil þörf er fyrir langtímaumönnun skal þar til bær stofnun eiga rétt á því að láta lækni eða hvaða annan sérfræðing sem er, sem hún sjálf velur, skoða hinn tryggða.
4.     Ákvæði 7. mgr. 27. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gildir að breyttu breytanda. D. Málsmeðferð þegar dvalið er í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki
5.     Ákvæði 1.–4. mgr. gilda að breyttu breytanda þegar hinn tryggði dvelur í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki. E. Aðstandendur
6.     Ákvæði 1. og 5. mgr. gilda að breyttu breytanda um aðstandendur hins tryggða.

29. gr.
Beiting 28. gr. grunnreglugerðarinnar

Ef aðildarríkið, þar sem sá sem sótti áður vinnu yfir landamæri starfaði síðast, er ekki lengur lögbært aðildarríki og sá sem sótti áður vinnu yfir landamæri eða aðstandandi hans ferðast þangað með það að markmiði að fá aðstoð skv. 28. gr. grunnreglugerðarinnar, skal hann afhenda stofnun á dvalarstað skjal sem þar til bær stofnun gefur út.

30. gr.
Iðgjöld lífeyrisþega

Ef einstaklingur fær lífeyri frá fleiri en einu aðildarríki skal fjárhæð iðgjalda, sem dregin eru frá öllum greiddum lífeyri, ekki undir neinum kringumstæðum vera hærri en sú fjárhæð sem dregin væri af einstaklingi sem fær sömu fjárhæð í lífeyri frá lögbæra aðildarríkinu.

31. gr.
Beiting 34. gr. grunnreglugerðarinnar

A.     Málsmeðferð sem þar til bærri stofnun ber að fylgja
1.     Þar til bær stofnun skal láta hlutaðeigandi einstakling vita um ákvæði 34. gr. grunnreglugerðarinnar sem snýr að því að koma í veg fyrir skörun bóta. Beiting slíkra reglna skal tryggja að einstaklingurinn, sem er ekki búsettur í lögbæra aðildarríkinu, eigi rétt á bótum sem svarar a.m.k. til sömu heildarfjárhæðar eða heildarvirðis og hann ætti rétt á væri hann búsettur í því aðildarríki.
2.     Þar til bær stofnun skal einnig láta stofnun á búsetu- eða dvalarstað vita um greiðslu á bótum í peningum vegna langtímaumönnunar ef löggjöfin, sem síðarnefnda stofnunin beitir, kveður á um aðstoð vegna langtímaumönnunar sem tilgreind er í skránni sem um getur í 2. mgr. 34. gr. grunnreglugerðarinnar.
B.     Málsmeðferð sem stofnun í búsetu- eða dvalaraðildarríki ber að fylgja
3.     Þegar stofnun á búsetu- eða dvalarstað hefur tekið við upplýsingunum, sem kveðið er á um í 2. mgr., skal hún án tafar tilkynna þar til bærri stofnun um alla fyrirhugaða aðstoð vegna langtímaumönnunar sem veitt er hlutaðeigandi einstaklingi samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir og um endurgreiðslutaxta þar að lútandi.
4.     Framkvæmdaráðið skal, ef nauðsyn krefur, mæla fyrir um ráðstafanir til framkvæmdar þessari grein.

32. gr.
Sérstakar framkvæmdarráðstafanir

1.     Þegar einstaklingur eða hópur einstaklinga eru undanþegnir skyldutryggingum vegna sjúkratrygginga, samkvæmt beiðni, og þessir einstaklingar falla þar af leiðandi ekki undir sjúkratryggingakerfi sem grunnreglugerðin á við um, skal stofnun annars aðildarríkis ekki, einungis á grundvelli þessarar undanþágu, bera ábyrgð á kostnaði vegna aðstoðar eða bóta í peningum til slíkra einstaklinga eða aðstandenda þeirra skv. I. kafla III. bálks grunnreglugerðarinnar.
2.     Að því er varðar aðildarríkin, sem um getur í 2. viðauka, skulu ákvæði um aðstoð, sem kveðið er á um í I. kafla III. bálks grunnreglugerðarinnar, gilda um einstaklinga sem eiga eingöngu rétt á aðstoð á grundvelli sérstaks kerfis fyrir opinbera starfsmenn einungis að því marki sem þar er skilgreint.
Stofnun annars aðildarríkis skal ekki bera ábyrgð á kostnaði vegna veittrar aðstoðar eða bóta í peningum til þessara einstaklinga eða aðstandenda þeirra einvörðungu á þessum grundvelli.
3.     Ef einstaklingar, sem um getur í 1. og 2. mgr., og aðstandendur þeirra eru búsettir í aðildarríki, þar sem réttur til aðstoðar er ekki háður skilyrðum um tryggingu eða að hafa starfað sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, skulu þeir greiða allan kostnað við veitta aðstoð í búsetulandi sínu.

II. KAFLI
Bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma
33. gr.
Réttur til aðstoðar og bóta í peningum þegar dvalið eða búið er í öðru aðildarríki en hinu lögbæra ríki.

1.     Við beitingu 36. gr. grunnreglugerðarinnar skulu málsmeðferðarreglur sem mælt er fyrir um í 24.–27. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gilda að breyttu breytanda.
2.     Þegar sérstök aðstoð er veitt í tengslum við vinnuslys og atvinnusjúkdóma, samkvæmt landslöggjöf búsetu- eða dvalaraðildarríkisins, skal stofnun aðildarríkisins tilkynna þar til bærri stofnun um það tafarlaust.

34. gr.
Málsmeðferð þegar um er að ræða vinnuslys eða atvinnusjúkdóm sem á sér stað í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki

1.     Ef vinnuslys verður eða atvinnusjúkdómur er fyrst greindur í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki skal gefa yfirlýsingu eða tilkynna um vinnuslysið eða atvinnusjúkdóminn í samræmi við löggjöf lögbærs aðildarríkis, svo framarlega sem ákvæði um yfirlýsingu eða tilkynningu fyrirfinnast í landslöggjöf, án þess að það skerði önnur lagaákvæði sem í gildi eru í aðildarríkinu þar sem vinnuslysið varð eða atvinnusjúkdómurinn var fyrst greindur og gilda þau ákvæði áfram í slíku tilviki. Yfirlýsinguna eða tilkynninguna skal senda þar til bærri stofnun.
2.     Stofnun í aðildarríki, þar sem vinnuslysið átti sér stað eða atvinnusjúkdómurinn var fyrst greindur, skal tilkynna þar til bærri stofnun um læknisvottorð sem gefin eru út á yfirráðasvæði þess aðildarríkis.
3.     Verði slys á ferð til eða frá vinnu á yfirráðasvæði annars aðildarríkis en lögbærs aðildarríkis, og nauðsynlegt er að rannsókn fari fram á yfirráðsvæði fyrrnefnda aðildarríkisins til þess að ákvarða viðeigandi bótarétt, getur þar til bær stofnun tilnefnt einstakling til þess sem skal tilkynna yfirvöldum aðildarríkisins þar um. Stofnanirnar skulu vinna saman að því að meta allar viðeigandi upplýsingar og fara yfir skýrslur og önnur gögn varðandi slysið.
4.     Þegar meðferð er lokið skal senda, að beiðni þar til bærrar stofnunar, ítarlega skýrslu og læknisvottorð varðandi afleiðingar slyssins eða sjúkdómsins til frambúðar, sérstaklega varðandi núverandi ástand hins slasaða, svo og bata eða stöðugleika ástands hans. Stofnun á dvalar- eða búsetustað, eftir því sem við á, skal greiða kostnaðinn samkvæmt töxtum viðkomandi stofnunar en hefur endurkröfurétt á hendur þar til bærri stofnun.
5.     Þar til bær stofnun skal, samkvæmt beiðni stofnunar á búsetu- eða dvalarstað, eftir því sem við á, tilkynna henni um ákvörðun sína um þann tíma sem hlutaðeigandi teljist hafa náð bata eða ástand hans orðið stöðugt og, eftir því sem við á, ákvörðun um að veita lífeyrisgreiðslur.

35. gr.
Ágreiningur um hvort rekja megi sjúkdóm eða slys til atvinnu

1.     Þegar þar til bær stofnun dregur í efa að beita eigi löggjöf um vinnuslys eða atvinnusjúkdóma skv. 2. mgr. 36. gr. grunnreglugerðarinnar skal hún þegar í stað tilkynna það þeirri stofnun á dvalar- eða búsetustað sem veitt hefur aðstoðina og telst hún þá falla undir sjúkratryggingabætur.
2.     Þegar þar til bær stofnun hefur tekið lokaákvörðunum þetta skal hún þegar í stað tilkynna það þeirri stofnun á dvalar- eða búsetustað sem veitt hefur aðstoðina. Verði niðurstaðan sú að ekki sé um vinnuslys eða atvinnusjúkdóm að ræða skal veita aðstoðina áfram sem sjúkrabætur, eigi hlutaðeigandi einstaklingur rétt á þeim. Sé um vinnuslys eða atvinnusjúkdóm að ræða skal líta á sjúkraaðstoð, sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur fengið, sem aðstoð vegna vinnuslyss eða atvinnusjúkdóms frá þeim degi sem vinnuslysið átti sér stað eða atvinnusjúkdómurinn var fyrst greindur.
3.     Ákvæði annarrar undirgreinar 5. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gildir að breyttu breytanda.

36. gr.
Málsmeðferð þegar rekja má atvinnusjúkdóm til starfa í fleiri en einu aðildarríki

1.     Í þeim tilvikum, sem um getur í 38. gr. grunnreglugerðarinnar, skal senda yfirlýsingu eða tilkynningu um atvinnusjúkdóm til þar til bærrar stofnunar að því er varðar atvinnusjúkdóma í aðildarríkinu þar sem hlutaðeigandi einstaklingur gegndi síðast því starfi sem telja má líklegt að hafi orsakað umræddan sjúkdóm. Þegar stofnunin, sem yfirlýsingin eða tilkynningin var send til, staðfestir að starf, sem telja má líklegt að orsakað hafi umræddan atvinnusjúkdóm, hafi síðast verið stundað samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis skal hún senda yfirlýsingu eða tilkynningu ásamt fylgiskjölum til samsvarandi stofnunar í því aðildarríki.
2.     Ef stofnun í aðildarríkinu, sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði undir löggjöf hjá þegar hann gegndi síðast starfi sem telja má líklegt að orsakað hafi umræddan atvinnusjúkdóm, staðfestir að hlutaðeigandi einstaklingur eða eftirlifendur hans fullnægja ekki skilyrðum þeirrar löggjafar, m.a. vegna þess að hlutaðeigandi einstaklingur gegndi aldrei í aðildarríkinu starfi sem orsakaði atvinnusjúkdóminn eða vegna þess að aðildarríkið viðurkennir ekki að sjúkdómurinn sé tengdur atvinnustarfsemi, skal stofnunin án tafar senda yfirlýsingu eða tilkynningu og öll vottorð, þ.m.t. skýrslur og niðurstöður úr læknisskoðunum sem fyrrgreinda stofnunin stóð fyrir, til stofnunar í fyrra aðildarríkinu þar sem hlutaðeigandi einstaklingur gegndi áður því starfi sem líkur eru á að hafi orsakað umræddan sjúkdóm.
3.     Stofnanir skulu, eftir því sem við á, endurtaka málsmeðferðina, sem sett er fram í 2. mgr., allt að samsvarandi stofnun í aðildarríkinu sem setti löggjöfina sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði undir þegar hann gegndi fyrst umræddu starfi.

37. gr.
Upplýsingaskipti milli stofnana og fyrirframgreiðslur þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað

1.     Við áfrýjun á ákvörðun um synjun bóta, sem tekin er hjá stofnun aðildarríkis, sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði undir löggjöf hjá þegar hann gegndi starfi sem telja má líklegt að orsakað hafi umræddan sjúkdóm, skal sú stofnun tilkynna það þeirri stofnun sem yfirlýsing eða tilkynning var send til í samræmi við málsmeðferðina sem kveðið er á um í 2. mgr. 36. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar og um endanlega ákvörðun þegar hún liggur fyrir.
2.     Ef einstaklingur á rétt á bótum samkvæmt löggjöf stofnunarinnar, sem yfirlýsingin eða tilkynningin var send til, skal sú stofnun greiða fyrir fram þá fjárhæð sem ákveðin er, eftir því sem við á, í samráði við stofnunina sem hafnaði bótakröfunni sem er áfrýjað, þannig að komið sé í veg fyrir ofgreiðslur. Síðarnefnda stofnunin skal endurgreiða fyrirframgreiðsluna ef áfrýjunin leiðir til þess að henni er skylt að greiða bæturnar. Sú fjárhæð verður síðan dregin frá þeim bótum, sem hlutaðeigandi einstaklingi ber, í samræmi við málsmeðferðina sem kveðið er á um í 72. og 73. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
3.     Ákvæði annarrar undirgreinar 5. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gildir að breyttu breytanda.

38. gr.
Atvinnusjúkdómur ágerist

Í tilvikum sem falla undir 39. gr. grunnreglugerðarinnar verður umsækjandinn að láta stofnun í því aðildarríki, þar sem hann krefst réttar til bóta, fá upplýsingar um bætur sem hann hefur áður fengið vegna umrædds atvinnusjúkdóms. Sú stofnun getur snúið sér til hverrar þeirrar stofnunar annarrar sem var áður þar til bær stofnun til þess að afla þeirra upplýsinga sem hún telur nauðsynlegar.

39. gr.
Mat á óvinnufærni vegna fyrri eða síðari vinnuslysa eða atvinnusjúkdóma

Ef fyrri eða síðari óvinnufærni er til komin vegna vinnuslyss sem hlutaðeigandi einstaklingur varð fyrir þegar hann heyrði undir löggjöf aðildarríkis þar sem enginn greinarmunur er gerður á orsökum óvinnufærninnar skal þar til bær stofnun eða stofnun sem er tilnefnd af lögbæru yfirvaldi í hlutaðeigandi aðildarríki:
a)    að beiðni þar til bærrar stofnunar í öðru aðildarríki, veita upplýsingar um stiga fyrri eða síðari óvinnufærni og, þar sem því verður við komið, upplýsingar sem gætu auðveldað ákvörðun um hvort sú óvinnufræni sem um ræðir orsakaðist af vinnuslysi í skilningi löggjafar hins aðildarríkisins sem þar til bær stofnun starfar eftir,
b)    taka til greina, í samræmi við þá löggjöf sem hún starfar eftir að því er varðar rétt til bóta og um ákvörðun bótafjárhæðar, það stig óvinnufærni sem rekja má til þessara fyrri eða síðari tilvika.

40. gr.
Umsóknir um lífeyri eða viðbótargreiðslur og meðferð þeirra

Til að fá lífeyri eða viðbótargreiðslur samkvæmt löggjöf aðildarríkis skal hlutaðeigandi einstaklingur eða eftirlifendur hans, sem búsettir eru á yfirráðasvæði annars aðildarríkis, senda umsóknina til þar til bærrar stofnunar eða stofnunar á búsetu- eða dvalarstað, eftir því sem við á, sem sendir hana áfram til þar til bærrar stofnunar. Í umsókninni skulu koma fram þær upplýsingar sem krafist er samkvæmt löggjöfinni sem þar til bæra stofnunin starfar eftir.

41. gr.
Sérstakar framkvæmdarráðstafanir

1.     Að því er varðar aðildarríkin, sem um getur í 2. viðauka, skulu ákvæði 2. kafla III. bálks grunnreglugerðarinnar um aðstoð gilda um einstaklinga sem eiga eingöngu rétt á aðstoð á grundvelli sérstaks kerfis fyrir opinbera starfsmenn og einungis að því marki sem þar er tilgreint.
2.     Ákvæði annarrar undirgreinar 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 32. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gilda að breyttu breytanda.

III. KAFLI
Styrkir vegna andláts
42. gr.
Umsókn um styrk vegna andláts

Við beitingu 42. og 43. gr. grunnreglugerðarinnar skal annaðhvort senda umsókn um styrk vegna andláts til þar til bærrar stofnunar eða til stofnunar á búsetu- eða dvalarstað umsækjanda sem sendir hana síðan til þar til bærrar stofnunar.
Í umsókninni skulu koma fram þær upplýsingar sem krafist er samkvæmt þeirri löggjöf sem þar til bær stofnun starfar eftir.

IV. KAFLI
Örorkubætur og lífeyrir vegna elli og til eftirlifenda
43. gr.
Viðbótarákvæði um útreikning bóta

1.     Við útreikning á fræðilegri fjárhæð bóta og raunverulegri fjárhæð bóta í samræmi við b-lið 1. mgr. 52. gr. grunnreglugerðarinnar skulu reglurnar, sem kveðið er á um í 3., 4., 5. og 6. mgr. 12. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, gilda.
2.     Ef ekki er tekið tillit til tímabila frjálsra trygginga eða frjálsra viðvarandi trygginga, skv. 3. mgr. 12. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, skal stofnun í því aðildarríki, sem setti löggjöfina sem tímabilunum var lokið samkvæmt, reikna út fjárhæðina sem samsvarar þessum tímabilum samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir. Raunveruleg fjárhæð bóta, reiknuð út í samræmi við b-lið 1. mgr. 52. gr. grunnreglugerðarinnar, skal hækkuð um fjárhæð sem samsvarar tímabilum frjálsra trygginga eða frjálsra viðvarandi trygginga.
3.     Stofnun í aðildarríki skal reikna út, samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir, fjárhæð sem greiða ber og svarar til tímabila frjálsra trygginga eða frjálsra viðvarandi trygginga sem, skv. c-lið 3. mgr. 53. gr. grunnreglugerðarinnar, skulu ekki falla undir reglur annars aðildarríkis varðandi afturköllun, lækkun eða tímabundna niðurfellingu. Ef sú löggjöf, sem þar til bær stofnun starfar eftir, leyfir ekki að fjárhæðin sé ákvörðuð beint, á grundvelli þess að löggjöfin gerir ráð fyrir mismunandi vægi tryggingatímabila, er hægt að fastsetja hugsaða fjárhæð. Framkvæmdaráðið skal mæla fyrir um nákvæma tilhögun við ákvörðun á hugsuðu fjárhæðinni.

44. gr.
Tillit tekið til tímabila við barnauppeldi

1.     Að því er varðar þessa grein merkir „tímabil við barnauppeldi“ hvaða tímabil sem er sem fært er til tekna samkvæmt löggjöf aðildarríkis um lífeyri eða sem skapar viðbót við lífeyri sérstaklega af þeirri ástæðu að einstaklingur hefur alið upp barn, burtséð frá aðferðinni sem notuð er til þess að reikna út þessi tímabil og hvort þau safnast upp á meðan á barnauppeldinu stendur eða eru viðurkennd eftir á.
2.     Ef ekki er tekið tillit til tímabila við barnauppeldi samkvæmt löggjöf aðildarríkis, sem telst vera lögbært skv. II. bálki grunnreglugerðarinnar, skal stofnun í því aðildarríki sem setti löggjöfina sem gilti um hlutaðeigandi einstakling, í samræmi við II. bálk grunnreglugerðarinnar, á grundvelli þess að hann eða hún starfaði eða stundaði starfsemi sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur á þeim degi þegar farið var, samkvæmt þeirri löggjöf, að taka tillit til tímabils við uppeldi þess barns sem um ræðir, áfram vera ábyrg fyrir því að taka tillit til þess tímabils eins og um væri að ræða tímabil barnauppeldis samkvæmt eigin löggjöf og barnauppeldið færi fram á yfirráðasvæði hennar.
3.     Ákvæði 2. mgr. gilda ekki ef hlutaðeigandi einstaklingur heyrir eða kemur til með að heyra undir löggjöf annars aðildarríkis vegna starfs sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.

45. gr.
Umsókn um bætur

A.     Framlagning umsóknar um bætur samkvæmt A- löggjöf, sbr. 2. mgr. 44. gr. grunnreglugerðarinnar
1.     Til að fá bætur samkvæmt A-löggjöf, sbr. 2. mgr. 44. gr. grunnreglugerðarinnar, skal umsækjandi leggja fram umsókn hjá stofnun í því aðildarríki, sem setti þá löggjöf sem gilti á þeim tíma þegar hann varð óvinnufær og sú óvinnufærni leiddi til örorku eða þess að örorka jókst, eða hjá stofnun á búsetustað sem sendir umsóknina áfram til fyrrnefndu stofnunarinnar.
2.     Hafi sjúkrabætur í peningum verið veittar skal sá dagur þegar slíkar bætur falla niður teljast, eftir því sem við á, vera afhendingardagur umsóknar um lífeyri.
3.     Í því tilviki sem um getur í 1. mgr. 47. gr. grunnreglugerðarinnar skal sú stofnun, sem hlutaðeigandi einstaklingur var síðast tryggður hjá, tilkynna þeirri stofnun sem greiddi bæturnar upphaflega um fjárhæð bóta og hvaða dag greiðslur hefjast samkvæmt gildandi löggjöf. Frá og með þeim degi skulu bætur, sem hlutaðeigandi átti rétt á áður en örorkan ágerðist, afturkallaðar eða lækkaðar að þeirri viðbótarfjárhæð sem um getur í 2. mgr. 47. gr. grunnreglugerðarinnar.
B.     Framlagning annarra umsókna um bætur
4.     Við aðrar aðstæður en þær sem um getur í 1. mgr. skal umsækjandi leggja fram umsókn hjá stofnun á búsetustað sínum eða hjá stofnun í því aðildarríki sem setti þá löggjöf sem gilti síðast. Ef hlutaðeigandi einstaklingur hefur aldrei heyrt undir löggjöfina sem stofnun á búsetustað starfaði eftir skal sú stofnun senda umsóknina til stofnunar í því aðildarríki sem setti þá löggjöf sem gilti síðast.
5.     Afhendingardagur umsóknar skal gilda í öllum viðkomandi stofnunum.
6.     Ef umsækjandinn hefur ekki, þrátt fyrir 5. mgr., þótt hann hafi verið beðinn um það, veitt upplýsingar um þá staðreynd að hann hafi verið launþegi eða hafi haft búsetu í öðrum aðildarríkjum skal sá dagur þegar umsækjandinn lýkur við upphaflega umsókn eða sendir nýja vegna starfs- eða búsetutímabila í aðildarríki sem vantaði teljast afhendingardagur umsóknar til þeirrar stofnunar sem starfar eftir umræddri löggjöf, séu ákvæði hennar hagstæðari.

46. gr.
Vottorð og upplýsingar sem leggja á fram með umsókn umsækjandans

1.     Umsækjandi skal leggja fram umsókn í samræmi við ákvæði þeirrar löggjafar sem stofnunin, sem um getur í 1. eða 4. mgr. 45. gr. grunnreglugerðarinnar, starfar eftir, ásamt þeim fylgiskjölum sem krafist er samkvæmt löggjöfinni. Umsækjandinn skal einkum leggja fram allar tiltækar viðeigandi upplýsingar og fylgiskjöl er varða tryggingatímabil (stofnanir, kenninúmer), starf (vinnuveitendur) eða sjálfstætt starf (eðli og staðsetning starfseminnar) og búsetu (heimilisföng) sem kann að vera lokið samkvæmt annarri löggjöf, sem og lengd tímabilanna.
2.     Þegar umsækjandi fer fram á frestun á veitingu bóta vegna elli í samræmi við 1. mgr. 50. gr. grunnreglugerðarinnar, samkvæmt löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja, skal hann taka það fram í umsókn sinni og tilgreina samkvæmt hvaða löggjöf hann fer fram á frestunina. Til að gera umsækjanda kleift að nýta þann rétt skulu viðkomandi stofnanir, að beiðni umsækjandans, tilkynna honum um allar fyrirliggjandi upplýsingar sem þær hafa aðgang að, þannig að hann geti metið kosti þess að fá bætur, sem hann kann að sækja um, á sama tíma eða í samfellu.
3.     Ef umsækjandi afturkallar umsókn um bætur, sem eru veittar samkvæmt löggjöf tiltekins aðildarríkis, skal sú afturköllun ekki teljast jafnframt afturköllun á umsóknum um bætur samkvæmt löggjöf annarra aðildarríkja.

47. gr.
Meðferð umsókna hjá viðkomandi stofnunum

A.     Tengistofnun
1.     Hér á eftir skal stofnunin, þar sem umsókn um bætur er lögð fram eða sem umsóknin er framsend til í samræmi við 1. eða 4. mgr. 45. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, nefnd „tengistofnun“. Ekki skal vísa til stofnunar á búsetustað sem tengistofnunar ef hlutaðeigandi einstaklingur hefur aldrei heyrt undir þá löggjöf sem sú stofnun starfar eftir.
Þessi stofnun skal, auk þess að taka umsókn um bætur til meðferðar samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir, sem tengistofnun, hvetja til gagnaskipta, tilkynningar ákvarðana og nauðsynlegrar vinnslu vegna meðferðar viðkomandi stofnana á umsóknum og veita umsækjanda, samkvæmt beiðni, allar upplýsingar sem varða þætti tengda Bandalaginu í meðferðinni og sjá til þess að hann/hún sé upplýst um framvindu umsóknarinnar.
B.     Meðferð umsókna um bætur samkvæmt A-löggjöf, sbr. 44. gr. grunnreglugerðarinnar
2.     Í því tilviki, sem um getur í 3. mgr. 44. gr. grunnreglugerðarinnar, skal tengistofnun senda öll skjöl er varða hlutaðeigandi einstakling til þeirrar stofnunar sem hann var áður tryggður hjá sem skal taka málið til skoðunar.
3.     Ákvæðum 48.–52. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar skal ekki beitt við meðferð umsókna sem um getur í 44. gr. grunnreglugerðarinnar.
C.      Meðferð annarra umsókna um bætur
4.     Við aðrar aðstæður en þær sem um getur í 2. mgr. skal tengistofnun tafarlaust senda umsókn um bætur, öll tiltæk skjöl og, eftir því sem við á, viðeigandi skjöl sem umsækjandi hefur afhent öllum stofnunum sem um ræðir, þannig að þær geti samtímis hafið meðferð umsóknar. Tengistofnun skal tilkynna öðrum stofnunum um trygginga- eða búsetutímabil sem heyra undir löggjöfina sem hún starfar eftir. Hún skal einnig tilgreina hvaða skjöl skal leggja fram síðar og koma til viðbótar umsókninni eins fljótt og unnt er.
5.     Hver og ein stofnun sem um ræðir skal upplýsa tengistofnunina og aðrar viðkomandi stofnanir, eins fljótt og auðið er, um trygginga- eða búsetutímabil sem falla undir þá löggjöf sem þær starfa eftir.
6.     Hver og ein þeirra stofnana sem um ræðir skal reikna fjárhæð bóta í samræmi við 52. gr. grunnreglugerðarinnar og tilkynna tengistofnuninni og öðrum viðkomandi stofnunum um ákvörðun sína og fjárhæð bóta til greiðslu og miðla þeim upplýsingum sem krafist er vegna 53.–55. gr. grunnreglugerðarinnar.
7.     Staðfesti stofnun, á grundvelli þeirra upplýsinga, sem um getur í 4. og 5. mgr. þessarar greinar, að 2. mgr. 46. gr. eða 2. eða 3. mgr. 57. gr. grunnreglugerðarinnar eigi við skal hún tilkynna tengistofnuninni og öðrum viðkomandi stofnunum um það.

48. gr.
Umsækjanda tilkynnt um ákvarðanir

1.     Hver stofnun skal tilkynna umsækjanda um þær ákvarðanir sem hún hefur tekið í samræmi við gildandi löggjöf. Með hverri ákvörðun skal tilgreina lagaúrræði og áfrýjunarfresti. Jafnskjótt og tengistofnun hefur verið tilkynnt um allar ákvarðanir, sem hver stofnun fyrir sig hefur tekið, skal hún senda umsækjanda og öðrum viðkomandi stofnunum samantekt þessara ákvarðana. Framkvæmdaráðið skal útbúa fyrirmynd að samantekt. Samantektin skal send til umsækjanda á tungumáli stofnunarinnar eða, að beiðni umsækjandans, á tungumáli að hans vali sem er viðurkennt sem opinbert tungumál stofnana Bandalagsins í samræmi við 290. gr. sáttmálans.
2.     Ef umsækjandi telur, eftir viðtöku samantektarinnar, að samspil ákvarðana, sem tvær eða fleiri stofnanir hafa tekið, kunni að hafa neikvæð áhrif á réttindi hans á hann rétt á því að ákvörðun viðkomandi stofnunar verði tekin til endurskoðunar innan þess frests sem settur er fram í viðeigandi landslögum Fresturinn hefst á viðtökudegi samantektarinnar. Tilkynna skal umsækjanda skriflega um niðurstöðu endurskoðunarinnar.

49. gr.
Ákvörðun um örorkustig

1.     Þegar 3. mgr. 46. gr. grunnreglugerðarinnar á við skal tengistofnun vera eina stofnunin sem hefur heimild til að taka ákvörðun um örorkustig umsækjanda ef löggjöfin, sem sú stofnun starfar eftir, er tilgreind í VII. viðauka grunnreglugerðarinnar eða, að öðrum kosti, sú stofnun sem starfar eftir löggjöf sem tilgreind er í þeim viðauka og umsækjandinn heyrði síðast undir. Hún skal taka þá ákvörðun jafnskjótt og unnt er að ákvarða hvort skilyrði til að öðlast rétt til bóta, sem mælt er fyrir um í gildandi löggjöf, hafa verið uppfyllt, með tilliti til 6. og 51. gr. grunnreglugerðarinnar eftir því sem við á. Hún skal án tafar tilkynna öðrum viðkomandi stofnunum um þessa ákvörðun.
Þegar skilyrði til að öðlast rétt til bóta, önnur en þau sem varða örorkustig, sem mælt er fyrir um í gildandi löggjöf eru ekki uppfyllt, að teknu tilliti til 6. og 51. gr. grunnreglugerðarinnar, skal tengistofnunin án tafar tilkynna það þar til bærri stofnun í aðildarríkinu þar sem umsækjandinn heyrði síðast undir löggjöf. Síðarnefnda stofnunin skal hafa leyfi til að taka ákvarðanir um örorkustig umsækjandans ef skilyrði til að öðlast rétt til bóta, sem mælt er fyrir um í gildandi lögum, eru uppfyllt. Hún skal án tafar tilkynna öðrum viðkomandi stofnunum um ákvörðunina.
Við ákvörðun um hvort skilyrðum til að öðlast rétt til bóta hafi verið fullnægt gæti verið nauðsynlegt að vísa málinu aftur, með sömu skilyrðum, til þar til bærrar stofnunar í aðildarríkinu þar sem umsækjandinn heyrði fyrst undir löggjöf.
2.     Ef 3. mgr. 46. gr. grunnreglugerðarinnar gildir ekki skal hver stofnun, í samræmi við þá löggjöf sem hún starfar eftir, eiga þess kost að láta lækni eða annan sérfræðing, sem hún sjálf velur, skoða umsækjandinn í því skyni að ákvarða örorkustig. Engu að síður skal stofnun aðildarríkis taka tillit til skjala, læknaskýrslna og upplýsinga vegna umsýslu, sem safnað hefur verið hjá stofnunum annarra aðildarríkja, eins og þau hefðu verið unnin í þeirra eigin aðildarríki.

50. gr.
Greiðsla bóta til bráðabirgða og fyrirframgreiðsla bóta

1.     Þrátt fyrir 7. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar skal hver sú stofnun, sem ákvarðar, á meðan á meðferð umsóknar um bætur stendur yfir, að umsækjandi eigi rétt á sjálfstæðum bótum samkvæmt gildandi löggjöf, í samræmi við a-lið 1. mgr. 52. gr. grunnreglugerðarinnar, greiða þær bætur tafarlaust. Sú greiðsla skal teljast vera til bráðabirgða ef niðurstaða meðferðar umsóknar gæti haft áhrif á fjárhæðina.
2.     Hvenær sem það má vera ljóst af fyrirliggjandi upplýsingum að umsækjandi eigi rétt á greiðslum frá stofnun skv. b-lið 1. mgr. 52. gr. grunnreglugerðarinnar skal sú stofnun greiða honum fyrir fram og skal sú fjárhæð vera eins nálægt fjárhæðinni, sem verður að líkindum greidd skv. b-lið 1. mgr. 52. gr. grunnreglugerðarinnar, og unnt er.
3.     Hver stofnun, sem er skyldug til að greiða bætur til bráðabirgða eða fyrir fram skv. 1. eða 2. mgr., skal tilkynna umsækjandanum það tafarlaust, vekja sérstaka athygli hans á því að um bráðabirgðaráðstöfun sé að ræða og um hvers konar áfrýjunarrétt samkvæmt löggjöfinni sem hún starfar eftir.

51. gr.
Nýr útreikningur bóta

1.     Ef um er að ræða nýjan útreikning bóta, í samræmi við 48. gr. (3. og 4. mgr.), 50. gr. (4. mgr.) og 59. gr. (1. mgr.) grunnreglugerðarinnar, skal 50. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gilda að breyttu breytanda.
2.     Ef um er að ræða nýjan útreikning, afturköllun eða frestun bóta skal stofnunin, þar sem ákvörðunin var tekin, tilkynna hlutaðeigandi einstaklingi það tafarlaust og tilkynna það sérhverri stofnun þar sem hlutaðeigandi einstaklingur á rétt á bótum.

52. gr.
Ráðstafanir til að hraða útreikningi bóta

1.     Til að auðvelda og hraða meðferð umsókna og greiðslu bóta skulu stofnanir, sem starfa eftir þeirri löggjöf sem einstaklingurinn hefur heyrt undir:
a)    skiptast á eða gera aðgengilega stofnunum annarra aðildarríkja þá þætti sem sanna deili á einstaklingum sem skipta úr einni gildandi löggjöf yfir í aðra og tryggja í sameiningu að þessum þáttum sé viðhaldið og að samræmi sé á milli þeirra eða að öðrum kosti gefa þessum einstaklingum kost á beinum aðgangi að þeim,
b)    nægilega löngu áður en lágmarksaldri er náð eða þeim aldri sem ákvarðaður er í löggjöf einstakra landa til að hefja lífeyrisgreiðslur, skiptast á eða gera aðgengilegar hlutaðeigandi einstaklingi og stofnunum annarra aðildarríkja upplýsingar (tímabil sem lokið er eða aðrir mikilvægir þættir) um rétt einstaklinga til lífeyris sem hafa skipt úr einni gildandi löggjöf yfir í aðra eða, reynist það ekki mögulegt, upplýsa þessa einstaklinga um eða gefa þeim möguleika á að kynna sér væntanleg bótaréttindi.
2.     Að því er varðar beitingu 1. mgr. skal framkvæmdaráðið ákveða þá upplýsingaþætti sem skipst er á eða gerðir eru aðgengilegir og fastsetja viðeigandi málsmeðferðarreglur og fyrirkomulag, með tilliti til sérkenna, stjórnsýslu- og tæknilegs skipulags og þess tæknibúnaðar sem lífeyriskerfi hvers lands hefur yfir að ráða. Framkvæmdaráðið skal tryggja að þessum lífeyriskerfum sé komið til framkvæmda með því að skipuleggja eftirfylgni vegna þeirra ráðstafana sem gerðar eru og beitingu þeirra.

3.     Við beitingu 1. mgr. ætti sú stofnun í fyrsta aðildarríkinu, sem úthlutar einstaklingi persónulegu kenninúmeri (PIN-númer) vegna stjórnsýslu almannatrygginga, að fá upplýsingarnar sem um getur í þessari grein.

53. gr.
Samræmingarráðstafanir í aðildarríkjunum

1.     Með fyrirvara um 51. gr. grunnreglugerðarinnar skal beita þessum reglum með tilliti til tryggingatímabila sem lokið er samkvæmt löggjöf viðkomandi aðildarríkis ef í landslögum er að finna reglur til að ákvarða hvaða stofnun ber ábyrgð eða hvaða kerfi eigi við eða til að heimfæra tryggingatímabil undir sérstakt kerfi.
2.     Ef landslög gera ráð fyrir reglum til að samræma sérstök kerfi fyrir opinbera starfsmenn og almenn kerfi fyrir launþega skulu ákvæði grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar ekki hafa áhrif á þær reglur.

V. KAFLI
Atvinnuleysisbætur
54. gr.
Söfnun tímabila og útreikningar bóta

1.     Ákvæði 1. mgr. 12. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gilda að breyttu breytanda um 61. gr. grunnreglugerðarinnar. Með fyrirvara um undirliggjandi skuldbindingar viðkomandi stofnana getur hlutaðeigandi einstaklingur lagt fram hjá þar til bærri stofnun skjal, gefið út af stofnun í aðildarríkinu þar sem hann heyrði undir löggjöf í síðasta stafi sínu sem launþegi eða sem sjálfstætt starfandi einstaklingur, með upplýsingum um þau tímabil sem lokið er samkvæmt þeirri löggjöf.
2.     Við beitingu 3. mgr. 62. gr. grunnreglugerðarinnar skal þar til bær stofnun í aðildarríkinu, þar sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði undir löggjöf í síðasta stafi sínu sem launþegi eða sem sjálfstætt starfandi einstaklingur, veita stofnun á búsetustað, að hennar beiðni, tafarlaust allar þær upplýsingar sem hægt er að fá í búsetuaðildarríkinu og eru nauðsynlegar til að reikna út atvinnuleysisbætur, sérstaklega varðandi laun eða tekjur af sjálfstæðri starfsemi.
3.     Við beitingu 62. gr. grunnreglugerðarinnar og þrátt fyrir 63. gr. skal þar til bær stofnun í aðildarríki, þar sem gert er ráð fyrir því í löggjöfinni að útreikningur bóta fari eftir fjölda aðstandenda, einnig taka tillit til aðstandenda hlutaðeigandi einstaklings sem búsettir eru í öðru aðildarríki á sama hátt og væru þeir búsettir í hinu lögbæra ríki. Þetta ákvæði gildir ekki ef annar einstaklingur á rétt á atvinnuleysisbótum í búsetuaðildarríki aðstandenda sem eru reiknaðar út á grundvelli fjölda aðstandenda.

55. gr.
Skilyrði og takmarkanir fyrir því að atvinnulausir einstaklingar, sem fara til annars aðildarríkis, haldi rétti sínum til bóta

1.     Til að mál hins atvinnulausa, sem fer til annars aðildarríkis, falli undir 64. gr. grunnreglugerðarinnar skal hann tilkynna þar til bærri stofnun um brottför sína fyrir fram og biðja um skjal sem vottar að hann eigi rétt á bótum samkvæmt skilyrðum sem mælt er fyrir um í b-lið 1. mgr. 64. gr. grunnreglugerðarinnar.
Stofnunin skal upplýsa hlutaðeigandi einstakling um skyldur hans og láta í té framangreint skjal þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar:
a)    hvaða dag hinn atvinnulausi hætti að vera skráður hjá vinnumiðlun lögbæra aðildarríkisins,
b)    tilskilinn frestur, sem er veittur í samræmi við b- lið 1. mgr. 64. gr. grunnreglugerðarinnar, til að skrá sig í atvinnuleit í því aðildarríki sem hinn atvinnulausi fór til,
c)    hámarkstímabil sem einstaklingur getur haldið rétti sínum til bóta í samræmi við c-lið 1. mgr. 64. gr. grunnreglugerðarinnar,
d)    aðstæður sem líklegar eru til að hafa áhrif á bótarétt.
2.     Hinn atvinnulausi skal skrá sig í atvinnuleit hjá vinnumiðlun í aðildarríkinu sem hann fer til í samræmi við b-lið 1. mgr. 64. gr. grunnreglugerðarinnar og leggja fram hjá stofnun þess aðildarríkis skjölin sem um getur í 1. mgr. Ef hann hefur upplýst þar til bæru stofnunina í samræmi við 1. mgr. en leggur ekki fram þetta skjal skal stofnun í aðildarríkinu sem hinn atvinnulausi fór til snúa sér til þar til bærrar stofnunar til að fá nauðsynlegar upplýsingar.
3.     Vinnumiðlunin í því aðildarríki, sem hinn atvinnulausi fór til í atvinnuleit, skal upplýsa hinn atvinnulausa um skyldur hans.
4.     Stofnun í aðildarríkinu, sem hinn atvinnulausi fór til, skal tafarlaust senda þar til bærri stofnun skjal þar sem fram kemur hvaða dag hinn atvinnulausi skráði sig hjá vinnumiðlun og nýtt heimilisfang hans.
Ef upp koma einhverjar aðstæður, sem líklegar eru til að hafa áhrif á rétt til bóta á því tímabili þegar hinn atvinnulausi heldur rétti til bóta, skal stofnun í því aðildarríki, sem hinn atvinnulausi fór til, senda þar til bærri stofnun án tafar skjal þar sem fram koma viðeigandi upplýsingar.
Að beiðni þar til bæru stofnunarinnar skal stofnunin í því aðildarríki, sem hinn atvinnulausi fór til, veita upplýsingar mánaðarlega um eftirfylgni við aðstæður hins atvinnulausa, einkum um það hvort hann er enn skráður hjá vinnumiðlun og fylgi settum eftirlitsreglum.
5.     Stofnunin í aðildarríkinu, sem hinn atvinnulausi fór til, skal sjá um eða skipuleggja eftirlit eins og hlutaðeigandi einstaklingur væri atvinnulaus og fengi bætur samkvæmt þeirri löggjöf sem stofnunin starfar eftir. Ef nauðsyn krefur skal hún þegar í stað tilkynna þar til bæru stofnuninni ef upp koma aðstæður sem um getur í d-lið 1. mgr.
6.     Lögbær yfirvöld eða þar til bærar stofnanir tveggja eða fleiri aðildarríkja geta komið sér saman um sérstaka málsmeðferð og fresti þegar um er að ræða eftirfylgni við aðstæður hins atvinnulausa sem og aðrar ráðstafanir til að auðvelda atvinnuleit atvinnulausra einstaklinga sem fara til eins af þessum aðildarríkjum skv. 64. gr. grunnreglugerðarinnar.

56. gr.
Atvinnulausir einstaklingar sem voru búsettir í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki

1.     Ef hinn atvinnulausi ákveður í samræmi við 2. mgr. 65. gr. grunnreglugerðarinnar að skrá sig einnig hjá vinnumiðlun í því aðildarríki þar sem hann starfaði síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur með því að skrá sig í atvinnuleit skal hann tilkynna það til stofnunar og vinnumiðlunar í búsetuaðildarríkinu.
Að beiðni vinnumiðlunar í aðildarríkinu, þar sem hlutaðeigandi einstaklingur starfaði síðast sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, skal vinnumiðlun á búsetustað senda viðeigandi upplýsingar um skráningu og atvinnuleit hins atvinnulausa.
2.     Ef gert er ráð fyrir því í gildandi löggjöf viðkomandi aðildarríkja að hinn atvinnulausi uppfylli tilteknar skyldur og/eða geri tilteknar ráðstafanir til atvinnuleitar skulu skyldur hans og ráðstafanir til atvinnuleitar í búsetuaðildarríkinu hafa forgang.
Uppfylli hinn atvinnulausi ekki allar skyldur og/eða gerir ekki allar ráðstafanir til atvinnuleitar í aðildarríkinu, þar sem hann starfaði síðast, skal það ekki hafa áhrif á greiðslu bóta í búsetuaðildarríkinu.
3.     Við beitingu b-liðar 5. mgr. 65. gr. grunnreglugerðarinnar skal stofnun í aðildarríkinu, sem setti þá löggjöf sem hann heyrði síðast undir, upplýsa stofnun á búsetustað, að beiðni síðarnefndu stofnunarinnar, um það hvort viðkomandi á rétt á bótum skv. 64. gr. grunnreglugerðarinnar.

57. gr.
Ákvæði um beitingu 61., 62., 64. og 65. gr. grunnreglugerðarinnar varðandi einstaklinga sem heyra undir sérstakt kerfi fyrir opinbera starfsmenn

1.     Ákvæði 54. og 55. gr. grunnreglugerðarinnar skulu gilda að breyttu breytanda um þá sem heyra undir sérstakt atvinnuleysistryggingakerfi fyrir opinbera starfsmenn.
2.     Ákvæði 56. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar skulu ekki gilda um einstaklinga sem heyra undir sérstakt atvinnuleysistryggingakerfi fyrir opinbera starfsmenn. Atvinnulaus einstaklingur, sem heyrir undir sérstakt atvinnuleysistryggingakerfi fyrir opinbera starfsmenn, sem er að hluta til eða með öllu atvinnulaus og var búsettur, þegar hann hafði síðast atvinnu, á yfirráðasvæði aðildarríkis annars en hins lögbæra aðildarríkis, skal fá bætur samkvæmt sérstaka atvinnuleysistryggingakerfinu fyrir opinbera starfsmenn í samræmi við ákvæði löggjafar lögbæra aðildarríkisins eins og hann væri búsettur á yfirráðasvæði þess aðildarríkis. Þar til bær stofnun skal greiða þessar bætur á eigin kostnað.

VI. KAFLI
Fjölskyldubætur
58. gr.
Reglur um forgang þegar bætur skarast

Við beitingu i. og ii. liðar í b-lið 1. mgr. 68. gr. grunnreglugerðarinnar þegar ekki er unnt að staðfesta forgangsröð á grundvelli búsetu barna skal hvert viðkomandi aðildarríki reikna út fjárhæð bóta og telja með þau börn sem eru ekki búsett á yfirráðasvæði þess. Við beitingu i. liðar b-liðar 1. mgr. 68. gr. skal þar til bær stofnun í því aðildarríki, sem setur þá löggjöf sem kveður á um hæstu bæturnar, greiða slíkar bætur að fullu og skal þar til bær stofnun í hinu aðildarríkinu endurgreiða helming fjárhæðarinnar upp að hámarki fjárhæðarinnar sem kveðið er á um í löggjöf síðarnefnda aðildarríkisins.

59. gr.
Gildandi reglur þegar gildandi löggjöf og/eða skylda til að veita fjölskyldubætur breytist

1.     Þegar gildandi löggjöf og/eða bærni til að veita fjölskyldubætur færist milli aðildarríkja innan almanaksmánaðar, burtséð frá greiðsludögum fjölskyldubóta samkvæmt löggjöf þessara aðildarríkja, skal sú stofnun, sem hefur greitt fjölskyldubæturnar á grundvelli löggjafar sem gildir um veitingu bóta í byrjun þess mánaðar, halda því áfram til loka mánaðarins.
2.     Hún skal tilkynna stofnun hins aðildarríkisins eða viðkomandi aðildarríkja um það hvaða dag hún hættir að greiða umræddar fjölskyldubætur. Greiðslur bóta frá hinu aðildarríkinu eða viðkomandi aðildarríkjum skulu hefjast frá og með þeim degi.

60. gr.
Tilhögun við beitingu 67. og 68. gr. grunnreglugerðarinnar

1.     Senda skal umsókn um fjölskyldubætur til þar til bærrar stofnunar. Við beitingu á 67. og 68. gr. grunnreglugerðarinnar skal taka tillit til aðstæðna allrar fjölskyldunnar, eins og allir viðkomandi einstaklingar heyri undir löggjöf viðkomandi aðildarríkis og séu búsettir þar, einkum að því er varðar rétt einstaklingsins til að sækja um slíkar bætur. Hafi einstaklingur, sem á rétt á því að leggja fram umsókn um bæturnar, ekki nýtt þann rétt skal umsókn um fjölskyldubætur, sem er lögð fram af hinu foreldrinu, eða einstaklingi eða stofnun sem fara með forræði yfir barninu eða börnunum, tekin til greina af þar til bærri stofnun aðildarríkisins sem setur löggjöfina sem gildir.
2.     Sú stofnun, sem umsókn er lögð fram hjá í samræmi við 1. mgr., skal skoða umsóknina á grundvelli þeirra nákvæmu upplýsinga, sem umsækjandi leggur fram, að teknu tilliti til raunverulegrar og lagalegrar stöðu fjölskyldu umsækjandans.
Ef stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöfin sem hún starfar eftir gildi að forgangsrétti, í samræmi við 1. og 2. mgr. 68. gr. grunnreglugerðarinnar, skal hún veita fjölskyldubæturnar í samræmi við löggjöfina sem hún starfar eftir.
Komist stofnunin að því að um geti verið að ræða rétt til viðbótargreiðslu vegna mismunarins á grundvelli löggjafar annars aðildarríkis, í samræmi við 2. mgr. 68. gr. grunnreglugerðarinnar, skal stofnunin senda umsóknina áfram án tafar til þar til bærrar stofnunar í hinu aðildarríkinu og tilkynna hlutaðeigandi einstaklingi það; einnig skal hún tilkynna stofnun hins aðildarríkisins um ákvörðun sína varðandi umsóknina og um fjárhæð greiddra fjölskyldubóta.
3.     Ef sú stofnun, sem umsókn er lögð fram hjá, kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöfin sem hún starfar eftir gildi, en ekki að forgangsrétti í samræmi við 1. og 2. mgr. 68. gr. grunnreglugerðarinnar, skal hún án tafar taka bráðabirgðaákvörðun um það hvaða forgangsreglur skulu gilda og senda umsóknina áfram, í samræmi við 3. mgr. 68. gr. grunnreglugerðarinnar, til stofnunar í hinu aðildarríkinu og tilkynna umsækjandanum einnig um það. Sú stofnun skal taka afstöðu til bráðabirgðarákvörðunarinnar innan tveggja mánaða.
Ef sú stofnun, sem umsóknin var send áfram til, tekur ekki afstöðu innan tveggja mánaða frá viðtöku umsóknarinnar skal áðurnefnd bráðabirgðaákvörðun gilda og stofnunin skal greiða þær bætur, sem kveðið er á um í löggjöfinni sem hún starfar eftir, og tilkynna stofnuninni, sem sótt var um til, um fjárhæð greiddra bóta.
4.     Þegar upp kemur ágreiningur milli viðkomandi stofnana um það hvaða löggjöf gildir að forgangsrétti, gilda ákvæði 2.–5. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar. Í þessu skyni skal stofnun á búsetustað, sem um getur í 2. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, vera stofnun á búsetustað barnsins eða barnanna.
5.     Ef sú stofnun, sem veitti bæturnar til bráðabirgða, hefur greitt hærri fjárhæð en hún er endanlega ábyrg fyrir getur hún krafist endurgreiðslu umframfjárhæðarinnar frá þeirri stofnun sem ber höfuðábyrgðina í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 73. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.

61. gr.
Tilhögun við beitingu 69. gr. grunnreglugerðarinnar

Við beitingu 69. gr. grunnreglugerðarinnar skal framkvæmdaráðið útbúa lista yfir viðbótarbætur eða sérstakar fjölskyldubætur til munaðarlausra barna sem heyra undir þá grein. Ef þar til bær stofnun hefur enga heimild til að veita, að forgangsrétti, slíkar viðbótarbætur eða sérstakar fjölskyldubætur vegna munaðarlausra barna, samkvæmt löggjöfinni sem hún starfar eftir, skal hún senda án tafar áfram allar umsóknir um fjölskyldubætur, ásamt öllum viðkomandi skjölum og upplýsingum, til stofnunar í aðildarríkinu sem setti löggjöfina sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði lengst undir og sem kveður á um slíkar viðbótarbætur eða sérstakar fjölskyldubætur vegna munaðarlausra barna. Í sumum tilvikum getur þetta þýtt að vísa til baka, með sömu skilyrðum, til stofnunar í aðildarríkinu sem setur löggjöfin sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrir undir og hefur lokið stysta tryggingar- eða búsetutímabilum sínum.

IV. BÁLKUR
FJÁRHAGSÁKVÆÐI

I. KAFLI
Endurgreiðsla kostnaðar vegna bóta við beitingu 35. og 41. gr. grunnreglugerðarinnar
1. þáttur
Endurgreiðsla á grundvelli raunverulegs kostnaðar
62. gr.
Meginreglur

1.     Við beitingu 35. og 41. gr. grunnreglugerðarinnar skal þar til bær stofnun endurgreiða þeirri stofnun sem veitti aðstoð raunveruleg útgjöld vegna aðstoðarinnar, eins og þau koma fram í reikningum hennar, þó ekki í þeim tilvikum þegar 63. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gildir.
2.     Ef raunveruleg útgjöld vegna aðstoðar, öll eða að hluta, sem um getur í 1. mgr., koma ekki fram í reikningum stofnunarinnar, sem veitti hana, skal ákvarða endurgreiðslufjárhæðina á grundvelli eingreiðslu sem er reiknuð út frá öllum viðeigandi upplýsingum í fyrirliggjandi gögnum. Framkvæmdaráðið skal meta hvaða grundvöll ber að nota við útreikning á eingreiðslunni og ákvarða fjárhæðina.
3.     Við útreikning á endurgreiðslunni má ekki taka til greina hærri taxta en notaður er vegna aðstoðar sem er veitt tryggðum einstaklingum sem heyra undir löggjöfina sem stofnunin, sem veitir aðstoðina, sem um getur í 1. mgr., starfar eftir.

2. þáttur
Endurgreiðsla á grundvelli fastra fjárhæða
63. gr.
Tilgreining viðkomandi aðildarríkis

1.     Þau aðildarríki, sem um getur í 2. mgr. 35. gr. grunnreglugerðarinnar, þar sem lagalegt eða stjórnsýslulegt fyrirkomulag er með þeim hætti að endurgreiðslur á grundvelli raunverulegs kostnaðar eiga ekki við, eru tilgreind í 3. viðauka við framkvæmdarreglugerðina.
2.     Fyrir aðildarríkin, sem tilgreind eru í 3. viðauka framkvæmdarreglugerðarinnar, skal endurgreiða fjárhæð aðstoðar sem veitt er til:
a)    aðstandenda, sem eru ekki búsettir í sama aðildarríki og hinn tryggði, eins og kveðið er á um í 17. gr. grunnreglugerðarinnar og til
b)    lífeyrisþega og aðstandenda, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 24. gr., 25. og 26. gr. grunnreglugerðarinnar,
af þar til bærum stofnunum til þeirra stofnana sem veita þessa aðstoð á grundvelli fastrar fjárhæðar sem ákveðin er fyrir hvert almanaksár. Þessi fasta fjárhæð skal vera eins nálægt raunverulegum kostnaði og mögulegt er.

64. gr.
Aðferðir við útreikning á fastri mánaðarlegri fjárhæð og fastri heildarfjárhæð

1.     Fyrir hvert kröfuaðildarríki skal föst mánaðarleg fjárhæð á einstakling (Fi) á almanaksári ákvörðuð með því að deila með 12 í árlegan meðaltalskostnað á einstakling (Yi), sundurliðað eftir aldurshópum (i), og bæta skerðingu (X) við niðurstöðuna í samræmi við eftirfarandi jöfnu:

Fi = Yi*1/12*(1-X)

Þar sem:
–    stuðullinn (i = 1, 2 og 3) stendur fyrir aldurshópana þrjá sem notaðir eru til að reikna út fastar fjárhæðir:
    i = 1: einstaklingar yngri en 20 ára,
    i = 2: einstaklingar frá 20 til 64 ára,
    i = 3: einstaklingar 65 ára og eldri,
–    Y i táknar árlegan meðaltalskostnað á einstakling í aldurshópi i, eins og hann er skilgreindur í 2. mgr.,
–    reiknistuðulinn X (0,20 eða 0,15) stendur fyrir skerðingu eins og hún er skilgreind í 3. mgr.
2.     Árlegur meðaltalskostnaður á einstakling (Yi) í aldurshópi i skal fenginn með því að deila í árlegan kostnað vegna allrar aðstoðar, sem stofnanir kröfuaðildarríkisins veita öllum einstaklingum í viðkomandi aldurshópi, sem heyra undir löggjöf þess og eru búsettir innan yfirráðasvæðis þess, með meðalfjölda hlutaðeigandi einstaklinga í þeim aldurshópi á viðkomandi almanaksári. Útreikningurinn skal byggður á útgjöldum samkvæmt kerfunum sem um getur í 23. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
3.     Lækkun fastrar mánaðarlegrar fjárhæðar skal að meginreglu til jafngilda 20% (X = 0,20). Hún skal jafngilda 15% (X = 0,15) fyrir lífeyrisþega og aðstandendur þeirra ef lögbæra aðildarríkið er ekki tilgreint í IV. viðauka grunnreglugerðarinnar.
4.     Fyrir hvert skuldaraðildarríki skal fasta heildarfjárhæðin á almanaksári vera summan af þeim fjárhæðum sem fást með því að margfalda, í hverjum aldurshópi i, ákveðna mánaðarlega fasta fjárhæð fyrir hvern einstakling með fjölda mánaða sem hlutaðeigandi einstaklingar hafa lokið í aildarríkinu sem á kröfuna í þeim aldursflokki.
Fjöldi mánaða, sem hlutaðeigandi einstaklingar hafa lokið í kröfuaðildarríkinu, skal vera summan af almanaksmánuðum á því almanaksári þegar hlutaðeigandi einstaklingar höfðu, vegna búsetu sinnar á yfirráðasvæði kröfuaðildarríkisins rétt til aðstoðar á því yfirráðasvæði á kostnað skuldaraðildarríkisins. Þessa mánuði skal ákvarða á grundvelli skrár sem stofnun á búsetustað heldur í þessu skyni og byggist á skriflegum sönnunargögnum sem þar til bær stofnun lætur í té um rétt bótaþega.
5.     Framkvæmdaráðið skal, eigi síðar en 1. maí 2015, leggja fram sérstaka skýrslu um beitingu þessarar greinar, einkum um lækkanirnar sem um getur í 3. mgr. Á grundvelli þeirrar skýrslu getur framkvæmdaráðið lagt fram tillögu sem felur í sér hverjar þær breytingar sem gætu reynst nauðsynlegar til að tryggja að útreikningar á föstu fjárhæðunum séu eins nálægt raunverulegum kostnaði og mögulegt er og að lækkanirnar sem um getur í 3. mgr. skili sér ekki í greiðslum, sem eru ekki í jafnvægi, eða tvöföldum greiðslum fyrir aðildarríkin.
6.     Framkvæmdaráðið skal ákveða aðferðir við að ákvarða þætti til útreiknings á föstu fjárhæðunum sem um getur í 1.–5. mgr.
7.     Þrátt fyrir 1.–4. mgr. geta aðildarríkin haldið áfram að beita 94. og 95. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 við útreikninga á föstu fjárhæðinni til 1. maí 2015, að því gefnu að lækkuninni sem um getur í 3. mgr. sé beitt.

65. gr.
Tilkynning um árlegan meðaltalskostnað

1.     Árlegur meðaltalskostnaður á einstakling í hverjum aldurshópi fyrir tiltekið ár skal tilkynntur til endurskoðunarnefndarinnar í síðasta lagi fyrir lok annars árs á eftir umræddu ári. Ef tilkynningin berst ekki fyrir tilgreindan frest mun árlegur meðaltalskostnaður á einstakling, sem framkvæmdaráðið ákvarðaði síðast fyrir fyrra ár, verða notaður.
2.     Árlegur meðaltalskostnaður, ákvarðaður í samræmi við 1. mgr., skal birtur í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

3. þáttur
Sameiginleg ákvæði
66. gr.
Málsmeðferð við endurgreiðslur milli stofnana

1.     Endurgreiðslur milli viðkomandi aðildarríkja skulu fara fram eins fljótt og auðið er. Hverri viðkomandi stofnun er skylt að endurgreiða kröfur áður en frestirnir, sem um getur í þessum þætti, renna út, jafnskjótt og henni er það fært. Ágreiningur er varðar sérstakar kröfur skulu ekki koma í veg fyrir endurgreiðslu annarrar kröfu eða annarra krafna.
2.     Endurgreiðslur milli stofnanna aðildarríkjanna, sem kveðið er á um í 35. og 41. gr. grunnreglugerðarinnar, skulu eiga sér stað fyrir milligöngu samskiptastofnunar. Nota má sérstaka samskiptastofnun fyrir endurgreiðslur skv. 35. og 41. gr. grunnreglugerðarinnar.

67. gr.
Lokafrestir til að leggja fram og gera upp kröfur

1.     Kröfur, sem byggðar eru á raunverulegum kostnaði, skal leggja fram hjá samskiptastofnun í skuldaraðildarríkinu innan 12 mánaða frá lokum þess hálfa almanaksárs þegar þessar kröfur voru skráðar í reikninga kröfustofnunar.
2.     Kröfur um fastar fjárhæðir fyrir almanaksár skal leggja fram hjá samskiptastofnun skuldaraðildarríkisins innan tólf mánaða tímabils frá lokum þess mánaðar þegar meðalkostnaður vegna viðkomandi árs var birtur í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Skrárnar, sem um getur í 4. mgr. 64. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, skal leggja fram fyrir lok ársins sem kemur næst á eftir viðmiðunarárinu.
3.     Í því tilviki, sem um getur í annarri undirgrein 5. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, skal fresturinn, sem settur er fram í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, ekki hefjast fyrr en þar til bær stofnun hefur verið tilgreind.
4.     Kröfur, sem lagðar eru fram eftir að fresturinn, sem tilgreindur er í 1. og 2. mgr., rennur út, skulu ekki teknar til greina.
5.     Skuldarstofnunin skal greiða samskiptastofnun kröfuaðildarríkisins og um getur í 66. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, kröfurnar innan 18 mánaða frá lokum þess mánaðar þegar þær voru lagðar fram hjá samskiptastofnun skuldaraðildarríkisins. Þetta á ekki við um kröfur sem skuldarstofnun hefur hafnað með gildum rökum innan þess tímabils.
6.     Allur ágreiningur varðandi kröfur skal leysa í síðasta lagi innan 36 mánaða frá þeim mánuði þegar krafan var lögð fram.
7.     Endurskoðunarnefndin skal auðvelda lokun reikninga í þeim tilvikum þegar lausn næst ekki innan tímabilsins sem um getur í 6. mgr. og skal, að fenginni rökstuddri beiðni frá einum af aðilunum, láta í ljós skoðun sína á deilunni innan sex mánaða frá lokum þess mánaðar þegar málinu var vísað til hennar.

68. gr.
Vextir vegna greiðsludráttar og innborganir

1.     Frá lokum 18 mánaða tímabilsins, sem sett er fram í 5. mgr. 67. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, getur kröfustofnun fært vexti til gjalda á útistandandi kröfur nema skuldastofnunin hafi, innan sex mánaða frá lokum þess mánaðar þegar kröfurnar voru lagðar fram, borgað inn á a.m.k. 90% af heildarkröfunni sem er lögð fram skv. 1. eða 2. mgr. 67. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar. Fyrir þá hluta kröfunnar, sem innborgunin nær ekki yfir, má einungis færa vexti til gjalda frá lokum 36 mánaða tímabilsins sem sett er fram í 6. mgr. 67. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
2.     Reikna skal vextina á grundvelli þeirra viðmiðunarvaxta sem Seðlabanki Evrópu notar við miklar skuldbreytingaraðgerðir. Gildandi viðmiðunarvextir skulu vera þeir vextir sem eru í gildi fyrsta dag þess mánaðar þegar greiðslan gjaldfellur.
3.     Engri samskiptastofnun er skylt að samþykkja innborganir samkvæmt 1. mgr. Hafi samskiptastofnun hafnað slíku boði hefur kröfustofnun ekki lengur heimild til að færa til gjalda vexti á greiðslur sem dragast er varða umræddar kröfur aðrar en þær sem heyra undir annan málslið 1. mgr.

69. gr.
Uppgjör ársreikninga

1.     Framkvæmdaráðið skal fastsetja stöðu krafna fyrir hvert almanaksár í samræmi við g-lið 72. gr. grunnreglugerðarinnar, á grundvelli skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Í þessu skyni skulu samskiptastofnanir tilkynna endurskoðunarnefndinni, áður en frestur rennur út og í samræmi við málsmeðferðina sem nefndin mælir fyrir um, um fjárhæð þeirra krafna sem lagðar eru fram, gerðar eru upp eða sem er andmælt (afstaða þess sem á kröfu) og fjárhæð þeirra krafna, sem tekið er við, gerðar eru upp eða sem er andmælt (afstaða þess sem skuldar).
2.     Framkvæmdaráðið getur haft viðeigandi eftirlit með tölfræðilegum gögnum og bókahaldsgögnum, sem notuð eru sem grunnur fyrir árlegt yfirlit yfir kröfur sem kveðið er á um í 1. mgr., einkum til að tryggja að þær samrýmist þeim reglum sem mælt er fyrir um í þessum bálki.

II. KAFLI
Endurgreiðsla atvinnuleysisbóta skv. 65. gr. grunnreglugerðarinnar
70. gr.
Endurgreiðsla atvinnuleysisbóta

Ef ekki er um neitt samkomulag að ræða í samræmi við 8. mgr. 65. gr. grunnreglugerðarinnar skal stofnun á búsetustað fara fram á endurgreiðslu atvinnuleysisbóta, skv. 6. og 7. mgr. 65. gr. grunnreglugerðarinnar, frá stofnun í því aðildarríki sem setti löggjöfina sem bótaþeginn heyrði síðast undir. Beiðnina skal leggja fram innan sex mánaða frá lokum þess hálfa almanaksársins þegar síðasta greiðsla atvinnuleysisbótanna, sem krafist er endurgreiðslu á, átti sér stað. Í beiðninni skal tilgreina bótafjárhæð sem greidd var á því þriggja eða fimm mánaða tímabili, sem um getur í 6. og 7. mgr. 65. gr. grunnreglugerðarinnar, fyrir hvaða tímabil bæturnar voru greiddar og gögn sem sanna deili á hinum atvinnulausa. Kröfurnar skulu lagðar fram og greiddar fyrir milligöngu samskiptastofnana viðkomandi aðildarríkja.
Engin krafa er gerð um að taka til athugunar kröfur sem lagðar eru fram að liðnum þeim fresti sem um getur í fyrstu málsgrein.
Ákvæði 1. mgr. 66. gr. og 5.–7. mgr. 67. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar gilda að breyttu breytanda.
Við lok 18 mánaða tímabilsins sem um getur í 5. mgr. 67. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, getur kröfustofnunin fært vexti til gjalda á útistandandi kröfur. Reikna skal vextina í samræmi við 2. mgr. 68. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
Hámarksfjárhæð endurgreiðslunnar, sem um getur í þriðja málslið 6. mgr. 65. gr. grunnreglugerðarinnar, er í hverju einstöku tilviki fjárhæð þeirra bóta sem hlutaðeigandi einstaklingur ætti rétt á samkvæmt löggjöf aðildarríkisins sem hann heyrði síðast undir ef hann var skráður hjá vinnumiðlun í því aðildarríki. Engu að síður skulu þar til bærar stofnanir í einu af þeim aðildarríkjum sem setti þá löggjöf sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrði síðast undir, í samskiptum milli aðildarríkjanna sem skráð eru í 5. viðauka framkvæmdarreglugerðarinnar, ákvarða hámarksfjárhæð í hverju tilviki fyrir sig á grundvelli meðalfjárhæðar atvinnuleysisbóta sem veittar eru samkvæmt löggjöf þess aðildarríkis á næstliðnu almanaksári.

III. KAFLI
Endurheimtur á veittum bótum sem ekki eru gjaldfallnar, endurheimtur á bráðabirgðagreiðslum og iðgjöldum, skuldajöfnun og aðstoð við endurheimtur
1. þáttur
Meginreglur
71. gr.
Sameiginleg ákvæði

Við beitingu 84. gr. grunnreglugerðarinnar og innan þess ramma, sem þar er skilgreindur, skulu endurheimtur krafna, þegar því verður við komið, gerðar með skuldajöfnun annaðhvort milli stofnana viðkomandi aðildarríkja eða gagnvart hlutaðeigandi einstaklingum eða lögaðilum í samræmi við 72.–74. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar. Ef ekki er hægt að endurheimta allar eða einhverjar kröfur með skuldajöfnunaraðferðinni skal endurheimta gjaldföllnu fjárhæðina sem eftir er í samræmi við 75.–85. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.

2. þáttur
Skuldajöfnun
72. gr.
Bætur sem viðkomandi átti ekki tilkall til

1.     Ef stofnun aðildarríkis hefur greitt einstaklingi bætur sem hann á ekki rétt á getur hún, samkvæmt skilyrðum og innan takmarkana þeirrar löggjafar sem hún starfar eftir, farið fram á það við stofnun í öðru aðildarríki, sem er ábyrg fyrir greiðslum til hlutaðeigandi einstaklings, að hún dragi óréttmætu fjárhæðina frá ógreiddum bótum eða reglubundnum greiðslum sem hlutaðeigandi einstaklingur á eftir að fá greiddar, óháð tegund almannatrygginga. Stofnun síðarnefnda aðildarríkisins skal draga frá fjárhæðina sem um ræðir, með þeim skilyrðum og takmörkunum sem löggjöf sú sem hún starfar eftir setur um þessa tegund skuldajöfnunaraðferðar, eins og stofnunin hefði sjálf ofgreitt bæturnar, og skal hún yfirfæra umrædda fjárhæð til stofnunarinnar sem greiddi óréttmætu bæturnar.
2.     Þrátt fyrir 1. mgr. er stofnun í aðildarríki heimilt, þegar hún við veitingu eða endurskoðun örorkubóta, sem og elli- og eftirlifendalífeyris, skv. 4. og 5. kafla III. bálks grunnreglugerðarinnar, hefur greitt einstaklingi óréttmæta fjárhæð, að fara fram á það við stofnun í öðru aðildarríki, sem er ábyrg fyrir greiðslu samsvarandi bóta til hlutaðeigandi einstaklings, að hún dragi óréttmætu greiðsluna frá þeim eftirstöðvum sem hann á ógreiddar hjá henni. Eftir að síðarnefnda stofnunin hefur upplýst þá stofnun, sem greiddi óréttmæta fjárhæð, um eftirstöðvarnar skal stofnunin, sem greiddi óréttmætu fjárhæðina, tilkynna um óréttmætu fjárhæðina innan tveggja mánaða. Ef stofnunin, sem á að greiða eftirstöðvarnar, fær tilkynningu innan frestsins skal hún senda fjárhæðina, sem er dregin frá, til stofnunarinnar sem greiddi óréttmætar fjárhæðir. Renni fresturinn út skal sú stofnun tafarlaust greiða hlutaðeigandi einstaklingi eftirstöðvarnar.
3.     Hafi einstaklingur fengið aðstoð frá opinberri félagsþjónustu í einu aðildarríki á tímabili þegar hann átti rétt á bótum samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis getur sá aðili, sem veitti aðstoðina, eigi hann lagalegan rétt á endurkröfu vegna bóta hlutaðeigandi einstaklings, farið fram á það við stofnun í öðru aðildarríki, sem er ábyrg fyrir greiðslum til hlutaðeigandi einstaklings, að hún dragi fjárhæð aðstoðarinnar frá þeirri fjárhæð sem hlutaðeigandi einstaklingur fær í því aðildarríki.
Þetta ákvæði gildir, að breyttu breytanda, um hvern þann aðstandanda hlutaðeigandi einstaklings sem hefur fengið aðstoð á yfirráðasvæði aðildarríkis á sama tíma og hinn tryggði átti rétt á bótum samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis vegna sama aðstandanda.
Sú stofnun aðildarríkis, sem greiddi óréttmæta fjárhæð vegna aðstoðar, skal senda yfirlýsingu um fjárhæðina sem greiða á stofnun hins aðildarríkisins, sem skal síðan draga fjárhæðina frá, með þeim skilyrðum og takmörkunum sem mælt er fyrir um fyrir þessa tegund skuldajöfnunar í samræmi við löggjöfina sem hún starfar eftir, og yfirfæra fjárhæðina án tafar til stofnunarinnar sem greiddi óréttmætu fjárhæðina.

73. gr.
Bætur í peningum eða iðgjöld greidd til bráðabirgða

1.     Við beitingu 6. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar skal sú stofnun, sem greiddi bætur í peningum til bráðabirgða, taka saman yfirlit yfir fjárhæðina sem greidd var til bráðabirgða og senda þeirri stofnun sem tilgreind var sem þar til bær stofnun eigi síðar en þremur mánuðum eftir að gildandi löggjöf hefur verið ákvörðuð eða stofnunin, sem ber ábyrgð á því að greiða bætur, hefur verið tilgreind.
Stofnunin, sem er tilgreind sem þar til bær stofnun, skal draga þá fjárhæð sem er til greiðslu vegna bráðabirgðagreiðslunnar frá eftirstöðvum samsvarandi bóta sem hún hefur ekki greitt hlutaðeigandi einstaklingi og skal án tafar senda frádregnu fjárhæðina til þeirrar stofnunar sem greiddi til bráðabirgða bætur í peningum.
Ef fjárhæð bóta, sem greiddar voru til bráðabirgða, er hærri en fjárhæð eftirstöðvanna eða ef engar eftirstöðvar eru skal sú stofnun, sem tilgreind hefur verið sem þar til bær stofnun, draga þá fjárhæð frá reglulegum greiðslum, með þeim skilyrðum og takmörkunum sem mælt er fyrir um fyrir þessa tegund skuldajöfnunar í samræmi við löggjöfina sem hún starfar eftir, og yfirfæra fjárhæðina án tafar til þeirrar stofnunar sem greiddi bætur í peningum til bráðabirgða.
2.     Stofnunin, sem fékk iðgjöld greidd til bráðabirgða frá lögaðila og/eða einstaklingi, skal ekki endurgreiða fjárhæðina sem um ræðir til einstaklingsins sem greiddi iðgjöldin fyrr en hún hefur gengið úr skugga um það hjá þeirri stofnun, sem tilgreind var sem þar til bær stofnun, hvaða fjárhæð hún skuldar skv. 4. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
Að beiðni þeirra stofnunar, sem tilgreind var sem þar til bær stofnun sem skal gera í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að gildandi löggjöf hefur verið ákvörðuð, skal sú stofnun, sem hefur tekið við iðgjöldum til bráðabirgða, senda þau til þeirrar stofnunar, sem var tilgreind sem þar til bær stofnun fyrir það tímabil, í þeim tilgangi að gera upp aðstæður varðandi iðgjöld sem lögaðilar og/eða einstaklingar skulda henni. Yfirfærð iðgjöld skulu afturvirkt teljast greidd til þeirrar stofnunar sem tilgreind var sem þar til bær stofnun.
Ef fjárhæð iðgjalda, sem greidd voru til bráðabirgða, er hærri en sú fjárhæð sem lögaðili og/eða einstaklingur skuldar þeirri stofnun, sem tilgreind var sem þar til bær stofnun, skal sú stofnun, sem tók við iðgjöldunum til bráðabirgða, endurgreiða lögaðilanum og/eða hlutaðeigandi einstaklingi umframfjárhæðina.

74. gr.
Kostnaður vegna skuldajöfnunar

Ekki skal greiða kostnað ef skuldin er endurgreidd með skuldajöfnun sem kveðið er á um í 72. og 73. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.

3. þáttur
Endurheimtur
75. gr.
Skilgreiningar og sameiginleg ákvæði

1.     Í þessum þætti er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
–    „krafa“: allar kröfur er varða iðgjöld eða óréttmætar bætur sem hafa verið greiddar eða veittar, þ.m.t. vextir, sektir, stjórnsýsluviðurlög og öll önnur gjöld og kostnaður í tengslum við kröfuna í samræmi við löggjöf aðildarríkisins sem leggur fram kröfuna,
–    „umsóknaraðili“: að því er varðar hvert aðildarríki, hver sú stofnun sem leggur fram beiðni um upplýsingar, tilkynningar eða endurheimtur vegna kröfu eins og hún er skilgreind hér að framan,
–    „aðili sem beiðni er beint til“: að því er varðar hvert aðildarríki, hver sú stofnun sem beina má beiðni um tilkynningar eða endurheimtur til.
2.     Beiðnir og hvers kyns tengdar orðsendingar milli aðildarríkjanna skal að jafnaði senda fyrir milligöngu tilnefndra stofnana.
3.     Hagnýtar framkvæmdaráðstafanir, þ.m.t. þær sem varða 4. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar og ákvörðun lágmarksfjárhæðar sem hægt er að biðja um endurheimtur á, skulu vera á hendi framkvæmdaráðsins.

76. gr.
Beiðnir um upplýsingar

1.     Að beiðni umsóknaraðila skal aðilinn, sem beiðni er beint til, veita hverjar þær upplýsingar sem gætu komið umsóknaraðila að gagni við endurheimt kröfu.
Í því skyni að afla þessara upplýsinga skal aðilinn, sem beiðni er beint til, nota þær valdheimildir sem kveðið er á um í lögum og stjórnsýslufyrirmælum og gilda um endurheimtur samsvarandi krafna sem settar eru fram í hans eigin aðildarríki.
2.     Í beiðni um upplýsingar skal tilgreina nafn, síðasta þekkta heimilisfang og hverjar þær aðrar viðkomandi upplýsingar til að sanna deili á hlutaðeigandi lögaðila eða einstaklingi sem upplýsingarnar varða og tegund og fjárhæð þeirrar kröfu sem beiðnin varðar.
3.     Aðilanum, sem beiðni er beint til, er ekki skylt að veita upplýsingar:
a)    sem hann gæti ekki fengið í þeim tilgangi að endurheimta svipaðar kröfur í sínu aðildarríki,
b)    sem yrðu til þess að ljóstra upp leyndarmálum á sviði viðskipta, iðnaðar eða fagstarfsemi eða
c)    þegar birting þeirra væri líkleg til að hafa áhrif á öryggi eða stríða gegn allsherjarreglu aðildarríkisins.
4.     Aðilinn, sem beiðni er beint til, skal tilkynna umsóknaraðilanum um ástæður þess að beiðni um upplýsingar er hafnað.

77. gr.
Tilkynningar

1.     Aðilinn, sem beiðni er beint til, skal, að beiðni umsóknaraðila og í samræmi við gildandi reglur um tilkynningar varðandi sambærilega gerninga eða ákvarðana í eigin aðildarríki, tilkynna viðtakanda um alla gerninga og ákvarðanir, þ.m.t. á vegum dómstóla, sem koma frá aðildarríki umsóknaraðila og varða kröfu og/eða endurheimtur hennar.
2.     Í beiðni um tilkynningu skal tilgreina nafn, heimilisfang og hvers konar aðrar viðkomandi upplýsingar til að sanna deili á hlutaðeigandi viðtakanda sem umsóknaraðilinn hefur venjulega aðgang að, tegund og efni gerningsins eða ákvörðunarinnar sem tilkynna á og, ef nauðsyn krefur, nafn, heimilisfang og hvers konar aðrar viðkomandi upplýsingar til að sanna deili á skuldara og til tilgreiningar kröfunni sem gerningurinn eða ákvörðunin gildir um, sem og hvers konar aðrar upplýsingar sem að gagni mega koma.
3.     Aðilinn, sem beiðni er beint til, skal án tafar tilkynna umsóknaraðilanum um aðgerðir sem gripið er til að hans beiðni, einkum um hvaða dag ákvörðunin var tekin eða gerningurinn var framsendur til viðtakanda.

78. gr.
Beiðni um endurheimtur

1.     Beiðni um endurheimt kröfu, sem umsóknaraðili afhendir aðilanum sem beiðni er beint til, skal fylgja opinbert eða staðfest afrit af þeim gerningi sem heimilar fullnustumeðferð hennar, gefið út í aðildarríki umsóknaraðila og, ef við á, upprunalegt eða staðfest eintak annarra skjala sem eru nauðsynleg vegna endurheimtar.
2.     Umsóknaraðilinn má einungis leggja fram beiðni um endurheimt ef:
a)    kröfunni og/eða gerningnum, sem heimilar fullnustumeðferð hennar, er ekki andmælt í hans eigin aðildarríki, nema í þeim tilvikum þegar annarri undirgrein 2. mgr. 81. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar er beitt,
b)    hann hefur í eigin aðildarríki beitt viðeigandi málsmeðferð við endurheimt sem hann hefur aðgang að á grundvelli þess gernings sem um getur í 1. mgr. og ráðstafanir, sem gerðar eru, munu ekki leiða til þess að krafan verði greidd að fullu,
c)    fyrningafrestur samkvæmt hans eigin löggjöf er ekki runnin út.
3.     Í beiðni um endurheimt skal tilgreina:
a)    nafn, heimilisfang og hvers konar aðrar viðeigandi upplýsingar til að sanna deili á hlutaðeigandi einstaklingi eða lögaðila og/eða þriðja aðila sem á hlutdeild í eignum hans eða hennar,
b)    nafn, heimilisfang og hvers konar aðrar viðeigandi upplýsingar til tilgreiningar á umsóknaraðila,
c)    tilvísun í þann gerning sem heimilar fullnustumeðferð, gefin út í aðildarríki umsóknaraðila,
d)    tegund og fjárhæð kröfu, þ.m.t. höfuðstól, vextir, sektir, stjórnsýsluviðurlög og hvers konar önnur gjöld og kostnaður til greiðslu sem fram kemur í gjaldmiðlum aðildarríkja umsóknaraðilans og aðilanna sem beiðni er beint til,
e)    hvaða dag umsóknaraðili og/eða sá aðili, sem beiðni er beint til, tilkynnir viðtakanda um gerninginn,
f)    frá hvaða degi og á hvaða tímabili fullnustumeðferð er möguleg samkvæmt gildandi lögum í aðildarríki umsóknaraðilans,
g)    allar aðrar viðeigandi upplýsingar.
4.     Beiðni um endurheimt skal einnig fylgja yfirlýsing frá umsóknaraðila sem staðfestir að skilyrðunum, sem mælt er fyrir um í 2. mgr., hafi verið fullnægt.
5.     Umsóknaraðilinn skal framsenda til aðilans, sem beiðni er beint til, viðeigandi upplýsingar er varða málið og leiddu til beiðni um endurheimt, jafnskjótt og hann fær vitneskju um þær.

79. gr.
Gerningur sem heimilar fullnustumeðferð á endurheimtum

1.     Í samræmi við 2. mgr. 84. gr. grunnreglugerðarinnar skal gerningurinn, sem heimilar fullnustumeðferð krafnanna, viðurkenndur beint og sjálfkrafa farið með hann sem gerning sem heimilar fullnustumeðferð vegna kröfu aðildarríkis þess aðila sem beiðninni er beint til.
2.     Þrátt fyrir 1. mgr. má samþykkja, viðurkenna, bæta við eða setja í stað þess gernings, sem heimilar fullnustumeðferð kröfu, eftir því sem við á og í samræmi við gildandi ákvæði í aðildarríki aðilans, sem beiðni er beint til, gerning sem heimilar fullnustumeðferð á yfirráðasvæði þess aðildarríkis.
Innan þriggja mánaða frá viðtökudegi beiðni um endurheimt skulu aðildarríki leitast við að ljúka við staðfestingu, viðurkenningu, viðbót eða endurnýjun, nema í þeim tilvikum þegar þriðja undirgrein þessarar málsgreinar gildir. Aðildarríki getur ekki neitað að ljúka við þessar aðgerðir ef gerningurinn, sem heimilar fullnustumeðferð, er gerður á tilhlýðilegan hátt. Aðilinn, sem beiðni er beint til, skal tilkynna umsóknaraðilanum um ástæður þess að farið er fram úr þriggja mánaða tímabilinu.
Ef einhverjar af þessum aðgerðum verða til þess að deilur koma upp í tengslum við kröfu og/eða gerninginn sem heimilar fullnustumeðferð og umsóknaraðili gefur út gildir 81. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.

80. gr.
Greiðslufyrirkomulag og greiðslufrestir

1.     Endurheimta skal kröfur í gjaldmiðli aðildarríkis aðilans sem beiðni er beint til. Aðilinn sem beiðni er beint til skal yfirfæra alla kröfufjárhæðina, sem hann hefur endurheimt, til umsóknaraðilans.
2.     Aðilinn, sem beiðni er beint til, getur, ef gildandi lög eða stjórnsýslufyrirmæli í aðildarríki hans heimila það, og að höfðu samráði við umsóknaraðilann, veitt skuldara greiðslufrest eða heimilað greiðslur með afborgunum. Vexti, sem aðilinn sem beiðni er beint til færir til gjalda vegna slíks viðbótargreiðslufrests, skal einnig yfirfæra til umsóknaraðilans.
Frá og með þeim degi þegar gerningur, sem heimilar fullnustumeðferð, hefur verið viðurkenndur með beinum hætti í samræmi við 1. mgr. 79. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, eða samþykktur, viðurkenndur, bætt við hann eða hann endurnýjaður í samræmi við 2. mgr. 79. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, skal reikna dráttarvexti samkvæmt gildandi lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríki aðilans sem beiðninni er beint til og einnig yfirfæra þá til umsóknaraðilans.

81. gr.
Kröfu eða gerningi sem heimilar fullnustumeðferð vegna endurheimtar andmælt og fullnusturáðstöfunum andmælt

1.     Ef svo ber til meðan á endurheimtarferli stendur að hagsmunaaðili andmælir kröfu og/eða gerningi sem heimilar fullnustumeðferð, sem gefið er út í aðildarríki umsóknaraðila, skal hagsmunaaðilinn fara með málið fyrir viðeigandi yfirvöld aðildarríkis umsóknaraðilans, í samræmi við gildandi lög í því aðildarríki. Umsóknaraðilinn skal án tafar tilkynna aðilanum, sem beiðninni er beint til, um þessa aðgerð. Hagsmunaaðilinn getur líka tilkynnt aðilanum, sem beiðninni er beint til, um aðgerðina.
2.     Um leið og aðilinn, sem beiðninni er beint til, fær tilkynninguna eða upplýsingarnar, sem um getur í 1. mgr., annaðhvort frá umsóknaraðila eða hagsmunaaðila, skal hann stöðva fullnustumeðferð þar til ákvörðun viðeigandi yfirvalda í málinu liggur fyrir, nema umsóknaraðili óski eftir öðru í samræmi við aðra undirgrein þessarar málsgreinar. Ef aðilinn, sem beiðninni er beint til, telur það nauðsynlegt, með fyrirvara um 84. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, getur hann gripið til varúðarráðstafana til að tryggja endurheimtur ef gildandi lög og reglugerðir í hans eigin aðildarríki leyfa slíkar aðgerðir vegna svipaðra krafna.
Þrátt fyrir fyrstu undirgrein getur umsóknaraðili, í samræmi við gildandi lög, reglur og stjórnsýsluvenju, farið fram á það að aðilinn, sem beiðninni er beint til, endurheimti kröfuna sem andmælt hefur verið ef viðeigandi gildandi lög, reglur og stjórnsýsluvenja í aðildarríki aðilans, sem beiðninni er beint til, leyfa það. Ef niðurstaða andmælanna er skuldara í hag skal umsóknaraðilinn vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu endurheimtra fjárhæða, ásamt áföllnum skaðabótum, í samræmi við gildandi löggjöf í aðildarríki aðilans sem beiðni er beint til.
3.     Ef andmæli varða fullnusturáðstafanir, sem gerðar eru í aðildarríki aðilans sem beiðninni er beint til, skal fara með málið fyrir viðeigandi yfirvald þess aðildarríkis í samræmi við lög þess og reglur.
4.     Ef viðeigandi yfirvöld, sem farið er með málið fyrir í samræmi við 1. mgr., er dómsstóll eða stjórnsýsludómstóll skal ákvörðun þess dómstóls, að því leyti sem hann er hagstæður umsóknaraðila og heimilar endurheimt á kröfunni í aðildarríki umsóknaraðilans, teljast „gerningur sem heimilar fullnustumeðferð“ í skilningi 78. og 79. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar og skal endurheimt kröfunnar haldið áfram á grundvelli þeirrar ákvörðunar.

82. gr.
Takmarkanir á aðstoð

1.     Aðilanum, sem beiðni er beint til, skal ekki vera skylt:
a)    að veita aðstoðina, sem kveðið er á um í 78.–81. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, ef endurheimt kröfunnar myndi, vegna aðstæðna skuldara, valda alvarlegum efnahagslegum eða félagslegum erfiðleikum í aðildarríki aðilans, sem beiðninni er beint til, að því leyti sem gildandi lög, reglur og stjórnsýsluvenja í aðildarríki aðilans, sem beiðninni er beint til, heimila slíka aðgerð að því er varðar sambærilegar kröfur í landinu,
b)    að veita aðstoðina, sem kveðið er á um í 76.–81. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, ef upphaflega beiðnin, skv. 76.–78. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, gildir um kröfur sem eru eldri en fimm ára, reiknað frá þeim tíma þegar gerningnum sem heimilar endurheimtur var komið á í samræmi við gildandi lög, reglur eða stjórnsýsluvenju í aðildarríki umsóknaraðila á þeim degi þegar beiðnin var lögð fram. Ef kröfunni eða gerningnum er andmælt hefst fresturinn þó þegar aðildarríki umsóknaraðila ákveður að ekki megi lengur andmæla kröfunni eða fullnustufyrirmælum sem heimila endurheimtur.
2.     Aðilinn, sem beiðni er beint til, skal tilkynna umsóknaraðilanum um ástæður þess að beiðni um aðstoð er neitað.

83. gr.
Fyrningarfrestur

1.     Álitaefni varðandi fyrningarfrest falla undir:
a)    gildandi lög í aðildarríki umsóknaraðila að svo miklu leyti sem þau varða kröfuna og/eða gerninginn sem heimilar fullnustumeðferð og
b)    gildandi lög í aðildarríki aðilans, sem beiðninni er beint til, að því leyti sem þau varða fullnusturáðstafanir í aðildarríkinu sem beiðni er beint til.
Fyrningarfrestur, samkvæmt gildandi lögum í aðildarríki aðilans sem beiðni er beint til, skal hefjast frá og með degi beinnar viðurkenningar eða frá og með degi staðfestingar, viðurkenningar, viðbótar eða endurnýjunar í samræmi við 79. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
2.     Þær ráðstafanir sem aðili, sem beiðni er beint til, gerir til að endurheimta kröfur samkvæmt beiðni um aðstoð og hefðu haft þau áhrif, ef umsóknaraðilinn hefði gert þær, að stöðva eða gera hlé á fyrningarfresti samkvæmt gildandi lögum í aðildarríki umsóknaraðila skulu með tilliti til þessara áhrifa teljast hafa verið gerðar í síðarnefnda ríkinu.

84. gr.
Varúðarráðstafanir

Komi fram rökstudd beiðni frá umsóknaraðila skal aðilinn, sem beiðni er beint til, gera varúðarráðstafanir til að tryggja endurheimt kröfu, að því marki sem gildandi lög og reglur í aðildarríki aðilans, sem beiðni er beint til, leyfa.
Við framkvæmd 1. mgr. skulu þau ákvæði og sú málsmeðferð, sem mælt er fyrir um í 78., 79., 81. og 82 gr. framkvæmdarreglugerðarinnar, gilda að breyttu breytanda.

85. gr.
Kostnaður vegna endurheimtar

1.     Aðilinn, sem beiðni er beint til, skal endurheimta frá hlutaðeigandi einstaklingi eða lögaðila og halda eftir þeim kostnaði sem hann stofnar til og tengist endurheimt, í samræmi við lög og reglur í aðildarríki aðilans sem beiðni er beint til og gilda um svipaðar kröfur.
2.     Gagnkvæm aðstoð, sem veitt er samkvæmt þessum þætti, skal almennt vera endurgjaldslaus. Ef endurheimt hefur í för með sér ákveðin vandamál, sem varða mjög háar fjárhæðir vegna kostnaðar geta umsóknaraðili og aðilinn, sem beiðni er beint til, komið sér saman um sérstakt endurgreiðslufyrirkomulag í þeim málum sem um ræðir.
3.     Aðildarríki umsóknaraðila skal áfram taka á sig ábyrgð gagnvart aðildarríki aðilans, sem beiðni er beint til, á kostnaði eða tapi vegna aðgerða sem eru tilefnislausar, annaðhvort að því er varðar réttmæti kröfunnar eða gildi gerningsins sem hlutaðeigandi umsóknaraðili gefur út.

86. gr.
Endurskoðunarákvæði

1.     Eigi síðar en á fjórða heila almanaksárinu eftir gildistöku framkvæmdarreglugerðarinnar skal framkvæmdaráðið leggja fram samanburðarskýrslu um þá fresti sem kveðið er á um í 2., 5. og 6. mgr. 67. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
Á grundvelli þessarar skýrslu getur framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna, eftir því sem við á, lagt fram tillögur að endurskoðun á þessum frestum með það að markmiði að stytta þá verulega.
2.     Eigi síðar en á þeim degi, sem um getur í 1. mgr., skal framkvæmdaráðið einnig meta þær reglur um breytingar á tímabilum, sem um getur í 13. gr., með það að markmiði að einfalda þær ef mögulegt er.
3.     Eigi síðar en 1. maí 2015 skal framkvæmdaráðið leggja fram skýrslu þar sem beiting I. og III. kafla IV. bálks framkvæmdarreglugerðarinnar er metin sérstaklega, einkum m.t.t. málsmeðferðarreglna og fresta sem um getur í 2., 5. og 6. mgr. 67. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar og málsmeðferðarreglna við endurheimt sem um getur í 75.–85. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
Á grundvelli þessarar skýrslu getur framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna, ef nauðsynlegt reynist, lagt fram tillögur um að gera málsmeðferðareglurnar árangursríkari og halda þeim í jafnvægi.

V. BÁLKUR
ÝMIS ÁKVÆÐI, BRÁÐABIRGÐA- OG LOKAÁKVÆÐI

87. gr.
Læknisskoðun og stjórnsýslueftirlit

1.     Ef sá sem fær eða sækir um bætur, eða aðstandandi hans, dvelur eða er búsettur innan yfirráðasvæðis annars aðildarríkis en þess þar sem skuldarstofnunin er skal stofnun á dvalar- eða búsetustað bótaþega, með fyrirvara um önnur ákvæði, annast læknisskoðun, að beiðni skuldarstofnunar, í samræmi við þau ákvæði sem mælt er fyrir um í löggjöfinni sem sú stofnun starfar eftir.
Skuldarstofnun skal, ef nauðsyn krefur, tilkynna stofnun á dvalar- eða búsetustað um sérstakar kröfur sem þarf að uppfylla og þau atriði sem læknisskoðunin þarf að ná yfir.
2.     Stofnun á dvalar- eða búsetustað skal framsenda skýrslu til þeirrar skuldarstofnunar sem fór fram á læknisskoðunina. Þessi stofnun er bundin af niðurstöðum stofnunar á búsetu- eða dvalarstað.
Skuldarstofnun heldur þeim rétti að láta lækni, sem hún sjálf velur, skoða bótaþegann. Engu að síður er einungis heimilt að biðja bótaþegann um að snúa aftur til aðildarríkisins þar sem skuldarstofnunin er ef hann eða hún getur ferðast án þess að stofna heilsu sinni í hættu og greiðir skuldarstofnun ferða- og gistikostnað.
3.     Ef sá sem fær eða sækir um bætur, eða aðstandandi hans, dvelur eða er búsettur á yfirráðsvæði annars aðildarríkis en þess þar sem skuldarstofnun er skal stofnun á búsetu- eða dvalarstað bótaþega annast stjórnsýslueftirlitið að beiðni skuldarstofnunar.
Ákvæði 2. mgr. skulu einnig gilda í því tilviki.
4.     Ákvæði 2. og 3. mgr. skulu einnig gilda þegar ástand viðtakanda eða umsækjanda um bætur vegna langtímaumönnunar, sem um getur í 34. gr. grunnreglugerðarinnar, er ákvarðað eða athugað.
5.     Lögbær yfirvöld eða þar til bærar stofnanir tveggja eða fleiri aðildarríkja geta komið sér saman um sértæk ákvæði og málsmeðferðarreglur til að bæta, að fullu eða að hluta til, getu umsækjenda og viðtakanda til að vera á vinnumarkaði og þátttöku þeirra í kerfum eða áætlunum sem til eru í dvalar- eða búsetuaðildarríkinu í þeim tilgangi.
6.     Skuldarstofnunin, sem fór fram á eftirlitið, skal endurgreiða þeirri stofnun, sem var beðin um að taka það að sér, raunverulega fjárhæð kostnaðar við eftirlitið, sem um getur í 1. og 5. mgr., sem undantekningu á þeirri meginreglu að gagnkvæm samvinna á sviði stjórnsýslu, sem getið er í 2. mgr. 76. gr. grunnreglugerðarinnar, skuli vera án endurgjalds.

88. gr.
Tilkynningar

1.     Aðildarríkin skulu skýra framkvæmdastjórninni frá upplýsingum um þá aðila sem skilgreindir eru í m-, q- og r-lið 1. gr. grunnreglugerðarinnar og a- og b-lið 2. mgr. 1. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar og um þær stofnanir sem eru tilnefndar í samræmi við framkvæmdarreglugerðina.
2.     Þeir aðilar, sem skilgreindir eru í 1. mgr., skulu fá rafrænt auðkenni í formi auðkenniskóða og tölvupóstfangs.
3.     Framkvæmdaráðið skal ákvarða skipulag, innihald og nákvæmt fyrirkomulag, þ.m.t. sameiginlegt snið og fyrirmynd, fyrir tilkynningar um þær upplýsingar sem eru tilgreindar í 1. mgr.
4.     Ákvæði 4. viðauka framkvæmdarreglugerðarinnar gefa upplýsingar um opinberan gagnagrunn með þeim upplýsingum sem tilgreindar eru í 1. mgr. Framkvæmdastjórnin skal koma gagnagrunninum upp og stýra honum. Aðildarríkin skulu engu að síður vera ábyrg fyrir þeim upplýsingunum sem þau setja inn í þennan gagnagrunn um tengiliði í landinu. Enn fremur skulu aðildarríkin tryggja nákvæmni við innfærslu upplýsinga um tengiliði í landinu sem krafist er skv. 1. mgr.
5.     Aðildarríkin skulu vera ábyrg fyrir því að uppfæra upplýsingarnar sem um getur í 1. mgr.

89. gr.
Upplýsingar

1.     Framkvæmdaráðið skal semja þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja að hlutaðeigandi aðilar þekki rétt sinn og þau formsatriði á sviði stjórnsýslu sem þarf til að halda honum fram. Þessum upplýsingum skal, þegar því verður við komið, miðlað rafrænt með útgáfu á Netinu á vefsetrum sem eru aðgengileg almenningi. Framkvæmdaráðið skal tryggja að upplýsingarnar séu uppfærðar reglulega og hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar sem notendum er veitt.
2.     Ráðgjafarnefndin, sem um getur í 75. gr. grunnreglugerðarinnar, getur gefið út álit og tilmæli um að bæta upplýsingarnar og miðlun þeirra.
3.     Lögbær yfirvöld skulu sjá til þess að stofnanir þeirra geri sér grein fyrir og beiti öllum ákvæðum Bandalagsins, lagaákvæðum eða öðrum ákvæðum, þ.m.t. ákvarðanir framkvæmdaráðsins, á sviðum sem falla undir og innan skilmála grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar.

90. gr.
Umreikningur gjaldmiðils

Við beitingu grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar skal gengi milli tveggja gjaldmiðla vera það viðmiðunargengi sem Seðlabanki Evrópu birtir. Framkvæmdaráðið skal ákveða hvaða dag miða skal ákvörðun gengisins við.

91. gr.
Hagtölur

Lögbær yfirvöld skulu taka saman hagtölur um beitingu grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar og senda þær til aðalskrifstofu framkvæmdaráðsins. Þessum gögnum skal safnað saman og þau flokkuð í samræmi við áætlun og aðferð sem framkvæmdaráðið ákveður. Framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna ber ábyrgð á miðlun upplýsinganna.

92. gr.
Breytingar á viðaukum

Heimilt er að breyta 1., 2., 3., 4. og 5. viðauka við framkvæmdarreglugerðina og VI., VII., VIII. og IX. viðauka við grunnreglugerðina með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar, að beiðni framkvæmdaráðsins.

93. gr.
Bráðabirgðaákvæði

Ákvæði 87. gr. grunnreglugerðarinnar gilda um aðstæður sem falla undir framkvæmdarreglugerðina.

94. gr.
Bráðabirgðaákvæði um lífeyri

1.     Ef um er að ræða tilvik sem á sér stað fyrir gildistöku framkvæmdarreglugerðarinnar á yfirráðasvæði hlutaðeigandi aðildarríkis og ekki hefur verið orðið við kröfu um lífeyrisgreiðslur fyrir þann dag skal slík krafa, ef réttur er fyrirhendi í umræddu tilviki, leiða til tvöfaldra bóta vegna tímabils fyrir þann dag:
a)    vegna tímabilsins fyrir þann dag sem framkvæmdarreglugerðin kemur til framkvæmda á yfirráðasvæði hlutaðeigandi aðildarríkis í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 1408/71 eða samninga sem eru í gildi milli hlutaðeigandi aðildarríkja,
b)    vegna tímabilsins sem hefst á þeim degi er framkvæmdarreglugerðin kemur til framkvæmda á yfirráðasvæði hlutaðeigandi aðildarríkis í samræmi við grunnreglugerðina.
Ef fjárhæðin sem reiknuð er samkvæmt ákvæðunum sem um getur í a-lið er hærri en samsvarandi fjárhæð reiknuð samkvæmt ákvæðunum sem um getur í b-lið skal hlutaðeigandi einstaklingur eiga rétt á þeirri fjárhæð sem fæst við útreikning samkvæmt ákvæðunum sem um getur í a-lið.
2.     Umsókn um örorku-, ellilífeyris- eða eftirlifendabætur, sem lögð er fram hjá stofnun í aðildarríki eftir þann dag þegar framkvæmdarreglugerðin kemur til framkvæmda á yfirráðasvæði hlutaðeigandi aðildarríkis, skal sjálfkrafa leiða til endurmats þeirra bóta sem stofnun eða stofnanir í einu aðildarríki eða fleiri hafa veitt samkvæmt grunnreglugerðinni vegna sama tilviks fyrir þann tíma; endurmatið má ekki leiða til lækkunar á þeim bótum sem veittar eru.

95. gr.
Aðlögunartímabil fyrir rafræna upplýsingamiðlun

1.     Sérhvert aðildarríki getur nýtt sér aðlögunartímabil vegna rafrænnar miðlunar upplýsinga eins og kveðið er á um í 2. mgr. 4. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar.
Þessi aðlögunartímabil skulu ekki vera lengri en 24 mánuðir frá gildistökudegi framkvæmdarreglugerðarinnar.
Engu að síður getur framkvæmdaráðið samþykkt viðeigandi framlengingu á þessum tímabilum ef verulegur dráttur verður á afhendingu grunnvirkis Bandalagsins (Rafræn miðlun upplýsinga um almannatryggingar – EESSI) með tilliti til gildistöku framkvæmdarreglugerðarinnar.
2.     Framkvæmdaráðið skal mæla fyrir um hagnýtt fyrirkomulag vegna nauðsynlegra aðlögunartímabila, sem um getur í 1. mgr., í því skyni að tryggja nauðsynlega miðlun upplýsinga við beitingu grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar.

96. gr.
Niðurfelling

1.     Reglugerð (EBE) nr. 574/72 er hér með felld úr gildi frá og með 1. maí 2010.
Reglugerð (EBE) nr. 574/72 skal þó halda gildi sínu og réttaráhrifum með tilliti til:
a)    reglugerðar ráðsins (EB) nr. 859/2003 frá 14. maí 2003 um að láta ákvæði reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 og reglugerðar (EBE) nr. 574/72 ná til ríkisborgara þriðju landa sem þessi ákvæði taka ekki þegar til einungis á grundvelli þjóðernis þeirra ( 1 ), að svo miklu leyti sem sú reglugerð hefur ekki verið felld úr gildi eða henni breytt,
b)    reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1661/85 frá 13. júní 1985 sem mælir fyrir um tæknilega aðlögun að reglum Bandalagsins um almannatryggingar fyrir farandlaunþega vegna Grænlands ( 2 ), að svo miklu leyti sem sú reglugerð hefur ekki verið felld úr gildi eða henni breytt,
c)    samningsins um Evrópska efnahagssvæðið ( 3 ) og samningsins milli Evrópubandalagsins og aðildarríkja þess, annars vegar, og Ríkjasambandsins Sviss, hins vegar, um frjálsa för fólks ( 4 ) og annarra samninga sem í eru vísanir til reglugerðar (EBE) nr. 574/72, að svo miklu leyti sem ekki hafa verið gerðar breytingar á þeim samningum á grundvelli framkvæmdarreglugerðarinnar.
2.     Í tilskipun ráðsins 98/49/EB frá 29. júní 1998 um verndun viðbótarlífeyrisréttinda launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem flytjast á milli aðildarríkja ( 5 ) og almennt í allri annarri löggjöf Bandalagsins skal líta á tilvísun í reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem tilvísun í framkvæmdarreglugerðina.

97. gr.
Útgáfa og gildistaka

Reglugerð þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún öðlast gildi 1. maí 2010.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Strassborg 16. september 2009.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
J. BUZEK C. MALMSTRÖM
forseti. forseti.

1. VIÐAUKI
Framkvæmdarákvæði fyrir tvíhliða samninga sem haldast í gildi og nýja tvíhliða framkvæmdasamninga
(sem um getur í 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 9. gr. í framkvæmdarreglugerðinni)

BELGÍA – DANMÖRK
Bréfaskipti frá 8. maí 2006 og 21. júní um samning um endurgreiðslu á raunverulegum fjárhæðum bóta til aðstandenda launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings sem tryggður er í Belgíu en aðstandandi er búsettur í Danmörku, og til lífeyrisþega og/eða aðstandenda þeirra sem eru tryggðir í Belgíu en búsettir í Danmörku.
BELGÍA – ÞÝSKALAND
Samningur frá 29. janúar 1969 um innheimtu og endurheimtur iðgjalda vegna almannatrygginga.
BELGÍA – ÍRLAND
Bréfaskipti frá 19. maí og 28. júlí 1981 um 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (gagnkvæm niðurfelling endurgreiðslna á kostnaði vegna aðstoðar og atvinnuleysisbóta skv. 1. og 6. kafla III. bálks reglugerðar (EBE) nr. 1408/71) og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (gagnkvæm niðurfelling endurgreiðslna vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðana).
BELGÍA – SPÁNN
Samningur frá 25. maí 1999 um endurgreiðslu vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt ákvæðum reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
BELGÍA – FRAKKLAND
a)    Samningur frá 4. júlí 1984 um læknisskoðanir á þeim sem sækja vinnu yfir landamæri og búsettir eru í einu landi en vinna í öðru.
b)    Samningur frá 14. maí 1976 um niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana, samþykktur skv. 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
c)    Samningur frá 3. október 1977 til framkvæmdar 92. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (innheimta iðgjalda).
d)    Samningur frá 29. júní 1979 um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna skv. 3. mgr. 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna atvinnuleysisbóta).
e)    Framkvæmdasamkomulag frá 6. mars 1979 um tilhögun við framkvæmd viðbótarsamnings frá 12. október 1978 um félagslegt öryggi milli Belgíu og Frakklands að því er varðar ákvæði hans um sjálfstætt starfandi einstaklinga.
f)    Bréfaskipti frá 21. nóvember 1994 og 8. febrúar 1995 um reglur við uppgjör á gagnkvæmum kröfum skv. 93., 94., 95. og 96. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
BELGÍA – ÍTALÍA
a)    Samningur frá 12. janúar 1974 um framkvæmd 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
b)    Samningur frá 31. október 1979 um framkvæmd 9. mgr. 18. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
c)    Bréfaskipti frá 10. desember 1991 og 10. febrúar frá 1992 um endurgreiðslur á gagnkvæmum kröfum skv. 93. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
d)    Samningur frá 21. nóvember 2003 um reglur við uppgjör á gagnkvæmum kröfum skv. 94. og 95. gr. reglugerðar (EBE) 574/72.
BELGÍA – LÚXEMBORG
a)    Samningur frá 28. janúar 1961 um endurheimtur iðgjalda til almannatrygginga.
b)    Samningur frá 16. apríl 1976 um niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana, eins og kveðið er á um í 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
BELGÍA – HOLLAND
a)    Samningurinn frá 21. mars 1968 um innheimtu og endurheimt iðgjalda til almannatrygginga og samkomulag frá 25. nóvember 1970 til framkvæmdar þeim samningi.
b)    Samningur frá 13. mars 2006 um sjúkratryggingar.
c)    Samningur frá 12. ágúst 1982 um tryggingar vegna veikinda, meðgöngu og fæðingar og örorku.
BELGÍA – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
a)    Bréfaskipti frá 4. maí og 14. júní 1976 er varða 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (niðurfelling endurgreiðslna á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana).
b)    Bréfaskipti frá 18. janúar og 14. mars 1977 er varða 3. mgr. 36. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (tilhögun endurgreiðslna eða niðurfellingar endurgreiðslna á kostnaði vegna aðstoðar sem veitt var samkvæmt skilmálum 1. kafla III. bálks reglugerðar (EBE) nr. 1408/71) með breytingum samkvæmt bréfaskriftum frá 4. maí og 23. júlí 1982 (samningur um endurgreiðslur á kostnaði sem stofnað er til skv. a-lið 1. mgr. 22. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71).
BÚLGARÍA – TÉKKLAND
Ákvæði 1. og 3. mgr. 29. gr. samnings frá 25. nóvember 1998 og 4. mgr. 5. gr. framkvæmdasamkomulags frá 30. nóvember 1999 um niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana.
BÚLGARÍA – ÞÝSKALAND
Ákvæði 8.–9. gr. samnings um framkvæmd samningsins um félagslegt öryggi frá 17. desember 1997 á sviði lífeyris.
TÉKKLAND – SLÓVAKÍA
Ákvæði 15. og 16. gr. framkvæmdasamkomulags frá 8. janúar 1993 um tilgreiningu á aðsetri vinnuveitanda og á búsetustað við beitingu 20. gr. samningsins frá 29. október 1992 um félagslegt öryggi.
DANMÖRK – ÍRLAND
Bréfaskipti frá 22. desember 1980 og 11. febrúar 1981 um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt tryggingum vegna veikinda, meðgöngu og fæðingar, vinnuslysa og atvinnusjúkdóma, og á atvinnuleysisbótum og á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana (3. mgr. 36. gr., 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72).
DANMÖRK – GRIKKLAND
Samningur frá 8. maí 1986 um gagnkvæma niðurfellingu að hluta á endurgreiðslu vegna aðstoðar við veikindi, meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og niðurfellingu á endurgreiðslu vegna eftirlits og læknisskoðana.
DANMÖRK – SPÁNN
Samningur frá 11. desember 2006 um fyrirframgreiðslu, tímamörk og endurgreiðslu á raunverulegum fjárhæðum bóta til aðstandenda, launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings sem tryggður er á Spáni en aðstandandi er búsettur í Danmörku, og til lífeyrisþega og/eða aðstandenda þeirra sem eru tryggðir á Spáni en búsettir í Danmörku.
DANMÖRK – FRAKKLAND
Samkomulag frá 29. júní 1979 og viðbótarsamkomulag frá 2. júní 1993 um niðurfellingu að hluta á endurgreiðslu skv. 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 og gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna skv. 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (niðurfelling að hluta á endurgreiðslu vegna aðstoðar við veikindi, meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og niðurfellingu á endurgreiðslu vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir).
DANMÖRK – ÍTALÍA Samningur frá 18. nóvember 1998 um endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar samkvæmt tryggingum vegna veikinda, meðgöngu og fæðingar, vinnuslysa og atvinnusjúkdóma og vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir.
DANMÖRK – LÚXEMBORG
Samningur frá 19. júní 1978 um gagnkvæma niðurfellingu á endurgreiðslum sem kveðið er á um í 3. mgr. 36. gr., 3. mgr. 63. gr. og 3. mgr. 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við aðstoð vegna veikinda, meðgöngu og fæðingar, vinnuslysa og atvinnusjúkdóma, kostnaður vegna atvinnuleysisbóta og kostnaður vegna eftirlits og læknisskoðana).
DANMÖRK – HOLLAND
Bréfaskipti frá 30. mars og 25. apríl 1979, eins og þeim var breytt með samningi frá 12. desember 2006 um endurgreiðslu kostnaðar við aðstoð vegna veikinda, meðgöngu og fæðingar, vinnuslysa og atvinnusjúkdóma.
DANMÖRK – PORTÚGAL
Samningur frá 17. apríl 1998 um niðurfellingu að hluta á endurgreiðslu kostnaðar við aðstoð samkvæmt tryggingum vegna veikinda, meðgöngu og fæðingar, vinnuslysa og atvinnusjúkdóma og kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir.
DANMÖRK – FINNLAND
Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003: samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna skv. 36., 63. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).
DANMÖRK – SVÍÞJÓÐ
Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003: samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna skv. 36., 63. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).
DANMÖRK – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Bréfaskipti frá 30. mars og 19. apríl 1977, eins og þeim var breytt með bréfaskiptum frá 8. nóvember 1989 og frá 10. janúar 1990,um niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna aðstoðar og eftirlits og læknisskoðana
ÞÝSKALAND – FRAKKLAND
Samningur frá 26. maí 1981 um framkvæmd 92. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (endurheimtur iðgjalda til almannatrygginga).
ÞÝSKALAND – ÍTALÍA
Samningur frá 3. apríl 2000 um innheimtu og endurheimt iðgjalda til almannatrygginga.
ÞÝSKALAND – LÚXEMBORG
a)    Samningur frá 14. október 1975 um niðurfellingu á endurgreiðslum á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana, samþykktur skv. 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
b)    Samningur frá 14. október 1975 um innheimtu og endurheimt iðgjalda til almannatrygginga.
c)    Samningur frá 25. janúar 1990 um beitingu 20. gr. og b- og c-liðar 1. mgr. 22. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71.
ÞÝSKALAND – HOLLAND
a)    Ákvæði 9. gr. framkvæmdasamkomulags frá 18. apríl 2001 um samninginn frá 18. apríl 2001 (greiðsla lífeyris).
b)    Samningur frá 21. janúar 1969 um endurheimtur iðgjalda til almannatrygginga.
ÞÝSKALAND – AUSTURRÍKI
Ákvæði 1. liðar í II. þætti og III. þætti samnings frá 2. ágúst 1979 um framkvæmd samnings um atvinnuleysistryggingar frá 19. júlí 1978 gildir áfram um einstaklinga sem hafa sótt vinnu yfir landamæri 1. janúar 2005 eða fyrr og verða atvinnulausir fyrir 1. janúar 2011.
ÞÝSKALAND – PÓLLAND
Samningur frá 11. janúar 1977 um framkvæmd samnings frá 9. október 1975 um ellilífeyri og bætur vegna vinnuslysa.
EISTLAND – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Samkomulag frá 29. mars 2006 milli lögbærra yfirvalda í Lýðveldinu Eistlandi og Breska konungsríkinu skv. 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um að koma á öðrum aðferðum við endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt reglugerðinni af hálfu beggja landanna og öðlast gildi 1. maí 2004.
ÍRLAND – FRAKKLAND
Bréfaskipti frá 30. júlí 1980 og 26. september 1980 um 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (gagnkvæm niðurfelling endurgreiðslna á kostnaði vegna aðstoðar) og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (gagnkvæm niðurfelling endurgreiðslna á kostnaði við eftirlit og læknisskoðanir).
ÍRLAND – LÚXEMBORG
Bréfaskipti frá 26. september 1975 og 5. ágúst 1976 um 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72(niðurfelling endurgreiðslna á kostnaði vegna aðstoðar sem er veitt skv. 1. eða 4. kafla III. bálks reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 og á kostnaði við eftirlit og læknisskoðanir skv. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72).
ÍRLAND – HOLLAND
Bréfaskipti frá 22. apríl og 27. júlí 1987 um 3. mgr. 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (niðurfelling endurgreiðslna á kostnaði vegna aðstoðar sem er veitt skv. 69. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71) og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (niðurfelling á kostnaði við eftirlit og læknisskoðanir sem um getur í 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72).
ÍRLAND – SVÍÞJÓÐ
Samningur frá 8. nóvember 2000 um niðurfellingu á endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar við veikindi, meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir.
ÍRLAND – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Bréfaskipti frá 19. maí og 9. júlí 1995 um 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (fyrirkomulag á endurgreiðslum eða niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna aðstoðar og atvinnuleysisbóta sem er veitt samkvæmt ákvæðum 1. eða 4. kafla III. bálks reglugerðar (EBE) nr. 1408/71) og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (niðurfelling endurgreiðslna vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir).
GRIKKLAND – HOLLAND
Bréfaskipti frá 8. september 1992 og 30. júní 1993 um fyrirkomulag á endurgreiðslum milli stofnana.
SPÁNN – FRAKKLAND
Samningur frá 17. maí 2005 þar sem komið er á sérstöku fyrirkomulagi varðandi meðhöndlun og uppgjör gagnkvæmra krafna vegna bóta vegna heilsugæsluþjónustu samkvæmt reglugerðum (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
SPÁNN – ÍTALÍA
Samningur um nýjar reglur um úrbætur og einföldun á endurgreiðslu kostnaðar við heilsugæslu frá 21. nóvember 1997 með tilliti til 3. mgr. 36. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (endurgreiðslur kostnaðar við aðstoð vegna veikinda og meðgöngu og fæðingar) og 93. gr., 94. gr., 95. gr., 100. gr. og 5. mgr. 102. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (reglur um endurgreiðslur bóta vegna veikinda og meðgöngu og fæðingar og vegna síðbúinna krafna).
SPÁNN – HOLLAND
Samningur frá 21. febrúar 2000 milli Hollands og Spánar um einföldun uppgjörs á gagnkvæmum kröfum vegna tryggingabóta vegna veikinda og meðgöngu og fæðingar á grundvelli framkvæmdar ákvæða reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
SPÁNN – PORTÚGAL
a)    Ákvæði 42., 43. og 44. gr. framkvæmdasamkomulags frá 22. maí 1970 (flutningur á atvinnuleysisbótum úr landi). Þessi færsla gildir í tvö ár frá og með þeim degi þegar reglugerð (EB) nr. 883/2004 kemur til framkvæmda.
b)    Samningur frá 2. október 2002 um nákvæma tilhögun varðandi meðhöndlun og uppgjör gagnkvæmra krafna vegna heilsugæsluþjónustu með það fyrir augum að auðvelda og hraða uppgjöri þessara krafna.
SPÁNN – SVÍÞJÓÐ
Samningur frá 1. desember 2004 um endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt reglugerðum (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
SPÁNN – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Samningur frá 18. júní 1999 um endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt ákvæðum reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
FRAKKLAND – ÍTALÍA
a)    Bréfaskipti frá 14. maí og 2. ágúst 1991 um skilmála vegna uppgjörs á gagnkvæmum kröfum skv. 93. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
b)    Viðbótarbréfaskipti frá 22. mars og 15. apríl 1994 um reglur við uppgjör á gagnkvæmum skuldum samkvæmt skilmálum 93., 94., 95. og 96. gr. reglugerðar (EBE) nr. 547/72.
c)    Bréfaskipti frá 2. apríl 1997 og 20. október 1998 breytingar á bréfaskiptum, sem um getur í a- og b-lið, um reglur við uppgjör á gagnkvæmum skuldum skv. 93., 94., 95. og 96. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
d)    Samningur frá 28. júní 2000 um niðurfellingu á endurgreiðslu kostnaðar, sem um getur í 1. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72, vegna eftirlits og læknisskoðana sem farið er fram á skv. 51. gr. framangreindrar reglugerðar.
FRAKKLAND – LÚXEMBORG
a)    Samningur frá 2. júlí um niðurfellingu endurgreiðslna, sem kveðið er á um í 3. mgr. 36. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1408/71 frá 14. júní 1997, á kostnaði við tryggingaraðstoð vegna veikinda eða meðgöngu og fæðingar sem aðstandendum starfandi manns, sem ekki eru búsettir í sama landi og hann, er veitt.
b)    Samningur frá 2. júlí 1976 um niðurfellingu endurgreiðslna, sem kveðið er á um í 3. mgr. 36. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1408/71 frá 14. júní 1997, á kostnaði við tryggingaraðstoð vegna veikinda eða meðgöngu og fæðingar til manna, sem sóttu áður vinnu yfir landamæri, aðstandenda þeirra eða eftirlifenda.
c)    Samningur frá 2. júlí 1976 um niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana sem kveðið er á um í 2. mgr. 105. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 574/72 frá 21. mars 1972.
d)    Bréfaskipti frá 17. júlí og 20. september 1995 um reglur við uppgjör á gagnkvæmum kröfum skv. 93., 95. og 96. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
FRAKKLAND – HOLLAND
a)    Samningur frá 28. apríl 1997 um niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana skv. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
b)    Samningur frá 29. september 1998 þar sem mælt er fyrir um sérstök skilyrði til að ákveða fjárhæðir sem endurgreiða á vegna aðstoðar samkvæmt skilmálum reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
c)    Samningur frá 3. febrúar 1999 þar sem mælt er fyrir um sérstök skilyrði um meðhöndlun og uppgjör gagnkvæmra skulda vegna aðstoðar vegna veikinda samkvæmt skilmálum reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
FRAKKLAND – PORTÚGAL
Samningur frá 28. apríl 1999 þar sem mælt er fyrir um sérstakar, nákvæmar reglur um meðhöndlun og uppgjör gagnkvæmra krafna vegna læknishjálpar samkvæmt ákvæðum reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
FRAKKLAND – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
a)    Bréfaskipti frá 25. mars og 28. apríl 1997 er varða 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (niðurfelling endurgreiðslna á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana).
b)    Samningur frá 8. desember 1998 um sérstakar aðferðir við að ákveða fjárhæðir sem endurgreiða á vegna aðstoðar samkvæmt ákvæðum reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
ÍTALÍA – LÚXEMBORG
Ákvæði 5. og 6. mgr. 4. gr. í framkvæmdasamkomulagi frá 19. janúar 1955 um framkvæmdarákvæði almenna samningsins um félagslegt öryggi (sjúkratryggingar fyrir landbúnaðarverkafólk).
ÍTALÍA – HOLLAND
Samningur frá 24. desember 1996/27 febrúar 1997 um framkvæmd 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71.
ÍTALÍA – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Samkomulag frá 15. desember 2005 milli lögbærra yfirvalda í Lýðveldinu Ítalíu og Breska konungsríkinu skv. 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 um að koma á öðrum aðferðum við endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt reglugerðinni af hálfu beggja landanna og öðlast gildi 1. janúar 2005.
LÚXEMBORG – HOLLAND
Samningur frá 1. nóvember 1976 um niðurfellingu endurgreiðslna á kostnaði vegna eftirlits og læknisskoðana, samþykktur skv. 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72.
LÚXEMBORG – SVÍÞJÓÐ
Samkomulag frá 27. nóvember 1996 um endurgreiðslu á kostnaði á sviði almannatrygginga.
LÚXEMBORG – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Bréfaskipti frá 18. desember 1975 og 20. janúar 1976 er varða 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (niðurfelling endurgreiðslna á kostnaði sem fylgir eftirliti og læknisskoðunum sem um getur í 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72).
UNGVERJALAND – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Samkomulag frá 1. nóvember milli lögbærra yfirvalda í Lýðveldinu Ungverjalandi og Breska konungsríkinu skv. 3. mgr. 35. gr. og 2. mgr. 41. gr. reglugerðar (EBE) nr. 883/2004 um að koma á öðrum aðferðum við endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt reglugerðinni af hálfu beggja landanna og öðlast gildi 1. maí 2004.
MALTA – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Samkomulag frá 17. janúar 2007 milli lögbærra yfirvalda á Möltu og í Breska konungsríkinu skv. 3. mgr. 35. gr. og 2. mgr. 41. gr. reglugerðar (EBE) nr. 883/2004 um að koma á öðrum aðferðum við endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er samkvæmt þeirri reglugerð af hálfu beggja landanna og öðlast gildi 1. maí 2004.
HOLLAND – PORTÚGAL
Samningur frá 11. desember 1987 um endurgreiðslu á aðstoð vegna veikinda og meðgöngu og fæðingar.
HOLLAND – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
a)    Annar málsliður 3. gr. í framkvæmdasamkomulagi frá 12. júní 1956 um framkvæmd samnings frá 11. ágúst 1954.
b)    Bréfaskipti frá 25. apríl og 26. maí 1986 varðandi 3. mgr. 36. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (endurgreiðslur eða niðurfelling endurgreiðslna kostnaðar vegna eftirlits og læknisskoðana), með áorðnum breytingum.
PORTÚGAL – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Samkomulagið frá 8. júní 2004 um að koma á öðrum aðferðum við endurgreiðslu kostnaðar vegna aðstoðar sem veitt er af hálfu beggja landanna öðlast gildi 1. janúar 2003.
FINNLAND – SVÍÞJÓÐ
Ákvæði 15. gr. samnings Norðurlandanna um almannatryggingar frá 18. ágúst 2003: samningur um gagnkvæma niðurfellingu endurgreiðslna skv. 36., 63. og 70. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (kostnaður vegna aðstoðar við veikindi og meðgöngu og fæðingu, vinnuslys og atvinnusjúkdóma og atvinnuleysisbætur) og 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (kostnaður við eftirlit og læknisskoðanir).
FINNLAND – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Bréfaskipti frá 1. og 20. júní 1995 um 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (endurgreiðsla eða niðurfelling endurgreiðslna vegna aðstoðar) og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (gagnkvæm niðurfelling endurgreiðslna vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir).
SVÍÞJÓÐ – BRESKA KONUNGSRÍKIÐ
Samkomulag frá 15. apríl 1997 um 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 (endurgreiðsla eða niðurfelling endurgreiðslna vegna aðstoðar) og 2. mgr. 105. gr. reglugerðar (EBE) nr. 574/72 (gagnkvæm niðurfelling endurgreiðslna vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir).

2. VIÐAUKI
Sérstök bótakerfi fyrir opinbera starfsmenn
(sem um getur í 31. og 41. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar)

A.    Sérstök bótakerfi fyrir opinbera starfsmenn sem heyra ekki undir 1. kafla III. bálks í reglugerð (EB) nr. 883/2004 um aðstoð.
     Þýskaland
    Sérstakt sjúkratryggingakerfi fyrir opinbera starfsmenn.
B.    Sérstök bótakerfi fyrir opinbera starfsmenn sem heyra ekki undir 1. kafla III. bálks í reglugerð (EB) nr. 883/2004, að undanskilinni 19. gr., 27. gr. (1. mgr.) og 35. gr., um aðstoð.
     Spánn
    Sérstakt almannatryggingakerfi fyrir opinbera starfsmenn.
    Sérstakt almannatryggingakerfi fyrir herinn.
    Sérstakt almannatryggingakerfi fyrir starfsmenn dómstóla og starfsmenn stjórnsýslu.
C.    Sérstök bótakerfi fyrir opinbera starfsmenn sem heyra ekki undir 2. kafla III. bálks í reglugerð (EB) nr. 883/2004 um aðstoð.
     Þýskaland
    Sérstakt slysatryggingakerfi fyrir opinbera starfsmenn.

3. VIÐAUKI
Aðildarríki sem krefjast endurgreiðslu á kostnaði vegna aðstoðar á grundvelli fastrar fjárhæðar
(sem um getur í 1. mgr. 63. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar)

ÍRLAND
SPÁNN
ÍTALÍA
MALTA
HOLLAND
PORTÚGAL
FINNLAND
SVÍÞJÓÐ
BRESKA KONUNGSRÍKIÐ

4. VIÐAUKI
Upplýsingar um gagnagrunninn sem um getur í 4. mgr. 88. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar

1.     Innihald gagnagrunnsins
    Í rafrænni skrá (vefsetur) yfir viðkomandi stofnanir skal tilgreina:
    a)    nafn viðkomandi aðila á opinberu tungumáli eða tungumálum aðildarríkisins og á ensku,
    b)    auðkenniskóða og tölvupóstfang vegna rafrænna upplýsingaskipta um almannatryggingar (EESSI),
    c)    hlutverk þeirra með tilliti til skilgreininganna í m-, q-, og r-lið 1. gr. grunnreglugerðarinnar og a- og b-lið 1. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar,
    d)    skyldu þeirra að því er varðar mismunandi áhættu, tegundir bóta, kerfi og landfræðilega útbreiðslu,
    e)    hvaða hluta grunnreglugerðarinnar stofnanirnar beita
    f)    eftirfarandi samskiptaupplýsingar: póstfang, símanúmer, bréfsímanúmer, netfang og viðeigandi veffang,
    g)    allar aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir beitingu grunnreglugerðarinnar eða framkvæmdarreglugerðarinnar.
2.     Stjórnun gagnagrunnsins
    a)    Rafræna skráin er hýst innan rafrænu upplýsingaskiptanna um almannatryggingar, hjá framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna.
    b)    Aðildarríkin eru ábyrg fyrir söfnun og athugun á nauðsynlegum upplýsingum um stofnanir og því að allar færslur eða breytingar á færslum sem falla undir þeirra ábyrgð séu sendar til framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna í tæka tíð.
3.     Aðgangur
    Upplýsingar, sem eru notaðar í rekstrarlegum tilgangi og í stjórnsýslunni, eru ekki aðgengilegar almenningi.
4.     Öryggi
    Allar breytingar á gagnagrunninum (viðbætur, uppfærsla, niðurfelling) skulu skráðar. Áður en þeir fá aðgang að kerfiskránni til að breyta færslum skal sanngreina notendur og staðfesta deili á þeim. Áður en reynt er að breyta færslu þarf að kanna leyfi notanda fyrir aðgerðinni. Hafna skal öllum óheimilum aðgerðum og þær skráðar.
5.      Tungumál
    Hið almenna tungumál, sem notað er í gagnagrunninum, er enska. Nöfn hlutaðeigandi stofnana og samskiptaupplýsingar þeirra skulu einnig vera á opinberu tungumáli eða tungumálum aðildarríkisins.

5. VIÐAUKI
Aðildarríki sem ákvarða á gagnkvæmum grunni hámarksfjárhæð endurgreiðslu, sem um getur í þriðja málslið 6. mgr. 65. gr. grunnreglugerðarinnar, á grundvelli meðalfjárhæðar atvinnuleysisbóta sem eru veittar     samkvæmt löggjöf þeirra á næstliðnu almanaksári
(sem um getur í 70. gr. framkvæmdarreglugerðarinnar)

BELGÍA
TÉKKLAND
ÞÝSKALAND
AUSTURRÍKI
SLÓVAKÍA
FINNLAND
Fylgiskjal V.


Ákvarðanir framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa

ÁKVÖRÐUN nr. A1 frá 12. júní 2009
um að koma á samráðs- og sáttaferli varðandi gildi skjala, það hvaða löggjöf skuli gilda og     úthlutun bóta samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/01)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 3. mgr., annarri undirgrein 4. mgr. og 6. mgr. 76. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samvinnuskyldu lögbærra yfirvalda og stofnana aðildarríkjanna til að tryggja rétta framkvæmd reglugerðanna,
með hliðsjón af 5. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 um lagalegt gildi skjala og fylgigagna sem sýna stöðu einstaklings,
með hliðsjón af 6. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 um bráðabirgðabeitingu löggjafar og bráðabirgðaúthlutun bóta þegar upp kemur ágreiningur milli stofnana eða yfirvalda tveggja eða fleiri aðildarríkja um það hvaða löggjöf skuli gilda,
með hliðsjón af 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/ 2009 um að koma á málsmeðferð vegna beitingar 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004,
með hliðsjón af 60. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/ 2009 um að koma á málsmeðferð vegna beitingar 68. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)        Ein meginforsenda þess að reglur Bandalagsins um samræmingu almannatryggingakerfa geti verið skilvirkar er náið og skilvirkt samstarf milli yfirvalda og stofnana hinna ýmsu aðildarríkja.
2)        Einn liður í góðu samstarfi samkvæmt reglugerðunum er upplýsingaskipti milli yfirvalda og stofnana og einstaklinga sem byggist á meginreglunum um opinbera þjónustu, skilvirkni, virka aðstoð, skjóta afhendingu og aðgengi.
3)        Það er í þágu bæði stofnananna og yfirvaldanna og viðkomandi einstaklinga að allar upplýsingar, sem eru nauðsynlegar til að geta komið á og ákvarðað réttindi og skyldur hlutaðeigandi einstaklings, séu veittar eða þeim miðlað án tafar.
4)        Grundvallarreglan um samstarf af heilindum, sem einnig er mælt fyrir um í 10. gr. sáttmálans, útheimtir einnig að stofnanir láti fara fram viðeigandi mat á þeim staðreyndum sem varða beitingu reglugerðanna. Ef upp kemur vafi um gildi skjals eða réttmæti fylgigagna eða þegar upp kemur ágreiningur milli aðildarríkja um það hvaða löggjöf skuli gilda eða hvaða stofnun skuli greiða bætur er það í þágu hlutaðeigandi einstaklings, sem heyrir undir reglugerð (EB) nr. 883/2004, að stofnanir eða yfirvöld í hlutaðeigandi aðildarríkjum komist að samkomulagi innan hæfilegs tíma.
5)        Í 5. og 6. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 er kveðið á um sáttaferli sem ber að fylgja í þessum tilvikum.
6)        Þessi ákvæði staðfesta og rýmka dómaframkvæmd Dómstóls Evrópubandalaganna samkvæmt reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 ( 3 ) en samkvæmt henni hefur staðlað ferli verið mótað fyrir deilur milli aðildarríkja, sem snúa að gildi vottorða vegna útsendingar, og þau hafa verið felld inn í fyrri ákvörðun 181 frá framkvæmdaráði Evrópubandalaganna um félagslegt öryggi farandlaunþega ( 1 ).
7)        Í 5. og 6. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 er kveðið á um að í þeim tilvikum þegar samkomulag næst ekki milli hlutaðeigandi stofnana og yfirvalda sé hægt að vísa málinu til framkvæmdaráðsins.
8)        Í 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 er kveðið á um að einnig skuli fylgja þessu ferli þegar upp kemur ágreiningur milli stofnana eða yfirvalda varðandi beitingu 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
9)        Ákvæði 60. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 fela í sér svipaða tilvísun í 6. gr. þessarar reglugerðar þegar upp kemur ágreiningur um það hvaða löggjöf skuli gilda samkvæmt forgangsrétti á sviði fjölskyldubóta.
10)        Þessi ákvæði byggjast á 6. mgr. 76. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 þar sem kveðið er á um að komi upp erfiðleikar við túlkun eða beitingu þeirrar reglugerðar skuli stofnun í lögbæru aðildarríki eða búsetuaðildarríki snúa sér til stofnana í hlutaðeigandi aðildarríkjum og þar sem kveðið er á um að málum megi vísa til framkvæmdaráðsins finnist engin lausn innan hæfilegs tíma.
11)        Aðildarríkin hafa lýst því yfir að þörf sé á að fastsetja staðlað ferli sem ber að fylgja áður en hægt er að vísa máli til framkvæmdaráðsins og að skilgreina nánar hlutverk framkvæmdaráðsins við að sætta andstæð sjónarmið stofnana um það hvaða löggjöf skuli gilda.
12)        Svipað ferli hefur þegar verið fastsett með nokkrum tvíhliða samningum milli aðildarríkja. Þeir samningar voru notaðir sem fyrirmynd þessarar ákvörðunar.
13)        Til að hraða ferlinu þykir ráðlegt að samskipti milli tengiliða stofnana og yfirvalda fari fram með rafrænum hætti.
        Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Í þessari ákvörðun er mælt fyrir um reglur um samráðs- og sáttaferli sem hægt er að fylgja í eftirfarandi tilvikum:
    a)    þegar upp kemur vafi um gildi skjals eða að fylgigögn með upplýsingum um stöðu einstaklings séu rétt að því er varðar beitingu reglugerðar (EB) nr. 883/2004 eða reglugerðar (EB) nr. 987/2009 eða
    b)    í málum þar sem upp kemur ágreiningur milli aðildarríkja um það hvaða löggjöf skuli gilda.
2.    Fylgja skal samráðs- og sáttaferlinu áður en málum er vísað til framkvæmdaráðsins.
3.    Ákvörðun þessi gildir með fyrirvara um þá stjórnsýslumeðferð sem fylgja skal samkvæmt landslögum hlutaðeigandi aðildarríkis.
4.    Ef málinu hefur verið skotið til æðra dóms- eða stjórnsýslustigs skal hætta samráðs- og sáttaferlinu samkvæmt lögum þess aðildarríkis þar sem stofnunin, sem gefur umrætt skjal út, er staðsett.
5.    Stofnun eða yfirvald sem lýsir yfir efasemdum um gildi skjalsins, sem gefið var út hjá stofnun eða yfirvaldi annars aðildarríkis, eða er ósammála (bráðabirgða)ákvörðun um það hvaða löggjöf skuli gilda er hér á eftir nefnd „stofnun sem leggur fram beiðni“. Stofnun hins aðildarríkisins er hér á eftir nefnd „stofnun sem beiðni er beint til“.

Fyrsta stig samráðferlisins

6.    Ef upp koma einhverjar þær aðstæður, sem um getur í 1. lið, snýr sú stofnun sem leggur fram beiðni sér til þeirrar stofnunar sem beiðni er beint til og biður um nauðsynlegar útskýringar á ákvörðun hennar og, ef við á, að ákvörðunin verði dregin til baka eða yfirlýsing gefin þess efnis að viðkomandi skjal sé ógilt eða að ákvörðunin verði endurskoðuð eða ógilt.
7.    Sú stofnun sem leggur fram beiðni rökstyður beiðni sína og sýnir fram á að þessi ákvörðun eigi við og leggur fram viðeigandi fylgigögn sem styðja beiðnina. Stofnunin tekur fram hver verður tengiliður hennar á fyrsta stigi samráðsferlisins.
8.    Sú stofnun sem beiðni er beint til staðfestir viðtöku beiðninnar með tölvupósti eða símbréfi án tafar og eigi síðar en 10 virkum dögum eftir að beiðnin berst. Stofnunin skal einnig taka fram hver tengiliður hennar verður á fyrsta stigi samráðsferlisins.
9.    Sú stofnun sem beiðni er beint til upplýsir þá stofnun sem leggur fram beiðni um niðurstöðu rannsóknar sinnar eins skjótt og auðið er en eigi síðar en þremur mánuðum eftir viðtöku beiðninnar.
10.    Ef upprunalega ákvörðunin er staðfest, hún afturkölluð og/eða skjalið dregið til baka eða lýst ógilt skal sú stofnun sem leggur fram beiðni tilkynna það þeirri stofnun sem beiðni er beint til. Hún skal einnig tilkynna viðkomandi einstaklingi og, ef við á, vinnuveitanda hans um ákvörðun sína og um þá málsmeðferð sem kveðið er á um í þeirri landslöggjöf sem stofnunin starfar eftir og varðar leiðir til andmæla.
11.    Ef sú stofnun sem beiðni er beint til getur ekki lokið rannsókn sinni innan þriggja mánaða vegna þess hversu flókið málið er eða vegna þess að sannprófun ákveðinna gagna krefst þátttöku annarrar stofnunar getur hún lengt frestinn um allt að þrjá mánuði. Sú stofnun sem beiðni er beint til skal upplýsa þá stofnun sem leggur fram beiðni um framlenginguna eins skjótt og auðið er en a.m.k. einni viku áður en fyrsti fresturinn rennur út, skal rökstyðja seinkunina og tilgreina hvenær áætlað er að rannsókn ljúki.
12.    Í sérstökum undantekningartilvikum geta hlutaðeigandi aðildarríki samþykkt að víkja frá þeim tímamörkum sem skilgreind eru í 9. og 11. lið, að því tilskildu að framlengingin sé rökstudd og hófleg í ljósi aðstæðna í hverju tilviki fyrir sig og með tímamörkum.

Annað stig samráðsferlisins

13.    Ef stofnanirnar komast ekki að samkomulagi á fyrsta stigi samráðsferlisins eða ef sú stofnun sem beiðni er beint til hefur ekki getað lokið rannsókn sinni innan 6 mánaða frá móttöku beiðninnar skulu stofnanirnar tilkynna það lögbærum yfirvöldum sínum. Stofnanirnar skulu hvor um sig halda skrá yfir starfsemi sína.
14.    Lögbær yfirvöld hlutaðeigandi aðildarríkja geta ákveðið að hefja annan áfanga samráðsferlisins eða að vísa málinu beint til framkvæmdaráðsins.
15.    Ef lögbær yfirvöld hefja annan áfanga samráðsferlisins skulu þau hvert um sig tilnefna aðaltengilið innan tveggja vikna frá því að stofnanirnar létu þau vita. Ekki er nauðsynlegt að tengiliðir hafi beinar valdheimildir á viðkomandi sviði.
16.    Tengiliðir skulu leitast við að ná sáttum í málinu innan sex vikna frá því að þeir eru tilnefndir. Tengiliðir skulu hver um sig halda skrá yfir störf sín og tilkynna stofnununum um niðurstöðu annars áfanga samráðsferlisins.

Sáttaferlið

17.    Ef ekki næst samkomulag á meðan á samráðsferlinu stendur er lögbærum yfirvöldum heimilt að fara með málið fyrir framkvæmdaráðið. Lögbær yfirvöld semja hvert fyrir sig greinargerð yfir helstu ágreiningssatriði og leggja fyrir framkvæmdaráðið.
18.    Framkvæmdaráðið skal leitast við að sætta sjónarmiðin innan sex mánaða frá þeim degi þegar málið var lagt fyrir það. Það getur ákveðið að vísa málinu til sáttanefndar sem koma má á fót samkvæmt reglum framkvæmdaráðsins.

Lokaákvæði

19.    Aðildarríkin skulu ár hvert gefa framkvæmdaráðinu skýrslu um fjölda ágreiningsmála sem fara í það ferli, sem sett er fram í þessari ákvörðun, hvaða aðildarríki eiga hlut að máli, helstu ágreiningsefni, hve lengi ferlið stendur yfir og niðurstöður úr því.
20.    Aðildarríkin skulu leggja fram fyrstu ársskýrslu sínar innan þriggja mánaða frá lokum fyrsta ársins sem þessari ákvörðun var beitt.
21.    Framkvæmdaráðið skal meta reynslu aðildarríkjanna af beitingu þessarar ákvörðunar innan þriggja mánaða frá viðtöku fyrstu ársskýrslunnar og hafa hliðsjón af skýrslum aðildarríkjanna. Framkvæmdaráðið ákveður eftir lok fyrsta árs hvort skýrslugjöf skuli vera árleg eða ekki.
22.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová



ÁKVÖRÐUN nr. A2
frá 12. júní 2009
um túlkun 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um löggjöf sem útsendir starfsmenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar, sem starfa tímabundið utan lögbærs     ríkis, heyra undir
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/02)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt henni skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004,
með hliðsjón af 5., 6. og 14.–21. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)         Ákvæði 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, sem gera ráð fyrir undantekningu frá almennu reglunni sem mælt er fyrir um í a-lið 3. mgr. 11. gr. fyrrnefndrar reglugerðar, miða einkum að því að auðvelda vinnuveitendum, sem senda launþega til starfa í öðrum aðildarríkjum en þar sem þau hafa staðfestu, að nýta frelsið til að veita þjónustu og jafnframt að auðvelda starfsmönnum að nýta frelsi til farar til annarra aðildarríkja. Ákvæði þessi miða einnig að því að ryðja úr vegi hindrunum sem líklegt má telja að hindri frjálsa för fólks og að því að hvetja til efnahagslegs samruna jafnframt því að forðast stjórnsýsluvandkvæði, einkum að því er varðar starfsmenn og fyrirtæki.
2)         Þannig er markmiðið með þessum ákvæðum að forða starfsmönnum, vinnuveitendum og almannatryggingastofnunum frá stjórnsýsluvandkvæðum, sem beiting almennu reglunnar í a-lið 3. mgr. 11. gr. fyrrnefndrar reglugerðar gæti haft í för með sér, þegar um er að ræða stuttan starfstíma í öðru aðildarríki en ríkinu þar sem fyrirtækið er með skráða skrifstofu eða starfsstöð eða ríkinu þar sem sjálfstætt starfandi einstaklingur stundar alla jafna starfsemi sína.
3)         Fyrsta grundvallarskilyrðið við beitingu 1. mgr. 12. gr. fyrrnefndrar reglugerðar er að fyrir hendi séu bein tengsl milli vinnuveitandans og starfsmannsins sem hann ræður til starfa.
4)         Vernd starfsmannsins og réttaröryggi, sem hann og stofnunin, sem hann er tryggður hjá, eiga rétt á, er undir því komin að tryggt sé með öllum ráðum að bein tengsl haldist allt útsendingartímabilið.
5)         Annað grundvallarskilyrði við beitingu 1. mgr. 12. gr. fyrrnefndrar reglugerðar er að fyrir hendi séu tengsl milli vinnuveitandans og aðildarríkisins þar sem hann hefur staðfestu. Af þeim sökum skal takmarka möguleikann á að senda starfsmann til starfa utan aðalstöðva við fyrirtæki sem að jafnaði reka starfsemi í aðildarríki þar sem útsendi starfsmaðurinn heyrir áfram undir löggjöf. Þannig myndu framangreind ákvæði eingöngu gilda um fyrirtæki sem reka að jafnaði verulega starfsemi á yfirráðasvæði aðildarríkisins þar sem þau hafa staðfestu.
6)         Tilgreina skal viðmiðunartímabil fyrir launaða starfsmenn og sjálfstætt starfandi einstaklinga með fyrirvara um mat í einstökum tilvikum.
7)         Trygging fyrir því að beinum tengslum sé viðhaldið er ekki lengur fyrir hendi ef útsendi starfsmaðurinn, sem starfar utan aðalstöðva, er látinn vera til reiðu fyrir þriðja fyrirtæki.
8)         Á meðan útsendingatímabilið varir er nauðsynlegt að hægt sé að hafa náið eftirlit, einkum með greiðslu iðgjalda og því að beinum tengslum sé viðhaldið, til að koma í veg fyrir misbeitingu framangreindra ákvæða og til að tryggja að stjórnsýslustofnanir, vinnuveitendur og starfsmenn fái viðeigandi upplýsingar.
9)         Bæði starfsmaðurinn og vinnuveitandinn verða að vera vel upplýstir um hvaða skilyrði eru fyrir því að útsendi starfsmaðurinn megi heyra áfram undir löggjöf landsins sem hann hefur verið sendur frá.
10)         Þar til bærar stofnanir skulu meta og hafa eftirlit með stöðu fyrirtækja og starfsmanna og tryggja á viðeigandi hátt að ekki sé gengið á frelsi til að veita þjónustu eða á frjálsa för starfandi fólks.
11)         Grundvallarreglan um samstarf af heilindum, sem mælt er fyrir um í 10. gr. sáttmálans, leggur þar til bærum stofnunum ýmsar skyldur á herðar varðandi beitingu 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
        Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Ákvæði 1. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004 gilda um starfsmann, sem heyrir undir löggjöf aðildarríkis (sendiríkis) á þeim forsendum að hann stundi launað starf á vegum vinnuveitanda og sé sendur af þeim vinnuveitanda til annars aðildarríkis (ráðningarríkis) til að starfa þar á vegum fyrrnefnds vinnuveitanda.
    Vinnan telst unnin fyrir vinnuveitanda í sendiríki hafi það verið staðfest að hún sé unnin fyrir hann og að bein tengsl séu áfram á milli starfsmannsins og vinnuveitandans sem sendi hann.
    Til að unnt sé að ganga úr skugga um að slík bein tengsl séu áfram fyrir hendi, og að því gefnu að starfsmaður starfi áfram á vegum vinnuveitandans sem sendi hann, þarf að taka tillit til ýmissa þátta, þ.m.t. ábyrgðar á ráðningu, ráðningarsamnings, launagreiðslu (með fyrirvara um mögulega samninga á milli vinnuveitanda í sendiríkinu og fyrirtækisins í ráðningarríkinu um greiðslu til starfsmanna), uppsagnar og heimildar til að ákvarða eðli starfsins.
    Við beitingu 1. mgr. 14. gr. reglugerðar 987/2009 má til dæmis telja að starfsmaður hafi uppfyllt skilyrðin sem vísað er til með orðunum „strax áður en starf hans hefst“ ef hann hefur fallið undir löggjöf aðildarríkisins þar sem vinnuveitandinn hefur staðfestu í a.m.k. einn mánuð.
    Styttri tímabil hefðu í för með sér að fara þyrfti fram mat í hverju tilviki fyrir sig á grundvelli allra annarra viðkomandi þátta.
    Til þess að ákvarða, ef nauðsyn krefur og í vafamálum, hvort vinnuveitandi rekur að jafnaði verulega starfsemi á yfirráðasvæði aðildarríkisins þar sem hann hefur staðfestu, ber þar til bærri stofnun í því ríki að athuga hvað einkenni starfsemi vinnuveitandans, þ.m.t. staðinn þar sem fyrirtækið hefur skráða skrifstofu og yfirstjórn, fjölda skrifstofufólks í aðildarríkinu þar sem það hefur staðfestu og í hinu aðildarríkinu, staðinn þar sem útsendir starfsmenn eru ráðnir og staðinn þar sem meirihluti samninga við viðskiptavini eru gerðir, lög sem gilda um samninga milli fyrirtækisins og starfsmanna þess annars vegar og viðskiptavina hins vegar og veltuna á viðeigandi, dæmigerðu tímabili í hvoru hlutaðeigandi aðildarríki og fjölda samninga sem gerðir eru í sendiríkinu. Listinn er ekki tæmandi þar sem aðlaga skal viðmiðanir hverju tilviki fyrir sig og taka tillit til eðlis starfseminnar sem fyrirtækið stundar í ríkinu þar sem það hefur staðfestu.
2.    Við beitingu 3. mgr. 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 skal meta hvort kröfur aðildarríkisins þar sem einstaklingurinn hefur staðfestu eru uppfylltar á grundvelli viðmiðunarreglna, s.s. hvort skrifstofurými er fyrir hendi, skattar eru greiddir, fagskírteini og virðisaukanúmer eru fyrir hendi eða skráning hjá verslunarráðum eða fagfélögum. Til dæmis má telja að viðkomandi hafi uppfyllt skilyrðin, sem vísað er til með orðunum „um þó nokkurn tíma fyrir þann dag sem hann óskar eftir að nýta sér ákvæði þeirrar greinar“, hafi hann stundað starfsemi sína í a.m.k. tvo mánuði. Styttri tímabil hefðu í för með sér að fara þyrfti fram mat í hverju tilviki fyrir sig á grundvelli allra annarra viðkomandi þátta.
3.     a)    Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. þessarar ákvörðunar gildir 1. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 áfram um starfslið utan aðalstöðva ef starfsmaðurinn, sem fyrirtækið í sendiríkinu sendir til starfa hjá fyrirtæki í ráðningarríkinu, er einnig sendur til starfa hjá einu eða fleiri fyrirtækjum í sama ráðningarríki, þó að svo miklu leyti sem starfsmaðurinn heldur áfram að inna starf sitt af hendi fyrir fyrirtækið sem sendi hann. Þetta getur m.a. átt við hafi fyrirtækið sent starfsmanninn til annars aðildarríkis til að inna af hendi, hvert á eftir öðru eða samtímis, störf í tveimur eða fleiri fyrirtækjum sem eru í sama aðildarríki. Mestu skiptir að vinnan sé áfram innt af hendi fyrir hönd fyrirtækisins sem sendir starfsmenn út til starfa utan aðalstöðva.
            Útsending til ýmissa aðildarríkja, hvers á eftir öðru án hlés, skal í hverju tilviki fyrir sig leiða til nýrrar útsendingar í skilningi 1. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
    b)    Stutt hlé á vinnu starfsmanns við fyrirtæki í ráðningarríki, hver svo sem ástæðan kann að vera (orlof, veikindi, þjálfun hjá fyrirtækinu sem sendir starfsmenn út o.s.frv.) skal ekki teljast hlé á útsendingartímabili í skilningi 1. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
    c)    Þegar stafsmaður hefur lokið útsendingartímabili er í fyrsta lagi hægt að heimila nýtt útsendingartímabil hjá sama fyrirtæki og í sama aðildarríki tveimur mánuðum eftir að gildistími síðasta útsendingartímabils rennur út. Þó er heimilt að víkja frá þessari meginreglu við sérstakar aðstæður.
4.    Ákvæði 1. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004 gilda ekki eða falla úr gildi ef:
    a)    fyrirtækið, sem starfsmaðurinn hefur verið sendur til, ráðstafar honum til annars fyrirtækis í sama aðildarríki,
    b)    starfsmanni, sem hefur verið sendur til aðildarríkis, er ráðstafað til fyrirtækis í öðru aðildarríki,
    c)    starfsmaðurinn er ráðinn í aðildarríki til að fyrirtæki, sem er í öðru aðildarríki, sendi hann til fyrirtækis í þriðja aðildarríki.
5.    a)    Þar til bær stofnun í aðildarríkinu, þar sem hlutaðeigandi einstaklingur heyrir áfram undir löggjöf skv. 1. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 í þeim tilvikum sem kveðið er á um í þessari ákvörðun, skal með réttu lagi upplýsa vinnuveitandann og viðkomandi starfsmann um það með hvaða skilyrðum útsendur starfsmaður geti áfram heyrt undir löggjöf þess aðildarríkis sem hann kemur frá. Vinnuveitandanum skal því greint frá því að á útsendingartímabili kunni að fara fram eftirlit með því að þeim starfstíma sé ekki lokið. Athuganir af þessu tagi geta m.a. miðað að því að fylgjast með iðgjaldagreiðslum og hvort bein tengsl hafa haldist.
            Þar til bær stofnun í aðildarríkinu, þar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur staðfestu og þar sem sjálfstætt starfandi einstaklingur heyrir áfram undir löggjöf skv. 2. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, skal með réttu lagi upplýsa hann um það með hvaða skilyrðum hann geti áfram heyrt undir löggjöf þess aðildarríkis sem hann kemur frá. Hlutaðeigandi einstaklingi skal því greint frá því að á þeim tíma, sem hann stundar tímabundna starfsemi í starfsríkinu, kunni að fara fram eftirlit með því að skilyrðin, sem gilda um þá starfsemi, hafi ekki breyst. Slíkt eftirlit getur m.a. tekið til greiðslu iðgjalda og viðhalds þeirrar aðstöðu sem er nauðsynleg til að geta stundað starfsemina í ríkinu þar sem viðkomandi hefur staðfestu.
    b)    Jafnframt skulu útsendur starfsmaður og vinnuveitandi hans upplýsa þar til bæra stofnun sendiríkisins um breytingar sem kunna að verða á meðan á útsendingartímabil stendur, einkum:
            –    hafi útsending, sem sótt hefur verið um, ekki orðið að veruleika,
            –    hafi hlé orðið á starfseminni í öðru tilviki en því sem kveðið er á um í b-lið 3. mgr. þessarar ákvörðunar,
            –    hafi útsendum starfsmanni verið ráðstafað af vinnuveitanda sínum til annars fyrirtækis í sendiríkinu, einkum við samruna eða flutning fyrirtækis.
    c)    Þar til bær stofnun í sendiríkinu skal, eftir því sem við á og sé þess óskað, veita stofnun í ráðningarríkinu þær upplýsingar sem um getur í b-lið.
    d)    Þar til bærar stofnanir í sendiríkinu og í ráðningarríkinu skulu hafa samstarf um framkvæmd framangreinds eftirlits og tilvik þar sem vafi leikur á um að 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 eigi við.
6.    Þar til bærar stofnanir skulu meta og fylgjast með þeim tilvikum sem falla undir 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og tryggja vinnuveitendum og starfsmönnum á viðeigandi hátt að ekki sé gengið á frelsi þeirra til að veita þjónustu eða frjálsa för fólks. Einkum verður að skilgreina á hlutlægan hátt þær viðmiðanir sem notaðar eru við að meta hvort fyrirtæki rekur að jafnaði starfsemi sína á yfirráðasvæði ríkis, hvort bein tengsl eru milli fyrirtækisins og starfsmannsins eða hvort sjálfstætt starfandi einstaklingur viðheldur þeirri aðstöðu sem er nauðsynleg til að geta stundað starfsemina í tilteknu ríki, og beita þeim stöðugt og á samræmdan hátt í sömu eða svipuðum tilvikum.
7.    Framkvæmdaráðið skal hvetja til samvinnu milli þar til bærra stofnana í aðildarríkjunum við beitingu 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og auðvelda eftirfylgni og miðlun upplýsinga, reynslu og góðra starfsvenja við setningu og stöðlun viðmiðana fyrir mat á stöðu fyrirtækja og starfsmanna og í tengslum við eftirlitsaðgerðirnar sem verða teknar upp. Framkvæmdaráðið skal í þessu skyni semja, í áföngum og í þágu yfirvalda á sviði stjórnsýslu, fyrirtækja og starfsmanna, leiðarvísi um góðar starfsvenjur við störf útsendra starfsmanna og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem starfa tímabundið utan þess ríkis þar sem þeir hafa staðfestu.
8.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová


ÁKVÖRÐUN nr. E1
frá 12. júní 2009
um hagnýtt fyrirkomulag vegna aðlögunartímabils varðandi upplýsingaskipti með rafrænum      aðferðum sem um getur í 4. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/03)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af d-lið 72. gr. reglugerðar (EB) nr. 833/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa, en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið hvetja eins og hægt er til notkunar nýrrar tækni,
með hliðsjón af 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 þar sem fram kemur að „Sending upplýsinga milli stofnana eða samskiptastofnana skal vera með rafrænum hætti ...“ og „Framkvæmdaráðið skal mæla fyrir um skipulag, innihald, framsetningu og nákvæmt fyrirkomulag vegna skipta á skjölum og skipulega uppsettum rafrænum skjölum“,
með hliðsjón af 95. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/ 2009 um aðlögunartímabilið, þar sem fram kemur að „Sérhvert aðildarríki getur nýtt sér aðlögunartímabil vegna rafrænnar miðlunar upplýsinga ...“ og að „Þessi aðlögunartímabil skulu ekki vera lengri en 24 mánuðir frá gildistökudegi framkvæmdarreglugerðarinnar“,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Ákvæði 95. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 heimilar framkvæmdaráðinu að mæla fyrir um hagnýtt fyrirkomulag vegna nauðsynlegra aðlögunartímabila í því skyni að tryggja nauðsynlega miðlun upplýsinga við beitingu grunnreglugerðarinnar og framkvæmdarreglugerðarinnar.
2)    Nauðsynlegt er að útskýra þær grundvallarreglur sem stofnanir þurfa að beita á meðan á aðlögunartímabilinu stendur.
3)    Gert er ráð fyrir að eftir gildistökudag nýju reglugerðanna verði enn umtalsverður fjöldi umsókna í vinnslu, þar sem áunninn réttur samkvæmt reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71 ( 3 ) myndaðist fyrir þann dag og að upplýsingaskipti grundvallist, í tengslum við þessar umsóknir, almennt á málsmeðferðinni sem sett er fram í reglugerð (EBE) nr. 1408/71 og reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 ( 4 ), þ.m.t. notkun E-eyðublaðanna.
4)    Ákvæði 1. mgr. 94. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 felur í sér að við þær aðstæður, sem fram koma í fyrri forsendu, séu veittar „tvenns konar bætur“ og að bótaþegi fái hærri bæturnar.
5)    Í langflestum eða öllum tilvikum hækka bæturnar, sem grundvallast á fyrri reglugerðum, þó ekki við beitingu nýju reglugerðanna. Í samræmi við það er talið óraunhæft að búast við að stofnanir beiti málsmeðferð bæði samkvæmt reglugerð (EBE) nr. 574/72 og (EB) nr. 987/2009 við þessar aðstæður.
6)    Ákvæði 5. mgr. ákvörðunar nr. H1 ( 1 ) skýrir stöðu vottorða (E-eyðublaða) og evrópska sjúkratryggingakortsins (þ.m.t. bráðabirgðavottorðanna) sem eru gefin út fyrir gildistökudag reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009.
7)    Innan aðlögunartímabilsins er það eingöngu aðildarríkjanna að ákveða hvenær þau eru reiðubúin, að öllu leyti eða á hverju sviði fyrir sig, að taka þátt í rafrænni miðlun upplýsinga um almannatryggingar (EESSI).
    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Á aðlögunartímabilinu skal leiðbeinandi meginregla vera gott samstarf milli stofnana, gagnsemi og sveigjanleiki. Það sem mestu skiptir er þörfin á að tryggja snurðulaus umskipti fyrir borgarana þegar þeir nýta sér rétt sinn samkvæmt nýju reglugerðunum.
2.    Frá og með gildistökudegi reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009 munu pappírsútgáfur af skipulega uppsettum rafrænum skjölum (SED) koma í stað þeirra E-eyðublaða sem byggjast á reglugerðum (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72.
3.    Þrátt fyrir 2. lið geta aðildarríki, sem hafa eigin rafeindabúnað til að útbúa E-eyðublöð eða stunda rafræn gagnaskipti (t.d. Build-verkefnið) sem, ef allrar sanngirni er gætt, ekki er hægt að breyta innan þessara tímamarka, haldið áfram að nota þau á aðlögunartímabilinu, svo fremi réttur borgaranna samkvæmt nýju reglugerðunum sé að fullu tryggður.
4.    Í öllum tilvikum, á meðan aðlögunartímabilið varir, skal stofnun samþykkja viðkomandi upplýsingar um hver þau skjöl sem gefin eru út af annarri stofnun, jafnvel þó að form skjalsins, innihald eða efnisskipan sé úrelt. Komi upp vafi um réttindi hlutaðeigandi borgara skal stofnunin hafa samband við útgáfustofnunina í anda góðrar samvinnu.
5.    Eins og fram kemur í 5. lið ákvörðunar nr. H1 skulu E-eyðublöð, skjöl og evrópsk sjúkratryggingakort (þ.m.t. bráðabirgðavottorðin), sem gefin eru út fyrir gildistökudag reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009, gilda áfram og skulu yfirvöld annarra aðildarríkja taka þau til greina jafnvel eftir þann dag, þar til þau renna úr gildi eða þar til þau eru afturkölluð eða þeim skipt út fyrir önnur skjöl sem gefin eru út eða tilkynnt samkvæmt reglugerðum (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009.
6.    Sérhverju aðildarríki er heimilt að fylgja sveigjanlegri áfangaskiptri nálgun á hverju sviði fyrir sig við að koma á rafrænni miðlun upplýsinga um almannatryggingar (EESSI) eftir því sem það verður reiðubúið til að nota rafræna miðlun upplýsinga um almannatryggingar í gegnum einn eða fleiri aðgangspunkta. Aðildarríki getur einnig valið að taka þátt í rafrænni miðlun upplýsinga um almannatryggingar þegar öll svið þess eru orðin virk.
7.    Það að „rafræn miðlun upplýsinga um almannatryggingar sé virk“ merkir að viðkomandi svið/ aðgangspunktur geti bæði sent öll skilaboð á því sviði til aðgangspunkta annarra aðildarríkja og tekið við slíkum skilaboðum frá þeim.
8.    Upplýsingarnar um hvaða svið í hvaða aðildarríki hefur tengst við rafræna miðlun upplýsinga um almannatryggingar skulu liggja í skrá sem er aðgengileg stofnunum í aðildarríkjunum og einnig endurspeglast í skránni um rafræna miðlun upplýsinga um almannatryggingar. Í samræmi við það skulu aðildarríkin upplýsa framkvæmdaráðið skriflega fyrir þann dag sem þau tengjast kerfinu.
9.    Á aðlögunartímabilinu skulu upplýsingaskipti milli tveggja aðildarríkja á tilteknu sviði annaðhvort falla undir rafræna miðlun upplýsinga um almannatryggingar eða utan slíkrar rafrænnar miðlunar en ekki má blanda aðferðunum saman, með fyrirvara um tvíhliða samninga sem kunna að varða t.a.m. sameiginlegar prófanir eða þjálfun eða sambærilegar ástæður.
10.    Staðlað útlit skipulega uppsetta rafræna skjalsins, sem framkvæmdaráð mun þurfa að samþykkja, skal gert aðgengilegt stofnunum.
11.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová

Ákvörðun nr. F1
frá 12. júní 2009
um túlkun 68. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 að því er varðar     reglur um forgang þegar fjölskyldubætur skarast
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/04)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 68. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004,
með hliðsjón af a- og b-lið 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Þegar fleiri en einu aðildarríki ber að greiða fjölskyldubætur skal réttur til fjölskyldubóta frá aðildarríki, sem grundvallast á greiðslu lífeyris eða búsetu, falla niður allt að fjárhæð fjölskyldubóta frá aðildarríki þar sem um er að ræða réttindi á grundvelli starfs launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings. Þess vegna er mikilvægt að vita hvaða önnur tímabil eru reiknuð sem starfstímabil launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings svo að unnt sé að ákvarða forgangsröð þegar bætur skarast.
2)    Í löggjöf tiltekinna aðildarríkja er kveðið á um að farið skuli með þau tímabil, þegar launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur er ekki virkur í starfi eða rof verður vegna orlofs, atvinnuleysis, tímabundinnar óvinnufærni, verkfalla eða verkbanns, annaðhvort sem starfstímabil launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings sem veiti rétt til fjölskyldubóta eða litið svo á að þau séu tímabil utan vinnumarkaðar er gefa, ef við á, sjálfstæðan rétt til fjölskyldubóta eða rétt vegna fyrri atvinnuþátttöku sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.
3)    Í a- og b-lið 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 er „starf launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings“ skilgreint sem „hvers konar starf eða sambærilegt sem talið er til starfa að því er varðar almannatryggingalöggjöf aðildarríkisins þar sem starfið eða sambærilegt er innt af hendi“.
4)    Nauðsynlegt er að þekkja gildissvið réttinda „á grundvelli starfs launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings“ skv. 68. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 í því skyni að komast hjá óvissu eða mismunandi túlkun.
5)    Í máli þar sem starfsmaður taldist ekki vera virkur í starfi tímabundið vegna þess að hann hafði fengið launalaust leyfi eftir fæðingu barns til þess að annast barn sitt vísaði Dómstóll Evrópubandalaganna ( 3 ) til 73. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 ( 4 ) í tengslum við a-lið 2. mgr. 13. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 ( 5 ). Launalaust leyfi af þessu tagi skal því einnig teljast til starfs launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings að því er varðar 68. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004. Í þessu samhengi ítrekaði Dómstóllinn að framangreind ákvæði gildi einungis að því tilskildu að viðkomandi einstaklingur sé í starfi eða stundi eigin rekstur í skilningi a-liðar 1. gr. reglugerðar (EBE) nr. 1408/71 ( 6 ) þar sem þess er krafist að viðkomandi einstaklingur sé tryggður á a.m.k. einu sviði almannatrygginga. Einstaklingar í launalausu leyfi, sem falla ekki lengur undir almannatryggingakerfi viðkomandi aðildarríkis, eru undanskildir að því er þetta varðar.
6)    Þar eð kerfi fyrir launalaust leyfi eru mismunandi í aðildarríkjunum og stöðugar breytingar eru gerðar á landslöggjöf er ekki hægt að setja fram tæmandi skrá yfir tilvik þar sem einstaklingur í launalausu leyfi telst vera í starfi sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur. Þess vegna er ekki rétt að skilgreina öll þau tilvik þar sem launalaust leyfi af þessu tagi telst jafngilda starfi launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings eða þau tilvik þar sem nauðsynleg og náin tengsl við launaða starfsemi eru ekki fyrir hendi.
    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Að því er 68. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 varðar skal litið svo á að réttur til fjölskyldubóta sé fyrir hendi „á grundvelli starfs launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings“, einkum:
    a)    á grundvelli raunverulegs starfs launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings og
    b)    á hverju því tímabili þegar starf launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings fellur niður tímabundið
            i.    vegna veikinda, meðgöngu, vinnuslyss, atvinnusjúkdóms eða atvinnuleysis, að því tilskildu að laun eða bætur, að undanskildum lífeyri, séu greiddar vegna þessara tilvika eða
            ii.    í launuðu leyfi, verkfalli eða verkbanni eða
            iii.    í launalausu leyfi sem veitt er vegna barnauppeldis, að því tilskildu að leyfið sé talið jafngilda slíku starfi launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklinga í samræmi við viðeigandi löggjöf.
2.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová


ÁKVÖRÐUN nr. H1
frá 12. júní 2009
um skiptin frá reglugerðum ráðsins (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 yfir í reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009 og beitingu ákvarðana og tilmæla framkvæmdaráðsins varðandi samræmingu almannatryggingakerfa
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/05)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 87.–91. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004,
með hliðsjón af 7. mgr. 64. gr. og 93.–97. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Ákvæði reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009 taka gildi 1. maí 2010 og ákvæði reglugerða (EBE) nr. 1408/71 ( 3 ) og (EBE) nr. 574/72 ( 4 ) falla úr gildi þann sama dag, nema í tilvikum sem falla undir 1. mgr. 90. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og 1. mgr. 96. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009.
2)    Með fyrirvara um 8. mgr. 87. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og 94. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 skulu kröfur, sem lagðar eru fram fyrir gildistökudag fyrrnefndra reglugerða, að meginreglu til falla áfram undir þau lög sem giltu um þær þegar þær voru lagðar fram og ákvæði fyrrnefndra reglugerða skulu eingöngu gilda um kröfur sem lagðar eru fram eftir að reglugerðirnar öðlast gildi.
3)    Gildandi ákvarðanir framkvæmdaráðs um félagslegt öryggi farandlaunþega nr. 74-208 og tilmæli nr. 14-23 verða úreltar frá og með þeim degi þegar reglugerðir (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 eru felldar úr gildi og reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009 taka gildi.
4)    Nauðsynlegt er að aðlaga tilteknar ákvarðanir og tilmæli, sem var beitt samkvæmt reglugerðum (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72, til samræmis við ákvæði reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009.
5)    Stofnanirnar þurfa gagnsæi og leiðbeiningar við beitingu ákvarðana og tilmæla framkvæmdaráðsins samkvæmt reglugerð (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 eftir gildistökudag reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009.
6)    Sökum lagalegs og tæknilegs vanda, þröngs tímaramma og þeirrar nauðsynjar að forgangsraða tilteknum verkefnum framkvæmdaráðsins verða sumar ákvarðanirnar ekki tilbúnar til útgáfu fyrir gildistöku reglugerða (EB) nr. 883/ 2004 og (EB) nr. 987/2009 heldur á síðari stigum.
7)    Tiltekin ákvæði ákvarðana og tilmæla, sem falla undir reglugerðir (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72, eru felld beint inn í ákvæði reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009.
8)    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Ákvarðanir og tilmæli, sem vísa til reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72, gilda ekki í tilvikum sem falla undir reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009.
    Fyrrnefndar ákvarðanir og tilmæli gilda engu að síður áfram í þeim tilvikum þegar reglugerðir (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 halda gildi sínu og réttaráhrifum, einkum í þeim tilvikum sem falla undir annan undirlið 1. mgr. 90. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og annan undirlið 1. mgr. 96. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009.
2.    Engar ákvarðanir eða tilmæli koma í stað þeirra ákvarðana og tilmæla, sem talin eru upp í A- hluta viðaukans, að því er varðar reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009.
3.    Í stað ákvarðana og tilmæla, sem talin eru upp í B-hluta viðaukans, komi nýjar tilgreindar ákvarðanir og tilmæli að því er varðar reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009.
4.    Framkvæmdaráðið skal eins fljótt og auðið er aðlaga ákvarðanir, sem taldar eru upp í C-hluta viðaukans, svo að þær samsvari ákvæðum reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009 þar eð einnig þarf að beita meginreglunum í þessum ákvörðunum með tilliti til fyrrnefndra reglugerða.
5.    Skjöl, sem eru nauðsynleg til beitingar reglugerðum (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 (þ.e. E-eyðublöð, evrópsku sjúkratryggingakortin og bráðabirgðavottorð) og sem þar til bærar stofnanir, yfirvöld og aðrir aðilar aðildarríkja gefa út fyrir gildistökudag reglugerða (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009, skulu halda gildi sínu (þrátt fyrir að tilvísanirnar varði reglugerðir (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72) og skulu stofnanir, yfirvöld og aðrir aðilar taka tillit til þeirra, jafnvel eftir þann dag, þar til gildistími þeirra rennur út, þau eru afturkölluð eða önnur skjöl, sem eru gefin eru út eða send áfram samkvæmt reglugerðum (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009, koma í þeirra stað.
6.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová


VIÐAUKI
A-HLUTI

(Ákvarðanir og tilmæli sem vísa til reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 án þess að önnur slík komi í þeirra stað að því er varðar reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009)
Ákvarðanir:
Ákvörðun 74
Ákvörðun 76
Ákvörðun 79
Ákvörðun 81
Ákvörðun 85
Ákvörðun 89
Ákvörðun 91
Ákvörðun 115
Ákvörðun 117
Ákvörðun 118
Ákvörðun 121
Ákvörðun 126
Ákvörðun 132
Ákvörðun 133
Ákvörðun 134
Ákvörðun 135
Ákvörðun 136
Ákvörðun 137
Ákvörðun 142
Ákvörðun 143
Ákvörðun 145
Ákvörðun 146
Ákvörðun 148
Ákvörðun 151
Ákvörðun 152
Ákvörðun 156
Ákvörðun 167
Ákvörðun 171
Ákvörðun 173
Ákvörðun 174
Ákvörðun 176
Ákvörðun 178
Ákvörðun 180
Ákvörðun 192
Ákvörðun 193
Ákvörðun 197
Ákvörðun 198
Ákvörðun 199
Ákvörðun 201
Ákvörðun 202
Ákvörðun 204

Tilmæli:
Tilmæli 15
Tilmæli 16
Tilmæli 17
Tilmæli 19
Tilmæli 20
Tilmæli 23

B-HLUTI

(Ákvarðanir og tilmæli sem vísa til reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 og víkja fyrir öðrum slíkum að því er varðar reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009)
Ákvarðanir sem falla undir reglugerðir (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 Samsvarandi ákvarðanir sem falla undir reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009
Ákvörðun 75 ÁKVÖRÐUN P1
Ákvörðun 83 ÁKVÖRÐUN U1
Ákvörðun 96 ÁKVÖRÐUN P1
Ákvörðun 99 ÁKVÖRÐUN H1
Ákvörðun 100 ÁKVÖRÐUN H1
Ákvörðun 101 ÁKVÖRÐUN H1
Ákvörðun 105 ÁKVÖRÐUN P1
Ákvörðun 139 ÁKVÖRÐUN H1
Ákvörðun 140 ÁKVÖRÐUN H1
Ákvörðun 160 ÁKVÖRÐUN U2
Ákvörðun 181 ÁKVÖRÐUN A2
Ákvörðun 189 ÁKVÖRÐUN S1
Ákvörðun 190 ÁKVÖRÐUN S2
Ákvörðun 191 ÁKVÖRÐUN S1
Ákvörðun 194 ÁKVÖRÐUN S3
Ákvörðun 195 ÁKVÖRÐUN S3
Ákvörðun 196 ÁKVÖRÐUN S3
Ákvörðun 200 ÁKVÖRÐUN H3
Ákvörðun 203 ÁKVÖRÐUN S1
Ákvörðun 205 ÁKVÖRÐUN U3
Ákvörðun 207 ÁKVÖRÐUN F1

Tilmæli sem falla undir reglugerðir (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 Samsvarandi tilmæli sem falla undir reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009
Tilmæli 18 TILMÆLI U1
Tilmæli 21 TILMÆLI U2
Tilmæli 22 TILMÆLI P1

C-HLUTI

(Ákvarðanir sem vísa til reglugerða (EBE) nr. 1408/71 og (EBE) nr. 574/72 sem framkvæmdaráðið á enn eftir að aðlaga)
Ákvörðun 138
Ákvörðun 147 og 150
Ákvörðun 170 (þ.m.t. 185)
Ákvörðun 175
Ákvörðun 206
Ákvörðun 208

Ákvörðun nr. H2 frá 12. júní 2009
um starf og samsetningu tækninefndar um gagnavinnslu á vegum framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/06)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt henni skal framkvæmdaráðið stuðla að og efla samvinnu milli aðildarríkjanna með því að færa aðferðir við upplýsingaskipti til nútímahorfs, einkum með því að laga upplýsingaflæði milli stofnana að gagnaflutningi með hliðsjón af þróun gagnavinnslu í hverju aðildarríki, og samþykkja almennar reglur um skipulag gagnavinnsluþjónustu, einkum um öryggi og notkun staðla, og skal setja ákvæði um rekstur sameiginlegs hluta slíkrar þjónustu,
með hliðsjón af 73. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004, en samkvæmt henni skal framkvæmdaráð fastsetja og skilgreina starf og samsetningu tækninefndar sem skal skila skýrslum og rökstuddu áliti áður en framkvæmdaráðið tekur ákvarðanir í samræmi við d- lið 72. gr.,
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

1. gr.

1.     Framkvæmdaráðið kemur á fót tækninefnd um gagnavinnslu sem kveðið er á um í 1. mgr. 73. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004. Hún kallast „tækninefndin“.
2.     Tækninefndin sinnir þeim verkefnum sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 73. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004.
3.     Framkvæmdaráðið skal ákvarða umboð með tilliti til sérverkefna tækninefndarinnar og getur það breytt þessum verkefnum eftir þörfum.

2. gr.

Ef þörf krefur skal tækninefndin skal samþykkja skýrslur sínar og rökstudd álit á grundvelli tækniskjala og rannsókna. Hún getur farið fram á það að innlend yfirvöld láti henni í té nauðsynlegar upplýsingar svo að hún geti unnið verkefni sín á viðeigandi hátt.

3. gr.

1.     Tækninefndin skal skipuð tveimur aðilum frá hverju aðildarríki, fastafulltrúa og varamanni hans. Ríkisstjórnarfulltrúi aðildarríkisins í framkvæmdaráðinu skal afhenda framkvæmdastjóra framkvæmdaráðsins tilnefningar frá hverju aðildarríki.
2.     Samþykkja skal skýrslur og rökstudd álit með einföldum meirihluta allra nefndarmanna tækninefndarinnar og hefur hvert aðildarríki eitt atkvæði sem fastafulltrúi greiðir eða varamaður hans í fjarveru hans. Tilgreina skal í skýrslum og rökstuddu áliti tækninefndarinnar hvort þau hafa verið samþykkt samhljóða eða fengið stuðning einfalds meirihluta. Í þeim skal tíunda niðurstöður og fyrirvara minnihlutans sem kann að hafa myndast.
3.     Tækninefndin getur ákveðið að samþykkja skýrslur og rökstudd álit með því að beita skriflegri málsmeðferð ef slík meðferð hefur áður verið samþykkt á fundi tækninefndar.
Í þessu skyni skal formaður framsenda textann, sem á að samþykkja, til nefndarmanna. Nefndarmenn skulu fá tiltekinn frest, eigi skemmri en tíu virka daga, og eiga þess kost að tilkynna að þeir hafni viðkomandi texta eða sitji hjá við atkvæðagreiðslu. Ef svar berst ekki innan þeirra tímamarka skal líta svo á að greitt sé atkvæði til samþykkis.
Formaður getur einnig ákveðið að hefja skriflega málsmeðferð ef ekki hefur áður náðst samkomulag á fundi tækninefndar. Í því tilviki telst aðeins skriflegt samþykki á framlögðum texta gilt sem atkvæði til samþykkis, og veita skal frest sem ekki er skemmri en 15 virkir dagar.
Að settum fresti liðnum skal formaður upplýsa nefndarmenn um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Þegar ákvörðun hefur hlotið tilsettan fjölda atkvæða skal litið svo á að hún hafi verið samþykkt á síðasta degi þess frests sem nefndarmönnum var veittur til að svara.
4.     Ef fulltrúi í tækninefndinni leggur til að textanum verði breytt meðan á skriflegri málsmeðferð stendur skal formaður hennar annaðhvort:
a)    hefja skriflegu málsmeðferðina að nýju með því að senda breytingatillögu til nefndarmanna í samræmi við 3. mgr. eða
b)    afturkalla skriflegu málsmeðferðina til þess að fá málið rætt á næsta fundi,
eftir því hvora tilhögunina formaður telur heppilegri hverju sinni.
5.     Ef fulltrúi í tækninefndinni fer fram á það, áður en frestur til að svara rennur út, að framlagður texti verði ræddur á fundi tækninefndar skal afturkalla skriflegu málsmeðferðina.
Í því tilviki skal leggja málið fyrir næsta fund tækninefndarinnar.
6.     Fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna, eða einstaklingur sem hann tilnefnir, skal veita tækninefndinni ráðgjöf.

4. gr.

Með formennsku í tækninefndinni til hálfs árs í senn fer fastafulltrúinn eða annar tilnefndur embættismaður þess ríkis sem fer með formennsku í framkvæmdaráðinu á sama tímabili. Formaður tækninefndarinnar skal gefa skýrslu um störf hennar að beiðni formanns framkvæmdaráðsins.

5. gr.

Tækninefndinni er heimilt að koma á fót sérskipuðum vinnuhópum til að fjalla um tiltekin mál. Tækninefndin skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum slíkra vinnuhópa, gera grein fyrir tímamörkum og kostnaði sem af þessu hlýst, í vinnuáætluninni sem um getur í 7. gr.

6. gr.

Aðalskrifstofa framkvæmdaráðsins undirbýr og skipuleggur fundi tækninefndarinnar og sér um fundarritun.

7. gr.

Tækninefndin skal leggja ítarlega vinnuáætlun fyrir framkvæmdaráðið til samþykktar. Tækninefndin skal enn fremur senda framkvæmdaráðinu árlega skýrslu um störf sín og árangur samkvæmt vinnuáætluninni, ásamt tillögum um breytingar á henni.

8. gr.

Fyrirhugaðar aðgerðir tækninefndarinnar, sem hafa í för með sér kostnað fyrir framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna, eru háðar samþykki fulltrúa viðkomandi stofnunar.

9. gr.

Tungumál tækninefndarinnar skulu vera þau sem eru viðurkennd sem opinber tungumál stofnana Bandalagsins í samræmi við 290. gr. sáttmálans.

10. gr.

Viðbótarreglurnar, sem mælt er fyrir um í viðaukanum hér á eftir, gilda einnig um tækninefndina.

11. gr.

Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 ( 1 ).

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová

VIÐAUKI
VIÐBÓTARREGLUR FYRIR TÆKNINEFNDINA

1.      Fundarseta
    a)    Ef starfandi formaður kemst ekki á fund tækninefndarinnar skal varamaður hans gegna formannsstarfinu.
    b)    Nefndarmönnum er heimilt að hafa einn eða fleiri sérfræðinga með sér á fundi tækninefndarinnar ef slíkt telst nauðsynlegt eðli máls samkvæmt. Sú almenna regla gildir að í hverri sendinefnd séu ekki fleiri en fjórir einstaklingar.
    c)    Fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna eða aðili frá aðalskrifstofunni eða annar einstaklingur, sem framkvæmdastjóri framkvæmdaráðsins tilnefnir, skal sitja alla fundi tækninefndarinnar og sérskipaðra vinnuhópa hennar. Enn fremur er fulltrúa frá öðrum deildum framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna heimilt að sitja þessa fundi ef það hefur þýðingu fyrir málið sem er til umfjöllunar.
2.     Atkvæðagreiðsla
    a)     Ef fastafulltrúi í tækninefndinni gegnir stöðu formanns greiðir varamaður hans atkvæði í hans stað.
    b)     Nefndarmaður, sem situr hjá við atkvæðagreiðslu, skal gera formanni grein fyrir ástæðum fyrir hjásetu sinni.
    c)    Ef meirihluti viðstaddra nefndarmanna situr hjá skal líta svo á að tillagan, sem var lögð fram til atkvæðagreiðslu, hafi ekki verið tekin til greina.
3.     Dagskrá fundar
    a)    Aðalskrifstofan skal gera drög að dagskrá hvers fundar tækninefndarinnar í samráði við formann hennar. Áður en mál er tekið á dagskrá er aðalskrifstofunni heimilt, ef nauðsyn krefur, að óska eftir skriflegu áliti hlutaðeigandi sendinefnda á málinu.
    b)    Í drög að dagskrá skal fyrst og fremst setja dagskrárliði sem nefndarmaður eða fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna hefur sent aðalskrifstofunni óskir og, eftir því sem við á, greinargerð um a.m.k. 20 virkum dögum fyrir upphaf fundar.
    c)    Senda skal nefndarmönnum í tækninefndinni, fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna og öðrum, sem vænta má að sitji fundinn, drög að dagskrá eigi síðar en 10 virkum dögum fyrir upphaf hvers fundar. Senda skal gögn er varða einstaka dagskrárliði til þeirra um leið og þau liggja fyrir.
    d)    Við upphaf hvers fundar skal tækninefndin samþykkja dagskrá fundarins. Tækninefndin verður að samþykkja það samhljóða ef teknir eru á dagskrá aðrir liðir en þeir sem birtir eru í drögum að dagskrá. Nefndarmönnum í tækninefndinni er heimilt að draga fram að næsta fundi að láta uppi endanlega afstöðu sína um dagskrárliði sem eru í drögum að dagskrá, nema brýnar ástæður krefjist annars, ef viðeigandi gögn liggja ekki fyrir á tungumáli þeirra fimm virkum dögum fyrir upphaf fundarins.
4.     Sérskipaðir vinnuhópar
    a)    Sérskipuðum vinnuhópum skal stýrt af sérfræðingi sem formaður tækninefndar tilnefnir í samráði við fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna eða, að öðrum kosti, af þeim sérfræðingi sem er fulltrúi formennskuríkis framkvæmdaráðsins.
    b)    Formaður sérskipaða vinnuhópsins skal kallaður á fundi tækninefndarinnar þegar skýrsla vinnuhópsins er til umræðu.
5.     Stjórnunarleg málefni
    a)    Formanni tækninefndarinnar er heimilt að gefa aðalskrifstofunni fyrirmæli um fyrirhugaða fundi og framkvæmd starfa sem falla undir starfssvið tækninefndarinnar.
    b)    Aðalskrifstofan kallar tækninefndina saman í samráði við formann tækninefndarinnar með því að senda nefndarmönnum og fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna fundarboð 10 virkum dögum fyrir fundinn.

ÁKVÖRÐUN nr. P1
frá 12. júní 2009
um túlkun 50. gr. (4. mgr.), 58. gr. og 87. gr. (5. mgr.) reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins     (EB) nr. 883/2004 um úthlutun bóta vegna örorku, elli og til eftirlifenda
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/07)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 50. gr. (4. mgr.), 58. gr. og 87. gr. (5. mgr.) reglugerðar (EB) nr. 883/2004,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
Nauðsynlegt er að skýra beitingu 50. gr. (4. mgr.), 58. gr. og 87. gr. (5. mgr.) reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004 og veita þeim stofnunum, sem hefur verið falin framkvæmd þessara ákvæða, nauðsynlegar leiðbeiningar.
Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

I. Beiting 4. mgr. 50. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004

1.    Stofnun sem greiðir bætur skal sjálfkrafa endurreikna fjárhæðina þegar henni berast upplýsingar um að bótaþegi uppfylli skilyrði fyrir greiðslu bóta samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis.
    Ekki skal endurreikna fjárhæðina ef tímabil, sem lokið er samkvæmt löggjöf annarra aðildarríkja, hafa þegar verið tekin til greina við úthlutun bóta og engu tímabili hefur verið lokið eftir úthlutun upphaflegra bóta.
    Þó skal eigi að síður sjálfkrafa endurreikna fjárhæð bóta ef viðbótarskilyrði eiga við (önnur en þau sem lúta að loknum tryggingartímabilum), t.d. að náð sé þeim aldri sem krafist er vegna úthlutunar bóta eða ef breyting verður á fjölda barna sem taka þarf tillit til.
2.    Sú stofnun, sem endurreiknar fjárhæð bóta sem áður hafa verið veittar, skal við útreikninginn taka tillit til allra tryggingatímabila og/eða búsetutímabila, auk annarra skilyrða sem bótaþegi uppfyllir samkvæmt þeirri löggjöf sem hún starfar eftir og samkvæmt löggjöf annarra aðildarríkja daginn sem endurreiknaðar bætur eru veittar.
3.    Sá dagur telst vera dagurinn þegar áhættan kom fram í því aðildarríki þar sem skilyrði til réttinda voru síðast uppfyllt.

II. Beiting 58. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004

4.    Sú stofnun, sem úthlutar viðbótargreiðslum í samræmi við 58. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004, skal tilkynna það þar til bærri stofnun annars aðildarríkis þar sem löggjöf þess gerir ráð fyrir að bótaþegi eigi rétt á bótum sem eru veittar í samræmi við 5. kafla reglugerðarinnar.
5.    Þar til bær stofnun í öðru aðildarríki, sem úthlutar bótum til bótaþega skv. 5. kafla reglugerðar (EB) nr. 883/2004, skal í janúar ár hvert tilkynna þeirri stofnun, sem lætur í té viðbótargreiðsluna, um fjárhæð bóta sem hún greiðir bótaþega miðað við 1. janúar sama ár.

III. Beiting 5. mgr. 87. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004

6.    Þegar einstaklingur sækir um endurskoðun á örorkulífeyri skv. 5. mgr. 87. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 er ekki nauðsynlegt að ný læknisskoðun fari fram, að því tilskildu að þær upplýsingar sem skráðar eru um bótaþegann geti talist nægilegar.
    Að öðrum kosti skal viðkomandi stofnun fara fram á nýja læknisskoðun.

IV. Útgáfa og gildistaka

7.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová


ÁKVÖRÐUN nr. S1 frá 12. júní 2009
um evrópska sjúkratryggingakortið
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/08)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004 um rétt hins tryggða og aðstandenda hans, sem dvelja í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki, á aðstoð sem verður nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum, sé mið tekið af eðli aðstoðarinnar og fyrirhugaðri lengd dvalar,
með hliðsjón af 1. mgr. 27. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004,
með hliðsjón af A- og C-hluta 25. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Á fundi leiðtogaráðsins í Barcelona, sem haldinn var 15. og 16. mars 2002, var ákveðið: „að evrópska sjúkratryggingakortið kæmi í stað núverandi eyðublaða á pappírsformi sem nauðsynleg eru til að fá heilbrigðisaðstoð í öðru aðildarríki. Framkvæmdastjórnin mun leggja tillögu í þessu skyni fyrir vorfund leiðtogaráðsins 2003.     Slíkt kort mun einfalda alla málsmeðferð án þess að breyta gildandi réttindum og skuldbindingum.“ (34. liður)
2)    Þar eð notkun sjúkratrygginga- og almannatryggingakorta er afar mismunandi eftir löndum verður evrópska sjúkratryggingakortið í fyrstu með því sniði að hægt sé að lesa berum augum þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að geta látið í té heilbrigðisþjónustu og endurgreitt kostnað. Þessum upplýsingum má auk þess koma fyrir á kortinu með rafrænum hætti. Notkun rafræns miðils verður enn fremur almennt tekin upp á síðari stigum.
3)    Evrópska sjúkratryggingakortið verður að vera í samræmi við sérstaka fyrirmynd, sem framkvæmdaráðið setur fram, sem ætti bæði að auðvelda aðgang að heilbrigðisþjónustu og koma í veg fyrir ólögmæta notkun kortsins, misnotkun og svik.
4)    Stofnanir í aðildarríkjunum ákvarða gildistíma evrópskra sjúkratryggingakorta sem þær gefa út. Gildistími evrópska sjúkratryggingakortsins skal miðast við það tímabil sem gert er ráð fyrir að réttur hins tryggða vari.
5)    Við sérstakar aðstæður má gefa út bráðabirgðavottorð með takmarkaðan gildistíma. „Sérstakar aðstæður“ geta verið þær að evrópsku sjúkratryggingakorti hafi verið stolið, það glatast eða að brottför hafi verið með of stuttum fyrirvara til að hægt væri að verða sér úti um evrópskt sjúkratryggingakort. Hinn tryggði eða stofnun í dvalarríki getur sótt um slíkt bráðabirgðavottorð.
6)    Evrópska sjúkratryggingakortið skal nota í öllum tilvikum þegar tryggður einstaklingur þarfnast heilbrigðisþjónustu meðan á tímabundinni dvöl stendur, án tillits til þess hvort tilgangur dvalar er ferðamennska, atvinnustarfsemi eða nám. Þó er ekki hægt að nota evrópska sjúkratryggingakortið þegar tilgangur dvalar erlendis er eingöngu sá að njóta heilbrigðisþjónustu.
7)    Í samræmi við 76. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004 skulu aðildarríkin hafa samstarf um að koma á málsmeðferð til þess að koma í veg fyrir að einstaklingur, sem á ekki lengur rétt á aðstoð vegna veikinda frá aðildarríki og öðlast rétt til aðstoðar vegna veikinda frá öðru aðildarríki, haldi áfram að nota evrópskt sjúkratryggingakort, sem stofnun fyrrnefnda aðildarríksins hefur gefið út, eftir að viðkomandi hefur ekki lengur rétt til aðstoðar þaðan.
8)    Evrópskt sjúkratryggingakort, sem gefið er út áður en reglugerðir (EB) nr. 883/2004 og (EB) nr. 987/2009 ganga í gildi, helst í gildi fram að þeirri lokadagsetningu sem um getur á kortinu.
    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EBE) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

Almennar meginreglur

1.    Evrópska sjúkratryggingakortið er vottorð um rétt hins tryggða og lífeyrisþega, auk aðstandenda hans, sem dvelja í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki, á aðstoð sem verður nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum, sé mið tekið af eðli aðstoðarinnar og fyrirhugaðri lengd dvalarinnar.
    Ekki er hægt að nota evrópska sjúkratryggingakortið þegar tilgangur tímabundinnar dvalar erlendis er eingöngu sá að gangast undir læknismeðferð.
2.    Evrópska sjúkratryggingakortið skal vera persónukort gefið út á nafn korthafa.
3.    Gildistími evrópska sjúkratryggingakortsins er ákvarðaður hjá útgáfustofnun þess.
4.    Þar til bær stofnun skal endurgreiða aðstoð, sem stofnun í dvalarríki veitir á grundvelli gilds evrópsks sjúkratryggingakorts, í samræmi við gildandi ákvæði. Evrópskt sjúkratryggingakort telst gilt svo framarlega sem uppgefinn gildistími er ekki útrunninn.
    Þar til bær stofnun getur ekki hafnað því að endurgreiða kostnað við aðstoð með þeim rökum að viðkomandi sé ekki lengur tryggður hjá þeirri stofnun, sem gaf út evrópskt sjúkratryggingakort, að því tilskildu að aðstoðin hafi verið veitt handhafa korts eða bráðabirgðavottorðs á gildistíma kortsins eða vottorðsins.
5.    Ef sérstaka aðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að gefa út evrópskt sjúkratryggingakort skal þar til bær stofnun gefa út bráðabirgðavottorð með takmarkaðan gildistíma. Hinn tryggði eða stofnun í dvalarríki getur sótt um bráðabirgðavottorð.
6.    Evrópska sjúkratryggingakortið og bráðabirgðavottorðið, sem kemur í þess stað, skulu vera í samræmi við sérstaka fyrirmynd sem uppfyllir þá eiginleika og þær forskriftir sem mælt er fyrir um í ákvörðun framkvæmdaráðsins.

Upplýsingar á evrópska sjúkratryggingakortinu

7.    Á evrópska sjúkratryggingakortinu skulu vera eftirfarandi upplýsingar:
    –    kenninafn og eiginnafn korthafa,
    –    kennitala korthafa eða, þegar slíkt númer er ekki til, númer hins tryggða sem réttindi korthafa byggjast á,
    –    fæðingardagur korthafa,
    –    hvaða dag kortið fellur út gildi,
    –    ISO-kóði aðildarríkisins sem gefur kortið út,
    –    kennitala og upphafsstafaorð þar til bærrar stofnunar,
    –    sérnúmer kortsins.

Notkun evrópska sjúkratryggingakortsins

8.    Evrópska sjúkratryggingakortið má nota í öllum tilvikum þegar tryggður einstaklingur þarfnast aðstoðar meðan á tímabundinni dvöl stendur, án tillits til þess hvort tilgangur dvalar sé ferðamennska, atvinnustarfsemi eða nám.
9.    Evrópska sjúkratryggingakortið er vottorð um rétt korthafa í dvalarríkinu til aðstoðar vegna veikinda, sem er læknisfræðilega nauðsynleg og er veitt við tímabundna dvöl í öðru aðildarríki í því skyni að koma í veg fyrir að korthafi neyðist til þess að snúa aftur til lögbærs aðildarríkis eða dvalarríkis fyrr en áætlað var til þess að njóta þeirrar meðferðar sem hann þarfnast.
    Tilgangur aðstoðar sem þessarar er sá að gera hinum tryggða kleift að dvelja um kyrrt við viðunandi heilsufarsskilyrði.
10.    Ekki er hægt að nota evrópska sjúkratryggingakortið til að fá aðstoð vegna veikinda þegar tilgangur tímabundinnar dvalar erlendis er sá að gangast undir læknismeðferð.
11.    Með evrópska sjúkratryggingakortinu er tryggt að handhafi kortsins njóti sömu meðferðar (hvað varðar ferli og gjaldskrá) í aðildarríki og einstaklingur sem fellur undir sjúkratryggingakerfi þess ríkis.

Samstarf milli stofnana til þess að koma í veg fyrir misnotkun evrópska sjúkratryggingakortsins

12.    Ef einstaklingur á ekki lengur rétt á aðstoð vegna veikinda samkvæmt löggjöf aðildarríkis og öðlast rétt til aðstoðar samkvæmt löggjöf annars aðildarríkis skulu stofnanir hlutaðeigandi aðildarríkja hafa með sér samstarf til þess að koma í veg fyrir að hinn tryggði haldi áfram að nota evrópska sjúkratryggingakortið, sem stofnun í fyrrnefnda aðildarríkinu hefur gefið út, eftir að hann á ekki lengur rétt á aðstoð þaðan. Stofnun í síðarnefnda ríkinu skal leggja fram nýtt evrópskt sjúkratryggingakort eftir því sem við á.
13.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová


ÁKVÖRÐUN nr. S2 frá 12. júní 2009
um tækniforskriftir fyrir evrópska sjúkratryggingakortið
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/09)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl 2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd eða túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af ákvörðun framkvæmdaráðsins nr. SI frá 12. júní 2009 um evrópska sjúkratryggingakortið ( 3 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Til að auðvelda samþykkt og endurgreiðslu á kostnaði vegna aðstoðar, sem er veitt á grundvelli evrópska sjúkratryggingakortsins, er nauðsynlegt fyrir þá þrjá aðila, sem málið varðar aðallega, þ.e. hinn tryggða, veitendur heilbrigðisþjónustu og stofnanirnar, að auðvelt sé að bera kennsl á og samþykkja evrópska sjúkratryggingakortið sem skal samrýmast einni fyrirmynd og samræmdum forskriftum.
2)    Upplýsingarnar, sem skulu koma fram á evrópska sjúkratryggingakortinu, eru skilgreindar í 7. lið ákvörðunar nr. S1. Innleiðing evrópska sjúkratryggingakortsins með sýnilegum upplýsingum er fyrsta stig í ferli sem leiðir að lokum til notkunar rafrænna miðla sem veita rétt til aðstoðar á meðan dvalið er tímabundið í öðru aðildarríki en lögbæra ríkinu eða búseturíkinu. Þar af leiðandi geta þar til bærar stofnanir aðildarríkjanna, sem þess óska, einnig vistað frá upphafi, á rafrænum miðli, s.s. örflögu eða segulrönd, þær upplýsingar sem um getur í þessari forsendu.
3)    Ef sérstakar aðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að gefa út evrópska sjúkratryggingakortið skal þess í stað gefa út bráðabirgðavottorð eftir samræmdri fyrirmynd.
    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Hönnun og forskriftir evrópska sjúkratryggingakortsins skulu vera í samræmi við I.viðauka við þessa ákvörðun.
2.    Fyrirmyndin að bráðabirgðavottorðinu skal vera í samræmi við II.viðauka við þessa ákvörðun.
3.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela PIKOROVÁ


I. VIÐAUKI
Tæknileg ákvæði um hönnun evrópska sjúkratryggingakortsins

1.    INNGANGUR
    Í samræmi við aðrar ákvarðanir framkvæmdaráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa eru á evrópska sjúkratryggingakortinu lágmarksupplýsingar, sem lesa má með berum augum, til nota í öðru aðildarríki en ríkinu þar sem menn eru tryggðir eða búsettir, ætlaðar til:
    –        að bera kennsl á hinn tryggða, þar til bæra stofnun og kortið,
    –        að gefa til kynna rétt til að njóta heilbrigðisþjónustu meðan á tímabundinni dvöl stendur í öðru aðildarríki.
    Fyrirmyndirnar hér á eftir eru byggðar á tækniforskriftunum sem eru skilgreindar í þessu skjali en einungis ber að líta á þær sem sýnishorn.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 1
Dæmi um framhlið


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 2
Dæmi um bakhlið

    Þó að uppröðun upplýsinga, sem lesa má með berum augum, sé sú sama á báðum fyrirmyndunum, þ.e. óháð því hvor hlið evrópska sjúkratryggingakortsins er notuð, eru framhlið og bakhlið með ólíku skipulagi. Þetta er niðurstaða málamiðlunar á milli þeirrar kröfu að evrópska kortið skuli samrýmast einni fyrirmynd og þess að munur er á skipulagi hliðanna en jafnframt er þess gætt að sama svip sé haldið á fram- og bakhlið kortsins.
2.    TILVÍSUN Í STAÐLA
Tilvísun Titill skjals/Lýsing Útgáfudagur
ISO 3166-1 Codes for the representation of names of countries and their subdivisions – Part 1: Country codes 1997
ISO/IEC 7810 Identification cards – Physical characteristics 1995
ISO/IEC 7816 Identification cards – Integrated circuit(s) cards with contacts
Part 1:Physical characteristics 1998
Part 2:Dimension and location of the contacts 1999
ISO-staðlaröð 8859 8-bit single-byte coded graphic character sets 1998
Part 1 – 4: Latin alphabet Nos 1 to 4
EN 1867 Machine readable cards – Health care application – Numbering system and registration procedure for issuer identifiers 1997
3.             FORSKRIFTIR
3.1.          Skilgreiningar
            Ef örgjörvi er á kortinu er hann staðsettur á framhliðinni. Ef segulrönd er á kortinu er hún á bakhliðinni. Ef hvorki er örgjörvi né segulrönd á kortinu eru upplýsingarnar, sem tilgreindar eru í þessu skjali, á framhliðinni.
3.2.          Heildarskipulag
            Snið evrópska sjúkratryggingakortsins er í samræmi við ID-1 sniðið (53,98 mm á hæð, 85,60 mm á breidd og 0,76 mm á þykkt). Ef evrópska sjúkratryggingakortið er í formi límmiða, sem er festur á bakhlið innlends korts, gildir ID-1 viðmiðunin um þykkt ekki.
3.2.1.      Evrópskt sjúkratryggingakort: framhlið kortsins
            Bakgrunnurinn skiptist í tvennt um ás sem skiptir kortinu lóðrétt í hluta 1 vinstra megin (53 mm breiður) og hluta 2 hægra megin.
            Viðmiðunarlínur mynda fjóra reiti:
             –    3 lóðréttar viðmiðunarlínur
                a)     5 mm frá vinstri brún kortsins,
                b)     21,5 mm frá vinstri brún kortsins,
                c)     1 mm frá hægri brún kortsins,
             –    3 láréttar viðmiðunarlínur
                d)     2 mm frá efri brún kortsins,
                e)     17 mm frá efri brún kortsins,
                f)      5 mm frá neðri brún kortsins.
            a)     Kort án örflögu

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



            b)     Kort með örflögu

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.2.2.     Evrópskt sjúkratryggingakort: bakhlið kortsins
            Bakgrunnurinn skiptist um ás sem skiptir kortinu lárétt í tvo jafnstóra hluta. Hluti 1 er efri hlutinn og hluti 2 er neðri hlutinn.
            Viðmiðunarlínur mynda fimm reiti:
             –    í samhverfu
                g)     9 mm frá vinstri brún kortsins,
                h)     í miðju kortsins,
                i)     9 mm frá hægri brún kortsins.
             –    Lóðrétt
                j)     3 mm frá vinstri brún kortsins,
                k)     3 mm frá hægri brún kortsins.
             –    Lárétt
                l)     í miðju kortsins,
                m)     2 mm frá neðri brún kortsins.
            c)     Með segulræmu

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


            d)     Án segulræmu

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.3.          Bakgrunnur og myndeiningar
3.3.1.     Bakgrunnslitir
            Litaskipan bakgrunnsins er sem hér segir ( 1 ):
             –    Hluti 1 er dökkblár, blandaður með purpurarauðu ( 2 ).
             –    Hluti 2 er gráblár ( 3 ) og dökknar lítillega frá miðju kortsins til hliðanna.
             –    Upplýsingareiturinn samanstendur af hvítum röndum sem nota skal, hverja um sig, sem bakgrunn fyrir upplýsingalínu (sjá síðar).
            Skygging er notuð á hluta 2 og á upplýsingareitnum til að reitirnir sýnist vera upphleyptir og virðist birtan koma frá ofanverðu vinstra horni kortsins.
            Auða svæðið er annaðhvort í sama lit og hluti 2 (án skyggingar) eða upplýsingareiturinn.
3.3.2.     ESB-merki
            ESB-merkið samanstendur af Evrópustjörnunum í hvítum lit:
             –    Ef það er á framhlið kortsins er það 15 mm að þvermáli og staðsett neðan við viðmiðunarlínu „d“, lóðrétt, og á miðjum hluta 2 á bakgrunninum, lárétt.
             –    Ef það er á bakhlið kortsins er það 10 mm að þvermáli og staðsett samhverft á lóðrétta „i“-ásnum og fyrir miðju auða svæðinu.
            Ef evrópska kortið er gefið út í löndum sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu er notað annað merki.
3.3.3.      Upplýsingareitur
            Upplýsingareiturinn samanstendur af 4 mm háum, hvítum gagnaröndum (fimm þegar hann er á framhliðinni og fjórar þegar hann er á bakhliðinni) með 2 mm millibili:
             –    Þegar upplýsingareiturinn er á framhlið kortsins er hann miðja vegu á milli lóðréttu viðmiðunarlínanna „b“ og „c“ og láréttu línanna „e“ og „f“.
             –    Þegar upplýsingareiturinn er á bakhlið kortsins er hann samhverft meðfram lóðrétta „h“-ásnum og á milli lóðréttu viðmiðunarlínanna „j“ og „k“ og ofan við láréttu línuna „m“.
3.3.4.      Autt svæði
            Auða svæðið er á bakhlið evrópska kortsins og er til innlendra nota. Það má t.d. nota sem áritunarlínu eða fyrir texta, kennimerki eða aðrar merkingar. Það sem er á þessu svæði hefur ekkert lagalegt gildi heldur eingöngu upplýsingagildi.
            Staðsetning þessa svæðis er sem hér segir:
             –    Ef evrópska kortið er haft á framhlið korts er bakhlið þess auð og án allra forskrifta.
             –    Ef evrópska kortið er haft á bakhlið annars korts er autt svæði aðgengilegt á bakhlið kortsins, án allra annarra forskrifta en stærðar þess (10 mm hæð og 52 mm breidd). Það er samhverft meðfram lóðrétta „h“-ásnum og á miðju svæðinu á milli segulrandarinnar og upplýsingareitsins. Útgefandi kortsins getur haft þar rönd fyrir undirritun eða texta.
             –    Ef engin segulrönd er á kortinu er auða svæðið 20 mm að hæð í stað 10 mm.
3.4.           Fyrirframskilgreindir þættir upplýsinga
3.4.1.      Heiti korts
Heiti reits Heiti korts
Lýsing Almennt heiti kortsins samkvæmt ákvörðun framkvæmdaráðsins nr. 190.
Staðsetning Ef það er haft á framhlið, neðan við láréttu viðmiðunarlínuna „d“ og hægra megin við lóðréttu viðmiðunarlínuna „a“.
Ef það er haft á bakhlið, samhverft á lóðrétta „h“-ásnum og á miðju svæðinu á milli segulrandarinnar og efri brúnar kortsins.
Gildi Gildið „evrópskt sjúkratryggingakort“ er ritað á opinberu tungumáli Evrópusambandsins
Snið Leturgerðin er „Verdana True Type“ eða sambærilegt, venjulegt letur með hástöfum, stærðin skal vera 7 punktar á framhlið korts en 6 punktar á bakhlið, í hvítum lit, breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Lengd 40 stafir
Athugasemd Það er alfarið á ábyrgð aðildarríkis að farið sé rétt með heitið á tungumáli útgáfuríkisins.
3.4.2.      Yfirskrift
Heiti reits Yfirskrift
Lýsing Yfirskrift gefur til kynna innihald upplýsingareits.
Staðsetning Fyrir ofan hvern persónuupplýsingareit
Yfirskrift vinstra megin á kortinu er stillt að vinstri brún og yfirskrift hægra megin að hægri brún kortsins.
Gildi Gildi eru rituð á opinberu tungumáli Evrópusambandsins og eru eftirfarandi (enska lögð til grundvallar):
1.     (Engin yfirskrift er á kennimerki eyðublaðs)
2.     (Engin yfirskrift er á kenninúmeri útgáfuaðildarríkis)
3.     Heiti
4.     Eiginnöfn
5.     Fæðingardagur og –ár
6.     Kenninúmer einstaklings
7.     Kennitala stofnunar
8.     Númer korts
9.     Lokadagsetning
Snið Leturgerðin er „Verdana True Type“ eða sambærilegt, venjulegt letur, stærðin skal vera 5 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Línubil skal vera 2 punktar auk stafastærðar.
Lengd Eftir þörfum fyrir hvert framangreint gildi
Athugasemd Hver yfirskrift er merkt ótvírætt með númeri til að kort séu samsvarandi á ólíkum tungumálum.
Það er alfarið á ábyrgð aðildarríkis að farið sé rétt með gildi yfirskriftar á tungumáli útgáfuríkisins.
3.4.3.      Útgáfuríki
Heiti reits Útgáfuríki Kenninúmer (ID)
Lýsing Kenninúmer útgáfuríkis kortsins.
Staðsetning Reitur 2: Hvítur ferhyrningur, 4 mm á hæð og 4 mm á breidd, í miðju ESB-merkisins.
Gildi Tveggja stafa ISO-landskóði (ISO 3166-1)
Heiti reits Útgáfuríki Kenninúmer (ID)
Snið Leturgerðin er „Verdana true type“ eða sambærilegt, venjulegt letur með hástöfum, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Lengd 2 stafir.
Athugasemd Staðlaður ISO-kóði fyrir Konungsríkið Bretland verður „UK“ í stað „GB“. Aðeins einn kóði verður notaður fyrir hvert aðildarríki.
3.5.      Einstakir þættir persónuupplýsinga
    Einstakir þættir persónuupplýsinga hafa eftirfarandi sameiginlega eiginleika:
    –    Farið að EN 1387 að því er varðar stafamengi: Latneskt stafróf nr. 1–4 (ISO 8859-1 til 4)
    –    Ef nauðsynlegt er að skammstafa einstaka þætti, sökum takmarkaðs rýmis, verður að að gefa það til kynna með punkti.
    Upplýsingar verða prentaðar með leysi- eða hitaprentun eða grafnar en ekki með upphleyptu letri.
    Hver þáttur upplýsinganna verður settur í upplýsingareitinn samkvæmt eftirfarandi kerfi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 3
Dæmi um upplýsingareit á framhlið


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 4
Dæmi um upplýsingareit á bakhlið

3.5.1.      Autt rými (fyrra kennimerki)
Heiti reits Autt rými
Lýsing
Staðsetning Reitur 1:
–    Ef það er á framhlið, neðan við láréttu viðmiðunarlínuna „d“ og vinstra megin við lóðréttu viðmiðunarlínuna „c“.
–    Ef það er á bakhlið, samhverft meðfram lóðrétta „g“-ásnum og fyrir miðju auða svæðinu.
Í báðum tilvikum er það í hvítum ferhyrningi sem er 4 mm á hæð og 10 mm á breidd.
3.5.2.      Einstakir þættir upplýsinga sem tengjast korthafa
            Athugið að korthafi þarf ekki að vera hinn tryggði heldur getur hann verið greiðsluþegi þar eð kortið er persónukort.
Heiti reits Kenninafn korthafa
Lýsing Kenninafn korthafa eins og það er notað í útgáfuaðildarríkinu.
Staðsetning Reitur 3
Gildi
Snið Leturgerðin er „Verdana true type“ eða sambærilegt, venjulegt letur með hástöfum, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Stillt að vinstri brún.
Línubil skal vera 3 punktar auk stafastærðar.
Lengd Allt að 40 stafir.
Athugasemd Í reit fyrir kenninafn mega vera titlar, styttingar á titlum eða aðrir nafnaukar.
Heiti reits Eiginnafn eða -nöfn eða millinafn eða -nöfn korthafa
Lýsing Eiginnafn og millinafn (eða -nöfn) korthafa eins og þau eru notuð í útgáfuaðildarríkinu.
Staðsetning Reitur 4
Gildi
Snið Leturgerðin er „Verdana true type“ eða sambærilegt, venjulegt letur með hástöfum, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Staðsetning við vinstri brún.
Línubil skal vera 3 punktar auk stafastærðar.
Lengd Allt að 35 stafir.
Athugasemd Í nafnareit geta verið upphafsstafir, einn eða fleiri.
Heiti reits Fæðingardagur og -ár
Lýsing Fæðingardagur og -ár korthafa eins og það er notað í útgáfuaðildarríkinu.
Staðsetning Reitur 5
Gildi DD/MM/ÁÁÁÁ, þar sem D er dagur, M er mánuður og Á er ár
Snið Leturgerðin er „Verdana true type“ eða sambærilegt, venjulegt letur, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Stillt að vinstri brún ef það er á framhlið kortsins en að hægri brún ef það er á bakhlið þess.
Línubil skal vera 3 punktar auk stafastærðar.
Lengd 10 stafir, þ.m.t. skástrik milli stafaruna.
Athugasemd
Heiti reits Kennitala korthafa
Lýsing Einstakir liðir kennitölunnar sem útgáfuaðildarríkið notar.
Staðsetning Reitur 6
Gildi Sjá gildandi kennitölu.
Snið Leturgerðin er „Verdana True Type“ eða sambærilegt, venjulegt letur, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Stillt að hægri brún ef hún er á framhlið kortsins en að vinstri brún ef hún er á bakhlið þess.
Línubil skal vera 3 punktar auk stafastærðar.
Lengd Allt að 20 stafir fyrir auðkenniskóða.
Athugasemd Kennitala korthafa eða, þegar slík kennitala er ekki til, kennitala hins tryggða sem réttindi korthafa byggjast á.
Ekki er hægt að hafa sérstakan reit á kortinu fyrir persónuleg atriði, s.s. kynferði eða stöðu innan fjölskyldu. Þau geta samt sem áður verið innifalin í kennitölunni.
3.5.3.      Einstakir þættir upplýsinga sem varða þar til bæra stofnun
Heiti reits Heiti stofnunar
Lýsing „Stofnun“ er þar til bær tryggingarstofnun.
Staðsetning Reitur 7, hluti 1
Gildi Heiti stofnana eru skammstöfuð í stað þess að rita þau fullum stöfum.
Snið Leturgerðin er „Verdana true type“ eða sambærilegt, venjulegt letur með hástöfum, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Reitur 7 er stilltur að hægri brún og hluti 1 er hægra megin við hluta 2.
Línubil skal vera 3 punktar auk stafastærðar.
Lengd Allt að 15 stafir.
Tvö stafbil og bandstrik aðskilja hluta 1 og hluta 2.
Þennan hluta má lengja jafn mikið og hægt er að minnka hluta 2.
Athugasemd Skammstöfuninni er beitt sem aðferð til að leiða í ljós hugsanleg gagnaskráningarvandkvæði varðandi auðkenniskóða stofnunarinnar (reitur 7, hluti 2) og tryggja á þann hátt gæðaeftirlit með kennitölu stofnunarinnar.
Hægt er að fá fullt heiti stofnunarinnar á grundvelli skammstöfunarinnar eða auðkenniskóðans, t.d. með beintengdum búnaði á Netinu.
Engir punktar eru notaðir í skammstöfunum
Heiti reits Kennitala stofnunar
Lýsing Auðkenniskóði sem úthlutað er á landvísu til stofnunar, þ.e. þar til bær tryggingarstofnun.
Staðsetning Reitur 7, hluti 2
Gildi Sjá innlenda landsskrá yfir þar til bærar stofnanir
Heiti reits Kennitala stofnunar
Snið Leturgerðin er „Verdana True Type“ eða sambærilegt, venjulegt letur, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Reitur 7 er stilltur að hægri brún og hluti 2 er vinstra megin við hluta 1.
Línubil skal vera 3 punktar auk stafastærðar.
Lengd 4 til 10 stafir.
Athugasemd Birta má viðbótarupplýsingar, uppfærðar og eldri, sem kunna að vera nauðsynlegar fyrir samskipti við stofnunina, og sem geta orðið aðgengilegar á Netinu með hjálp búnaðar sem gegnir hlutverki þekkingarmiðstöðvar.
Þar til bæra stofnunin getur verið önnur en samskiptastofnunin eða stofnunin sem annast endurgreiðslur yfir landamæri eða stofnunin sem annast tæknilegu hliðina á útgáfu evrópska sjúkratryggingakortsins. Einnig má gera þessar upplýsingar aðgengilegar á Netinu með hjálp búnaðar sem gegnir hlutverki þekkingarmiðstöðvar.
3.5.4.      Einstakir þættir upplýsinga sem tengjast kortinu
Heiti reits Sérnúmer korts
Lýsing Sérnúmer, sem útgefandi úthlutar hverju korti, í þeim tilgangi að auðkenna það. Það samanstendur af tveimur hlutum, kenninúmeri útgefanda og raðnúmeri kortsins.
Staðsetning Reitur 8
Gildi Fyrstu 10 stafirnir gefa til kynna útgefanda kortsins í samræmi við staðalinn EN 1867 frá 1997.
Síðustu 10 stafirnir mynda einstakt raðnúmer.
Snið Leturgerðin er „Verdana True Type“ eða sambærilegt, venjulegt letur, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Línubil skal vera 3 punktar auk stafastærðar.
Lengd 20 stafir (með núllum á undan eftir þörfum fyrir þá 10 stafi sem mynda einstakt raðnúmer kortsins).
Athugasemd Í þeim aðildarríkjum, sem gefa út evrópskt sjúkratryggingakort, sem eru ekki rafræn, má beita sérstakri skráningaraðferð við úthlutun kenninúmers til útgefanda í stað hinnar opinberu sem skilgreind er í staðlinum EN 1867.
Hægt á að vera að bera saman, út frá sérnúmeri korts, upplýsingarnar á kortinu og upplýsingarnar sem útgáfustofnunin hefur um þetta sama númer, t.d. til að draga úr hættunni á svikum eða finna hugsanlegar villur í skráningu gagna þegar gögn á kortinu eru notuð í tengslum við endurgreiðslukröfur.
Heiti reits Lokadagsetning
Lýsing Síðasti dagur sem korthafi á rétt á heilbrigðisþjónustu meðan á tímabundinni dvöl hans stendur í aðildarríki, öðru en aðildarríkinu sem veitir sjúkratrygginguna.
Staðsetning Reitur 9
Gildi DD/MM/ÁÁÁÁ, þar sem D er dagur, M er mánuður og Á er ár.
Snið Leturgerðin er „Verdana True Type“ eða sambærilegt, venjulegt letur, stærðin skal vera 7 punktar, í svörtum lit og breidd stafa skal vera 90% af venjulegri stærð og staðsetning og bil á milli stafa „venjuleg“.
Stillt að hægri brún.
Línubil skal vera 3 punktar auk stafastærðar.
Heiti reits Lokadagsetning
Lengd 10 stafir, þ.m.t. skástrik milli stafaruna.
Athugasemd Aðildarríki er heimilt að krefjast endurgreiðslu kostnaðar við heilbrigðisþjónustu sem er veitt á gildistíma kortsins, þótt réttindatímabilið kunni að vera annað en gildistími kortsins.
3.6.          Öryggiskröfur
        
    Útgefandi kortsins ber fulla ábyrgð á öllum öryggisráðstöfunum þar eð hann hefur mestu möguleikana á að meta áhættu og gera viðeigandi gagnráðstafanir.
            Þegar evrópska kortið er haft á bakhlið innlends korts ná allar öryggisráðstafanir, sem gilda um innlenda kortið, til þess. Þó er lagt til, sem viðbótaröryggisráðstöfun, að sumar upplýsingar séu á báðum hliðum kortsins.
            Ef önnur atriði en þau, sem eru tilgreind hér að framan, eru talin til nauðsynlegra öryggisráðstafana (t.d. andlitsmynd af korthafa) verða þau sett á hina hlið kortsins.

II. VIÐAUKI
Fyrirmynd að bráðabirgðavottorði í stað evrópska sjúkratryggingarkortsins

1.     INNGANGUR
    Bráðabirgðavottorð (hér á eftir kallað „vottorðið“) má einungis afhenda hinum tryggða samkvæmt beiðni og sem bráðabirgðavottorð í stað evrópska kortsins.
    Vottorðið er með sama sniði í öllum aðildarríkjunum og á því eru, í sömu röð, sömu upplýsingar og á evrópska kortinu (reitir 1 til 9), auk upplýsinga sem votta uppruna og gildi vottorðsins (reitir a til d).
2.     FYRIRMYND AÐ VOTTORÐINU
    Sjá næstu bls.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


ÁKVÖRÐUN nr. S3
frá 12. júní 2009
um skilgreiningu þeirrar aðstoðar sem fellur undir 1. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 27. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 og 3. mgr. A-hluta 25. gr. reglugerðar     Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/10)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd eða túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 19. og 27. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um aðstoð meðan á tímabundinni dvöl stendur í öðru aðildarríki en hinu lögbæra ríki,
með hliðsjón af 3. mgr. A-hluta 25. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 27. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 á tryggður einstaklingur rétt á að fá aðstoð meðan á tímabundinni dvöl stendur í öðru aðildarríki en búseturíki sem verður nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum sé tekið mið af eðli aðstoðarinnar og lengd dvalar.
2)    Samkvæmt 3. mgr. A-hluta 25. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 skal aðstoð, sem um getur í 1. mgr. 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, vísa til þeirrar aðstoðar sem veitt er í dvalaraðildarríkinu í samræmi við löggjöf þess og sem verður nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum, með það að markmiði að koma í veg fyrir að hinn tryggði neyðist til að snúa til baka áður en áætlaðri dvöl hans lýkur til lögbæra aðildarríkisins til að fá nauðsynlega meðferð.
3)    Túlka ber 3. mgr. A-hluta 25. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 þannig að öll aðstoð, sem veitt er í tengslum við langvinnan eða fyrirliggjandi sjúkdóm, falli undir þetta ákvæði. Dómstóllinn úrskurðaði ( 3 ) að hugtakið „nauðsynleg meðferð“ megi ekki túlka svo „að aðstoðin sé takmörkuð einungis við þau tilvik þegar veitt er nauðsynleg meðferð vegna skyndilegra veikinda. Þannig má ekki líta svo á að skilyrðum fyrir beitingu þessara ákvæða hafi ekki verið fullnægt þegar upp koma þær aðstæður að meðferð verður nauðsynleg vegna breytinga á heilsufari tryggða einstaklingsins meðan hann dvelur tímabundið í öðru aðildarríki, sem tengja má sjúkdómsástandi sem honum er kunnugt um, t.d. langvinnum sjúkdómi.“
4)    Túlka ber 3. mgr. A-hluta 25. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009 þannig að aðstoð sem veitt eru í tengslum við þungun og barnsfæðingu falli undir þetta ákvæði. Þó tekur þetta ákvæði ekki til þess þegar tilgangur tímabundinnar dvalar er sá að fæða barn.
5)    Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 hefur framkvæmdaráðinu verið falið að taka saman skrá yfir þá aðstoð sem er bundin, til hagræðingar, áður gerðu samkomulagi milli hlutaðeigandi einstaklings og stofnunarinnar sem lætur aðstoðina í té eigi að veita hana á meðan á dvöl stendur í öðru aðildarríki.
6)    Markmiðið með því fyrirframgerða samkomulagi, sem kveðið er á um í 2. mgr. 19. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, er að tryggja framhald meðferðar sem tryggður einstaklingur þarf á að halda á meðan hann dvelst í öðru aðildarríki.
7)    Í ljósi þessa markmiðs eru grundvallarviðmiðanir vegna skilgreiningar á aðstoð, sem gera þarf samkomulag um fyrir fram milli sjúklings og þeirrar einingar í öðru aðildarríki sem veitir umönnun, þær að um ræði lífsnauðsynlega læknismeðferð og að aðeins sé hægt að fá þessa meðferð hjá sérhæfðum lækningaeiningum og/eða sérhæfðu starfsfólki og/eða með sérhæfðum tækjum. Í viðaukanum við þessa ákvörðun er að finna skrá sem ekki er tæmandi og byggist á þessum viðmiðunum.
    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EBE) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Aðstoðin, sem gert er ráð fyrir í 1. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 27. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og 3. mgr. A-hluta 25. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009, skal taka til aðstoðar sem er veitt í tengslum við langvinnan eða fyrirliggjandi sjúkdóm, svo og í tengslum við þungun og barnsfæðingu.
2.    Aðstoð, þ.m.t. í tengslum við langvinnan eða fyrirliggjandi sjúkdóm, eða í tengslum við barnsfæðingu, fellur ekki undir þessi ákvæði þegar tilgangur dvalar í öðru aðildarríki er sá að njóta slíkrar meðferðar.
3.    Öll lífsnauðsynleg meðferð, sem einungis getur farið fram hjá sérhæfðum lækningaeiningum og/ eða sérhæfðu starfsfólki og/eða með sérhæfðum tækjum, skal að jafnaði vera bundin áður gerðu samkomulagi milli hins tryggða og þeirrar einingar þar sem meðferð fer fram til að tryggja að hægt sé að veita meðferðina meðan á tímabundinni dvöl tryggða einstaklingsins í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki eða búseturíki stendur.
    Í viðaukanum við þessa ákvörðun er að finna skrá, sem ekki er tæmandi, yfir meðferð sem uppfyllir þessar viðmiðanir.
4.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová


VIÐAUKI

    –        skilunarmeðferð
    –        súrefnismeðferð
    –        sérstök meðferð við asma
    –        hjartaómun vegna langvinns sjálfsofnæmissjúkdóms
    –        lyfjameðferð

ÁKVÖRÐUN nr. U1
frá 12. júní 2009
um 3. mgr. 54. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 að því er varðar hækkun atvinnuleysisbóta vegna aðstandenda
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/11)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 2. og 3. mgr. 54. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Ef gert er ráð fyrir því í löggjöf aðildarríkis að fjárhæð atvinnuleysisbóta fari eftir fjölda aðstandenda skal þar til bær stofnun, í samræmi við 3. mgr. 54. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009, einnig taka tillit til fjölda aðstandenda við útreikning bóta sem hafa búsetu á yfirráðasvæði annars aðildarríkis en þess þar sem þar til bær stofnun hefur aðsetur.
2)    Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. fyrrnefndrar reglugerðar skulu stofnanir án tafar leggja fram eða skiptast á öllum nauðsynlegum upplýsingum til að koma á og ákvarða réttindi og skyldur einstaklinga sem reglugerð (EB) nr. 883/2004 tekur til.
3)    Þau skjöl og skipulega uppsettu rafrænu skjöl, sem kveðið er á um í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (EB) 987/2009, eru leið til að færa sönnur á þau réttindi sem viðkomandi einstaklingur nýtur en útgáfa þeirra eru ekki forsenda slíkra réttinda.
4)    Skjöl, sem varða aðstandendur sem hafa búsetu á yfirráðasvæði annars aðildarríkis en þess þar sem þar til bær stofnun hefur aðsetur, má aðeins senda eftir að atvinnuleysistímabil, sem veitir rétt til bóta, er hafið.
5)    Greiðslur á eftirstöðvum hækkunar atvinnuleysisbóta vegna aðstandenda ber að inna af hendi fyrir það tímabil, sem kemur næst á undan þeim degi þegar upplýsingar eru veittar um aðstandendur með búsetu á yfirráðasvæði annars aðildarríkis en þess þar sem þar til bær stofnun hefur aðsetur, að því tilskildu að viðkomandi einstaklingar hafi þegar verið á framfæri hins atvinnulausa einstaklings við upphaf þess atvinnuleysistímabils sem veitir rétt til bóta.
    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Ef skjal sem varðar aðstandendur er sent eftir að atvinnuleysistímabil, sem veitir rétt til bóta, er hafið skal það ekki verða til þess að frestað verði þeirri upphafsdagsetningu á öflun réttinda til hækkaðra atvinnuleysisbóta vegna aðstandenda á framfæri viðkomandi sem er ákvörðuð í samræmi við löggjöf lögbærs ríkis.
2.    Ef stofnun, sem sendir það skjal sem um getur í 1. mgr., er ekki í aðstöðu til að votta að ekki hafi verið tekið tillit til aðstandenda við útreikning atvinnuleysisbóta, sem greiða ber til annars einstaklings samkvæmt löggjöf aðildarríkisins þar sem þeir hafa búsetu, skal viðkomandi einstaklingi heimilt að láta yfirlýsingu þess efnis fylgja fyrrnefndu skjali.
3.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová



ÁKVÖRÐUN nr. U2 frá 12. júní 2009
um gildissvið 2. mgr. 65. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um rétt einstaklinga, sem eru atvinnulausir með öllu, til atvinnuleysisbóta, annarra en þeirra sem sækja vinnu yfir landamæri og voru búsettir í öðru aðildarríki en lögbæru aðildarríki þegar þeir     störfuðu síðast sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/12)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 2. og 5. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Í 65. gr. reglugerðar (EB) 883/2004 er mælt fyrir um sérstakar reglur um veitingu og greiðslu atvinnuleysisbóta til atvinnulausra einstaklinga, sem voru, þegar þeir störfuðu síðast sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar, búsettir í öðru aðildarríki en hinu lögbæra aðildarríki.
2)    Beiting 65. gr. þessarar reglugerðar í heild ræðst af því hvort viðkomandi einstaklingar voru, þegar þeir störfuðu síðast sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar, búsettir í öðru aðildarríki en því þar sem þeir falla undir löggjöf sem er ekki endilega það ríki þar sem þeir voru launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar.
3)     Samkvæmt skilgreiningunni sem kveðið er á um í j-lið 1. gr. þessarar reglugerðar er merking hugtaksins „búseta“: sá staður þar sem einstaklingurinn býr að jafnaði, og hugtakið „dvöl“: tímabundin búseta í k-lið sömu greinar.
4)    Í 11. gr. reglugerðar (EB) 987/2009 eru settar fram viðmiðanir sem ákvarða búsetu þegar ágreiningur er um það milli stofnana tveggja eða fleiri aðildarríkja.
5)    Af f-lið 1. gr. reglugerðar (EB) 883/2004 leiðir að þeir sem sækja vinnu yfir landamæri eru búsettir í öðru landi en því þar sem þeir starfa eða atvinnustarfsemi þeirra fer fram sem er, skv. a- lið 3. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar, lögbært ríki og því leikur enginn vafi á að 65. gr. sömu reglugerðar gildir um þá sem sækja vinnu yfir landamæri.
6)    Hópar einstaklinga, sem um getur í 4. mgr. 11. gr. og 13. gr. sömu reglugerðar, og einstaklingar, sem samningur sem um getur í 16. gr. sömu reglugerðar á við um, eru í sumum tilvikum líklegir til þess að dvelja í aðildarríki sem ekki er skilgreint sem lögbært aðildarríki samkvæmt þessum greinum.
7)    Ákvarða skal í hverju tilviki fyrir sig í hvaða aðildarríki einstaklingar, sem tilheyra þessum hópum, eru búsettir og að því er varðar einstaklinga, sem um getur í a-lið 1. mgr. 13. gr. og b-lið 2. mgr. 13. gr. reglugerðar (EB) 883/2004, skal það gert á grundvelli aðildar að tryggingakerfum.
8)    Samkvæmt 5. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 færist ábyrgð á greiðslu bóta frá lögbæru ríki til búseturíkis þegar viðkomandi einstaklingur gefur sig fram við vinnumiðlun síðarnefnda ríkisins.
9)    Þótt þetta sé viðurkennt fyrir þá sem sækja vinnu yfir landamæri og einstaklinga í tilteknum öðrum hópum, sem halda á sama hátt nánum tengslum við upprunalandsitt, er ekki ásættanlegt að túlka hugtakið „búseta“ of vítt þannig að gildissvið 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 nái til allra þeirra sem hafa nokkuð stöðuga vinnu eða atvinnustarfsemi í aðildarríki en skilja fjölskyldu sína eftir í upprunalandi sínu.
    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EBE) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Ákvæði 5. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) 883/ 2004 skal einkum gilda um:
    a)    einstaklinga sem um getur í 4. mgr. 11. greinar þeirrar reglugerðar,
    b)    einstaklinga sem um getur í 13. gr. þeirrar reglugerðar sem stunda starfsemi sína að jafnaði á yfirráðavæði tveggja aðildarríkja eða fleiri,
    c)    einstaklinga sem samningur, sem um getur í 1. mgr. 16. gr. þeirrar reglugerðar, gildir um,
    sem voru búsettir í öðru aðildarríki en hinu lögbæra ríki þegar þeir voru síðast í starfi eða stunduðu síðast atvinnustarfsemi.
2.    Þeir einstaklingar, sem um getur í 1. mgr. og féllu í síðasta starfi sínu eða atvinnustarfsemi undir löggjöf annars aðildarríkis en þess þar sem þeir starfa sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar, skulu eiga rétt til bóta í samræmi við ákvæði löggjafar búseturíkisins eins og þeir hefðu áður heyrt undir þá löggjöf.
3.    Við beitingu þessarar ákvörðunar skal ákvarða búseturíkið í samræmi við 11. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009.
4.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová

Ákvörðun nr. U3
frá 12. júní 2009
um gildissvið hugtaksins „atvinnuleysi að hluta til“ sem á við um atvinnulausa einstaklinga sem     um getur í 1. mgr. 65. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/13)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 1. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Í 2. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 er að finna ákvæði sem veitir einstaklingum, sem eru atvinnulausir með öllu, undanþágu frá meginreglu vinnulandslöggjafarinnar, lex loci laboris, sem sett er fram í a-lið 3. mgr. 11. gr. þeirrar reglugerðar.
2)    Beita skal samræmdum viðmiðunum Bandalagsins til að ákvarða hvort einstaklingur skuli teljast atvinnulaus með öllu eða að hluta til í skilningi 1. og 2. mgr. 65. gr. sömu reglugerðar. Slíkt mat má ekki fara fram á grundvelli viðmiðana í landslögum.
3)    Þar eð starfsvenjur opinberra almannatryggingastofnana í hinum ýmsu aðildarríkjum endurspegla mismunandi túlkun þegar ákvarða skal tegund atvinnuleysis er mikilvægt að tilgreina gildissvið áðurnefndrar greinar með það fyrir augum að stofnanirnar geti samþykkt samræmdar og jafnvægar viðmiðanir að því er varðar beitingu þessara stofnana á þeirri grein.
4)    Samkvæmt 2. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 fær einstaklingur, sem er atvinnulaus með öllu og hefur ekki lengur nein tengsl við lögbært aðildarríki, atvinnuleysisbætur hjá stofnun á búsetustað.
5)    Mat á því hvort ráðningartengsl eru fyrir hendi eða þeim er viðhaldið byggt eingöngu á landslögum í ráðningarríkinu.
6)    Ekki yrði unnt að ná því markmiði að vernda atvinnulausa einstaklinga skv. 65. gr. reglugerðarinnar ef einstaklingur, sem er áfram starfsmaður hjá sama fyrirtæki í aðildarríki öðru en því þar sem hann hefur búsetu, einnig þegar honum er sagt upp starfi tímabundið, er engu að síður talinn vera atvinnulaus með öllu og verður því að snúa sér til stofnunar á búsetustað til þess að fá atvinnuleysisbætur,
    Ákvörðunin er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:
1.    Að því er varðar beitingu a-liðar 1. mgr. 65. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 fer ákvörðun um tegund atvinnuleysis (þ.e.a.s. atvinnuleysi að hluta til eða að öllu leyti) eftir því hvort samningsbundin ráðningartengsl eru fyrir hendi eða þeim viðhaldið milli aðila en ekki eftir því hversu lengi tímabundið hlé á starfi viðkomandi varir.
2.    Ef einstaklingur er áfram starfsmaður hjá fyrirtæki í öðru aðildarríki en því þar sem hann hefur búsetu, en starf hans er lagt niður tímabundið þó hann geti horfið aftur til vinnu hvenær sem er, skal fyrrnefndur launþegi talinn vera atvinnulaus að hluta til, og samsvarandi bætur skulu veittar af þar til bærri stofnun í ráðningarríkinu í samræmi við 1. mgr. 65. gr. reglugerðarinnar.
3.    Ef einstaklingur er án samningsbundinna ráðningartengsla og hefur ekki lengur tengsl við ráðningarríkið (t.d. vegna þess að ráðningarsamningi hefur verið sagt upp eða er útrunninn) skal hann talinn atvinnulaus með öllu í samræmi við 2. mgr. 65. gr. reglugerðarinnar og skal stofnun á búsetustað veita bætur.
4.    Ef sjálfstætt starfandi einstaklingur stundar ekki atvinnu- eða fagstarfsemi í aðildarríkinu þar sem atvinnustarfsemin fer fram telst hann atvinnulaus með öllu í samræmi við 2. mgr. 65. gr. reglugerðarinnar og stofnun á búsetustað skal veita bætur.
5.    Ákvörðun þessi skal birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Hún kemur til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová


Fylgiskjal VI.


Tilmæli framkvæmdaráðs um samræmingu almannatryggingakerfa

Tilmæli nr. P1 frá 12. júní 2009
um Gottardo-dóminn, en samkvæmt honum skulu þær hagsbætur, sem ríkisborgurum aðildarríkis eru tryggðar með tvíhliða almannatryggingasamningi við land utan Bandalagsins, einnig veittar starfandi fólki sem er ríkisborgarar annarra aðildarríkja
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/14)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd eða túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af c-lið 72. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, en samkvæmt honum skal það stuðla að og auka samvinnu milli aðildarríkjanna og stofnana þeirra í málum er lúta að almannatryggingum,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)        Reglugerð (EB) nr. 883/2004, sem var samþykkt á grundvelli 42. og 308. gr. sáttmálans, er mikilvægt tæki til þess að nýta það mannfrelsi sem gert er ráð fyrir í sáttmálanum.
2)        Meginreglan um bann við mismunun vegna þjóðernis er mikilvæg til að tryggja frjálsa för launþega, eins og kveðið er á um í 39. gr. sáttmálans. Hún felur í sér afnám allrar mismununar milli launþega með búsetu í aðildarríkjunum og farandlaunþega að því er varðar atvinnu, laun og önnur vinnuskilyrði.
3)        Í máli Gottardo ( 3 ) gekk Dómstóllinn út frá þessari meginreglu, eins og hún er sett fram í 39. gr. sáttmálans, gagnvart einstaklingi sem er búsettur í Bandalaginu og hefur starfað í Frakklandi, á Ítalíu og í Sviss. Þessi einstaklingur hafði ekki fullnægjandi rétt til lífeyris á Ítalíu og bað um að tryggingatímabilum, sem lokið hafði verið í Sviss og á Ítalíu, yrði safnað saman, eins og kveðið er á um í tvíhliða samningi milli Ítalíu og Sviss í þágu ríkisborgara þessara landa.
4)        Í þessu máli úrskurðaði Dómstóllinn að þegar aðildarríki gerir tvíhliða alþjóðasamning um almannatryggingar við land utan Bandalagsins, þar sem kveðið er á um það að hve miklu leyti taka beri tillit til tryggingatímabila sem er lokið í viðkomandi landi utan Bandalagsins til öflunar réttar til bóta vegna elli, leiðir það af meginreglunni um jafna meðferð að viðkomandi aðildarríki skuli veita ríkisborgurum annarra aðildarríkja sömu hagsbætur og ríkisborgarar þess njóta samkvæmt þeim samningi, nema það geti lagt fram hlutlæg rök fyrir synjun (34. mgr.).
5)        Í þessu sambandi lýsti Dómstóllinn því yfir að túlkun hans á hugtakinu „löggjöf“ í j-lið 1. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1408/71 ( 4 ) (núgildandi l-liður 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004) geti ekki haft áhrif á skuldbindingu sérhvers aðildarríkis um að fara að meginreglunni um jafna meðferð sem mælt er fyrir um í 39. gr. sáttmálans.
6)        Dómstóllinn leit svo á að röskun á jafnvægi og gagnkvæmni tvíhliða alþjóðasamnings, sem aðildarríki og land utan Bandalagsins hafa gert með sér, teldist ekki hlutlæg rök fyrir synjun aðildarríkis, sem aðili er að tvíhliða samningi við land utan Bandalagsins, að láta samninginn gilda um ríkisborgara annarra aðildarríkja þannig að þeir njóti sömu hagsbóta vegna samningsins og ríkisborgarar þess.
7)        Dómstóllinn féllst ekki heldur á andmæli þess efnis að hugsanleg aukin fjárhagsleg byrði og stjórnsýsluerfiðleikar við að koma á tengslum við lögbær yfirvöld í viðkomandi landi utan Bandalagsins gæti réttlætt það að aðildarríki, sem er aðili að tvíhliða samningnum, fari ekki að skuldbindingum sínum samkvæmt sáttmálanum.
8)        Brýnt er að draga allar viðeigandi ályktanir af þessum dómi, sem skiptir sköpum fyrir ríkisborgara Bandalagsins sem hafa neytt réttar síns til frjálsrar farar til annars aðildarríkis.
9)        Af þessum sökum er rétt að ítreka að nauðsynlegt er að túlka tvíhliða samninga um almannatryggingar milli aðildarríkis og lands utan Bandalagsins þannig að ríkisborgarar Bandalagsins njóti að jafnaði sömu hagsbóta og ríkisborgarar aðildarríkisins, sem er aðili að samningnum, enda séu þeir í sömu aðstæðum með hliðsjón af hlutlægum viðmiðunum.
10)        Rétt er að endurskoða gildandi tvíhliða samninga án tillits til samræmdrar beitingar Gottardo-úrskurðarins í einstökum málum. Að því er varðar samninga, sem áður hafa verið gerðir, segir svo í 307. gr. sáttmálans: „(...) skulu hlutaðeigandi aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir til að eyða hvers kyns misræmi“, og að því er varðar samninga sem gerðir hafa verið eftir 1. janúar 1958, eða eftir inngöngu aðildarríkis í Evrópubandalagið, er kveðið á um það í 10. gr. sáttmálans að þessi sömu aðildarríki muni „og ekki gera neinar þær ráðstafanir sem gætu stofnað markmiðum þess í hættu.“
11)        Að því er varðar nýja tvíhliða samninga um almannatryggingar, sem aðildarríki og land utan Bandalagsins gera með sér, skiptir miklu að þeir hafi að geyma sérstaka tilvísun til meginreglunnar um bann við mismunun vegna þjóðernis ríkisborgara annarra aðildarríkja sem hafa nýtt sér réttinn til frjálsrar farar í því aðildarríki sem er aðili að viðkomandi samningi.
12)        Framkvæmd Gottardo-dómsins í einstökum málum veltur að miklu leyti á samstarfi landa utan Bandalagsins þar eð þau þurfa að votta tryggingatímabil sem viðkomandi einstaklingur hefur lokið þar.
13)        Rétt er að framkvæmdaráðið fjalli um þetta álitamál þar eð Gottardo-úrskurðurinn varðar beitingu meginreglunnar um jafna meðferð á sviði almannatrygginga.
        Ákvörðun er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
LAGT TIL EFTIRFARANDI VIÐ ÞAR TIL BÆRAR ÞJÓNUSTUIDEILDIR OG STOFNANIR:
1.    Í samræmi við meginregluna um jafna meðferð og bann við mismunun milli ríkisborgara aðildarríkis og ríkisborgara annarra aðildarríkja, sem hafa nýtt réttinn til frjálsrar farar skv. 39. gr. sáttmálans, skulu hagsbætur í tengslum við lífeyri, sem starfandi fólk í aðildarríki (launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar) nýtur samkvæmt samningi um almannatryggingar sem gerður hefur verið við land utan Bandalagsins, einnig veittar starfandi fólki (launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum) sem eru ríkisborgarar annarra aðildarríkja enda séu þeir í sömu aðstæðum með hliðsjón af hlutlægum viðmiðunum.
2.    Nýir tvíhliða samningar um almannatryggingar, sem aðildarríki og land utan Bandalagsins gera með sér, skulu hafa að geyma sérstaka tilvísun til meginreglunnar um bann við mismunun vegna þjóðernis ríkisborgara annars aðildarríkis sem hefur nýtt sér réttinn til frjálsrar farar í því aðildarríki sem er aðili að viðkomandi samningi.
3.    Aðildarríkin skulu tilkynna stofnunum í þeim löndum sem þau hafa gert tvíhliða samninga við um almannatryggingar, sem hafa að geyma ákvæði sem varða aðeins ríkisborgara þeirra, um áhrif Gottardo-úrskurðarins og fara fram á samstarf við þau um framkvæmd úrskurðar Dómstólsins. Þau aðildarríki, sem hafa gert tvíhliða samninga við þessi sömu lönd utan Bandalagsins, geta komið fram sem ein heild þegar farið er fram á þetta samstarf. Samstarf af þessu tagi er augljóslega afar mikilvægt ef fara á að úrskurðinum.
4.    Tilmæli þessi skulu birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Þau koma til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová

Tilmæli nr. U1 frá 12. júní 2009
um löggjöf sem gildir um atvinnulausa einstaklinga sem eru í hlutastarfi í öðru aðildarríki en búseturíkinu, hvort heldur sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/15)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd eða túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af a-lið 3. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og 18. gr. (EB) nr. 987/2009,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Einstaklingum, sem búa á yfirráðasvæði aðildarríkis og eiga rétt á atvinnuleysisbótum samkvæmt þeirri löggjöf sem um þá gildir, skal heimilt að vera í hlutastarfi sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar á yfirráðasvæði annars aðildarríkis en halda jafnframt rétti sínum til atvinnuleysisbóta hjá því aðildarríki þar sem þeir hafa búsetu.
2)    Þegar svo háttar til er nauðsynlegt að ákvarða hvaða löggjöf á við um þessa einstaklinga skv. 11. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 svo að komist verði hjá hugsanlegum lagaskilum.
3)    Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. téðrar reglugerðar skal líta svo á að einstaklingar, sem fá greiddar bætur í peningum í krafti starfa sinna sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar, gegni fyrrgreindum störfum.
4)    Samkvæmt a-lið 3. mgr. 11. gr. téðrar reglugerðar skulu launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar í aðildarríki heyra undir löggjöf þess aðildarríkis.
5)    Í þágu þeirra einstaklinga, sem um getur í fyrstu forsendu hér að framan, er æskilegt að þeir heyri áfram undir löggjöf búsetulands síns, bæði að því er varðar iðgjöld, sem þeim ber að greiða vegna starfs síns, og veitingu bóta.
6)    Með 1. mgr. 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/ 2004 er aðildarríkjum heimilað að kveða á um undanþágur frá 11.–15. gr. þeirrar reglugerðar.
    Ákvörðun er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
LAGT TIL EFTIRFARANDI VIÐ ÞAR TIL BÆRAR ÞJÓNUSTUIDEILDIR OG STOFNANIR:
1.    Lögbær yfirvöld hlutaðeigandi aðildarríkja, eða aðilar sem þessi lögbæru yfirvöld tilnefna, gera samninga skv. 1. mgr. 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 með eftirfarandi skilyrðum:
    Í samningunum skal kveða á um að einstaklingar, sem fá atvinnuleysisbætur í búseturíki sínu og eru jafnframt í hlutastarfi sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar í öðru aðildarríki, skuli aðeins heyra undir löggjöf fyrrnefnda ríkisins, bæði að því er varðar greiðslu iðgjalda og veitingu bóta.
    Sú stofnun, sem leggur til atvinnuleysisbætur í búseturíki viðkomandi einstaklings, skal upplýsa þá stofnun, sem lögbært yfirvald þess ríkis hefur tilnefnt, um hvers kyns hlutastörf sem viðkomandi einstaklingur stundar í öðru aðildarríki, hvort heldur sem launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur.
    Síðarnefnda stofnunin skal tafarlaust upplýsa þá stofnun, sem lögbært yfirvald aðildarríkis, þar sem viðkomandi einstaklingur er í hlutastarfi, hefur tilnefnt, um að einstaklingurinn heyri áfram undir löggjöf búseturíkisins.
2.    Samkvæmt þessum samningum gildir sú málsmeðferð sem sett er fram í 19.–21. gr. reglugerðar (EB) nr. 987/2009.
3.    Samningurinn, sem aðildarríkin hafa gert með sér samkvæmt tilmælum nr. 18 frá 28. febrúar 1986, sem fylgir með í viðauka, gildir áfram samkvæmt reglugerð (EB) nr. 884/2004 og reglugerð (EB) nr. 987/2009, með fyrirvara um 2. lið þessara tilmæla.
4.    Tilmæli þessi skulu birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Þau koma til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová

VIÐAUKI

Samningur Belgíu og Lúxemborgar frá 28. október 1986 um að ákvarða hvaða löggjöf skuli beita gagnvart atvinnulausum einstaklingum, sem eru búsettir í öðru ríkjanna og fá þar atvinnuleysisbætur, þegar þeir eru í hlutastarfi í hinu ríkinu.

Tilmæli nr. U2 frá 12. júní 2009
um beitingu a-liðar 1. mgr. 64. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 gagnvart atvinnulausum einstaklingum sem fylgja mökum sínum eða sambýlismönnum/-konum sem eru launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar í öðru aðildarríki en lögbæru ríki
(Texti sem varðar EES og samning EB og Sviss)
(2010/C 106/16)

FRAMKVÆMDARÁÐIÐ UM SAMRÆMINGU ALMANNATRYGGINGAKERFA HEFUR,
með hliðsjón af a-lið 72. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 frá 29. apríl um samræmingu almannatryggingakerfa ( 1 ), en samkvæmt honum skal framkvæmdaráðið fjalla um álitaefni er lúta að framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 987/2009 frá 16. september 2009 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa ( 2 ),
með hliðsjón af 1. mgr. 64. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 og 1. mgr. 55. gr. (EB) nr. 987/2009,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)    Samkvæmt skilmálum 1. mgr. 64. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004 hefur launþegi eða sjálfstætt starfandi einstaklingur, sem er með öllu atvinnulaus og fer til aðildarríkis annars en hins lögbæra ríkis í leit að atvinnu, rétt til að halda atvinnuleysisbótum sínum í peningum með ákveðnum skilyrðum og takmörkunum.
2)    Eitt þeirra skilyrða, sem mælt er fyrir um í a-lið framangreindrar málsgreinar, er að hlutaðeigandi einstaklingur hafi verið reiðubúinn að þiggja vinnu hjá vinnumiðlun hins lögbæra ríkis í fjórar vikur hið minnsta eftir að hann varð atvinnulaus.
3)    Lokamálsliður a-liðar gerir þó ráð fyrir að þar til bær stofnun eða vinnumiðlun geti leyft brottför viðkomandi áður en fjórar vikur eru liðnar.
4)    Þetta leyfi skal að jafnaði veitt einstaklingum sem óska eftir að fylgja maka sínum eða sambýlismanni/-konu sem hefur fengið starf í öðru aðildarríki, enda uppfylli þeir önnur skilyrði sem eru sett í 1. mgr. 64. gr. reglugerðarinnar.
    Ákvörðun er tekin í samræmi við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 71. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
LAGT TIL EFTIRFARANDI VIÐ ÞAR TIL BÆRAR ÞJÓNUSTUDEILDIR OG STOFNANIR:
1.    Leyfi til brottfarar áður en fjögurra vikna fresturinn, sem kveðið er á um í lokamálslið a-liðar 1. mgr. 64. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004, er liðinn, skal veitt einstaklingi sem er með öllu atvinnulaus, uppfyllir öll önnur skilyrði sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 64. gr. og fylgir maka sínum eða sambýlismanni/-konu sem hefur fengið starf í öðru aðildarríki en lögbæru ríki.
    Sambýlismann/-konu skal skilgreina á grundvelli löggjafar í lögbæru aðildarríki.
2.    Tilmæli þessi skulu birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Þau koma til framkvæmda á gildistökudegi reglugerðar (EB) nr. 987/2009.

Formaður framkvæmdaráðsins,
Gabriela Pikorová

Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 277, 22.10.2009, bls. 34, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 56, 22. 10. 2009, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 277, 22.10.2009, bls. 34, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 56, 22. 10. 2009, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 3
(3)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 4
(4)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 43.
Neðanmálsgrein: 5
(5)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 6
(6)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 7
(7)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 8
(8)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 9.
Neðanmálsgrein: 9
(9)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 10
(10)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 13.
Neðanmálsgrein: 11
(11)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 17.
Neðanmálsgrein: 12
(12)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 21.
Neðanmálsgrein: 13
(13)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 14
(14)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 26.
Neðanmálsgrein: 15
(15)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 40.
Neðanmálsgrein: 16
(16)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 42.
Neðanmálsgrein: 17
(17)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 43.
Neðanmálsgrein: 18
(18)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 45.
Neðanmálsgrein: 19
(19)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 47.
Neðanmálsgrein: 20
(20)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 49.
Neðanmálsgrein: 21
(21)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 51.
Neðanmálsgrein: 22
(22)    Stjtíð. EB L 149, 5.7.1971, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 23
(23)    Stjtíð. EB L 74, 27.3.1972, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 24
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 25
(1)    Stjtíð. ESB C 38, 12.2.1999, bls. 10.
Neðanmálsgrein: 26
(2)    Stjtíð. ESB C 75, 15.3.2000, bls. 29.
Neðanmálsgrein: 27
(3)    Álit Evrópuþingsins frá 3. september 2003 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindunum). Sameiginleg afstaða ráðsins frá 26. janúar 2004 (Stjtíð. ESB C 79 E, 30.3.2004, bls. 15) og afstaða Evrópuþingsins frá 20. apríl 2004 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindunum). Ákvörðun ráðsins frá 26. apríl 2004.
Neðanmálsgrein: 28
(4)    Stjtíð. EB L 149, 5.7.1971, bls. 2. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1386/2001 (Stjtíð. ESB L 187, 10.7.2001, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 29
(1)    Stjtíð. ESB L 124, 20.5.2003, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 30
(2)    Stjtíð. EB L 160, 20.6.1985, bls. 7.
Neðanmálsgrein: 31
(3)    Stjtíð. EB L 1, 3.1.1994, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 32
(4)    Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 6. Samningnum var síðast breytt með ákvörðun nefndar ESB-Sviss 2/2003/EB (Stjtíð. ESB L 187, 26.7.2003, bls. 55).
Neðanmálsgrein: 33
(5)    Stjtíð. EB L 209, 25.7.1998, bls. 46.
Neðanmálsgrein: 34
(1)    Færslur um samsvörun milli Lúxemborgar og Frakklands eða Belgíu munu taka tæknilegum breytingum með hliðsjón af breytingum sem gerðar hafa verið á lúxemborgskum lögum.
Neðanmálsgrein: 35
(1)    Stjtíð. ESB C 161, 27.10.2007, bls. 61.
Neðanmálsgrein: 36
(2)    Álit Evrópuþingsins frá 9. júlí 2008 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindunum), sameiginleg afstaða ráðsins frá 17. desember 2008 (Stjtíð. ESB C 33 E, 10.2.2009, bls. 1) og afstaða Evrópuþingsins frá 22. apríl 2009. Ákvörðun ráðsins frá 27. júlí 2009.
Neðanmálsgrein: 37
(3)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 38
(1)    Stjtíð. ESB L 149, 12.12.2003, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 39
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1. 1).
Neðanmálsgrein: 40
(2)    Stjtíð. ESB C 324, 30.12.2006, bls. 59.
Neðanmálsgrein: 41
(3)    Álit Evrópuþingsins frá 14. nóvember 2001 (Stjtíð. EB C 140 E, 13.6.2002, bls. 262), sameiginleg afstaða ráðsins frá 17. desember (Stjtíð. ESB C 38 E, 17.2.2009, bls. 26) og afstaða Evrópuþingsins frá 22. apríl 2009. Ákvörðun ráðsins frá 27. júlí 2009.
Neðanmálsgrein: 42
(1)    Stjtíð. ESB L 150, 10.6.2008, bls. 28.
Neðanmálsgrein: 43
(2)    Stjtíð. EB L 74, 27.3.1972, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 44
(1)    Stjtíð. ESB L 124, 20.5.2003, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 45
(2)    Stjtíð. EB L 160, 20.6.1985, bls. 7.
Neðanmálsgrein: 46
(3)    Stjtíð. EB L 1, 3.1.1994, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 47
(4)    Stjtíð. EB L 114, 30.4.2002, bls. 6.
Neðanmálsgrein: 48
(5)    Stjtíð. EB L 209, 25.7.1998, bls. 46.
Neðanmálsgrein: 49
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 50
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1
Neðanmálsgrein: 51
(3)    Stjtíð. EB L 149, 5.7.1971, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 52
(1)    Stjtíð. EB L 329, 14.12.2001, bls. 73.
Neðanmálsgrein: 53
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 54
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 55
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 56
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 57
(3)    Stjtíð. EB L 149, 5.7.1971, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 58
(4)    Stjtíð. EB L 74, 27.3.1972, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 59
(1)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 13
Neðanmálsgrein: 60
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 61
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 62
(3)    Dómur frá 7. júní 2005 í máli C-543/03, Dodl og Oberhollenzer gegn Tiroler Gebietskrankenkasse.
Neðanmálsgrein: 63
(4)    Stjtíð. EB L 149, 5.7.1971, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 64
(5)    Nú 67. gr. og a-liður 3. mgr. 11. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
Neðanmálsgrein: 65
(6)    Nú c-liður 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 883/2004.
Neðanmálsgrein: 66
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 67
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 68
(3)    Stjtíð. EB L 149, 5.7.1971, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 69
(4)    Stjtíð. EB L 74, 27.3.1972, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 70
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 71
(1)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1
Neðanmálsgrein: 72
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 73
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 74
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 75
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 76
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 77
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2000, bls. 1
Neðanmálsgrein: 78
(3)    Stjtíð. ESB C 106, 24.4.2010, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 79
(1)    Tæknilegar upplýsingar um litaskipanina eru fáanlegar samkvæmt beiðni á skrifstofu framkvæmdaráðsins. Þær eru látnar í té með viðeigandi sniði samkvæmt bestu starfsvenjum fagmanna í prentiðnaði (þ.e. sem Quark Xpress-skrá. Notuð er fjögurra lita CMYK-litaskipan og allar myndir eru með TIFF-sniði).
Neðanmálsgrein: 80
(2)    Tilvísun í CMYK-litaskipan fyrir þennan lit er C78 M65 Y21 K7.
Neðanmálsgrein: 81
(3)    Tilvísun í CMYK-litaskipan fyrir gráa litinn er C33 M21 Y13 K1 og fyrir bláa litinn C64 M46 Y16 K2.
Neðanmálsgrein: 82
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 83
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 84
(3)    Mál C-326/00, Ioannidis, dómur dags. 25. febrúar 2003.
Neðanmálsgrein: 85
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 86
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 87
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1
Neðanmálsgrein: 88
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 89
(1)    Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 90
(2)    Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 91
(1)     Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 92
(2)     Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 93
(3)    Dómur frá 15. janúar 2002 í máli C-55/00 Elide Gottardo gegn Istituto nazionale della previdenza sociale (INPS), ECR [2002], bls. I-413.
Neðanmálsgrein: 94
(4)    Stjtíð. EB L 149, 5.7.1971, bls. 2.
Neðanmálsgrein: 95
(1)     Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 96
(2)     Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 97
(1)     Stjtíð. ESB L 166, 30.4.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 98
(2)     Stjtíð. ESB L 284, 30.10.2009, bls. 1.