Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 514. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1004  —  514. mál.
Svarfjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur
um ákvarðanir kjararáðs um laun og starfskjör.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Laun og starfskjör hverra eru ákveðin af kjararáði og hvernig flokkast störfin eftir kyni þeirra sem gegna þeim nú? Einnig er óskað eftirfarandi upplýsinga um hvert starf:
     a.      föst laun eða grunnlaun,
     b.      önnur laun,
     c.      föst yfirvinna, þ.e. bæði upphæð og fjöldi tíma,
     d.      önnur starfskjör,
     e.      umsvif eða velta stofnunar, félags eða fyrirtækis,
     f.      fjöldi undirmanna,
     g.      rökstuðningur ákvörðunar.


Laun og starfskjör hverra eru ákveðin af kjararáði?
    Fram kemur í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2006, um kjararáð, að verkefni þess er að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands, forstöðumanna ríkisstofnana og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu.
    Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna skal kjararáð einnig ákveða laun og starfskjör framkvæmdastjóra hlutafélaga og annars konar félaga, einkaréttareðlis, sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins og félaga sem eru að meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa málsgrein falla. Ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna tekur ekki til félags sem nefnt er dótturfélag móðurfélagsins í 2. mgr. 2. gr. laga um hlutafélög og 2. mgr. 2. gr. laga um einkahlutafélög. Ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna tekur ekki heldur til félaga sem viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins eða dótturfélög þessara fjármálafyrirtækja yfirtaka til að tryggja fullnustu kröfu. Í vafatilvikum úrskurðar fjármálaráðuneytið um hvort kjararáð eigi úrskurðarvald samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna.
    Kjararáð úrskurðar um laun og starfskjör ofangreindra aðila og birtir úrskurði sína og rökstuðning fyrir ákvörðun á heimasíðu sinni kjararad.is.
    Kjararáð hefur í úrskurðum vegna þeirra aðila sem falla undir 1. mgr. 1. gr. laganna úrskurðað um föst laun og einingar. Ekki er um fasta yfirvinnu að ræða hjá þessum aðilum nema sýslumönnum og tollstjóra, en þeim er greidd föst yfirvinna og tekur fjöldi tíma mið af innheimtuárangri í opinberum gjöldum en ekki tímamælingu. Um þingfararkostnað gilda lög nr. 88/1995, um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, en fjármálaskrifstofa Alþingis veitir allar upplýsingar um þau. Um almenn starfskjör embættismanna gilda reglur kjararáðs frá 30. maí 2007, sjá fylgiskjal IV. Reglurnar eru birtar á heimasíðu kjararáðs.
    Auk þess er prestum greitt fyrir prestverk og starfskostnað samkvæmt gjaldskrá innanríkisráðuneytisins. Sendiherrum eru greiddar staðaruppbætur og starfskostnaður samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytis. Heimilt er að greiða skólameistara að auki laun fyrir kennslu, allt að 12 kennslustundum á mánuði. Áður en til slíkrar greiðslu kemur skal hann þó hafa kennt fjórar stundir á mánuði án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Kennsla skólameistara skal greidd með 1,2 klukkustundum í yfirvinnu samkvæmt 115. launaflokki kjararáðs. Til viðbótar launum héraðsdómara koma greiðslur fyrir bakvaktir þar sem það á við.
    Vegna þeirra aðila sem falla undir 2. mgr. 1. gr. laganna felldi kjararáð almennan úrskurð 23. febrúar 2010 um laun og önnur starfskjör þeirra framkvæmdastjóra sem með lögum nr. 87/2009 bættust í þann hóp sem undir kjararáð heyrir. Úrskurðurinn tók gildi 1. mars 2010. Í úrskurði kjararáðs kemur fram að þau skuli ákveðin í samræmi við eftirfarandi:

             „Föst laun fyrir dagvinnu, mánaðarlaun, skulu ekki vera hærri en föst laun forsætisráðherra samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Auk þess skal greiða einingar fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir ef tilefni er til. Einingar greiðast alla mánuði ársins, einnig í sumarleyfi. Af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar.
             Laun eru ákveðin miðað við lífeyrisréttindi í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og er miðað við að verðmæti iðgjalds launagreiðanda sé 20% af heildarlaunum. Sé iðgjald launagreiðanda í annan lífeyrissjóð en Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, að séreignasjóði meðtöldum, hærra eða lægra en 20% af launum skulu heildarlaun, sem ákveðin verða af þriggja manna kjararáði, hækka eða lækka um það hlutfall sem mismuninum nemur. Sé greitt meira eða minna en 2% af launum í séreignasjóð fyrir félaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins skulu heildarlaun hækka eða lækka um það hlutfall sem mismuninum nemur.
             Framkvæmdastjórar njóta ekki bifreiðahlunninda. Kjósi framkvæmdastjóri að halda bifreiðahlunnindum með áþekkum hætti og eldri ráðningarsamningur hans gerði ráð fyrir, þar með taldar greiðslur sem miðast við tiltekinn fjölda ekinna kílómetra, skal verðmæti þeirra samkvæmt mati ríkisskattstjóra dragast frá heildarlaunum sem ákveðin verða af þriggja manna kjararáði. Sé kostnaður við fastlínusíma á heimili greiddur af launagreiðanda skal sú greiðsla dragast frá þeim heildarlaunum sem ákveðin verða af þriggja manna kjararáði.“

    Þriggja manna kjararáð ákveður mánaðarlaun og einingafjölda hvers og eins framkvæmdastjóra í einstaklingsbundnum ákvörðunum í samræmi við forsendur úrskurðarins frá 23. febrúar 2010. Þriggja manna kjararáð sker einnig úr um hvaða aukastörf tilheyra aðalstarfi, hver beri að launa sérstaklega, svo og hvort greiða skuli til viðbótar vegna árangurstengingar. Laun eru miðuð við fullt starf þannig að ekki komi til frekari greiðslna nema kjararáð úrskurði um það sérstaklega. Úrskurðir þriggja manna kjararáðs um mánaðarlaun og einingafjölda hvers og eins framkvæmdastjóra í einstaklingsbundnum ákvörðunum eru birtir á heimasíðu kjararáðs.
    Um almenn starfskjör framkvæmdastjóra hlutafélaga gilda reglur kjararáðs frá 9. júní 2010, sjá fylgiskjal V. Reglurnar eru birtar á heimasíðu kjararáðs.

Hvernig flokkast störfin eftir kyni þeirra sem gegna þeim nú? Einnig er óskað eftirfarandi upplýsinga um hvert starf: a) föst laun eða grunnlaun, b) önnur laun, c) föst yfirvinna, þ.e. bæði upphæð og fjöldi tíma, d) önnur starfskjör, e) umsvif eða velta stofnunar, félags eða fyrirtækis, f) fjöldi undirmanna, g) rökstuðningur ákvörðunar.
    Umbeðnar upplýsingar vegna flokkunar eftir kyni og a–f-liða um hvert starf koma fram í töflunni hér á eftir. Í fylgiskjali I má sjá yfirlit yfir launaflokka embættismanna samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Rétt er að taka fram að laun og einingar hafa tekið breytingum frá því í mars 2010, sbr. fylgiskjöl II og III. Í fylgiskjali II má sjá mánaðargreiðslur hvers launaflokks frá 1. mars 2012 vegna embættismanna og þeirra sem voru færðir undir ákvörðunarvald kjararáðs með lögum nr. 87/2009. Í fylgiskjali III má sjá mánaðargreiðslur hvers launaflokks frá 1. mars 2012 vegna þjóðkjörinna fulltrúa. Í fyrirspurn kemur ekki fram við hvaða skilgreiningu á starfi skuli miðað vegna upplýsinga um hvert starf. Í töflunni er því einkum horft til upptalningar í 1. gr. laga nr. 47/2006 við flokkun starfa auk röðunar starfa í launaflokka samkvæmt ákvörðun kjararáðs sem birt er á heimasíðu ráðsins, sbr. fylgiskjöl I–III. Einnig er horft til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna aðgangs að upplýsingum um launakjör einstakra starfsmanna ríkisins.
    Vegna c-liðar er vísað til þess sem áður hefur komið fram að ekki er um fasta yfirvinnu að ræða hjá þessum aðilum nema sýslumönnum og tollstjóra. Vegna d-liðar um önnur starfskjör er vísað til þess sem fram kemur í svari við laun og starfskjör hverra eru ákveðin af kjararáði. Vegna e-liðar skal upplýst að fjármálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar um umsvif eða veltu einstakra félaga eða fyrirtækja sem falla undir 2. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2006 þar sem um er að ræða félög sem eru einkaréttareðlis. Einnig verður vegna f-liðar að setja fyrirvara við fjölda undirmanna hjá aðilum sem falla undir 2. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2006 þar sem fjármálaráðuneytið hefur ekki nákvæmar upplýsingar um félög sem eru einkaréttareðlis. Velta ríkisstofnana kemur hins vegar fram í fjárlögum hvers árs auk ríkisreiknings.
    Upplýsingar vegna g-liðar hafa ekki verið teknar saman vegna fjölda úrskurða auk þess sem rökstuðningur ákvörðunar um laun og starfskjör þeirra sem kjararáð úrskurðar um eru öllum aðgengilegir á heimasíðu ráðsins.

Starf Meðalgrunnlaun Meðalheildarlaun Meðaleiningafjöldi Fjöldi
undirmanna, frá-til-meðaltal
KVK KK
Aðilar sem Kjararáð ákvarðar laun skv. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2007
Forseti Íslands 1.916.673 1.916.673 9 100%
Alþingismenn 589.559 589.559 41% 59%
Ráðherrar og forseti Alþingis 1.061.304 1.061.304 50% 50%
Hæstaréttardómarar 850.627 1.230.915 59 17% 83%
Héraðsdómarar 671.696 995.346 50 42% 58%
Héraðsprestar, sérþjónustuprestar 496.753 587.375 14 39% 61%
Prófastar 548.444 769.432 34 40% 60%
Sóknarprestar 496.753 599.350 16 29% 71%
Biskupar 709.836 830.666 19 30 100%
Sýslumenn og tollstjóri* 620.823 727.628 17 3 – 218 – 29 26% 74%
Saksóknarar 471.164 651.113 28 50% 50%
Sendiherrar 647.383 789.789 22 1 – 10 – 3 9% 91%
Ráðuneytisstjórar 877.576 1.062.056 29 18 – 108 – 59 50% 50%
Skrifstofustjóri 1 647.383 736.710 14 21% 79%
Skrifstofustjóri 2 669.296 776.100 17 0 – 46 – 13 39% 61%
Skrifstofustjóri 3 691.976 798.780 17 0 – 32 – 10 25% 75%
Skólameistarar 554.159 637.013 13 15 – 165 – 72 39% 61%
Forstöðumenn stofnana 667.022 811.498 22 6 – 4596 – 180 30% 70%
Nefndarmaður 636.976 783.913 23 25% 75%
Aðilar sem Kjararáð ákvarðar laun skv. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2007
Sameignarfyrirtæki 874.589 1.521.889 100 325 – 325 – 325 100%
Opinber hlutafélög 766.369 1.090.019 50 29 – 630 – 199 100%
Hlutafélög 707.335 939.285 36 1 – 1350 – 408 17% 83%
Einkahlutafélög 667.372 852.931 29 1 – 325 – 46 8% 92%
*    Föst yfirvinna vegna innheimtuárangurs: Innheimtulaun taka mið af innheimtuárangri og reiknast þannig að stundafjöldi til greiðslu í hverjum mánuði skal vera 1,1355 í veldinu (ih-70) þar sem ih er innheimtuárangur í hundraðshlutum.


Fylgiskjal I.

Yfirlit yfir laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs.


Gert í mars 2010. Eining er 5.058 krónur.
Launaflokkur Krónur
/mánuði
Einingar /mánuði Staða
123 458.224 0–1 Forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar
124 473.551 4–13 Prestar *
125 489.414
126 505.833 0–3 Forstöðumaður Kvikmyndasafns
Forstöðumaður Blindrabókasafns
Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra
10 Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
127 522.827 2–5 Forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins
Forstöðumaður Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði
18–21 Prófastar I *
128 540.416 1–3 Forstöðumaður Skrifstofu Rannsóknastofnana atvinnuveganna
Forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
21–33 Prófastar II *
129 558.620 1–6 Forstöðumaður Íslenska dansflokksins
Forstöðumaður Húsafriðunarnefndar
Forstöðumaður Þjóðmenningarhúss
Framkvæmdastjórar svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Austurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi
Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi
130 577.461 0 Sendiherrar erlendis**
15–27 Sendiherrar á aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík
0–5 Rektor Bændaskólans á Hólum
Framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Suðurlandi
Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn
10 Sýslumenn Patreksfirði, Hólmavík, Bolungarvík, Búðardal, Höfn, Vík, Siglufirði***
29 Forstöðumenn Rannsóknanefnda flugslysa, umferðaslysa og sjóslysa
131 596.961 5–9 Þjóðskjalavörður,
Forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins
Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
Forstöðumaður Listasafns Íslands
Forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs
Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Vestmannaeyjum
0–2 Skólameistarar Verkmenntaskóla Austurlands, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, framhaldsskólanna á Húsavík, í Vestmannaeyjum, á Laugum og í Austur-Skaftafellssýslu og Menntaskólans á Laugarvatni, ****
132 617.144 1–14 Umboðsmaður barna
Forstöðumaður Námsmatsstofnunar
Forstöðumaður Námsgagnastofnunar
Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar,
Landsbókavörður
Skógræktarstjóri
Landgræðslustjóri
Forstjóri Veiðimálastofnunar
Forstjóri Persónuverndar
Forstjóri Útlendingastofnunar
Forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
Forstjóri Lýðheilsustöðvar
Forstjóri Einkaleyfastofunnar
Forstjóri Landmælinga Íslands
Framkvæmdastjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands
Forstöðumaður Geislavarna ríkisins
Yfirskattanefndarmenn
Talsmaður neytenda
Brunamálastjóri
Saksóknarar hjá embætti ríkissaksóknara og hjá ríkislögreglustjóra
Vígslubiskupar
Skrifstofustjórar í ráðuneytum, sem heyra undir annan skrifstofustjóra eða stýra ekki skrifstofu
2 Skólameistari Kvennaskólans****
13–19 Sýslumennirnir Hvolsvelli, Blönduósi, Borgarnesi, Húsavík, Eskifirði, Seyðisfirði, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum, Akranesi og Ísafirði***
133 638.033 18 Héraðsdómarar*****
5–18 Þjóðminjavörður
Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands
Framkvæmdastjórar svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Reykjavík og Reykjanesi
Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins
Forstjóri Vinnumálastofnunar
Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins
Forstjóri Ríkiskaupa
Forstjóri Íslenskra orkurannsókna
Forstjóri Náttúrufræðistofnunar
Skólastjóri Lögregluskólans
Forstöðumaður Fasteigna ríkissjóðs
Forstöðumaður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála
Ferðamálastjóri
Skipulagsstjóri ríkisins
Skrifstofustjórar í ráðuneytum
3 Skólameistarar Flensborgarskóla, Menntaskólans á Ísafirði, Menntaskólans á Egilsstöðum, og Menntaskólans við Sund****
134 659.654 26 Dómstjórar utan Reykjavíkur*****
0–11 Skrifstofustjórar í ráðuneytum sem eru staðgenglar ráðuneytisstjóra
6–14 Forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands
Fiskistofustjóri
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Skrifstofustjóri Hæstaréttar
Forstjórar Barnaverndarstofu
Forstjóri Lyfjastofnunar
Forstjóri Fasteignaskrár ríkisins
Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga
Forstjóri Heilbrigðistofnunarinnar Sauðárkróki
Orkumálastjóri
Þjóðleikhússtjóri
29–32 Sýslumennirnir Selfossi, Keflavík, Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi***
3–6 Skólameistarar fjölbrautaskólanna við Ármúla, í Garðabæ, fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Vesturlands, Suðurnesja og Suðurlands, menntaskólanna í Reykjavík og á Akureyri og Borgarholtsskóla****
135 682.032 6 Skólameistarar Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Menntaskólans við Hamrahlíð****
6–20 Forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar
Forstjóri Matvælastofnunar
Forstjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna
Forstjóri Fangelsismálastofnunar
Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands
141 833.752 8 Skrifstofustjóri Alþingis
Ráðuneytisstjórar
142 862.207 6–11 Ríkisendurskoðandi, Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti
24 Forseti Hæstaréttar
    *     Greitt fyrir prestverk og starfskostnað samkvæmt gjaldskrá dóms- og kirkjumálaráðuneytis
    **     Staðaruppbætur og starfskostnaður greiddur samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytis
    ***     Innheimtulaun taka mið af innheimtuárangri og reiknast þannig að stundafjöldi til greiðslu í hverjum mánuði skal vera 1,1355 í veldinu (ih-70), þar sem ih er innheimtuárangur í hundraðshlutum.
    ****     Heimilt er að greiða skólameistara fyrir kennslu, allt að 12 kennslustundum á mánuði. Áður en til slíkrar greiðslu kemur skal hann þó hafa kennt 4 stundir á mánuði án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Kennsla skólameistara skal greidd með 1,2 klukkustundum í yfirvinnu samkvæmt 115. launaflokki kjararáðs.
    *****     Bakvaktir héraðsdómaraFylgiskjal II.


Launatafla kjararáðs nr. 502 fyrir embættismenn og þá sem færðir voru
undir ákvörðunarvald kjararáðs með lögum nr. 87/2009.

Gildir frá 1. mars 2012.


Eining er 1% af launaflokki 502-132, nema hjá þeim sem færðust undir ákvörðunarvald ráðsins með lögum nr. 87/2009, hjá þeim er eining 1% af launaflokki 502-126
Launafl. kr./mán. Launafl. kr./mán.
110 326.050 136 765.636
111 336.691 137 791.662
112 347.703 138 818.599
113 359.102 139 846.479
114 370.899 140 875.334
115 383.109 141 905.199
116 395.746 142 936.110
117 408.826 143 968.102
118 422.363 144 1.001.214
119 436.375 145 1.035.486
120 450.876 146 1.070.956
121 465.886 147 1.107.668
122 481.420 148 1.145.665
123 497.499 149 1.184.992
124 514.140 150 1.225.695
125 531.363 151 1.267.823
126 549.189 152 1.311.426
127 567.640 153 1.356.554
128 586.736 154 1.403.262
129 606.500 155 1.451.605
130 626.956 156 1.501.640
131 648.128 157 1.553.426
132 670.041 158 1.607.024
133 692.721 159 1.662.499
134 716.195 160 1.719.915
135 740.491 161 1.779.340


Fylgiskjal III.


Launatafla kjararáðs nr. 500. Gildir fyrir þjóðkjörna fulltrúa.
Gildir frá 1. mars 2012.


Launafl. kr./mán. Launafl. kr./mán.
130 610.194 148 1.114.529
131 630.779 149 1.152.766
132 652.085 150 1.192.341
133 674.136 151 1.233.302
134 696.960 152 1.275.696
135 720.582 153 1.319.574
136 745.031 154 1.364.988
137 770.336 155 1.411.991
138 796.526 156 1.460.639
139 823.633 157 1.510.990
140 851.689 158 1.563.103
141 880.726 159 1.617.041
142 910.780 160 1.672.866
143 941.886 161 1.730.645
144 974.081 162 1.790.446
145 1.007.402 163 1.852.340
146 1.041.890 164 1.916.400
147 1.077.585 165 1.982.703


Fylgiskjal IV.


Kjararáð, 30. maí 2007:

Reglur kjararáðs
um starfskjör.


Eftirfarandi ákvæði gilda um starfskjör þeirra embættismanna ríkisins, sem heyra undir úrskurð kjararáðs hvað varðar laun og starfskjör, sbr. lög um kjararáð nr. 47/2006.

1. Laun

    1.1.    Laun eru þannig ákveðin að ekki skal vera um frekari greiðslur að ræða, nema kjararáð úrskurði um það sérstaklega.

    1.2.    Til viðbótar mánaðarlaunum getur kjararáð ákveðið fastar mánaðarlegar greiðslur í formi eininga fyrir alla yfirvinnu sem starfinu fylgir. Eining er 1% af launaflokki 130 í launatöflu kjararáðs nr. 502.

    1.3.    Komi til greiðslu fyrir tímamælda yfirvinnu, skal tímakaup vera 1,0385% af mánaðarlaunum.

    1.4.    Fyrsta desember ár hvert skal embættismaður í fullu starfi fá greidda desemberuppbót sem er 14 einingar. Með fullu starfi er átt við 100% starf á almanaksárinu til 31. október. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal honum greitt hlutfallslega. Á sama hátt skal starfsmaður sem látið hefur af starfi en hefur starfað samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall.

    1.5.    Með mánaðarlaunum er átt við laun sem eru ákvörðuð fyrir dagvinnu, þ. e. laun án eininga samkvæmt. gr. 1.2.

    1.6.    Þegar rætt er um laun í úrskurðum kjararáðs er átt við mánaðarlaun að viðbættum einingum samkvæmt gr. 1.2.

2. Orlof

    2.1.    Orlof skal vera tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári eða 24 dagar fyrir fullt ársstarf. Embættismaður sem náð hefur 30 ára aldri á því almanaksári, sem tímabil sumarorlofs tilheyrir, fær 27 daga orlof. Við 38 ára aldur er orlof 30 dagar.

    2.2.    Komi til greiðslu fyrir tímamælda yfirvinnu, skal embættismaður fá 10,17% orlofsfé til viðbótar henni, við 30 ára aldur skal hann fá 11,59% og við 38 ára aldur skal hann fá 13,04% af slíkum greiðslum í orlofsfé.

    2.3.    Einingar, sbr. gr. 1.2 í reglum þessum, eru greiddar alla mánuði ársins, líka í orlofi. Af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar.

    2.4.    Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. Tímabil sumarorlofs er frá 1. maí til 15. september. Ef orlof eða hluti orlofs er tekið eftir að sumarorlofstímabili lýkur, skal sá hluti orlofsins lengjast um 1/ 4. Sama gildir um orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil samkvæmt beiðni yfirmanns.

    2.5.    Óheimilt er að láta greiðslu koma í stað lágmarkstímabils launaðs árlegs orlofs (24 dagar), nema um starfslok sé að ræða.

    2.6.    Nú tekur embættismaður ekki orlof eða hluta orlofs tiltekið orlofsár, að beiðni yfirmanns, og skal þá leggja saman orlof þess árs og hins næsta til orlofstöku það ár. Frekari frestun orlofs er óheimil.

    2.7.    Ríkissjóður greiðir gjald af launum embættismanna annarra en presta í sérstakan orlofssjóð, Árnessjóð. Af launum presta greiðir ríkissjóður gjald í orlofssjóð BHM. Gjald þetta skal nema 0,25% af launum (heildarlaunum) og greiðist mánaðarlega eftir á.

3. Tryggingar

    3.1.    Slysatrygging. Embættismenn skulu slysatryggðir allan sólarhringinn við dauða eða vegna varanlegrar örorku. Um trygginguna gilda mismunandi bótafjárhæðir og tryggingaskilmálar eftir því hvort embættismaður verður fyrir slysi í starfi eða utan starfs. Um skilmála trygginga þessara gilda reglur nr. 30/1990 og nr. 31/1990. Um bótafjárhæðir fer samkvæmt samkomulagi fjármálaráðherra ofl. við BHM ofl. frá 22. desember 2004 með breytingum hinn 20. október 2005.

        3.1.1. Dánarslysabætur

        (1)    Ef hinn látni var ógiftur og lætur ekki eftir sig barn undir 18 ára aldri og hefur ekki séð fyrir foreldri eða foreldrum, 67 ára og eldri:
            (a) vegna slyss utan starfs 602.000 kr.
            (b) vegna slyss í starfi 602.000 kr.
            Rétthafar þessara dánarbóta eru lögerfingjar.

        (2)    Ef hinn látni var ógiftur en lætur eftir sig barn (börn) undir 18 ra aldri og/eða hefur sannanlega séð fyrir foreldri eða foreldrum, 67 ára og eldri:
            (a) vegna slyss utan starfs 1.844.100 kr.
            (b) vegna slyss í starfi 4.408.300 kr.
            Rétthafar þessara dánarbóta eru foreldrar og börn. Taki báðir þessir aðilar bætur, rennur 1/3 hluti bóta til foreldra en 2/3 hlutar bóta skiptast milli barna að jöfnu.

        (3)    Ef hinn látni var í hjúskap eða í sambúð sem að öðru leyti má jafna til hjúskapar og sem staðið hefur a.m.k. í 2 ár samfellt fyrir andlát hans, skulu bætur til maka eða sambúðaraðila vera:
            (a) vegna slyss utan starfs 2.522.800 kr.
            (b) vegna slyss í starfi 7.194.100 kr.
            Rétthafi dánarbóta þessara er viðkomandi maki eða sambúðaraðili.

        (4)    Ef hinn látni lætur eftir sig barn undir 18 ára aldri, til hvers barns:
            (a) vegna slyss utan starfs 602.000 kr.
            (b) vegna slyss í starfi 1.438.700 kr.
            Stundi barn hins látna á aldrinum 18–25 ára nám á framhaldsskóla- eða háskólastigi í a.m.k. sex mánuði ársins er hinn tryggði andast, á það sama rétt til bóta. Rétthafar dánarbóta þessara eru viðkomandi börn. Bætur greiðast til fjárhaldsmanns ófjárráða barns. Með börnum er átt við kynbörn, kjörbörn, stjúpbörn, börn sambúðaraðila og fósturbörn, sem hinn látni var framfærsluskyldur við sbr. 53. gr. barnalaga nr. 76/2003.

            Bætur greiðast aðeins samkvæmt einum af töluliðum 1, 2 eða 3. Til viðbótar 3 við bætur samkvæmt 2. og 3. tölulið geta komið bætur samkvæmt 4. tölulið.

        3.1.2.    Tryggingarfjárhæðir vegna varanlegrar örorku eru:
            (a) vegna slyss utan starfs 4.849.400 kr.
            (b) vegna slyss í starfi 12.794.300 kr.
            Bætur greiðast í hlutfalli við tryggingarfjárhæðirnar, þó þannig að hvert örorkustig frá 26–50% vegur tvöfalt og hvert örorkustig frá 51–100% vegur þrefalt.

        3.1.3.    Framangreindar tryggingarfjárhæðir miðast við vísitölu neysluverðs í maí 2007, 271,0 stig.

    3.2.    Farangurstrygging. Verði persónulegur farangur embættismanns fyrir tjóni á ferðalagi á vegum ríkisins, skal skaðinn bættur af ríkinu í samræmi við gildandi reglur nr. 281/1988 um farangurstryggingar starfsmanna á ferðalögum á vegum ríkisins.

    3.3.    Persónulegir munir. Verði embættismaður sannanlega fyrir tjóni á algengum nauðsynlegum fatnaði og munum við vinnu, svo sem úrum, gleraugum o.s.frv., skal það bætt samkvæmt mati. Slíkt tjón verður einungis bætt ef það verður vegna óhapps á vinnustað. Ekki skal bæta tjón ef það verður sannanlega vegna gáleysis eða hirðuleysis. Við framkvæmd skal höfð hliðsjón af vinnureglum starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins um meðferð reikninga vegna tjóns á persónulegum munum.

    3.4.    Slys á vinnustað. Embættismanni skulu bætt þau útgjöld sem hann kann að verða fyrir af völdum slyss á vinnustað og sem slysatryggingar almannatrygginga bæta ekki samkvæmt 27. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar.

4. Endurmenntun

    4.1.    Embættismaður sem stundar sérnám eða sækir framhalds- og/eða endurmenntunarnámskeið, með samþykki ráðherra, heldur launum og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar. Lengd leyfis samkvæmt þessu er allt að tveimur vikum á ári. Unnt er að veita lengra námsleyfi á lengra árabili.

    4.2.    Ríkissjóður greiðir gjald vegna embættismanna, annarra en presta, í Starfsmenntunarsjóð embættismanna. Ríkissjóður greiðir gjald vegna presta í Starfsmenntunarsjóð BHM. Gjald þetta nemur 0,22% af mánaðarlaunum.

5. Viðbótarframlag til lífeyrissparnaðar

    5.1.    Leggi embættismaður til 2% viðbótarframlag í séreignarsjóð skal mótframlag vinnuveitanda vera 2%.

6. Önnur ákvæði

    6.1.    Embættismenn sem ekki hafa aðgang að matstofu skulu fá greitt fæðisfé í samræmi við ákvæði í kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.

    6.2.    Ferðakostnaður er greiddur samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar.

    6.3.    Embættismenn eiga kost á styrk til íþróttaiðkunar allt að 3.000 krónum á mánuði. Styrkurinn er staðgreiðsluskyldur.

    6.4.    Embættismenn skulu njóta sama réttar vegna veikinda og slysa og félagsmenn í Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasambandi Íslands samkvæmt samkomulagi fjármálaráðherra við ofangreind samtök frá 24. október 2000 með síðari breytingum. Réttindi embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skerðast þó á engan hátt.

    6.5.    Launagreiðandi greiðir gjald vegna embættismanna í fjölskyldu- og styrktarsjóð. Gjald þetta nemur 0,55% af heildarlaunum og greiðist mánaðarlega eftirá. Sjóðurinn annast meðal annars greiðslur til embættismanna í fæðingarorlofi. Hluti gjaldsins rennur til Styrktarsjóðs BHM samkvæmt ákvörðun stjórnar fjölskyldu- og styrktarsjóðs. Um rétt sjóðfélaga og skipulag sjóðsins gildir skipulagsskrá Styrktarstjóðs BHM og reglur settar samkvæmt henni.

    6.6.    Reglur þessar gilda nema einstakir úrskurðir kjararáðs kveði á um annað.

7. Gildistaka

    Reglur þessar taka gildi 1. júní 2007.

Reykjavík, 30. maí 2007

Guðrún Zoëga
Jakob R. Möller Jónas Þór Guðmundsson
Rannveig Sigurðardóttir Kristinn Hallgrímsson
Fylgiskjal V.


Kjararáð, 9. júní 2010:

REGLUR KJARARÁÐS
um starfskjör framkvæmdastjóra félaga sem eru að meirihluta
í eigu ríkissjóðs og dótturfélaga þeirra


Eftirfarandi ákvæði gilda um starfskjör framkvæmdastjóra félaga sem eru að meirihluta í eigu ríkissjóðs og dótturfélaga þeirra og heyra undir kjararáð hvað varðar laun og starfskjör samkvæmt lögum um kjararáð nr. 47/2006, sbr. lög nr. 87/2009.

1. Laun

    1.1.    Kjararáð ákveður mánaðarlaun, þ.e. föst laun fyrir venjulega dagvinnu. Með mánaðarlaunum er einungis átt við laun sem eru ákvörðuð fyrir dagvinnu, þ. e. laun án eininga samkvæmt. gr. 1.2. Þegar rætt er um laun í úrskurðum kjararáðs er átt við mánaðarlaun að viðbættum einingum samkvæmt gr. 1.2.

    1.2.    Til viðbótar mánaðarlaunum getur kjararáð ákveðið fastar mánaðarlegar greiðslur í formi eininga meðal annars fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir. Eining er nú 1% af launaflokki 126 í launatöflu kjararáðs nr. 502.

    1.3.    Fyrsta desember ár hvert skal framkvæmdastjóri fá greidda desemberuppbót sem er 14 einingar.

    1.4.    Laun eru þannig ákveðin að ekki skal vera um frekari greiðslur að ræða, nema kjararáð úrskurði um það sérstaklega.

2. Orlof

    2.1.    Orlof skal vera tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári eða 24 dagar fyrir fullt ársstarf. Framkvæmdastjóri sem náð hefur 30 ára aldri á því almanaksári, sem tímabil sumarorlofs tilheyrir, fær 27 daga orlof. Við 38 ára aldur verður orlof 30 dagar.

    2.2.    Einingar, sbr. gr. 1.2 í reglum þessum, eru greiddar alla mánuði ársins, líka í orlofi. Af því leiðir að ekki er greitt orlofsfé á einingar.

    2.3.    Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. Tímabil sumarorlofs er frá 1. maí til 15. september. Ef orlof eða hluti orlofs er tekið eftir að sumarorlofstímabili lýkur, skal sá hluti orlofsins lengjast um 1/ 4. Sama gildir um orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil samkvæmt beiðni stjórnar.

    2.4.    Óheimilt er að láta greiðslu koma í stað lágmarkstímabils launaðs árlegs orlofs (24 dagar), nema um starfslok sé að ræða.

    2.5.    Nú tekur framkvæmdastjóri ekki orlof eða hluta orlofs tiltekið orlofsár, að beiðni stjórnar, og skal þá leggja saman orlof þess árs og hins næsta til orlofstöku það ár. Frekari frestun orlofs er óheimil.

3. Endurmenntun

    3.1.    Framkvæmdastjóri sem stundar sérnám eða sækir framhalds- og/eða endurmenntunarnámskeið,með samþykki stjórnar, heldur launum og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar ríkisins, að hámarki tvær vikur á ári.

4. Greiðslur í lífeyrissjóð

    4.1.    Iðgjald launagreiðanda í lífeyrissjóð er ákveðið með hliðsjón af verðmæti lífeyrisréttinda í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og er miðað við að það sé 20% af launum, að meðtöldu framlagi í séreignasjóð.

    4.2.    Launagreiðandi greiðir iðgjald til lífeyrissjóðs að vali framkvæmdastjóra samkvæmt reglum sjóðsins. Sé framkvæmdastjóri félagi í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er greitt iðgjald til sjóðsins í samræmi við reglur hans. Til viðbótar getur hann greitt til séreignasjóðs.

    4.3.    Sé iðgjald launagreiðanda í annan lífeyrissjóð en Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, að séreignasjóði meðtöldum, hærra eða lægra en 20% af launum skulu heildarlaun hækka eða lækka um það hlutfall sem mismuninum nemur.

5. Aksturs- og ferðakostnaður

    5.1.    Noti framkvæmdastjóri eigin bifreið í þágu launagreiðanda er greitt fyrir akstur samkvæmt akstursgjaldi sem ákveðið er af ferðakostnaðarnefnd ríkisins.

    5.2.    Ferðakostnaður er greiddur samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

6. Tryggingar

    6.1.    Framkvæmdastjórar skulu njóta sambærilegs réttar vegna veikinda og slysa og forstöðumenn ríkisstofnana. Sama á við um fæðingarorlof.

    6.2.    Framkvæmdastjórar skulu tryggðir vegna dauða og örorku og skulu tryggingar eigi vera lakari en embættismönnum eru tryggðar sbr. reglur kjararáðs um almenn starfskjör embættirmanna.

Reglur þessar taka þegar gildi.

Reglur þessar gilda nema einstakir úrskurðir kjararáðs kveði á um annað.

Reykjavík, 9. júní 2010


Guðrún Zoëga
Jakob R. Möller Jónas Þór Guðmundsson
Rannveig Sigurðardóttir Kristinn Hallgrímsson